Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985 I Á slóðum Ferðafélags tslands Vanur ferðamaöur þarf oft ekki annað en líta á landakort til að geta gert sér nokkra hugmynd um það svæði sem hann ætlar sér að ferðast um. Fyrst lít- ur hann að sjálfsögðu á hnattstöðuna og fær þá strax miklar upplýsingar um hitafar landsins, þar næst er að líta á afstöðu til sjávar og síðan að gefa gaum að þéttleika hæðalín- anna, þar næst hæðatölur, örnefni, firði, dali o.s.frv. Allt þetta gefur ferða- manni upplýsingar sem hann getur notfært sér á ýmsan hátt, svo sem til að velja og hafna eða þá að löngun kviknar til að kynna sér af eigin raun ýmsa þá staði, sem sýndir eru á kortinu. Og svo má bæta því við að hvarvetna þar sem mannlíf hefur verið í landi, t.d. 1100 ár eins og hér á íslandi, þar sem þjóð- in á skráðar sagnir um mannlíf og annað líf, tröll og hulda vætti, sem í raun og sannleika eru persónu- gervingar náttúruaflanna, þar má alls staðar eitthvað finna sem getur orðið góð- um ferðamanni til fróðleiks og viðbótar við útsýn til að skapa unað og góðar minn- ingar að lokinni ferð. Nú skulum við leita í korta- bunkanum, þangað til við finnum kort af Austurlandi. Við breiðum úr kortunum og þá hljóta sjónir að beinast að misskiptingu hálendis og láglendis, breðir flóar og röð þröngfjarða, víðáttumikil heiða- lönd vestan Lagarfljóts en snar- hækkandi fjöll með þéttum hæða- línum, e.t.v. 50—60 línur að hverj- um tindi, austan fljóts. Nú eru 20 m á milli hæðarlína og kemur þá í ljós að yfir 60 fjöll ná 1100 m hæð í Austfjarðafjallgarðinum en alls munu 150 fjöll ná 1000 m hæð eða þar um bil. Hinir eiginlegu Aust- firðir skerast allir inn í fjallgarð- inn en Fljótsdalshérað skilur hann frá meginhálendi landsins, nema þar sem hann tengist Vatnajökli. Austfjarðafjallgarð- urinn nær því frá Vatnajökli og endar í Ósfjöllum austan við Hér- aðsflóa. Héraðsmegin eru fjöllin ávöl og sorfin undan firnajöklum margra ísalda og þar má mjög víða finna góðar gönguleiðir til efstu tinda. Fjarðamegin eru víð- ast hvassbrýndir tindar með gif- urlegu hamraflugi, sem Aust- fjarðaþokan á stundum erfitt með að yfirgefa, nema þegar suðvestan eða vestan átt með glaða sólfari leikur yfir fjörðum, Legi og heiða- löndum Austurlands. Nyrstu flóarnir þrír á Austur- landi: Bakkaflói, Vopnafjörður og Héraðsflói eru í raun réttri fram- hald norðlensku fjarðanna og í Hallormsstaðaskógi. Gömlu leiðirnar milli Héraðs og fjarða á Austurlandi Eyvindarárdalur — Eskifjarðar- heiði — Eskifjörður. Ekið er frá Egilsstöðum inn Eyvindarárdal að brúnni á Slenju, sem er litil en ströng þverá og fellur í Eyvindar- ána. Þar hefst gangan eins og leið liggur inn Tungudal upp á Eski- fjarðarheiði og síðan niður dalinn til Eskifjarðar. Þessi leið var afar fjölfarin á einokunartimanum eða frá 1602 til síðustu áratuga átj- ándu aldar. Þá versluðu Héraðs- menn við kaupmenn í Stóru- Breiðuvík í Helgustaðahreppi fyrir utan Eskifjörð en eftir það við kaupmenn á Eskifirði nokkuð fram eftir 19. öldinni. Gönguleiðin er vel greiðfær, enda liggur raf- lína um dalina til Eskifjarðar. Af heiðinni má ganga upp á Fönn og þaðan hvort heldur vill niður í Fannardal í Norðfirði eða þá yfir á Mjóafjarðarheiði og þá áfram til Seyðisfjarðar eða niður í Mjóa- fjörð. Enginn skyldi þó leggja á Fönn nema í heiðbjartri vestan átt, því voðalegt er að fá þar þoku og villast út á flughamrana milli fjarðanna. Gönguleið um Eski- fjarðarheiði er u.