Morgunblaðið - 09.06.1985, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.06.1985, Qupperneq 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNl 1985 Ræktaðir sveppir Hippókrates, faðir læknislistarinn- ar, getur um sveppi á árunum 470-400 f.Kr. Þá voru þeir einkum notaðir til lyfjagerðar og einnig sem vímugjafar. Eins og kunnugt er eru sumar tegundir sveppa eitraðar og á miðöldum voru sveppir taldir sköpunarverk djöfulsins. Þar sem sveppir sáust vaxa í hring, var sagt að það væri djöfullinn að dansa djöfladans í tunglsljósi. Franski grasafræðingurinn Marchant sýndi fram á það árið 1678 að sveppir uxu upp úr grói, sem myndast á mýsli, samofnum sveppaþráðum, sem mynda grólaust sveppa- þol, sem er að mestu hulið neðanjarðar. Á 17. öld uxu mjög bragðgóðir sveppir á melónusafnhaugum í París. Þá var farið að huga að rækt- un á þeim og árið 1707 kom út í Frakklandi fyrsta bók um svepparækt. Upp úr 1890 tókst frönskum vísinda- mönnum að taka gerilsneyð- ingu í þjónustu sína við svepparækt og þar með var örugg uppskera tryggð. Frakkar voru því upp- hafsmenn að þeirri ræktun- araðferð, sem notuð er enn í dag. Fimm tegundir ræktaðra sveppa eru algengar, en al- gengastur er champignon, ætisveppur, sem sums staðar er kallaður „venjulegur sveppur". Það varð ekki fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld- ina að verulegur skriður komst á svepparækt. Mjög mikið af sveppum er ræktað í Evrópu og í Bandaríkjunum. Upphafsmaður svepparækt- unar hérlendis var Jón Jóns- son frá Laug, sem er bær upp við Geysi. Hann ræktaði sveppi í moldarkofum um 1940, en sú ræktun stóð ekki lengi, vegna þess að Jón lést um tveimur árum síðar. Það var svo ekki fyrr en 20 árum síðar upp úr 1960 að Bjarni Helgason á Laugalandi í Borgarfirði hóf svepparækt í stórum stíl. Hann hafði þar stóra garðyrkjustöð og var lengi sá eini, sem ræktaði sveppi hérlendis. I jarðhúsum við Elliðaárnar var farið að rækta sveppi fyrir 8—10 ár- um og er sú ræktun stunduð enn. Hin síðari ár hafa fleiri bæst í hópinn og nýlega hefur stór og fullkomin sveppa- ræktunarstöð risið að Flúðum unarklefar eru notaðir og eru þeir með þéttum hillubúnaði. Hitastig er breytilegt, allt frá 16° upp í 60°. I þennan jarð- veg er sáð gróum sem koma frá útlöndum. Þarna myndast mygla, sem er látin standa í vissan tíma, þá er settur nýr jarðvegur ofan á beðin og upp koma sveppir. Þeir tvöfalda stærð sína á sólarhring. Þá þarf hröð handtök við að tína sveppina, en það verður að gera áður en þeir opna sig. Síðan eru sveppirnir kældir niður til að stöðva vöxt þeirra og þeim pakkað í neytenda- umbúðir og þeir sendir á markað. Sveppi þarf að geyma við 2°, en víða er mis- brestur á að það sé gert. Sorglegt er að sjá, hvernig farið er með sveppi í sumum verslunum. Þeir standa víðast í allt of miklum hita og jafn- vel undir plasti. Framleiðsla í Hrunamannahreppi. Sveppi er hægt að rækta allt árið, þar sem þeir eru ekki háðir sólarljósi. Þeir eru ræktaðir í myrkri og þar sem hiti er í jörðu. Mikið nákvæmnisverk er að rækta sveppi og viðhafa þarf eins mikið hreinlæti og á spítölum. Hráefni til ræktun- ar er hálmur og hrossatað, sem er sett í rotmassa og lát- ið gerjast. Síðan er það sett í ræktunarklefa og þar fer fram gerilsneyðing sem tekur vikutíma. Drepa þarf ýmsar örverur, en aðrar kjörörverur koma í staðinn. Margir rækt- Einfalt sveppasalat 500 g sveppir safi úr tveimur sítrónum lk dl matarolía steinselja, dill eða graslaukur 1. Blandið saman sítrónusafa og matarolíu. 