Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 6
6 B MORGLÍNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985 Vfir Sjö þúsund sjómílna sjóferð til Evrópu og yfir hafið til Ameríku TEXTI OG MYNDIR: HALLUR HALLSSON Atlantsála með Rakkafossi Svartaþoka grúfði yfír Sundahöfn þegar við leystum landfestar og sigldum út Sundin. Reykja- vík hvarf fljótlega í þokuna. Við hásetarnir unnum við að gera klárt fyrir siglinguna yfír hafíð til Evr- ópu. Framundan var liðlega sjö þúsund sjómílna ferð með Bakkafossi, skipi Eimskipafélags íslands. Tæplega fjögurra vikna ferð til Evrópu og síðan yfír hafíð til Ameríku og til baka til íslands. Áhöfn Bakkafoss, fremri röA frá vinstri: Gunnar Kristjánsson, Hallur Hallsson, Theodór Jónsson og Atli Ágústsson. í aftari röð: Haraldur Pálmason, Sveinn Rúnarsson, Bjarni Bjarnason, Einar Sighvatsson, Baldur Harðarson, Hákon Jónsson, Þórhallur Dan Johansen, Ríkharöur Sverrisson og Guðmundur Haraldsson. Stefnan var sett á Rotterdam í Holiandi og Antwerpen í Belgíu. Þar var fyrirhugað að lesta vöru og flytja yfir hafið til Bandaríkj- anna. Veður var stillt þegar við sigldum út Faxaflóa, rennisléttur sjór en svartaþoka. Skipstjóri í ferðinni var Þórhallur Dan Jo- hansen, Guðmundur Haraldsson 1. stýrimaður og Ríkharður Sverr- isson 2. stýrimaður. Atli Ágústs- son var 1. vélstjóri, Sveinn Rún- arsson 2. vélstjóri, Hlöðver Gunn- arsson 3. vélstjóri og Baldur Harð- arson 4. vélstjóri. Dagmaður í vél — eða smyrjari — var Einar Sig- hvatsson. Bjarni Bjarnafton var bryti, Hákon Jónsson bátsmaður. Hásetar voru Haraldur Pálmason, Gunnar Kristjánsson og greinar- höfundur. Theódór Jónsson var messagutti. Bakkafoss tekur 300 gáma en um borð voru liðlega 200 gámar. Þeirra á meðal 41 frystigámur — 40 feta gámar fullir af fiski á markað í Bandaríkjunum. í hverj- um gámi voru liðlega 20 tonn af frystum fiski, en einnig voru nokkrir gámar fullir af osti á Bandaríkjamarkað. Það þurfti að fylgjast vel með að kælistig væri rétt á gámunum og við lásum af mælum á fjögurra tíma fresti. Ég var á átta til tólf vaktinni, sem svo er kölluð — vann frá átta á morgnana til hádegis og svo frá átta á kvöldin til miðnættis. Við vorum skammt undan Vest- mannaeyjum þegar ég var ræstur morguninn eftir. Fór í dagbundin skyldustörf, byrjaði á því að þrífa káetu mína, bátsmanns og dag- manns. Að því loknu fórum við Hákon bátsmaður í að reisa palla við frystigáma, sem lesa þurfti af. Undir hádegi fór ég í að lesa af mælunum — það var mikið klifur, upp og niður stiga, á lúgu og í lestum. Tíminn var fljótur að líða enda í nógu að snúast. 22 tonnum af steinbít umskipað Að kvöldi þriðja dags dró hins vegar til tíðinda. Um tíuleytið kom í ljós að mótor í einum gám- inum var bilaður og umskipa þurfti fiskinum, — 22 tonnum af steinbít. Mér var skipað að ræsa út mannskap og við hófum að bera fiskinn úr gáminum yfir i aðra. Það var skelfilegt verk — aðrir gámar voru að sjálfsögðu hlaðnir en hægt var að stafla fiski efst í gáma við hliðina. Við skriðum þrír upp í hann og tókum á móti og stöfluðum fiskinum. Hitastig var að sjálfsögðu vel fyrir neðan frostmark. Svitinn bogaði af mér og félögum mínum. Eftir tæplega þriggja tíma þrældóm — þar sem um 900 fiskikassar, sem hver vó um 25 kíló, fóru um hendur hvers og eins — höfðum við loks lokið við að umstafla fiskinum. Hreyf- ingarnar urðu