þ.b. 20 km. og liggur hæst í um 560 m hæð og sést þar enn vel hin gamla, afar trausta vegagerð frá því um og fyrir síðustu aldamót. Við sjáum hvolfskálarnar í Kambfellinu, sem líkjast skotum þeim, sem gerð eru fyrir líkneskjur fornra stórhýsa (Henderson). Þórdalsheiði — Reyðarfjörður. Gengið er inn Þórudal, sem er einn af þverdölum þeim er liggja tl austurs frá Skriðdal, beygt til vinstri inn í Brúðardal og haldið upp að Hvalvörðu, þar sem fer að halla niður í Áreyjadal til Reyð- arfjarðar. Gönguleiðin er álíka löng og Eskifjarðarheiðarleiðin og liggur hæst í 498 m hæð, en er föst undir fót og víða má enn sjá glögg merki um vegagerð á leiðinni. Skriðdælingar og Fljótsdælingar fóru Þórdalsheiði til að versla í Stóru-Breiðuvík og á Eskifirði en síðan héldu þeir út með Reyðar- firði norðanverðum. Skriðdæl- ingar fóru einnig þessa leið til að versla á Reyðarfirði. Austan Brúð- ardalsins gnæfir Tröllafjallið (Skessan) en við það fjall er kennt Skessulagið, sem greina má i Austfjarðafjöllum allt frá Beru- firði norður fyrir Reyðarfjörð. Hér er það í um 500 m hæð og hefur fallið sem helský á svipaðan hátt og svarta berglagið sem ligg- ur ofan á allri Þórsmörkinni. Áin Jóka fellur eftir Þórudal en beint áframhald hans er Stafsheið- ardalur og um hann liggur göngu- leið beina línu í Norðurdalinn í Breiðdal. Sú leið er sjaldan farin nema af gangnamönnum en mun vera nokkurs virði fyrir náttúru- skoðara og steinasafnara. Hún er ekki torfær. Öii nefnist heiðarvegurinn, sem liggur frá Víðigróf innst í Suður- dal í Skriðdal og niður í fjarðar- botninn i Berufirði. Hún er nú greiðfær fyrir fjórhjóladrifsbíla um hásumarið en er góð gönguleið — eftir Sigurð Kristinsson verður ekki frekar um þá rætt að sinni en nú þrengjum við sjónsvið- ið og beinum því einkum að mið- hluta Áustfjarðafjallgarðsins, sér í lagi að gömlu leiðunum milli Héraðs og fjarða. Þær voru fjöl- farnar á fyrri öldum, þótt nú hafi þær sumar fallið í gleymsku. Hér- aðið er hafnlaust og því urðu íbúar þess að leita til fjarða f verslunar- erindum og er til mikið af sögnum um atvik og ferðir í misjafnri færð á þessum leiðum. Reyðarfjörður er lengstur Austfjarðanna og inn frá honum gengur mikið dalakerfi til Héraðs en sumir dalanna tengjast einnig dölum sem liggja til ann- arra fjarða og snúum við okkur nú að þessum leiðum hverri fyrir sig. Sá háttur verður á hafður að rekja allar leiðirnar frá Héraði eða nán- ar tiltekið frá miðpunkti þess — Egilsstöðum, sem er aðalflughöfn svæðisins en þaðan liggja einnig allar leiðir til fjarðanna, þ.e.a.s. eins og þær eru farnar nú. í Benifirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.