Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 13
*
1
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985
B 13
Aðeins lítill hluta skila-
skyldra skjala á safninu
Á Þjóðskjalasafninu er aðeins
að finna lítinn hluta þeirra skjala,
sem þar eiga að vera lögum sam-
kvæmt. Nefna má, að í safninu er
ekki að finna nein gögn frá tugum
opinberra stofnana og embætta,
s.s. forsetaembættinu, utanríkis-
þjónustunni, skólum landsins og
ríkissjúkrahúsunum, svo fátt eitt
sé talið.
Ólafur Ásgeirsson segir, að
ástæðan sé sú að safnið hafi fyrir
mörgum áratugum verið komið í
ógöngur með geymslurými og því
hætt sð ganga á eftir þvi að fá til
sin skilaskyld skjöl opinberra að-
ila. Hann segir, að safnið hafi hins
vegar ekki neitað móttöku skjala.
Vangeta safnsins hafi haldist í
hendur við sinnuleysi embætt-
ismanna um að fylgja ákvæðum
laganna um afhendingu skjala.
Skjalasöfn hins opinbera hafa
að geyma vitnisburð um umsvif og
menningarstig samfélagsins á
hverjum tíma. Það er því ekki
óeðlilegt, að ríkið starfræki sér-
staka stofnun, sem hafi þaö hlut-
verk að varðveita og gera aðgeng-
ileg skjöl embætta og opinberra
aðila. Skjalasöfn hafa það hag-
nýta gildi, að þau halda til haga
þeim embættisgögnum, sem um
langan aldur varða stjórnsýslu
hlutaðeigandi iands eða geta haft
gildi fyrir dómstóla í hvers kyns
ágreiningsmálum, sem upp kunna
að koma. Ánnað gildi skjalasafna
felst í því, að skjöl eru hinar
ákjósaniegustu heimildir fyrir
sagnfræðinga.
„Auðvitað er ekki unnt, og ekki
heldur ástæða til, að halda til
haga öilum skjöium sem falia til í
stjórnkerfi hins opinbera. Upplýs-
ingagildi skjalanna er mismikið
og mörgu má að skaðlausu eyða,“
segir Ölafur Ásgeirsson. Hann
bendir á, að í nálægum löndum sé
víða að stefnt að 60% og jafnvel
meiru sé eytt af skjölum, sem
myndast í skjalasöfnum opinberra
stofnana og embætta. „Það skiptir
hins vegar miklu máli hvernig að
grisjun skjalasafna er staðið,"
segir þjóðskjalavörður. „Meta
verður skjöiin með hliðsjón af
heimildagildi þeirra og velja úr
þau, sem bitastæð eru og varð-
veita þau til frambúðar." Hann
segir, að með nýju lögunum um
þjóðskjalasafnið sé einmitt stefnt
að því að grisjun opinberra skjala
verði skipuleg og að henni unnið
af sérfræðingum Þjóðskjalasafns
eða í samráði og samvinnu við þá.
Horft til framtíðar
Þjóðskjalavörður segir, að í til-
lögum sínum við gerð fjárlaga
fyrir árið 1986 sé óskað eftir því að
fjárveitingar til safnsins verði
hækkaðar verulega. Safnið fékk 5
milljónir króna við afgreiðslu
fjárlaga ársins 1985, en sækir nú
um 17 milljónir króna, þar af 4
miiljónir í tækjabúnað (hillur í
skjalageymslur, lesvélar fyrir ör-
filmur, ljósritunarvél og tölvubún-
að).
„Ég er ekki ákafasti talsmaður
aukinna ríkisumsvifa," segir ólaf-
ur Ásgeirsson. „En við verðum að
átta okkur á því, að það liggur í
eðli opinberra skjalasafna að þau
stækka eftir því sem umsvif ríkis-
ins verða meiri. Þjóðskjalasafnið
hefur hins vegar hvergi nærri
fengið að vaxa í samræmi við
þenslu hins opinbera og það kem-
ur niður á möguleikum þess að
sinna lagaskyldum sínum, þ. á m.
þjónustu við almenning og fræði-
menn.“
Þjóðskjalasafnið hefur yfir að
ráða um þriðjungi af rými safna-
hússins við Hverfisgötu. Að auki
leigir safnið geymsluhúsnæði við
Tryggvagötu og á Laugavegi 178,
en því var nýlega sagt upp.