vélrænar og þreytu- legar þarna á dekkinu á miðju Atlantshafi. Við vorum heppnir að því leyti að stafalogn var, himinn- inn stjörnubjartur og fagur. Og öll él birtir upp um síðir. Að verki loknu fékk hver maður bjór og hann smakkaðist vel. Á fimmtudegi var dýrindis roast-beef hjá Bjarna bryta — til- efnið var land framundan, Skot- land. Um níuleytið fórum við í gegn um Pentilinn, sem sjórttenn kalla svo — eða Pentlandsfjörð milli Orkneyja og Skotlands. Pentillinn gengur undir nafninu skipakirkjugarðurinn. Þar hefur margur góður drengurinn látið líf- ið, ekki sist togarasjómenn á árum áður. Margir togarar fórust þarna. Gífurlega straumþungt er í firðin- um á sjávarföllum og ef hreyfir vind, verða öldurnar fjallháar. Skip hafa oft orðið leiksoppur ör- laganna og eitt íslenzkt skip hefur farizt þarna, Drangjökull. í gegn um Pentilinn Á leiðinni í gegn um Pentilinn mættum við Ottó N. Þorlákssyni, sem var að koma úr söluferð. Við sigldum út á Norðursjóinn og und- ir miðnætti hóf ég að lesa af mæl- unum. Svartamyrkur var skollið á og veður heldur drungalegt, stinn- ingskaldi. Það var heldur nötur- legt að rölta um þarna í myrkrinu með ljóstýruna. Eg las af mælun- um, einum af öðrum. Klifraði upp og niður stiga og eins gott að detta ekki af pöllunum. „Fjandinn — skyldi vera reimt?" hugsaði ég með mér og svona eins og til þess að fullvissa mig um að svo væri ekki, lýsti ég upp skúmaskot. Og þar var enginn. „Hér er enginn — haltu bara áfram. Þú getur ekki verið þekktur fyrir að vera smeyk- ur,“ hugsaði ég með mér og hélt niður í lestar skipsins. En auðvit- að gekk allt vel og hvað var ég að kvarta. Menn höfðu þurft að lesa af mælum við hinar verstu að- stæður, skríða upp á vinnupalla, niður í lestar, klöngrast milli stál- þilja í slæmum vetrarveðrum Atl- antshafsins. Ég kláraði aflestur- inn og var ósköp feginn að komast upp í messa og fá mér kaffisopa. Auðvitað hvarf þessi beygur — óttinn við myrkrið — þegar leið á ferðina og þetta varð eins og hvert annað skyldustarf, sem leysa þurfti af hendi. Er ekki einmitt beygur við drauga merki um fjör- ugt ímyndunarafl? Ég reyndi að telja sjálfum mér trú um að svo væri. í Rotterdam og Antwerpen Við vorum við bryggju í Rott- erdam um hálfellefu á föstudegi. Þegar var hafizt handa um að lesta skipið og við lögðum upp 10 tímum síðar áleiðis til Antwerpen í Belgíu. Við vorum við bryggju stundvíslega klukkan átta morg- uninn eftir og vorum farnir út á hádegi. Slíkur er hraðinn í sigling- um nútímans. Okkur gafst ekki einu sinni tækifæri til þess að stíga á land, því i nógu var að snúast um borð. Undir kvöld á laugardegi sigld- um við framhjá Dover. Umferðin á Ermarsundinu var gífurleg — bókstaflega skip við skip. Þetta var rétt eins og á Miklubrautinni. Undir kvöld á sunnudeginum vor- um við undan Land’s End í Corn- wall, vestasta odda Englands, og lögðum út á Atlantshafið. Fram- undan var níu daga sigling yfir hafið til New York. Út á Atlantshafið Við höfðum í nógu að snúast. Menn gengu til sinna daglegu verka. Ég hreinsaði kornlestina ásamt Konna bátsmanni. Á þriðjudegi vann ég við að rúst- berja þakið á brúnni, menja það og mála. Upp úr hádegi byrjaði að þykkna upp og síðdegis rigndi. Við mættum lítilli 28 feta skútu á leið frá Flórída til Svíþjóðar. Þeir höfðu það gott um borð og höfðu verið fjórar vikur í hafi. Með kvöldinu hvessti