Morgunblaðið - 09.06.1985, Qupperneq 31
B 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNl 1985
Ríkismarki skipt fyrir nýtt
þýskt mark 1948.
Þýskaland varð ekki fullvalda í
einu vetfangi þrátt fyrir stjórn-
arskrána 1949. Vesturveldin höfðu
eftirlit með löggjafarvaldinu, og
hernámsliðið dvaldi áfram í land-
inu. Bonnstjórnin fékk með Pet-
ersberg-samningnum heimild til
takmarkaðrar utanríkisþjónustu
og að gerast aðili að ákveðnum al-
þjóðastofnunum (OEEC og vís-
inda- og menntastofnunum SÞ).
Árið 1952 var undirritaður samn-
ingur sem í raun og veru batt enda
á stríðið og viðurkenndi fullveldi
sambandslýðveldisins þótt nokkr-
ar táknrænar takmarkanir fylgdu.
Hernámsliðið varð öryggissveitir.
Adenauer aðhylltist orð de
Gaulles frá 1945 þess efnis að
Frakkland og Þýskaland yrðu að
draga strik yfir fyrri erjur og taka
upp samstarf sem Vestur-Evrópu-
þjóðir. Afstaðan til Frakka var
samt flókin. Þeir höfðu lagst gegn
stofnun miðstýrðs ríkis í Þýska-
landi nema Ruhr-héraðið yrði sett
undir alþjóðlega stjórn, Saar und-
ir stjórn Frakka og Rínarlönd
undir stjórn hernámsliðsins. Þetta
minnti um of á Versalasamn-
ingana 1919. Kola- og stálsam-
bandið kom á hinn bóginn til að
leysa Þýskalandsmálið gagnvart
Vesturlöndum og síðar EEC.
Kola- og stálsambandið tók til
starfa 1952, og Bonnstjórnin fékk
Saar aftur 1957.
Frá Pleven-áætlun til
aðildar að NATO
Öryggishlið Þýskalandsmálsins
varð mikilvæg vegna þeirrar þró-
unar í alþjóðastjórnmálum sem
fylgdi í kjölfar upphafs Kóreu-
stríðsins 1950. Hervæðing Þýska-
lands hlaut fimm árum eftir
stríðslok að verða litin hornauga í
þeim löndum sem stríðsvél Hitlers
hafði ekið yfir. Finna varð því
nýtt form fyrir hervæðinguna í
likingu við það sem gert var á
efnahagssviðinu. Mótstöðu gætti
einnig gegn hervæðingu innan
sambandslýðveldisins, enda and-
mæltu jafnaðarmenn undir for-
ustu Schumachers hástöfum end-
urreisn þýsks hernaðaranda.
röðum CSU í Bayern, sem var
ákærður fyrir misbeitingu valds
og einkum vegna tillitsleysis.
Tímaritið birti haustið 1962 upp-
lýsingar þar sem því var haldið
fram að NATO gæti ekki komið í
veg fyrir árás Sovétríkjanna á
Mið-Evrópu, en yfirstjórn örygg-
ismála gat sýnt fram á að hér var
um leyniskjöl að ræða. Málið hafði
ekki úrslitaþýðingu, en afdrifarík-
ara varð hvernig Strauss lét í
skjóli dómsmálaráðherra frjálsra
demókrata hefja lögregluaðgerðir
gegn tímaritinu og stjórn þess.
Aðferðir Strauss voru taldar
draga dám af viðbrögðurn annars
valdakerfis, enda braust út uppþot
á þinginu og í flokki frjálsra
demókrata og loks í flokki
Strauss. Adenauer neyddist til að
víkja Strauss frá völdum, en það
gerði honum sjálfum erfiðara um
vik að standa gegn kröfunni um að
láta af völdum.
Adenauer undirritaði fransk-
þýskan vináttusamning í janúar
1963, skömmu eftir að de Gaulle
hafði beitt neitunarvaldi gegn að-
ild Breta að efnahagsbandalaginu,
en þetta orsakaði samsæri innan
rikisstjórnarinnar. Adenauer lét
af völdum í október 1963 og fékk
Ludwig Erhard í hendur stjórn-
taumana.
