Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNl 1985 BUBOTl SOVET/ AFENGISBOLIÐI Ballið byrj- ar við upp- spretturnar Eins og kunnugt er hefur Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, látið þau boð út ganga, að nú verði tekið til við að berja á brennivínsberserkjunum í landinu, sem öllum ber saman um, að séu allt of margir. Ef Gorbach- ev meinar hins vegar eitthvað með þessu er eins gott fyrir hann að sjá til að gert verði við girðinguna umhverfis Sterlitamak-brugg- verksmiðjuna. í athyglisverðri grein í flokks- málgagninu Pravda nú nýlega sagði frá því, að á hverjum vakt- askiptum í þessu mikla brugghúsi gerðist það undur, að allt i kring- um girðinguna risi upp mikill markaður með miðaldablæ. Fólk kæmi úr öllum áttum með pylsur, ost, smjör og fatnað til að versla við starfsmennina og kaupa af þeim vodka og koníak, sem fram- leitt væri í brugghúsinu. Rétt fyrir áramótin, þegar allar al- minlegar rússneskar fjölskyldur eru á höttunum eftir nýárstrénu, kom einn framtakssamur maður með heilt bílhlass af furutrjám, sem hann hafði höggvið í skógin- um, og heimtaði i staðinn fínasta koníakið, sem framleitt væri í verksmiðjunni. Yfirvöldin höfðu um sinn uppi nokkra burði til að hindra þessa verslun en starfsmennirnir og viðskiptamenn þeirra sáu við þeim tilraunum með því að stela öllum símunum úr klefum varðmann- anna við verksmiðjuna. Rannsóknarblaðamennirnir á Prövdu komust að því, að á hverri vakt framleiddu starfsmennirnir í Sterlitamak 500 lítra af vodka um- fram það, sem var skráð, og þeir ásamt 4000 lítra leyfilegri „rýrn- un“ á mánuði lentu allir á svarta markaðnum. Blaðamennirnir á Prövdu kynntu sér líka ástandið í öðrum brugghúsum í sjálfstjórnarlýð- veldinu Bashkiria við Úralfjöll og komust þar að raun um, að Sterlit- amak-verksmiðjan var engin und- antekning. Við brugghúsin í Ufa, Karlamansk, Brezovsky og Birsk hafði verið gert 50 metra langt gat á girðinguna, sem verslunin blómstraði í gegnum, og aðeins forstöðumaður eins brugghússins þóttist geta hreykt sér af því, að þar væri „engin ólögleg rýrnun“. Það var í Uryushkovo og frétta- mennirnir flýttu sér á vettvang til að kynna sér þetta einsdæmi um heiðarleika og ráðvendni. Þegar þeir komu á staðinn sáu þeir hinsvegar að það var ekki einu sinni girðing um verksmiðjuna. Nú er það ekki svo, að þessi blómlega verslun sé nokkuö háð götóttum girðingum. „Ég er ekki sá héri að skríða í gegnum gat á girðingu," sagði maður nokkur við fréttamennina þegar hann gekk um aðalhliðið með vodkað sitt, og blaðamennirnir tóku líka eftir tveimur embættismönnum, sem fóru inn og út um sama hlið með sex lítra af hreinum vínanda og sex flöskur af besta koníaki, sem þeir síðan seldu í ríkisversluninni. „Það er enginn hægðarleikur að halda aftur af ráðagóðum mönnurn," sagði í Prövdugrein- inni. „Sumir verkamannanna eru með poka innanklæða, sem þeir fylla af flöskum þegar þeir fara heim, en aðrir eru dálftið ófrum- legri. Þeir hella bara í sig svo miklu vodka að þeir eiga alveg nóg með að koma sjálfum sér heim.