Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985 Vonandi verdur þessi húsagarður, sem afmarkast af Skúlagötu, Rauðarárstíg og Lauga- vegi og er með þeim sUerri í borginni, orðinn örlítið meira aðlaðandi sem leiksvæði fyrir börnin sem umhverfis hann búa, þegar litla dóttir hennar Steinunnar Halldórs- dóttur, sem hér sést í fangi mömmu sinnar, fer að leika sér í honum. „Það býr mikið af ungu fólki með lítil börn í þessum húsum,“ segir Steinunn. „Þessi húsagarður er eina leiksvæðið í nágrenninu sem börnin eiga völ á og við erum oft að velta því fyrir okkur hvort ekki væri hægt að gera eitthvað meira við hann. En það eina sem gerist er að á hverju ári hverfur meira og meira af honum undir bílastæði," Héðan má virða þá sem strunsa eftir Laugaveginum fyrir sér úr öruggri fjarlægð. Bakvið Brekkustíginn. Tilvalið útivistarsvæði en tómlegt um að litast. í porti við Tryggvagötu 6 voru þeir Hlynur, 14 ára, og Kristinn, 13 ára, að æfa nokkra létta skrykki fyrir danskeppni í Tónabæ. ÍJtideild Reykjavíkur hefur hús til umráða í portinu og það er nærvera jafnaldra þeirra Hlyns og Kristins sem gerir það að verkum að þetta port er ekki eins grámuskulegt og fíest hin, heldur litskrúðugt með „lands- lagi“. - w ^ s»; Og lífið gengur sinn vanagang bakvið leikmyndina sem að götunni snýr. PORTIN í BÆNUM „Væru portkonur ekki mun áhugaverðara efni til umfjöllunar?“ varð nærstöddum manni að orði á dögunum, þegar undirrituð viðraði áhuga sinn á portum, húsagörðum og öðrum skúma- skotum borgarinnar. Vera má að rétt sé, að mann- lífið sem þrífst innan og utan portveggjanna, sé mun áhuga- verðara en umgjörðin. En á hinn bóginn er skortur á lífi því miður það sem oftast einkennir fram- angreind mannvirki hér í borg. En hvað sem því líður fórum við Friðþjófur endrum og eins á stúfana í veðurblíðunni í vetur og svipuðumst um í nokkrum bakgörðum og skúmaskotum borgarinnar. Meðfylgjandi myndir eru allar teknar áður en sumardagurinn fyrsti gekk í garð og ef ekki annað, ættu þær að fá lesendur til að minnast veðurblíðunnar á liðnum vetri með nokkru þakklæti til veður- guðanna. Portferðir þessar voru ekki farnar í því augnamiði að veita nein snyrti- eða fegurðarverð- laun, né heldur að hafa uppi á portkonum, enda engar slíkar á vappi þar sem við áttum leið um. En bakgarðar geta engu að síður verið stórmerkilegir staðir þar sem ýmislegt það fer fram er engan myndi gruna, sem lætur sér nægja að skoða aðeins fram- hlið mannabústaða. Gott dæmi um þetta gefur m.a. að líta í hinni sígildu kvik-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.