Morgunblaðið - 09.06.1985, Side 18

Morgunblaðið - 09.06.1985, Side 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1985 Florida Sun Dial Motel býöur ykkur alltaf velkomin. Hreint, heimilislegt og vel staösett. Sama lágá veröiö $67 á viku, per mann ef 2 eru í íbúö. Sími 901-813- 360-0120 eöa 91-78650 í Reykjavík. Viðskiptavinir Heklu! Við bendum á hagstætt verð á kveikjuhlutum. Komið og gerið góð kaup. Kerti: Golf ... .44 kr Jetta .. .44 - Passat . .44 - Colt .... 44 - Lartcer . .44 - Galant . .44 - Platínur: Kveikjulok: 80 kr 150kr 80- 150- 80- 150- 80- 150- 80- 150- 80- 150- VIÐURKENND VARA MEÐ ÁBYRGÐ SAMA VERÐ UM LANDALLT! 4 # 4S& spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur tekið að sér að svara spurningum lesenda Morgunblaðsins um garðyrkju. Þau verða síðan birt eftir því sem spurn- ingar berast. Lesendur geta lagt spurningar fyrir Hafliða, jafnt um ræktun matjurta sem trjárækt og blómarækt. Tekið er á móti spurningum lesenda á ritstjórn Morgun- blaðsins í síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, mánu- daga til fostudaga. Hrein borg og æskufólk Þessa dagana er fegrunarvika haldin í Reykjavík og slíkar vik- ur verða reyndar aldrei of lang- ar, svo að við lengjum hana úr sjö dögum í níu, og vissulega er slíkt fullkomlega fyrirgefanlegt af slíku tilefni. Aðrar þjóðir eru að hringla með klukkuna á hverju sumri, en við erum fyrir löngu hætt slíkum leikaraskap. Sumardagarnir okkar eru og hafa alla tíð verið lengri starfs- dagar en hjá öðrum þjóðum og þarf ekki að ýta á hvöt okkar til starfs og dáða yfir hábjargræð- istímann, ef allt er með felldu í þjóðarbúskapnum. Þessa dagana eru þúsundir af ungu fólki að losna við inniveru í skólum landsins og ennþá erum við svo lánsöm, eða öllu frekar svo for- sjál og fastheldin á fornar venj- ur, að við lítum á það nánast sem glæp, ef ekki tekst að koma hverjum unglingi til starfa við einhver hagnýt verkefni. Von- andi tekst tækni og bónusþræl- dómi ekki að koma í veg fyrir, að okkur auðnist að halda áfram í þá venju, að allir æskumenn landsins fái starfa yfir sumar- mánuðina. Nú fer það saman í Reykjavík að efnt er til fegrunarviku og æskufólk fær hundruðum saman verk að vinna hjá borginni. Það ætti því að mega vænta þess, að hraustlega verði tekið til hönd- um við að hreinsa og fegra hvern krók og kima í öllu lögsagnar- umdæmi borgarinnar, og það hefur einnig mikilvæga reynslu í för með sér fyrir allt þetta æsku- fólk, að fá að kynnast því, hvað það kostar að hreinsa það um- hverfi, sem við búum í. Ef allt þetta rusl hefði ekki safnast fyrir á liðnum vetri, hefði mátt beina starfskröftum í önnur æskilegri verkefni, sem hvarvetna blasa við og kalla eft- ir starfsorku og fjármagni. Illvígt dag og fjölærar plöntur Jón HaHdórsson, Njálsgötu 86, R. 1) Ég er með sumarbústað í nágrenni bæjarins. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að binda jarðveg í flagi *Á € * «11 Hreinsun borgarinnnr á hreinsun- arviku er starfi æskufólksins. Ef borgin væri hreinni mætti nota starfskrafta þeirra til annars. nálægt bústaðnum hefur það ekki tekist. Ég hef grafið skurði niðureftir því, hálffyllt þá af smásteinum og sett þétt efni yfir. Flagið umturnast samt að vetrinum. Er eitt- hvað til sem bindur þennan jarðveg? 