Morgunblaðið - 09.06.1985, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNl 1985
B 11
Samkvæmt upplýsingum frá útlagastjórn Dalais
Lama kostaöi innrás Kínverja og menningarbylting
Maos sjötta hvern Tíbetbúa lífiö.
SJÁ: Vesöld
oft að sætta sig við að ræða bara
við starfsbróður sinn, Gromyko.
Eða eins og einn Rússinn lét
flakka: „Eina ástæðan fyrir því
hér áður, að þeir fengu að sjá leið-
togann, var að sýna að öldungur-
inn tórði ennþá."
Fjölmiðlarnir hafa beðið lengi
eftir leiðtoga á borð við Gorbach-
ev. Á kvöldfréttirnar horfir rúm-
lega helmingur þjóðarinnar og
stjórnmálamaður, sem kann á
kvikmyndavélina og lætur sér ekki
nægja að flytja bara einhverja
ræðu fyrir framan hana, er líkleg-
ur til að öðlast óvanalega mikil
áhrif.
Gorbachev virðist viss um að
standast prófraunir sjónvarps-
myndavélanna og sem dæmi um
það má nefna, að þegar hann var í
Leningrad var hann ekkert að fela
sterkan, suður-rússneskan hreim-
inn, sem hann reynir að bæla
niður þegar hann flytur opinberar
ræður. Gorbachev virðist ekkert
hafa á móti því að tala um ætt
sína og uppruna (hann er kominn
af bændum eins og flestir Rússar)
og af ýmsu má ráða, að þrátt fyrir
allmikil völd í 15 ár sé hann ekki
búinn að gleyma því hvernig
venjulegt fólk lifir.
Gorbachev heldur alltaf upp á
afmælið sitt í Stavropol, þar sem
flestir ættingjar hans búa enn, og
hann lætur sig aldrei vanta á ár-
legan fund bekkjarfélaganna í
lagadeild háskólans. 1 Leningrad
var Raisa, kona Gorbachevs,
ávallt við hlið hans, flestum Sov-
étmönnum til mikillar furðu, og
bendir það til, að hér eftir verði
hjónabönd frammámanna í Sovét-
ríkjunum ekki sama leyndarmálið
og þau hafa lengi verið. Það eitt út
af fyrir sig væri dálítil bylting.
Tilgangurinn með þessum
breytingum er að sjálfsögðu póli-
tískur. Samkvæmt bæði rússn-
eskri og kommúnískri hefð er það
leiðtoginn, sem á að gefa tóninn og
boðskapur Gorbachevs er í raun
og veru sá, að nú verði Sovétmenn,
hvort sem þeim líkar það betur
eða verr, að fara að tileinka sér
nútímalegri siðu.
— MARK FRANKLAND
SKALD JOFURINN |
HUGO:
samviska þjóðarinnar
m þessu ári minnast Frakkar
Aþess með margvíslegum hætti
að 100 ár eru liðin frá andláti
Victors Hugo. Þessi ástsæli andans
maður er frægur fyrir skáldsögur
sínar, leikrit, ljóð og ádeilugreinar
og í tilefni ártíðar hans er nú efnt
til sýningar, verk hans leikin, lesið
úr bókum hans og fluttir fyrirlestr-
ar um líf hans og list út og suður
um Frakkland. Þá kemur á mark-
aðinn ný heildarútgáfa af verkum
skáldsins og póstþjónustan heiðrar
minningu hans með útgáfu sér-
staks frímerkis. Menntamálaráðu-
neytið hefur jafnvel látið gera sér-
stakan bol með mynd af unglingi
sem krýpur á hnjánum og hrópar:
„Hugo, þú ert óviðjafnanlegur."
Óvíða í heiminum væri unnt að
gera slíkt veður út af 100 ára ártíð
rithöfundar. En Frakkar bera afar
mikla virðingu fyrir helztu rithöf-
undum sínum og þó sér í lagi fyrir
Victor Hugo. Hann var ekki ein-
ungis vinsælasti höfundur þeirra á
síðustu öid heldur varð hann eins
konar tákn um samvizku þjóðar
sinnar. Reiðilestrar hans gegn
ranglæti, sem meðal annars birtust
í skáldsögunni „Vesalingarnir" og
fjölmörgum öðrum ritverkum,
snerta enn viðkvæma strengi í
brjóstum manna.
En þótt franska þjóðin sé nánast
einhuga í aðdáun sinni og virðingu
fyrir skáldjöfrinum, þykir mörgum
Allir vilja
flokkarnir
eiga hann
hægri mönnum sem ríkisstjórn
sósíalista ætli að nota ártíð hans
til að veita vatni á sína eigin myllu.
Þeir telja að sósíalistar vilji hressa
upp á ímynd sína með því að ljá
henni yfirbragð Victors Hugo.
íhaldskona á áttræðisaldri segir
m.a.: „Hugo var mikilmenni sem
barðist gegn keisaraveldinu árum
saman. Nú hafa vinstri mennirnir
reynt að eigna sér hann. En ef
hann kæmi aftur og sæi hvað sósí-
alistar og ríkisstjórn þeirra hefur
afrekað, yrði hann ævareiður."
