Morgunblaðið - 09.06.1985, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JtJNl 1985
B 43
Manstu
gamla daga
eftir Pétur Pétursson þul
Á góðviðrisdögum má ganga að því vísu að hitta roskna
og aldraða Reykvíkinga sem sitja við þjóðbraut þvera, á
Lækjartorgi, Austurvelli, í Austurstræti eða hvar annars
staðar sem hægt er að tylla sér á bekk og spjalla við gamla
kunningja um lífið og tilveruna, líðandi stund eða löngu
liðna tíð. Þeir sem gefa sér tíma að hlýða á frásagnir verða
margs vísari um mannlíf og atburði. Að vísu má segja að
veraldarsagan haldi sínu striki og breyti ekki um farveg
þótt það tal sé eigi fært í annála, en ósköp er notalegt að
heyra gamansögur um tiltektir ungmenna, störf og leiki,
æskubrek og bardús.
Að þessu sinni er staldrað við hjá bræðrum tveimur,
Stefni múrara og Þóri verkamanni. Þeir eru synir Runólfs
Stefánssonar skipstjóra í Reykjavík.
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson blaðamaður birti á sinni tíð
viðtal við Runólf í bók sinni „Við sem byggðum þessa
borg“. Aldraðir Reykvíkingar muna vel eftir Runólfi.
Hann var svipmikill maður og fór ekki með veggjum.
Stefnir (tv.) og Þórir Runólfssynir í „Fógetagarðinum"
f stuttu spjalli við þá bræður
berst talið að fyrri tíð, leikjum
og starfi í Reykjavík á mótum
skútualdar og togaratímabils.
Hvað höfðu horskir strákar fyrir
stafni þá? „Ég var kominn í
Gramsarafélagið Gleypi," segir
Stefnir. „Gleypir, það var voða-
legt fyrirtæki maður. Þetta var
eiginlega þannig uppbyggt, að
Óskar nokkur Gunnlaugsson,
hann átti heima á Skólavörðu-
stíg 12, og við, strákar á svipuðu
reki, höfðum með okkur félag.
Óskar var dugnaðarstrákur.
Karlinn á skútunum í gamla
daga og við þurftum að bjarga
okkur eins og aðrir samborgar-
ar. Karlarnir voru alltaf með
pokana, svo þeir komu þreyttir
heim úr síðustu skútuferð. Þá
tókum við pokana af þeim. Við
höfðum sleða, eða einhver tæki
til að koma þessu heim til þeirra.
Fyrir þetta máttum við hreinsa
dekkið og það var alltaf eitthvert
slams á dekkinu og þar gátum
við alltaf búið til peninga, ann-
aðhvort heima eða heiman. Selt
stundum. Þetta gekk út yfir tog-
arana seinna og það var Ijóm-
andi og skemmtilegt djobb.“
„Já, segir Stefnlr og kemst í
baráttuham. Og það mátti eng-
inn Vesturbæingur komast í
þetta, sko. Þeir voru drepnir al-
veg. Skörungar og sjóvettlingar
voru stundum seldir í land.
Svona var lífið í þá daga.“
Það skal játað að heiti félags-
ins vakti vægast sagt furðu og til
voru áheyrendur sem efuðust um
tilvist þess. Við nánari athugun
kom þó í ljós að frásögn Stefnis
átti við rök að styðjast og var
félagsins meira að segja getið á
prenti.
Steindór Sigurðsson skáld og
ritstjóri, kunnur í hópi lista-
manna á sinni tíð, gaf út Kvöld-
blaðið árið 1923. Það var að sögn
Steindórs fyrsta kvöldblað Fs-
lands — minnsta dagblað Is-
lands.
Þórir, bróðir Stefnis, man vel
eftir Steindóri og útgáfu hans.
Steindór hafði aðsetur með blað
sitt í skúr við Skólavörðustíg 13.
Það var í næsta nágrenni við
Benedikt Sveinsson bókavörð,
fáeinum fetum ofar en hús
Sparisjóðs Reykjavíkur stendur
nú. Allt er þar nú með öðrum
brag.
í Kvöldblaði Steindórs hinn 7.
desember 1923 má sjá eftirfar-
andi auglýsingu: „Gramsfélagið
Gleypir. Fundur í fyrramálið
niður á garði kl. 8. Mágur heldur
fyrirlestur. Stjórnin.“
PYRSTA KVÖLDBLAD tSLANDS — - KINSTA PAQBLAD tSLANDS
Grammófónaviðgerðir KVÖLDBLAÐIÐ
1 x _ uiuewi rtirni » rv tcr A VIl\c
bestar og ódýrastar á
Vigtaverkstæðinu
Siml 1272 SkólavörðustÍB 3. Simi 1272
Raykjarik 7. daAUntm H>».
|.7.
>1
Minniablað.
Avextir — Jólatréakraut
Tódulí — Meelifætl
Ættu allir að kaupa til Jólanna i
L U o IV A..
LnodabókMafnið:
Laatr&n&lur opinn (rá 1—7.
AlþýiSubðk»»alniB. j
LMtiars&lur oplnn trá 10—10.
Útlán frá 8—10 •. m.
BaAhúsiB opiB (rá 8—á.
NnturvðrB hafur: j .
Reykjavikur»pót*k þmi viku.
Inlenxku lelktöngin ódýrunt I A IIC.
