Morgunblaðið - 09.06.1985, Page 41

Morgunblaðið - 09.06.1985, Page 41
MQftGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚ-NÍ 1985 B 41 Svar lögreglustjórans í Reykjavík Hér birtist svar lögreglustjórans í Reykjavík vegna erindis Jóhanns Uórólfssonar í Morgunblaðinu 30. maí 1985. Nausynlegt er að lögreglan haldi uppi öflugu eftirliti og veiti vegfarendum sem bezta aðstoð í umferðinni á götum borgarinnar. Síðustu árin hefur mannekla leitt til þess að ekki hefur verið unnt að sinna þessu verkefni sem skyldi, lögreglan er of fámenn. Það þyrfti að hafa mun fleiri lögreglumenn á varðgöngu, einkum á aðalumferð- ar- og verzlunargötunum i mið- borginni. Sem kunnugt er hefur íbúum fjölgað mjög í Reykjavík síðustu áratugi. Ný íbúðarhverfi hafa ris- ið, Breiðholtið og nú síðast byggð- in við Grafarvog. Bifreiðir í borg- inni eru helmingi fleiri en fyrir 10 árum og er umferðin oft mun meiri en gatnakerfi borgarinnar þolir. Lögreglumönnum hefur hins vegar ekki verið fjölgað að sama skapi. Eigum við að byrgja brunninn? Þórir Baldvinsson skrifar: Við, sem sáum í sjónvarpinu fótboltaleikinn í Brussel á dögun- um og nokkru fyrr brennandi áhorfendapallana í Bradford fyllt- umst undrun og skelfingu. Við vissum að vísu að ítalir hafa þótt blóðheitir og bráðlyndir, en hér áttu fyrst og fremst Bretar hlut að máli, þjóðin sem hversdagslega hafði áunnið sér frægð fyrir að vera ein kurteisasta og prúðasta menningarþjóð í Evrópu, þjóð höfðingja og aðalsmanna, þjóð BBC og parlamentarismans, þjóð Oxford og Cambridge. Hvað hafði gerst? Hvað hafði farið úrskeiðis? Nú má heita að ekkert í þessari tilveru gerist án ástæðu og hvar lá þá ástæðan? Eftir nokkurt grufl þóttumst við sjá að ef til vill var ekki eins djúpt á ástæðunni og ætla mætti. Var þetta ekki helsta Vestur- Evrópuþjóðin sem mánuðum eða árum saman hafði sjaldnast vikið úr fréttum vegna fregna um hvers konar ófrið og ofbeldi meðal al- mennings? Vinnudeilur og verk- föll, pólitísk og þjóðernisleg átök, þar sem allt logaði í erjum milli hópa og einstaklinga og brennur og manndráp voru hversdagslegir atburðir, líkt og verst var hér á landi á Sturlungaöld. Hvað getur slíkt staðið lengi án þess að það verði hluti af þjóðlífsmyndinni og ekki lengur tiltökumál meðal þess fólks sem alist hefur upp við þessa lífshætti og er farið að skoða ofbeldi sem eðlilega lausn mála. Þannig hleðst upp tilefni ógæf- unnar smátt og smátt ef ekkert er að gert og stundum að mestu án þess að eftir sé tekið uns allt er orðið um seinan. Allt slíkt getur tekið skemmri tíma því minna sem þjóðfélagið er og innviðir þess veikari. Við getum náttúrulega ályktað í barnaskap okkar og trúgirni að við þurfum ekki að hræðast þessa hluti, þetta getur ekki gerst hér. En er það nú alveg víst? Það sem einu sinni hefur gerst getur gerst aftur, þótt langt sé um liðið þegar menn gefast upp á því að leysa deilur með þolinmæði og friðsamlegum samningum og farið að styttast i ofbeldið, verkföllin sem oftast stefna í það að þeir sem í þeim standa telja sig ekki