Hin opinberu hátíðahöld virðast
einnig hafa farið fyrir brjóstið hjá
ýmsum á vinstri vængnum. Jean-
Pierre Thibaudat, gagnrýnandi hjá
dagblaðinu Liberation, sem er
vinstrisinnað skrifar meðal annars:
„Hvers erum við að minnast, þegar
öld er liðin frá andláti Hugos?
Hvorki mannsins né verka hans
heldur helgimyndar. Við lofsyngj-
um goðsögn."
Eigi að sður er erfitt fyrir
Frakka að fetta fingur út í hátíða-
höld í heiðursskyni við minningu
Victors Hugo. í upphafi skólagöngu
sinnar eru öll frönsk börn látin
kynnast myndinni af hinum hær-
ugráa öldungi sem styður fingri við
höfuð sér, hugsi á svip. Hann er
forfaðir Frakklands, samvizka
Frakklands, bókmenntasnillingur
Frakklands — allt í senn.
Ríkisstjórnin hefur látið dreifa í
þúsundatali 70 síðna bæklingi sem
greinir frá öllum þeim viðburðum
sem eiga sér stað víðs vegar um
Frakkland á þessu ári til heiðurs
skáldinu. Það er raunar ekki að
undra þótt stjórnin reyni að minn-
ast afmælisins með glæsibrag.
Sósíalistar þykjast semsagt
sjálfkjörnir arftakar Victors Hugo.
-NTANLEY MEISLER
Herraþjóðin
heldur Tíbetum
í heljargreipum
Kínverjar hafa goldið innlim-
un Tíbets dýru verði.
Til dæmis hafa þeir neyðst til
að veita þangað feikn miklu
fjármagni síðustu þrjá áratug-
ina og þeir hafa orðið fyrir álits-
hnekki á alþjóðavettvangi vegna
framkomu sinnar gagnvart
heimamönnum. Eigi að síður
eru útgjöld Kínverja smáræði í
samanburði við það gjald sem
Tíbetbúar hafa orðið að greiða.
Yishi Chunpei er 53ja ára
gamall, en var aðeins 11 ára að
aldri er hann gerðist munkur og
hefur verið það alla tíð síðan.
Hann stundaði nám við
Drepung-klaustrið í útjaðri
Lhasa, þegar það var stærsta
klaustur í heimi. Hann er
óvenju þrekinn og vöðvastæltur
af munki að vera, en skýringin
er sú að hann var um tuttugu
ára skeið í fangelsi í Kína og
vann þar við steinhögg.
Yi munkur var 27 ára gamall
árið 1959 og fór hann þá að
dæmi margra annarra munka
sem rufu friðareiða sína og
gripu til vopna gegn Kínverjum
til að verja trúarleiðtoga sinn,
Dalai Lama. Kínverjar brutu
þessa uppreisn á bak aftur eftir
11 daga, og létu taka af lífi
fjölda munka, embættismanna,
bænda og annarra þeirra sem
höfðu tekið þátt í henni. Sjálf-
um hafði Dalai Lama tekizt að
flýja til Indlands skömmu eftir
að til átaka kom. Yi hélt lífi, en
var handtekinn og fangelsaður
sem fyrr segir.
Yi segist svo frá: „Þeir sögðu
að ég hefði verið einn af vörðum
Dalai Lama, svo að ég var settur
í að brjóta grjót og látinn gista
lítinn klefa um nætur. Ég var
oft veikur, en mest óttaðist ég
að fá ekki að sjá Dalai Lama
áður en ég dæi.“
Samkvæmt upplýsingum frá
útlagastjórn Dalai Lama varð
blóðbaðið 1959 og menningar-
bylting Maos einum sjötta hluta
Tíbetbúa að aldurtila eða um
það bil einni milljón manna.
Arið 1980 var áætlaö að um
10% þeirra sem eftir lifðu hefðu
gist fangelsi einhvern hluta ævi
sinnar.
Hernámsliðið hefur stjórnað
landsmönnum harðri hendi, en
ekki aö sama skapi viturlega.
Tíbetbúar hafa þó orðið að láta
sér valdbeitinguna lynda, en
hins vegar hafa þeir verið
dræmir til allrar samvinnu við
innrásarliðið. Ástæðan er ekki
sízt sú, að Kínverjum hefur mis-
tekizt með öllu að færa þeim það
efnahagsundur sem þeir boðuðu.
Þegar Kínverjar lögðu Tíbet
undir sig lögðu þeir atvinnulíf
þjóðarinnar í rúst og fyrir
bragðið varð þar fyrsta hung-
ursneyðin í sögu landsins. Kín-
verskir hermenn og kínverskir
verkamenn voru látnir ganga
fyrir og hirtu bróðurpartinn af
þeim matvælum sem voru í boði.
Landsmenn eru enn þjakaðir
af þeirri fátækt sem hernámið
olli. Árið 1980 viðurkenndu
kínverskir embættismenn að
þriðjungur Tíbetbúa væri verr
staddur efnahagslega en fyrir
hernámið. Eigi að síður þykjast
margir þessara embættismanna
hafa aðrar skýringar á taktein-
um á slæmum hag Tíbetbúa.