“ — MARTIN WALKER ÖRBIRGÐI Niðurstöður rann- sókna sem gerð- ar hafa verið á vegum bandarískrar þing- nefndar leiða í ljós að fjöidi barna í Banda- ríkjunum elst upp við hina mestu fátækt. Samkvæmt þeim eru tekjur hjá uppalend- um fjórða hvers barns í Bandarikjunum um eða innan við 400 þús- und krónur á ári, en það eru hin opinberu fátæktarmörk þar í landi. Þeir sem unnið hafa að þessari rann- sókn eða fjallað um hana vonast til að niðurstöður hennar verði til þess að menn gefi aukinn gaum þeim vandamálum sem fátæktin leiðir af sér. Rannsóknin leiðir f ljós að um það bil 13,8 milljónir barna og unglinga undir 18 ára aldri eða 22,2% Bandaríkjamanna á þessu aldursskeiði býr við fátækt, eða 50% fleiri börn og ungl- Yngstu borgararn- ir verða sífellt fátækari ingar en fyrir 20 ár- um, þegar svipuð könnun var gerð. Börn og unglingar eru aðeins 26,8% banda- rísku þjóðarinnar. Hins vegar eru þau 39,2% þeirra sem búa við fátækt. Þessar tölur stað- festa þær fuilyrðingar margra bandarískra mennta- og stjórn- málamanna að kjör fjölskyldufólks hafi versnað á sama tíma og tekizt hefur að bæta hag eldri borg- ara með verðtryggð- um lífeyri og ókeypis heiisugæzlu. Börn einstæðra mæðra sem eru atvinnulausar eða hafa iitla menntun eiga bágar framtíð- arhorfur og séu þau þar að auki þeidökk eða af spænskum upp- runa er vandi þeirra ennþá meiri. Skýrsla nefndar- innar er 670 biaðsíður og þar er mikinn fróð- leik að finna. Þar kemur m.a. fram að 46,7% þeldökkra barna og 38,2% barna af spænskum uppruna búa við fátækt. Síð- ustu 20 ár hefur þeim börnum fjölgað um helming sem njóta forsjár einstæðra mæðra og 55% þess- ara barna alast upp í fátækt. Aðeins 17% hvítra barna sem al- ast upp við eðliiegar fjölskylduaðstæður búa á hinn bóginn við erfiðar fjárhagsað- stæður í Bandaríkj- unum og f mörgum tiivikum er fátæktin ekki varanleg, þar sem hvítu fóiki tekst betur en þeldökku að rétta úr kútnum. — MICHAEL WHITE Bóndinn skar upp skíragull Gullsjóður, sem fannst fyrir tveimur árum á akri í Dorset í Englandi, var í síðasta mánuði seldur hjá uppboðsfyrir- tækinu Christie’s fyrir 67.856 pund, sem svarar nokkurn veginn til 3,6 milljóna ísl. kr. Rann andvirðið allt til finnandans, Símons Drake, 28 ára gamals bónda á Grange-býlinu í Bulham. Drake hafði nýlokið við að plægja akur sinn og var að gá að því hvort jörðin væri tilbúin til að taka við sæðinu með því að róta í einu plógfarinu þegar hann sá allt í einu glampa á eitthvað gyllt í moldinni. Hann athugaði það nánar og sá þá, að þarna var kominn nóbíli, mynt frá miðöld- um, sem var að nafnverði um þriðjungur úr pundi. Simon og Sally, kona hans, létu nú hendur standa fram úr ermum og á næstu mánuðum fundu þau alls 100 peninga, 95 nóbíla, tvo hálfnóbíla og þrjá fjórð- ungsnóbíla. Þá fannst þeim timi til kominn að skýra frá fundinum og komst þar til bær dómstóll að þeirri niðurstöðu, að hér væri um að ræða fjársjóð og væri þar af leiðandi eign finnandans. Nóbílarnir eru frá ríkisstjórnarárum fjögurra kon- unga, Játvarðs III, Hinriks IV, Hinriks V og Hinriks SIMON: bafði fundið hundrað sty'iki þegar leitinni lauk. VI, og svo virðist sem þeir hafi verið grafnir í jörð um 1433. Nafnverð peninganna er 32,25 pund en það munu hafa verið vinnumannslaun í sex