Morgunblaðið - 09.06.1985, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.06.1985, Qupperneq 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1985 Sýnishorn úr 14. bindi ritraðar AB um sögu mannkyns Eyðilegging verðmæta í Þýskalandi var geysileg. Millí 20—40% allra íbúða voru í rúatum eða ónothæfar. Borgir og þá einkum hinar atóru iðnaöar- og hafnarborgir voru í rústum og samgöngukerfið var eyðilagt. Þýskaland var sigrað, klofið og hernumið árið 1945. Þjóðin hafði komist hjá sundrung og hernámi í kjölfar heimsstyrjaldarinnar fyrri og við bar að ósigurinn væri falinn með þeirri staðreynd að óvinaher hefði þá ekki sett fót sinn á þýska jörð. Ástandið 1945 var ólíkt ástandinu 1914—1919. Saman- burður við Þýskaland við lok Þrjá- tíu ára stríðsins væri nær lagi með tilliti til eyðileggingar og sundrungar. Hér var ekki aðeins um ósigur á hernaðarsviðinu og eyðileggingu að ræða. ítalski kvikmyndaleik- stjórinn Roberto Rosselini nefndi kvikmynd frá 1947 Þýskaland árið núll. Þýski sagnfræðingurinn Fri- edrich Meinecke ræddi um „Þýska áfallið". Ósigur Þýskalands hafði í för með sér fullkomið siðgæðislegt skipbrot. Þýskaland var allt hernumið ár- ið 1945 af erlendum herjum sem skiptu landinu á milli sín. Samein- að Þýskaland fyrirfannst í raun og veru ekki, heldur fimm eða sex ríkishlutar. í vestri voru hernáms- svæði Bandaríkjamanna, Breta og Frakka, í miðju var hernámssvæði Sovétmanna með Berlín sem sér- stakt umdæmi og í austri voru austurhlutar hins forna Brand- enburg-PrússIands sem ásamt Slesíu voru sameinaðir Póllandi og Sovétríkjunum. Þýska ríkið var ei meir. Þýska „ undrið Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins er um þessar mundir aö hefja útgáfu á nýrri mann- kynssögu í 15 bindum. Nefnist hún Saga mannkyns — Ritröö AB og hefst útgáfan meö 14. bindinu sem tekur yfir tímabilið 1945—1965. Síðan er áætlað að þrjú bindi komi út á ári þar til verkinu er lokið. Verkið er samið á vegum Aschehoug-forlagsins í Osló og kemur út í samprenti og samtímis á öllum Norðurlöndum. Höfundarnir eru víðkunnir sagnfræðingar — allir starfandi háskólakennarar víðsvegar um Norðurlönd. Höfundur 14. bindisins er Bo Huldt, dósent við háskólann í Lundi. Þýðandi þess er Lýður Björnsson, sagnfræðingur. Hvert bindi er um 270 bls. að stærð með fjölda Ijósmynda, teikninga, korta og línurita. í verkinu öllu er um 6.000 myndir. Skrá um manna- og staðanöfn er í hverju bindi, en heildarskrá um efnisorð verður í 15. bindinu. Saga mannkyns er í stóru broti (28x22,5 sm) sem valið er með það í huga að myndefnið njóti sín sem best. Auk myndanna eru í hverju bindi fjöldi línurita og rammatexta til stuðnings og glöggvunar. Hér á opnunni er sýnishorn úr 14. bindinu, fyrri hluti kafla sem fjallar um „þýska undrið“, viðreisn Þjóðverja eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. hafði í för með sér bein átök við kommúnista, enda hafnaði hann öllu samstarfi jafnaðarmanna við þá. Schumacher taldi að Weimar- lýðveldið hefði loksins fengið það tækifæri sem nasisminn hafði rænt það, en Adenauer skildi að aðstæður á stjórnmálasviðinu voru gjörbreyttar. Af þessari ástæðu virtist Schumacher vera þjóðernissinni (oft öfgafullur) sem gagnrýndi vægðarlaust sérhverja tilhliðrun vegna pólitískrar nauð- synjar. Hin neikvæða afstaða Schu- machers hafði mikilvæg áhrif á einu sviði. Tvær kröfur mótuðu stjórnarskrárfrumvarpið sem lagt var fram 1948: krafan um virka miðstjórn og krafa fylkjanna um sjálfstjórn. Hin vestrænu her- námsveldi höfðu ákveðið stefnuna í fyrirmælum sínum til fylkis- stjórnanna: lýðræðisleg stjórn- arskrá, stofnun sambandsríkis og trygging réttinda og frelsis ein- staklinga. Stjórnarskrárfrumvarpinu var mótmælt frá Bayern, en þar höfðu aðskilnaðar- og þjóðernissinnar nokkurt fylgi og léku sér með hugmyndina um endurreisn hins forna konungdæmis Bæjara, og einnig frá Schumacher sem krafð- ist aukinnar miðstýringar. Kveðið skyldi á um í stjórnarskránni að ríkið yrði jafnmikið „sambands- ríki og unnt væri og miðstýrt eftir þörfum". Konungsríkið Bayern var ekki endurreist, en andstaða