Lausnin fólst í aðild Þýskalands
að NATO eftir að Frakkar höfðu
hafnað stofnun öryggi'sbandalags
Vestur-Evrópuþjóða 1954. Full-
veldið var óbeinlínis staðfest með
stjórnmálasambandi við Moskvu
sem tekið var upp í tengslum við
heimsókn Adenauers þangað I
september 1955.
Afstaðan til austurs varð þó
torráðin. Heimsóknin til Moskvu
var einkum ætluð til að greiða
götu þýskra stríðsfanga sem enn
höfðu ekki verið sendir heim.
Bonn horfði fram hjá Austur-
Þýskalandi, en Bonnstjórnin neit-
aði að taka upp stjórnmálasam-
band við þau lönd sem viður-
kenndu það, og var það í samræmi
við stefnu sem tók nafn af Walter
Hallstein, Hallstein-kenninguna.
Bonn tók með tortryggni og lík-
lega með réttu hinum hógværu
loforðum Rússa (og Eisenhowers
forseta) um hlutlaust og sameinað
Þýskaland. Dulles, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði er
Willy Brandt, borgarstjóri í Berl-
ín, færði þetta í tal við hann 1959:
„Við og Rússar erum ósammála
um þúsund atriði, en í einu máli er
ekki um skoðanaágreining að
ræða. Við ætlum ekki að heimila
sameinuðu og hervæddu Þýska-
landi að athafna sig á einskis
manns landi milli austurs og vest-
urs.“
Hugmyndin um Þýskaland sem
Ríki Hitlers haföi háö trúar-
bragöastríö gegn meginhluta
heimsbyggöarinnar, en
heimsbyggöin fordæmdi þá
trú sem verulegur hluti
þýsku þjóöarinnar haföi sam-
einast um. Myndin er frá rótt-
arhöldunum í Niirnberg þar
aem nasistaforingjar voru
dregnir fyrir rátt.
ir, en höfðu áður lagst bæði gegn
efnahagssamstarfinu og aðildinni
að NATO. Erich Ollenhauer, eftir-
maður Schumachers og starfs-
maður flokksins, lenti í skugga
Willys Brandts, borgarstjóra Berl-
ínar. Brandt komst í sviðsljósið í
átökunum um Berlín 1958 og 1961
og var í senn aðlaðandi og at-
hafnasamur nýr foringi.
Hinn kraftmikli og umdeildi
varnarmálaráöherra Franz
Josef Strauss (f. 1915). And-
stæöingar hans fullyrtu aö
hann „boöaöi nýja þjóöern-
isstefnu D-marksins meö
hárri raust“. Hann gekk þó
einu skrefi of langt 1962 og
ákæröi útgefendur tímarits-
ins Der Spiegel fyrir landráö
og varö aö láta af völdum.
hluta hinna kristnu Vesturlanda
var Adenauer rík í huga. Hann
kann að hafa verið betri hermaður
kalda stríðsins en jafnvel Dulles.
Útþenslustefna Þjóðverja í aust-
urátt sem hófst á 12. öld hafði orð-
ið fyrir áfalli, og fremsta víglina
þýskrar menningar hafði þokast
vestur vegna sigurs Sovétríkj-
anna. Adenauer taldi ætíð sam-
bandslýðveldið verja austurtak-
mörk Vesturlanda (kvöldlands-
ins).
Lok Adenauerstímabilsins
Kristilegir demókratar fengu
yfir 50% atkvæða við kosningar
1957 og valdastaða flokksins hefur
aldrei verið hagstæðari. Jafnað-
armenn breyttu gjörsamlega um
stefnu árið 1959 og urðu talsmenn
samstarfs við Vestur-Evrópuþjóð-
Þýska undrið
Kosningarnar 1961 staðfestu
fylgisaukningu jafnaðarmanna og
frjálsra demókrata, en fylgi
stjórnarflokkanna fór minnkandi.