þurfa að taka tillit til annarra eða jafn- vel þjóðarheildarinnar eru allt of mörg og stefna á mjög alvarlegar brautir. Það er orðið löngu tímabært að semja ströng lög um verkföll frá nútímasjónarmiðum. Ýmsir þol- endur verkfalla eru oft á tíðum alveg varnarlausir og jafnvel get- ur farið svo að ríkið sjálft riði til falls vegna tekjumissis af afleið- ingum verkfalla eða vegna óbil- gjarnra krafna kaupkröfumanna, o.fl. Það er kominn tími til að þing- menn fari að ganga frá endanlegri og nothæfri stjórnarskrá og láti ekki nægja að dunda við þýð- ingarlítil kosningaform. Það er löngu sýnt að verkfallaþjóðfélagið leiðir til ofbeldis og upplausnar ef ekki fylgir því sterkt og virt dómsvald. Þetta þurfum við að muna og öllum sæmilegum mönnum hlýtur að vera það jafn- ljóst nú og á dögum Þorgeirs goða. Við þurfum umfram allt að læra að hlýða réttu og una því að „hlýða réttu og góðs að bíða,“ þó að það taki ofurlítinn tíma. Ann- ars eigum við enga framtíð í þessu landi. Hér hefur aðeins verið imprað á augljósum málum sem við þurfum að koma í lag, en orðið er líka til alls fyrst og taki nú við einhverjir vitrir og góðviljaðir menn. Ryðjum braut þungarokks 9102-0831 skrifar: Aldrei hef ég heyrt i jákvæðari íslenskri hljómsveit en Drýsli. Drýsill er hljómsveit sem þorir að reyna að ryðja þungarokkinu braut. Sýnilegur tilgangur plöt- unnar „Welcome to the Show“ er ekki til að reyna að hagnast á henni en vissulega eiga meðlimir Drýsils það skilið. Eftir að hafa heyrt plötuna, hvet ég alla að- dáendur þungarokks að fá sér þessa plötu og hvorki þeir né aðrir munu verða fyrir vonbrigðum. Riðjum braut þungarokks á þessu landi. Einstaklíngar — fyrirtæki á sviði heilsuræktar Rafsegulsviðsnuddtæki — Biotherapy til sölu — góðir tekjumöguleikar Kjörið tækifæri fyrir þann sem vill skapa sér sjálf stæða létta atvinnu eöa sem viöbót við rekstur Ijósa- stofu eða heilsuræktarstöðvar. Tækið gefur einstaklega góða tekjumöguleika, því fjölmargir hafa þegar reynt þaö með mjög góðum árangri. Þessi góöa reynsla sem komin er á tækiö hér á íslandi er í samræmi viö þær niðurstöður sem fengist hafa erlendis. Tækið er mjög einfalt í notkun. Fasteignasalan Bústaðir, s. 28911 '---------------------------------- Framleiðendur/ Innflytjendur íslandslax hf. leitar eftir sambandi við framleiöendur/innflytjendur til kynningar á áformum um byggingu 1. áfanga laxeld- isstöövar á Staö, vestan Grindavíkur. HELSTU MAGNTÖLUR: LAXELDISKER: 8 stk., hæð 4 m, þvermál 26 m 12 stk., hæð 4 m, þvermál 13 m JÚFNUNARTANKUR: 1 stk., hæð 2 m, þvermál 26 m AÐRENNSLISSTOKKAR: BxHxL = 1,75x1,50x135 m BxHxL = 0,65x0,45x80 m FRÁRENNSLISSTOKKUR: BxHxL = 1,20x1,75x148 m Framkvæmdatími er áætlaöur frá sept. 1985 til júní 1986. Áformað er aö halda kynningarfundi meö framleiðendum/innflytjendum fimmtudaginn 13. júní 1985 kl. 13.00. Þeir sem áhuga hafa, vinsamlegast snúi sér til Fjölhönnunar hf., Grensásvegi 8, Reykjavík. Símar: 82626 og 84441. ÍSLANDSLAX HF. MetsöluHad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.