2) Væri mispillinn, sem Þórunn Lárusdóttir spurði þig um fyrr nokkru, heppilegur utan til í fyrrnefnt flag? 3) Ég hef gróðursett móherblóm (eða silkibygg) ár eftir ár en það kemur aldrei upp aftur. Þó er mér sagt að það sé fjöl- ært. Hvernig stendur á þessu? Svar 1. Það er erfitt að gefa fullnægj- andi úrskurð um það, hvað til ráða má verða til að binda jarð- veg og fá gróður til að dafna í þessu illvíga flagi. Þó er fullvíst að það má vel takast, ef rétt er — Appelsínur Jaffa — Klamentínur Jaffa Africa — Epli rauö USA — Epli USA Epli rauð Chile — Epli gul South Africa — — Sítrónur Out Span — Sítrónur Jaffa — Sunrise — Greipfruit Ruley Read — Melónur — Vínber Chile blá — Vínber Chile græn — South Africa — Perur Chile — Plómur rauóar — Kiwi Ástralía — Kiwi USA. INNIG MIKIÐ ÚRVAL GRÆNMETIS KRISTJAIMSSON HF Sundagörðum 4, simi 685300. KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR að staðið og dálítið lagt í til- kostnað. Fyrir það fyrsta er ekki lítið atriði að framræslu sé rétt fyrir komið. Hygginn bóndi grefur fyrst skurð, sem tekur við öllu vatni af svæðinu og það fær framrás eft- ir. Síðan eru gerðir skurðir út frá þeim aðalskurði (jafnvel ör- lítið grynnri), er stefna svipað og trjágreinar út frá trjábol, og hafa góðan vatnshalla í aðal- skurðinn. Þetta eru í sem fæst- um orðum grundvallaratriðin fyrir framræslu á landi. Þéttleiki skurðanna fer svo eftir því, hve landið er blautt eða jarðvegurinn rakaheldinn. Við þurrkun landsins dregur úr hol- klaka að vetrinum, en að sjálf- sögðu þarf að brjóta landið fyrir ræktun og breyta eðlisástandi jarðvegsins, ef hann er t.d. þétt- ur leir. Það má gera með grófum sandi og húsdýraáburði. Við sáningu á grasfræi getur það skipt verulegu máli, að sáð sé hagkvæmri grastegund. Sennilega gæfist í þessu tilviki best að sá sauðvingli. Hann hef- ur skriðular rætur. Svar 2. Ekki verður mælt með mispli til ræktunar í slíkt holklakaland fyrr en búið er að bæta það svo, að það verði ekki á stöðugri hreyfingu í írostum. Svar 3. Margar jurtir, sem jafnvel í Færeyjum lifa af veturinn, þola ekki vetrarumhleypingana á okkar ágæta landi, nema því að- eins að þeim sé búið gott vetr- arskjól og öruggt sé að vatn liggi ekki á rótum þeirra að vetrinum. Erfiðleikar í trjárækt Sigríður Friðriksdóttir, Hjalla- braut 11, Hafnarfírði, spyr: 1) Ég er að reyna að koma til trjám í garði í Vestur- Húnavatnssýslu. Garðurinn er mjög opinn fyrir öllum átt- um og jarðvegurinn ekki upp á marga fiska. Hvaða tré ætli séu heppilegust til ræktunar á þessu svæði? Ef búið er að gera dálítið skjólbelti með víðitegundum, hvaða tré get ég þá ræktað í garðinum? 2) Hversu mikil þörf er á því ,ið halda grasi og arfa frá trjám? Svar 1. Þessu er vandsvarað. Ekki gildir það sama úti á Vatnsnesi t.d. og inni í Víðidal. Ekki efast ég þó um ágæti jarðvegs í Húna- þingi, ef hann er bættur með húsdýraáburði. Það er hinsvegar skjólið, sem mestu máli skiptir og oft má veita skjól með fremur auðveldum hætti. Eins metra torfhleðsla veitir t.d. skjól á 7—10 m breiðri spildu. í 3kjóli við slíkan garð t.d. væri hægt að þoka upp brekkuvíði, síðan viðju og í kjölfar hennar alaskavíði, sitkagreni og björk. Svar 2. Fyrstu vaxtarár trjáa hefur það verulega þýðingu, einkum ef smáar plöntur hafa verið gróð- ursettar. Meöhöndlun græðlinga Þorvarður Magnússon, Bjarg- arstíg 5, Reykjavík, spyr: 1) Hvaða trjám og runnum er hægt að fjölga með græðling- um? 2) Hvernig á í stuttu máli að meðhöndla græðlinga áður en þeir eru settir út í moldina? Svar 1. Með sérstakri aðstöðu og rót- arhvataefni er hægt að fjölga flestum trjám og runnum með græðlingum. Hinsvegar er tiltölulega auð- velt að fjölga flestum runnum með græðlingum og nær öllum víðitegundum og flestum öspum. Svar 2. Best er að taka sprota af plöntum snemma vors og hafa þá ekki lengri en svo, að á þeim séu fimm brum. Stinga þeim síð- an (helst í uppeldisreit með 10 sm millibili) beint í mold og láta aðeins tvö brum standa upp úr moldinni (3 brum í jörð).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.