Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ1985 -------1 - - —............................................ ................... ....... Steinunn Egilsdótir MorgunblaðiS/Emilia Aldrei afsakanlegt að gefast upp Kristín Bjarnadóttir ræðir við Steinunni Egilsdóttur um vinnuna og tilveruna ingholtsbúar og þeir sem eiga leið um „stykkið" fyrrihluta dags, eða um Laugaveginn og miðbæinn snemma að morgni hafa trúlega tekið eftir Steinunni Egilsdóttur einhverntíma á síðastliðnum tveimur árum. Á hverjum morgni klukkan 7 tekur hún til við að hreinsa borgina, ásamt vinnufé- lögum sínum, fjarlægir leifar neytendasamfélagsins, allt þetta sem við setjum í ruslið bak við hús og viljum síðan ekki vita meira af, vitum að öskukallarnir koma fyrr eða síðar og fjarlægja það. Steinunn upplýsir mig um að þrettán öskubílar séu í gangi í Reykjavík og jafnmargir vinnu- hópar. Einnig að um hundrað manns vinni í „öskunni", þar á meðal fimm eða sex konur. „Þú ættir að tala við einhvern raun- verulegan öskukall," segir Stein- unn með glettnisglampa í augun- um, meðan hún hellir upp á könn- una í kjallaraíbúð við Eiríksgöt- una. „Þeir eru margir bráð- skemmtilegir, geta verið alveg kostulegir." Ég efast ekkert um það, en engu að síður er það Stein- unn sem ég ætla að tala við í dag, kannski af því hún skar sig svolít- ið úr hópnum í Þingholtunum, ljóshærð, ung og sterkleg. Hún er komin úr vinnugallanum og virkar fínlegri en ég átti von á. Það er búið að taka mig nokkra daga að hitta á Steinunni heima, en þegar ég komst að því að hún skúrar eft- ir vinnutíma, skildi ég ástæðuna. „Maður verður að hafa eitthvað handa á milli", segir Steinunn. „í fyrra fór ég í heimsreisu, en núna legg ég ekkert fyrir, ég er að vinna fyrir sköttunum." Steinunn er tuttugu og eins árs gömul, Reykja- víkurstúlka. Að dröslast með tunnur upp og niður tröppur — Ég hefði alveg getað ímynd- að mér að þú værir búin að fá nóg eftir vinnudaginn í öskunni — er það ekki nokkuð erfið vinna? „Jú, en eins og allt annað þá venst það. Ég er að vísu um það bil búin að ofgera bakinu á mér. Það var ekki snjóþungt í vetur, en í fyrravetur hinsvegar, þá var færð- in slæm. Þá komumst við ekkert með trillurnar og á þannig tímum er vinnan erfið. Þá dröslast maður á milli með plastpokana." — Finnurðu til þess að þér sé hlíft vegna þess að þú ert kven- maður? „Nei, alls ekki. Enda held ég að ég sé bara síst minni að burðum en sumir kallarnir. Það eru ekki allt ungir og hraustir karlmenn, einn er sjötíu og fimm, svo það er nú kannski meiri ástæða til að hlífa þeim sem eru farnir að lýj- ast. En þeim finnst ágæt tilbreyt- ing að hafa mig í hópnum, og eru allir mjög góðir við mig — það vantar ekki. Erfitt? — ég veit varla, kannski er ég bara svo sterk að ég finn ekki fyrir því. Jú, ég man að mér fannst þetta erfitt til að byrja með og vissulega er þetta slítandi vinna. Það er t.d. mikið um tröppur í þessu hverfi. Þú get- ur bara rölt hér um Óðinsgötuna og reynt að ímynda þér hvernig það er að drösla tunnum upp og niður tröppurnar." — Er þetta sóðaleg vinna? „Nei, ég get hugsað mér margt sóðalegra. Við þurfum ekkert að gramsa í þessu rusli frekar en við viljum." — Komist þið í einhver kynni við eigendur tunnanna? „Já mikil ósköp.“ Steinunn skellihlær, þegar hún rifjar upp nöldur og tilætlunarsemi sumra eigenda. „En við kynnumst þeim síður en svo eingöngu gegnum nöldur, sumir hygla að manni ein- hverju ef maður tekur eitthvað auka rusl, gefa okkur þá helst kók. Fyrir jólin eru allir voða góðir, þá fáum við pakka — sígarettur frá sendiráðunum ..." — Leggur fólk hér í borg metn- að sinn í að ganga vel um, þannig að aðgengilegt sé að fjarlægja ruslið? „Það er nú svona upp og ofan. Á einstaka veitingahúsum er t.d. gengið þannig um að öllu er fleygt í einn bing, þegar tunnurnar duga ekki, og ætlast svo til að við hirð- um það. Það er mjög slæmt og á ekki að vera neitt vandamál að skaffa fleiri tunnur, en það verður hver staður að sjá um, eða þeir. sem í hlut eiga." Samvinna milli hópanna — Hvernig gengur vinnan fyrir sig, svona í stórum dráttum? „Þeir vakna um fimmleytið kall- arnir, margir hverjir — ég læt mér nú nægja að vakna hálf sjö. Svo byrjum við klukkan sjö. Fyrst tökum við morgunstykkið sem kallað er, það eru staðirnir sem við hespum af fyrir níu, Laugaveg- urinn, miðbærinn, staðir sem við verðum að vera búin með áður en umferðin og viðskiptin byrja fyrir alvöru. Svo