Þeir fullyrða blygðunarlaust að
landsmönnum sé sjálfum um að
kenna, því að „þessi þjóðernis-
minnihluti er á svo frumstæðu
stigi".
— MARY LOIIISE
O’CALLAGHAN
DQMAR
Knattspyrnu-
fólið fékk fimm
ár í steininum
Þeir, sem gerast sekir um að
blanda knattspyrnuáhuganum
saman við ofbeldisverk, eiga það
skilið að vera sviptir frelsinu,"
sagði Christopher Hilliard, dómari
við Old Baily, þegar hann dæmdi
nú á dögunum einn áhangenda
Cambridge-liðsins, Leslie Muranyi,
sem kallaður er „Hershöfðinginn",
í fimm ára fangelsi. Tuttugu og
fjórir úr 80 manna „her“ Muranyis
voru einnig dæmdir í fangelsi, allt
frá fimm mánuðum upp í fjögur ár.
Þegar Hilliard kvað upp dóminn
yfir mönnunum 24 sagði hann m.a.:
„Þið hafið allir unnið til að vera
sviptir frelsinu. Það er verðið, sem
þið hljótið að greiða fyrir að blanda
saman áhuganum á knattspyrnu og
ofbeldisverkum. Ég get ekki tekið
tillit til þess, að þið eruð ungir að
árum og þið verðið sjálfir að bera
ábyrgð á afleiðingum fangavistar-
innar."
Muranyi og „herinn" hans vildu
ná sér niðri á aðdáendum Chelsea-
liðsins, sem efnt höfðu til óláta í
Cambridge keppnistímabilið áður,
og í tvo mánuði voru þeir að undir-
búa ódæðisverkin. Áður en til leiks
liðanna kom voru nokkrir aðdáend-
ur Chelsea-liðsins tældir inn á
bjórkrá með miklum vinalátum og
þar réðst 30 manna hópur á þá.
MURANYl:
íorsprakkinn
skipulagði
árásirnar
vandlega
„Það var um að ræða skipulagt
ofbeldi, sem hafði næstum því
kostað mannslíf," sagði Hilliard
dómari, en einn Chelsea-aðdáend-
anna var hætt kominn og missti
lítra af blóði þegar hann var skor-
inn á hálsi með brotinni flösku.
Alls tóku 150 Cambridge-aðdá-
endur þátt í götuóeirðum fyrir leik-
inn þar sem bílar voru skemmdir
og venjulegir vegfarendur áttu fót-
um sínum fjör að launa. Lögregl-
unni tókst þó loks að króa ofbeldis-
seggina af með hundum en í átök-
unum hlaut einn lögreglumann-
anna varanleg meiðsl. Alls þurftu
40 manns á læknishjálp að halda.
HiIIiard dómari sagði þegar
hann dæmdi Muranyi, að hann
væri upphafsmaður að alls kyns
ofbeldisverkum i skjóli áhugans á
knattspyrnunni en þess má geta að
Muranyi var árið 1983 bannað fyrir
lífstíð að koma inn á leikvanginn í
Cambridge. „Með framferði þinu
hefur þú lagt í rúst líf nokkurra
félaga þinna," sagði Hilliard.
— ANNE MCHARDY
ATVÓGL____________________
Gráðugir gestir
Hundruð fyrirmanna í við-
skiptalífi Kínverja sem sóttu
vörusýningu í Shanghai, þyrptust
inn í veitingasalinn áður en mót-
takan átti að hefjast, tróðu í sig
nær öllum krásunum sem þar voru
á boðstólum og settu afganginn
annað hvort í plastpoka eða vasa
sína. Frá þessu hefur verið skýrt í
kínverskum blöðum.
„Þeir gátu ekki haldið aftur af
græðgi sinni og þyrptust að mat-
borðinu,“ segir í bréfi sem birtist á
forsíðu Dagblaðs frelsunarinnar.
Bréfið er ritað af veitingafólki í
sýningahöllinni.
Þar segir m.a.: „Sumir töldu að
það tefði aðeins fyrir að nota
hnífapör svo þeir hentu þeim frá
sér og notuðu guðsgaflana til að
hrifsa til sín matinn." Og enn-
fremur: „Sumir tróðu heilum
kjúklingum ofan i plastpoka og
fylltu alla vasa af ávöxtum. Aðrir
hrifsuðu heil föt með skinku og
tóku með sér heim í kvöldmatinn.
Á einu augnabliki voru allar kræs-
ingarnar horfnar, en gestgjafarnir
sátu eftir með sárt ennið og urr-
uðu eins og tígrisdýr eða ýlfruðu
eins og úlfar til að láta í ljósi
óánægju sína.“
I bréfinu sagði að lokum að
þetta framferði hefði verið til
hinnar mestu háðungar fyrir
kommúnistaflokkinn, en i þeim
herbúðum sé einmitt stöðugt klif-
að á því að efla þurfi góða siði í
anda sósíalismans.