Hef til efni
1 pluMtappi t di.ua. Útbý þau
o* seri úr garbl. — Lialbalendur
udi adr ttl:
Astriðar Eggertsd.
Itúbhir
kaupir hæðsta verði
Haukur Björnsson
MJóstraatl 2. Kl. 4—6.
KvBldblaBia kamur tt daflete,
koaUr 6 atun i lauaaaölu of 80 aura á
mánuAi fýrir áakrifaodur er borfiat
fruaa. — Áakrílendur f«ta einnif
ríg fyrir traim vikum — 40 au.
Mon. Skblavórðmtig 18.
BUindbr Stgurðtuon.
. | Úr beejarllflnu.
8tálka aú, or fotiB var um í
fyretu blöðum Kv.bi., «r nd laus
úr ,9tfininum“. HafBl hún svolt sig
i 18 daga og v&r avo alept
Árabátið ajomamnafélagaiDa vmr
i gaorkvoldi. ÞOttl akamtunin gúB
og fór vel (rem. Dansafi frameftir
nóttinni.
Hndapeklafélagld. Raykjavikur-
atúkan beidur fund i þvOld.
íþróttnfél Eoykjavíknr haldur
akemtifund I IBnO annaB kvóld.
Dana til kl. 8.
■adnr dntt i • Bankaatreatl i
gmr var viat •ittbvafi Oatyrkur .1
gangi. Maiddi hann alg nokkuð J
hendi aam þó mun «kki vaaa
varlagt.
Bajarafjéraartaadar var i
Klak«aailegt þykir mórgum
aem von ar.'afi Timarítttjórinn
Mjölkurfél. fonnaBurina akull reyna
afi ráfiaat aB Thor Jaoaan, fyrlr
þafi afi h&fa laakkafi mjOlkurvarfiiB
þegar hundruB manna UBa neyB
i baanum og þatta «ru þó menn
aam trakar t*ljaat alþtfiuttlBtogar.
Nokknr avér aru þegar kom-
inn til Kv. bl. viB apumlugunnl
,HvaB þykir þér ánagjuiegast
viB danaleiki". — BlaBiB vonaat
aftír flmyii avörum áBur an þau
vnéa blrt.
í þorpara Ulóui.
Nokkrum augnabtikum ai&ar
beyrBi nann rOdd ar aklpaBI al
láta akipabátln dtfyrír borBatokkinn.
Auglýsing um fund í Gramsarafélaginu Gleypi í Kvöldblaðinu 7. des. 1923.
Kvöldblaðið kom út daglega.
Kostaði 5 aura í lausasölu og 80
aura á mánuði fyrir áskrifendur.
Síðar berst talið að öðrum
nágrönnum þeirra bræðra á
Skólavörðustígnum. Skauta-
hlaupi á Reykjavíkurtjörn sem
er skammt undan, því myndin af
þeim bræðrum er tekin á mörk-
um Kirkjustrætis og Aðalstræt-
is. Stefnir segir: „Kristján
Jóelsson, sonur Jóels snikkara á
15, hann brunaði þarna alveg
miskunnarlaust aftur á bak og
áfram á tjörninni. Kiddi Jóels,
hann var okkar prins í þessum
efnum. Hann kunni að skrifa
áttu með skautunum án ess að
hreyfa sig. Og þetta þótti meist-
araverk."
Um fyrirlesturinn sem fluttur
var niðri á garði kl. 8 þ. 8. des-
ember 1923 er fátt eitt vitað, en
ekki þarf að efa að þar hafa
menn ráðið ráðum sínum og tek-
ið ákvörðun um einhver afreks-
verk.
Óskar Gunnlaugsson, sem
Stefnir nefndi í upphafi máls, er
einn hinn kunnasti í hópi reyk-
vískra hafnarverkamanna um
hálfrar aldar skeið. Hörkudug-
legur, orðheppinn og höfðingja-
djarfur.
Stefnir múrari hefir víða ferð-
ast um land og reist mannvirki
mörg. Um tíma var hann búsett-
ur í Ólafsvík en er nú aftur flutt-
ur i heimahaga.
Þórir, sem situr hér við hlið
bróður síns, vann um áratuga
skeið hjá Eimskipafélagi Islands
við Reykjavíkurhöfn. Virtur
maður og vel látinn, vinsæll og
tillögugóður.
Emilía ljósmyndari mundar
vélina og festir bros bræðranna
á filmu sína. Og svo heldur hver
í sína átt.
'19.$úni 3viku&
Fínar ferðir í þrjár vikur á eina vinsælustu strönd Spánar: Beint leiguflug og góð gisting á hótelum (með eða án fæðis)
Hvítu ströndina. eða í íbuðagistingu. Islenskir fararstjórar
Benidorm býður upp á fjölbreytta afþreyingu af öllu tagi: Verðdæmi: Ibúðagisting frá kr 23.910.- pr. m.
Næturklúbba, diskotek, alþjóðleqa veitingastaði, kaffihus, Hjón i íbúð með tvö börn frá kr. 17.932.- pr. m
skemmtigarða, tívolí, golfvelli, sjóskíði, dýragarð . . . miðalda-
veislu. Éitthvað tyrir aífa. Brottfarardagar: 29/5, 19/6, 10/7, 31/7, 21/8, 11/9, og 2/10
FERÐAMIÐSTOÐIN
AÐALSTRÆTI9
SÍMI28133