2. Þerrið sveppina og skerið í sneiðar, setjið út í löginn og blandið saman með tveimur göfflum. Geymið í kæliskáp í 2 klst. 3. Klippið steinseljuna, dillið eða graslaukinn og stráið yfir. Athugið: Þetta salat er gott eitt sér eða með ristuðu brauði eða osti. Sveppasalat með búra og skinku 250 g sveppir 100 g skinka lk lítill haus kínakál 150 g búri eða annar feitur ostur 'k dl matarolía Vá tsk. salt væn grein fersk steinselja eða 1 msk. þurrkuð nokkrir dropar tabaskósósa á Islandi er orðin svo mikil að hún nægir eftirspurn og er slíkt ánægjuefni. Sveppir eru nokkuð dýrir, þó hefur nýlega orðið mikil verðlækkun á þeim. Ferskir hráir sveppir eru mjög ljúffengir og góðir í salöt, en íslendingar gera lít- ið af því að borða þá þannig. Það á helst ekki að þvo sveppi, heldur bursta af þeim með mjúkum bursta eða þurrka af þeim með mjúkum klút. Besta bragðið er í ysta laginu og leggnum. Skerið að- eins neðan af leggnum sé það nauðsynlegt. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 1. Þerrið sveppina og skerið í tvennt. 2. Rífið skinkuna niður með gaffli, skerið hana ekki. 3. Skerið búrann í litla teninga eða stafi. 4. Skerið kínakálið þvert í þunna strimla. 5. Blandið saman matarolíu, sítrónusafa, salti og tabaskó- sósu, klippið steinseljuna út í. 6. Setjið sveppi, skinku, búra og kínakál í skál, hellið leginum yfir. Blandið saman með tveimur göfflum. Athugið: Þetta salat er gott eitt sér eða sem meðlæti með alls konar mat eða með kexi. f þetta má nota sveppi sem eru eitthvað farnir að gefa sig. Sveppastappa til ad bæta með súpur og sósur 500 g sveppir 1 frekar lítill laukur 150 g smjör 1. Saxið laukinn mjög fínt. Hitið lk smjörsins og sjóðið laukinn í því i 15 mínútur. Hafið mjög hægan hita. 2. Bætið % hlutum smjörsins út í. Saxið sveppina mjög fínt. Gott er að setja þá í kvörn (mix- ara), sjóðið áfram í 1 klst. Hafið mjög hægan hita og hrærið vel í. 3. Setjið í ísteningabox og frystið. Takið síðan teningana undan hendinni og setjið út i súpur og sósur til bragðbætis. Sveppasúpa Handa 5 500 g sveppir 20 g smjör eða smjörlíki 3 msk. hveiti 1 lítri kjötsoð eða kjúklinga- súputeningur og vatn Vi tsk. salt 'k tsk. pipar 2 tsk. sitrónusafi 2 msk. rjómaostur án bragðefna steinseljugrein eða nokkur strá graslaukur. 1. Hitið smjörið, þerrið svepp- ina og skerið í sneiðar og sjóðið í smjörinu í 5 mínútur. Gætið þess að þetta brúnist ekki. 2. Hrærið hveitið út í, hrærið síðan kjötsoðið og sítrónusafann út í, setjið salt og pipar saman við. 3. Hrærið rjómaostinn út í og látið suðuna koma upp. 4. Klippið steinseljuna eða graslaukinn og stráið yfir. Meðlæti: Snittubrauð eða annað brauð. Sveppir og heilagfíski (stórlúða) Handa 4 600 g beinlaust heilagfiski 1 tsk. salt safi úr 1 sítrónu 1 msk. matarolía 15 g smjör (1 msk.) 1 tsk. karry nýmalaður pipar 1 msk. rjómaostur án bragðefna 1. Skerið fiskinn í teninga, 4—5 sm á kant. Setjið í skál. 2. Kreistið safann úr sítrón- unni, blandið saman við hann salti og hellið yfir fiskinn í skál- inni. Blandið saman með tveim- ur göfflum og látið standa á eld- húsborðinu í 1 klst. 3. Burstið sveppina með mjúk- um bursta, þvoið þá ekki. Skerið síðan í sneiðar. 4. Hitið smjör og olíu á pönnu, bætið saman við það karrý, látið brúnast örlítið. Hrærið rjómaost út í. 5. Setjið sveppina út í karrý- feitina og látið steikjast í 5 mín- útur. Minnkið hitann og gætið þess að þetta brenni ekki. 6. Hellið fiskinum á sigti og átið renna af honum. Setjið síð- an fiskbitana ofan á sveppina á pönnunni. Malið pipar yfir. Setj- ð lok á pönnuna og látið þetta sjóða við hægan hita í 10 mínút- ur. 7. Berið fram á pönnunni eða nellið í skál. Meðlæti: Soðnar kartöflur með klipptum graslauk og kínakál í sneiðum, skorið þvert á stöngl- ana. Leiðrétting ( þættinum síðasta sunnudag. ,Hátíðarmáltíð á sjómannadag- inn“, féll niður 3. liður í upp- skriftinni af búðingnum. Þar 4tti að standa: Skerið perurnar smátt og setjið út í safann. — MEZZOFORTE föstudag, laugardag og sunnudag í Súlnasal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.