Geymslurýmið er hvergi nærri
fullnægjandi og vandinn verður
ekki leystur þegar Landsbóka-
safnið flytur í nýju Þjóðarbók-
hlöðuna. Safnahúsið við Hverfis-
götu er, að mati þjóðskjalavarðar
og sérfræðinga, sem gert hafa út-
tekt á safninu á vegum mennta-
málaráðuneytisins, óhentugt sem
framtíðarhúsnæði Þjóðskjala-
safnsins. Hugmyndir eru því uppi
um að byggja nýtt hús fyrir safn-
ið.
Nefndin, sem samdi nýju lögin
um Þjóðskjalasafnið, segir í grein-
argerð með frumvarpinu: „I Nor-
egi er risin ný bygging fyrir Þjóð-
skjalasafn, þar eru skjalageymsl-
ur sprengdar inn í kletta, en
ofanjarðar eru lestrarsalir og
vinnustofur fyrir alla starfsemi
safnsins. Þessi bygging hefur
fengið einróma lof allra sem bera
skynbragð á skilyrði fyrir varð-
veislu skjala. ísland er gagnauð-
ugt af kiettum og hömrum þar
sem slík bygging gæti sómt sér hið
besta, og svo miklir eru þeir að
víðáttu að ekki ætti að vera skort-
ur á rými fyrir viðbótargeymslur.
Við viljum leyfa okkur að benda á
vesturhlíð Öskjuhlíðarinnar sem
tilvalinn stað í nágrenni við Há-
skóla íslands, en þaðan ættu að
liggja gangvegir í þá stofnun sem
geymir gögnin um sögu vora á lið-
inni tíð og í nútíð."
Óiafur Ásgeirsson tekur undir
nauðsyn þess, að byggja nýtt hús
yfir Þjóðskjalasafnið. „Það er ekki
hægt að skilja Þjóðskjalasafnið
eftir þegar verið er að byggja yfir
hin stóru söfnin, Landsbókasafn
og Háskólabókasafn," segir hann.
„Hvarvetna með menningarþjóð-
um er veglega búið að þjóðskjala-
söfnum og þegar mikilvægi þjóð-
arsögunnar fyrir íslendinga er
haft í huga, hljóta menn að sjá
nauðsyn þess, að við höfum sama
hátt á og nágrannaþjóðir okkar,“
segir hinn nýi þjóðskjalavörður að
lokum. GM
Á vinnustofu í Þjóðskjalasafni: Gunnar Sveinsson og Björk Ingimundardóttir
að störfum.
Úr biskupsskjalasafninu í kjallara Safnahússins.
Kaffihúsið
Gestur kynn-
ir listamenn
Veitingahúsið Café Gestur, Lauga-
vegi 28b í Reykjavík, heldur áfram
að kynna unga listamenn um þessa
helgi. Þá hefst sýning á verkum Sig-
þrúðar Pálsdóttur listmálara.
Sigþrúður var við myndlistar-
nám í New York í fimm ár. Hún
sýndi síðast í Reykjavík haustið
1983. í fréttatilkynningu frá Café
Gesti segir að þar sé opið alla
daga frá kl. 8.00—1.00. Myndir
Sigþrúðar verða til sýnis næstu
tvær vikurnar.
BMW 525i 1982
Glæsilegur gæðingur til
sölu.
Lýst eftir
yitnum
SUNNUDAGINN 9. júní síðastlið-
inn varð árekstur á mótum Höfða-
bakka og Vesturlandsvegar. Þar
lentu saman Fiat-bifreið og
Daihatsu um klukkan 18. Lögregl-
an biður þá, sem urðu vitni að
árekstrinum, vinsamlega að gefa
sig fram.
Bifreiðin er búin vönduðum aukabúnaöi. M.a.:
metalic lakki, 5 gírum, rafstýrðum læsingum, raf-
stýröum rúðum, rafstýrðum útispeglum, fullkom-
inni tölvu, stereo kassettutækjum, lituðum rúöum
og m.m.fl.
Ath: aðeins 1 eigandi.
Upplýsingar gefa sölumenn.
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20.
sími 686633.
UNDRAVERÐ
NYJUNG
Nú geturþú kvattgamla sjónvarpid þitt með góðri samvisku þvíað
gjörbreytt tækni hefur tekið við.
Nýi flati, ferhyrndi skjárinn frá Sharp stækkar myndflötinn ogþað
er engu líkara en að stofan þín breytist í lítinn kvikmyndasal.
• 54 cm (21,25“) flatur, ferhyrndur skjár sem gefurframúrskarandi
skarpan og eðlilegan lit, •16 rása prógrammerað minni, • IC rafeinda
stillikerfi, • góður 4 watta hátaiari7 • verð aðeins
3l,SOO.-stgi:
Einnig fáanlegt með fjarstýringu og sérstakri videórás.
Tryggðu þér stefnumót sem fyrst við nýja undratækið frá
HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999