og sjór þyngdist. Á miðvikudegi birti yfir. Ég vann við að hreinsa tanka ásamt Konna og eftir hádegi vorum við Harald- ur ræstir út til þess að rústberja. Þegar vel viðrar er hver stund notuð í baráttuna við ryðið. Á fimmtudegi vorum við suð- austur af Nýfundnalandi. Á kvöld- vaktinni var ég með Guðmundi 1. stýrimanni uppi í brú. Það var rennisléttur sjór, en svartaþoka hafði lagzt yfir — við vorum komnir á eitt mesta þokusvæði veraldar og jafnframt mátti alltaf búast við borgarísjökum. For- mastrið hvarf í þokuna og Guð- mundur rýndi stöðugt í ratsjána og hann brýndi fyrir mér að hafa andvara á mér og rýna í þokuna. Undir miðnætti fór ég að lesa af mælum eins og venjulega og fór að því loknu í koju. Við sigldum allan föstudaginn í þokunni og fyrir há- degi vann ég við að rústberja bita niðri í tvö-Iestinni. Svitnað yfir skrúbbinum Á laugardegi var ég ræstur eins og venjulega og fékk það verkefni. að þrífa brúna. Ég tók mér fötu, skrúbb, þvottaklút og stormsveip- inn Ajax í hönd og marséraði eins og stormsveitarforingi upp í brú. Byrjaði á því að þurrka af og hóf síðan að skrúbba gólfið. „Hvað óskaplega stynur þú,“ sagði Guð- mundur stýrimaður og brosti og var engin furða. Svitinn bogaði af mér og smellur kvað við þegar saumarnir á buxunum gáfu sig. Bærilega gekk þó að skrúbba gólf- ið en ótrúlegt hvað maður svitnar yfir skrúbbinum. I þokunni Þokan var stöðugur fylginautur okkar þessa dagana. Lifið um borð var tilbreytingarlítið — við sigld- um áfram, áfram og niður vélanna lét stöðugt í eyrum. Fyrirhugað var að vera í New York á þriðju- dagsmorgni. Þokunni létti á sunnudegi og við hófum að rúst- berja en undir kvöldið lagðist svört þokan yfir. Sigldum úti fyrir strönd Nova Scotia og á mánudegi vorum við undan strönd Banda- ríkjanna; sigldum fyrir Maine-flóa og suður fyrir Cape Cod í Massa- chusetts. Ég átti von á því að vera ræstur um fimmleytið um morguninn en þá var fyrirhugað að vera á Am- brose og taka lóðsinn á leið inn til New York. En mér til undrunar vorum við á leið niður til Ports- mouth í Virginíu þegar ég vaknaði um áttaleytið. Skilaboð höfðu bor- izt með lóðsinum frá umboðs- manni Eimskips í Bandaríkjunum um að við skyldum fyrst halda til Virginíu. Áætlun skipsins raskað- ist verulega af þessum sökum — í stað þess að dagurinn nýttist til uppskipunar og lestunar i New York og siglt væri til Portsmouth um nóttina, þá eyddum við degin- um á siglingu suður með strönd Bandaríkjanna. Hitinn steig ört eftir því sem sunnar dró og rakinn í loftinu jókst ótrúlega. Loftkælingin var sett á. Hitaveggur mætti manni um leið og út undir bert loft kom og svitinn spratt fram. Við vorum á miðnætti í Portsmouth, sem er skammt frá Norfolk. Á leiðinni að hafnarbakka sigldum við framhjá endalausri röð herskipa, en Nor- folk er aðalflotabækistöð Banda- ríkjanna á austurströndinni. Á annað hundrað herskip af öllum tegundum lágu bundin við hafnar- bakkann — það var sérkennileg sjón. „Rainbow fítnar með hverri ferð“ í Portsmouth hitti ég á yfir- mann umboðsskrifstofu Eim- skipafélagsins í Bandaríkjunum, Richard Behrents hjá A.L. Bur- bank, og spurði hann um stöðuna varðandi flutningana fyrir varn- arliðið. „Stjórnmálamenn munu ekkert aðhafast í málinu, nema þrýst sé á um það — stöðugt sé þrýst á. Þeir vonast til að vanda-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.