Schumachers styrkti aðstöðu sam- bandsstjórnarinnar gagnvart fylkjunum. Schumacher og að- stoðarmenn hans gátu með vissum rétti haldið því fram að þeir hefðu bjargað Þýskalandi. Adenauer og kristilegir demó- kratar hlutu stuðning kjósenda 1949, en meirihlutinn var lítill. Jafnaðarmenn lentu í áhrifalítilli stjórnarandstöðu og gegndu því hlutverki í 17 ár. Adenauer mark- aði ásamt Ludwig Erhard efna- hagsmálaráðherra hinu nýja sam- bandslýðveldi þá stefnu sem gerði landið að efnahagslegu stórveldi og hornsteini í samtökum vest- rænna ríkja. Adenauer vék aldrei um tommu frá sannfæringu sinni eftir að hafa ákveðið að sam- bandslýðveldið skyldi tengjast Vestur-Evrópu. Efnahagssam- starf Vetur-Evrópuþjóða og NATO markaði útlínur að stefnu Bonnstjórnarinnar. Adenauer í Mosvku ésamt Bulganin og Khrusjtsjov. öld- urnar risu stundum hitt. Bulganin lýsti samningunum með þeaaum orðum: „Ef Rússar og Þjóðverjar standa saman veröur allt annað að smáatrióum og friöurinn er tryggður.“ Vera má að hann hafi leitt hugann að samningi Hitlers og Stalíns í ágúst 1939. efnahagslífi landsins komið á rétt- an kjöl. Afstaða var tekin gegn Morgenthau-áætluninni með Marshall-áætluninni og áformum um að heimila Þýskalandi þátt- töku í viðreisn Evrópu, en síðar kom í Ijos að þetta kom einnig í veg fyrir sameiningu Þýskalands. Tvær mikilvægar ákvarðanir voru teknar í júní 1948: þýskt löggjafarþing var kvatt saman og myntbreyting. var ákveðin. Lög- gjafarþingið myndaði pólitiskan grundvöll hins nýja Vestur- Þýskalands, en myntbreytingin var forsenda efnahagslegrar við- reisnar, undursins þýska. Valkostirnir — Adenauer eöa Schumacher Mest bar á tveimur mönnum á stjórnmálasviðinu við stríðslok, Konrad Adenauer, foringja kristi- lega demókrataflokksins (CDU), og Kurt Schumacher, leiðtoga jafnaðarmanna. Adenauer sem var tæplega 70 ára að aldri 1945 hafði tekið þátt í stjórnmálum á dögum keisara- dæmisins og var borgrstjóri í Köln 1917. Schumacher var á hinn bóg- inn pólitískt afkvæmi Weimar- lýðveldisins. Báðir höfðu þeir lent í ónáð í stjórnartíma nasista. Adenauer sem var ættaður frá Rínarlöndum lagði áherslu á hug- sjónaleg og stjórnmálaleg tengsl Þýskalands (eða eins mikils hluta þess og unnt var) við Vestur-Evr- ópu. Þýskaland varð að vinna traust annarra Evrópuþjóða og álit umheimsins. Sameining og önnur vandamál á sviði stjórn- málanna skiptu minna máli en endurheimt virðingar og öryggis. Schumacher leit öðruvísi á mál- in, enda var hann ættaður frá austurhluta þýska ríkisins. Skipt- ing Þýskalands milli hinna þriggja vestrænu bandamanna og Sovétmanna var beinlínis áfall fyrir jafnaðarmannaflokkinn. Hann hafði átt sér meira fylgi austan Elbu en milli Elbu og Rín- ar. Margir af foringjum flokksins sem menn töldu sig enn skipta nokkru máli voru „glataðir" í austri. Schumacher var sameining Þýskalands því efst í huga. Um- hyggja hans fyrir eigin flokki Nýjar áætlanir um framtíð Þýskalands Bandamenn lentu fljótlega í árekstri um framtíð Þýskalands, svo sem að var vikið í greiningu kalda stríðsins. Bandaríska Morg- enthau-áætlunin um að binda enda á iðnveldið þýska var út af fyrir sig samrýmanleg markmið- um Sovétríkjanna á styrjaldarár- unum og varð einnig þess valdandi að farið var að draga úr iðnaði í Þýskalandi árið 1945. Ef litið var á þýskan iðnað sem hergagnafram- leiðslu, þá gat þetta samrýmst markmiðum á borð við afvopnun, útrýmingu hernaðaranda og hringa og nasisma. Bretum og Bandaríkjamönnum varð þó fljót- lega ljóst að Þýskaland án iðnaðar myndi aldrei geta brauðfætt íbú- ana og yrði framvegis háð efna- hagsaðstoð sigurvegaranna. Þetta breytti viðhorfunum. Stríðsskaða- bætur í formi iðnvarnings og verksmiðja sem Rússar kröfðust voru, svo sem Marshall hershöfð- ingi sagði þeim hreinskilnislega, „ógnun við skattgreiðendur á Vesturlöndum". Ræða Byrnes, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, í Stuttgart í september 1946 markaði tímamót. Þar kom í ljós að Bandaríkin höfðu gefið upp þá stefnu að refsa Þýskalandi, en í þess stað skyldi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.