og hálft ár á þessum tíma. Símon Drake kveðst enn ekki vera búinn að ákveða hvað hann ætlar að gera við peningana. Fyrst ætlar hann að sinna því, sem hann er sjálfur vanur að sá í akur sinn, en það er raunar bygg af tegund, sem heitir „Gullna fyrirheitið". — DONALD WINTERSGILL « PERUl Markaðstorg í Perú: Bændurnir bafa rambað á sanna gulluppsprettu. Það var ófögur sjón sem blasti við sjónvarpsáhorfendum í Perú fyrir skömmu er 18 ára gamali vitstola eiturlyfjasjúkiingur tætti í sundur hand- ieggi sfna og háls með hvössu gleri. Um leið ákallaði hann föður Nýi forsetinn ætlar í slag við eiturlyfjahyskið sinn, Lucy vinkonu sína og Bela Unde forseta. Eiturlyfið kókaín er unnið úr hráefninu kókamauki sem gengur kaupum og sölum í framhaldsskól- um í Lima. Þjóðfélagið í Perú er gagnsýrt áhrifum eiturlyfjasala sem raka að sér ótrúlegum arði. Um þessar mundir fara fram forsetaskipti í landinu. Beia Unde lætur af embætti en við því tekur 36 ára gamall harðjaxl, Alan Garcia að nafni. Hann er staðráð- inn í því að stemma stigu við eit- urlyfjasölunni með þvf að taka höndum saman við þau ríki þar sem eiturlyfjaneyzlan er hvað mest, svosem Bandaríkin og ýms- ar Evrópuþjóðir. Hann ætlar að knýja þessar þjóðir til stórátaks gegn eiturlyfjabölinu. Miðstöð eiturlyfjaviðskiptanna f Perú er í Huallaga-dai við sam- nefnda á. Talið er að bændur þar rækti kókarunna á 100.000 hektur- um lands og hafi af því meiri ágóða en af ölium öðrum afurðum. Hver kókarunni gefur árlega af sér fjórar uppskerur og uppskeran á hvern hektara er um tonn af laufi. Úr því er kókamaukið unnið og eiturlyfjasalarnir fljúga sfðan með það f litlum flugvélum til frekari vinnslu í Columbiu og Brasiiíu. Þar með er fullunnið kókafn komið á markaðinn. Kókaekrurnar eru vel faldar í frumskóginum svo og flugbrautir smyglaranna. Ekki er vitað með vissu hversu mikið þessi viðskipti gefa af sér á þessum stöðum, en þó er talið að það nemi vel 40 millj- örðum á ári. Verðmæti þeirrar framleiðslu sem Perúmenn flytja út með lögmætum hætti er hins vegar innan við 120 milljarðar. Eiturlyfjasölunum er víðast f iófa lagið að múta embættis- mönnum eða flækja þá f net sitt á annan hátt, og þess eru jafnvel dæmi að ráðherrar landsins hafi tekið þátt f spillingunni. Á þeim fimm árum sem Bela Unde hefur gegnt forsetaembætti hefur hann reynt að ná tökum á þessu tröll- aukna vandamáli en tilburðir hans verið fálmkenndir og borið haria lítinn árangur. Þrátt fyrir ítarlegar tilraunir hefur ekki reynzt unnt að fram- leiða jurtaeyði sem hægt væri að nota til að úða á kókarunnana úr flugvélum. Og eiturlyfjakóngarnir kunna þá list að verja sig. Þann 19. nóvember síðastliðinn störfuðu verkamenn við að eyðileggja kóka- akur sem fundizt hafði f héraðinu Tingo Maria. Vopnaðir eitur- lyfjasalar komu á vettvang og skutu þá alla til bana. Nú munu kókabændur ætla að taka upp áburðargjöf á akra sína og óttast her og lögregla í Huall- aga-dal að það muni leiða til gíf- urlegrar aukningar uppskerunnar. „Áburðargjöf gæti aukið hana um 50%,“ sagði bandarískur embætt- ismaður fyrir skömmu. — HUGH O’SHAUGNESSY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.