förum við á stykkið, sem er okkar afmarkaða svæði og hreinsum og hreinsum, tökum þet- ta eftir ákveðnu kerfi þar til stykkið er búið. Okkar svæði nær frá Skúlagötu að Hringbrautinni og frá Lækjargötu að Barónstíg. Við erum sex í flokknum ásamt bílstjóra og flokkstjóra. Þetta er akkorðsvinna, við verðum að hreinsa alla borgina á viku, sem þýðir að ef einhver hópur er á eftir þá er rokið til og þeir fá aðstoð við að klára stykkið sitt. Ef færð er slæm, þá gengur vinnan hægar, það segir sig sjálft. Þar af leiðir að lögboðnir frídagar eru ekkert endilega í hávegum hafðir. Um jólin er hvað minnst frí, því þá er meira rusl og færðin hvað verst um það leyti og eins og ég segi, við verðum að klára umferðina." — Er einhver verkaskipting innan hópsins? „Einn keyrir, einn hífir og hinir trilla." Fór á kvikmynda- hátfðina í Cannes Steinunn er stúdent frá Menntaskólanum við Sund, út- skrifaðist þaðan vorið ’83, og byrj- aði þá að vinna í öskunni um sumarið. Hún las 4. bekk utan- skóla og vann þá fyrir sér með skúringum, vinna sem hún, að eig- in sögn, hefur ekki tímt að sleppa. Það kemur á daginn að hún hefur líka gefið sér tíma til að skoða heiminn. — En Steinunn, hvernig datt þér í hug að fara að vinna í öskunni af öllum störfum? „Já ég bjóst alveg við að þú myndir spyrja mig að því. En satt að segja þá veit ég það varla. Jú, maður hafði heyrt að kaupið væri ágætt og góður vinnutími, fínt að vera búin klukkan hálf þrjú, og geta þá bara spókað sig í sólinni. Svo langaði mig í útivinnu." — Lá engin rómantík að baki? „Ég minnist þess nú ekki — a.m.k. — hafi svo verið, þá fór hún fljótt af. Ég lét bara slag standa, enda get ég hugsað mér margt verra en að vera í öskunni. Maður fær nú enga stórbrotna vinnu með stúdentspróf." — Hefur þér aldrei dottið í hug að fara úr öskunni í eldinn og ger- ast brunaliðsmaður? „Þarf ekki einhverja sérstaka menntun í það líka? Það er margt sem ég gæti vel hugsað mér að prófa, t.d. að vera blaðamaður, ég býst við að það geti verið gaman. Er það ekki?“ — Jú, það finnst mér. Þegar ég tek viðtöl, þá kynnist ég oft skemmtilegu fólki, sem ég myndi annars ekki kynnast. En viltu ekki segja mér frá heimsreisunni þinni? „Já, ég var hálft ár á flandri, frá áramótum ’84. Þá fór ég nú víða. Ég sigldi ásamt vinkonu minni til Kaupmannahafnar og þaðan fór- um við til Berlínar, þar sem vin- kona mín varð eftir og síðan ferð- aðist ég ein. Skrapp til Spánar og síðan til London og þaðan til New York. Eftir það fór ég til Indlands og var svo smátíma í Frakklandi. Já, já, ég fór meira að segja á kvikmyndahátíðina í Cannes! Þá annan umgang til Koben og Berl- ínar og svo aftur til NY. Við garðyrkjustörf í New York En New York, það er frábær borg. Það er sagt að fólk taki afdráttarlausa afstöðu til New York, annað hvort hati það borg- ina eða elski. Ég er örugglega ein af þeim síðarnefndu." — Ertu þá stórborgarmann- eskja, spyr ég um leið og ég finn hvað þetta er óskaplega klisju- kennd spurning. En Steinunn þekkir svarið: „New York er eiginiega ekki meiri stórborg en frumskógur. Maður er jafn einn þar og ein- hversstáðar uppi í sveit. En það er alltaf gáman þegar mikið er að gerast í kringum mann og fjöl- mennið er góð tilbreyting frá Reykjavíkurlífinu. — Heyrðu ég vann meira að segja um tíma í New York, við garðyrkjustörf. Er hægt að hugsa sér nokkuð jafn fráleitt og að vera garðyrkjumað- ur í New York — on the top of buildings? Ég vann þar ásamt ís- lenskum kunningja mínum við að planta í svalakassa." Og Steinunn segir frá því þegar þeim hlotnaðist sá heiður að gróð- ursetja fyrir einhverja ríkustu frú Bandaríkjanna, „Frú Astor". „Það þótti meira en lítil upphefð í fag- inu að komast upp á svalirnar hjá slíkri frú — og einu fyrirskipan- irnar sem fylgdu pöntuninni voru að allt átti að vera í bleiku!" — Eingöngu bleik blóm? „Já, allt í bleiku. Svo tókum við til við að gróðursetja á einum fimm svölum, en þegar líða tók á daginn fundum við að það greip um sig heilmikil panik meðal þjónustuliðsins. Vandamálið var það hvort við yrðum búin áður en Madam — þau kölluðu hana aldrei annað en Madam — kæmi heim. Þetta var mikið mál, hvort Madam þyrfti að sjá einhverja garðyrkju- róna á svölunum hjá sér. Það var auðfundið á þjónustufólkinu að slík mistök máttu ekki henda enda gerðist það ekki. Það sem heillar mig við New York, er einfaldlega hvað mikið er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.