Helsta afleiðing kosninganna varð
sú að kristilegir demókratar og
frjálsir demókratar mynduðu
bandalag, en hinir siðarnefndu
settu þó það skilyrði að Adenauer
gegndi ekki embætti kanslara
fram til næstu kosninga 1965.
Honum var einnig ógnað af sundr-
ungu og andstöðu i eigin flokki, og
systurflokkurinn í Bayern, CSU,
var ósamstæður og hugmynda-
fræðin svífandi. Adenauer hafði
áður haft öll tögl og hagldir í sín-
um flokki. Ludwig Erhard, vara-
kanslari hans síðan 1957, hafði
einungis áhuga á efnahagsmálum,
en slíkt var erfitt að samræma
þeirri tilhneigingu Adenauers að
setja pólitískar bollaleggingar i
hásætið.
Elli og aldarandi höfðu náð tök-
um á hinum áttræða kanslara við
upphaf 7. áratugarins. Þróun við-
reisnarstarfsins virtist einnig
kalla á nýja starfskrafta. Rot-
höggið á stöðu Adenauers kom í
tengslum við svonefnt Spiegel-mál
1962. Tímaritið Der Spiegel í
Hamborg sem var þekkt fyrir
ósamræmdan og hispurslausan
málflutning hélt uppi persónu-
legum hefndaraðgerðum gegn
Franz Josef Strauss varnarmála-
ráðherra, stjórnmálamanni 'úr
Myntbreytingin í júní 1948
verkaði eins og vítamínssprauta á
efnahagslíf á hernámssvæðum
vesturveldanna þriggja. Hin
hreinræktaða vöruskiptaverslun
(sígarettuhagfræðin) hætti. Upp-
hafsmenn umbótanna voru þeir
Ludwig Erhard og Bandaríkja-
maðurinn Joseph Dodge.
Tölur um eyðilegginguna á
stríðsárunum gefa að sumu leyti
ranga mynd. Stríðsrekstur banda-
manna og sprengjuárásir höfðu
eyðilagt jafnvirði um 12% fjár-
magns í iðnaði og stríðsskaðabæt-
ur o.fl. svöruðu til um 8% til við-
bótar. Fjórir fimmtu hlutar voru
því enn ósnertir. Framlriðslan
1946 var á hinn bóginn aðeins
þriðjungur framleiðslunnar 1936.
Bæði tækniþróun og hæft vinnuafl
var tiltækt, en skipulag (og dreif-
ingu hráefnis) skorti ásamt upp-
örvun til ibúanna sem voru sinnu-
litlir vegna hinnar löngu styrjald-
ar og ósigursins. Stefnubreyting
Vesturlanda við áramótin 1946—
1947, myntbreytingin og dollara-
milljarðar Marshall-aðstoðarinn-
ar gerðu Þjóðverjum kleift að
hefja viðreisnarstarf sitt sjálfir.
Framleiðsla Þýskalands þre-
faldaðist á árunum 1950—1965.
Framleiðslutölum ársins 1936 var
náð 1950, og næstu árin var jöfn
þróun í átt til stóraukinnar vel-
megunar. Framfærslukostnaður
hækkaði tiltölulega hægt, og hag-
vöxturinn olli því breytingu á lífs-
kjörum Þjóðverja.
Takmarkið var þó framleiðsla
og útflutningur en ekki neysla. Út-
flutningurinn jókst um 10% á ári
að meðaltali á tímabilinu 1955—
1964. Vöxtur en ekki skipting lífs-
gæða var því aðalatriðið. Þetta
krafðist fórna af þeim sem sköp-
uðu velmegunina. Framsýni
verkalýðsleiðtoga sem voru hóg-
værir í launakröfum og andvígir
verkföllum stuðlaði verulega að
aukningu velmegunar. Þjóðin
gerði sér grein fyrir nauðsyn þess
að gera kröfur í samræmi við
veruleikann, enda var hún reynsl-
unni ríkari frá atvinnuleysi ár-
anna milli stríða, stríðsárunum og
ósigrinum,
Endir.