Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 31
Garvey-hjónin (Siasy Spacek og Mel Gibson) ásamt börnum sínum meðan allt lók í lyndi. Laugarásbíó: The River: Barátta lítilmagnans gegn sterkari öflum Nokkrir bandarískir kvik- myndageröarmenn fengu í fyrra skyndilegan áhuga fyrir lífshátt- um einyrkjans, litla bóndans og fjölskyldu hans. Þessi skyndilegi áhugi hefur vakiö nokkra athygli sem vænta mátti, þó ekki meöal bandarískra bíógesta, þvi mynd- irnar hlutu frekar slæma aösókn, heldur í Evrópu. Þaö voru sér- staklega þrjár myndir sem tóku fyrir þetta efni, Places in the Heart eftir Robert Benton sem þegar hefur veriö sýnd hérlendis, Country meö Jessicu Lange, enn ósýnd hér, og The Rlver eftir Mark Rydell sem Laugarásbíó mund sýna á næstu dögum. Þaö sem fékk kvikmyndagerö- armennina og þekkta leikara til aö taka þátt í gerö þessara mynda var hin blákalda staö- reynd aö stórfyrirtæki eru aö leggja lönd bændanna undir sig. Þetta hefur veriö aö gerast í öll- um löndum heims og er skemmst aö minnast myndar Herzogs „Þar sem grænu maurana dreymir" sem sýnd var á kvikmyndahátíö Listahátíöar í maí. En ástandiö hefur ekki veriö jafn slæmt í Bandaríkjunum síöan á árunum eftir kreppuna miklu. Upp úr þeirri ringulreiö spratt bók Steinbecks, Þrúgur reiöinnar, og samnefnd kvikmynd eftir John Ford. Lítilmagninn í þjóöfélaginu á alltaf undir högg aö sækja. En í sögunni sem Mark Rydell segir eiga bændurnir ekki ein- ungis í höggi viö gráöug stórfyr- irtæki, heldur veröa þeir aö horf- ast í augu viö og berjast gegn slæmum efnahag allrar þjóöar- innar og móöur nátturu sjálfri: áin sem liggur fram meö býli Garvey-hjónanna ógnar lífi þeirra. Hjónin leika þau Sissy Spacek og Mel Gibson. Sissy Spacek er leikkona af stórri gráöu. Hún hlaut Óskarsverölaun fyrir „Dótt- ur kolanámumannsins" fyrir fimm árum og hefur nokkrum sinnum veriö útnefnd eftir þaö. Hún velur hlutverk sín af stakri kostgæfni og fer ekkert í felur meö þau mál sem hún vill berjast fyrir: kjarn- orkuhættuna og lífsbaráttu lítil- magnans. Mel Gibson vildi óöur og upp- vægur leika í þessari mynd eftir aö hann haföi kynnt sér handritiö og efni þess betur. Hann er Ástr- ali og þekkir vel þá höröu lífsbar- áttu sem bóndinn, sem hann leikur, stendur frammi fyrir. Tilgangurinn meö gerö þess- ara mynda var ekki aöeins aö skapa myndræn listaverk, heldur einnig aö vekja athygli á um- komuleysi smælingjans. Enn sem komiö er er óvíst hvort þaö hefur tekist, þaö viröist þurfa stór kjaftshögg til aö stjórnmála- mennirnir ranki viö sér. En fyrsta skrefiö í Bandaríkjunum var tekiö snemma á þessu ári, þegar þing- nefnd demókrata kallaöi á sinn fund leikkonurnar Sissy Spacek, Jessicu Lange og Jane Fonda og baö þær aö gera grein fyrir ástandinu. HJÓ Sissy Spacek Mel Gibson MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985 Vinsælda- listar að vestan Aö þessu sinni ætla ég til gam- ans aö kynna fyrir lesendum hvaöa efni er eftirsóttast á myndbanda- markaönum í Bandaríkjunum í dag. Hér á eftir birtast þrir listar frá byrjun mánaöarins. Yfir tónlist- armyndbönd, sem njóta síaukinna vinsælda, annar yfir söluhæstu böndin og sá þriöji sýnir eftirsótt- ustu myndböndin á leigunum í Bandaríkjunum í dag. 10 vinsælustu tónlistarmynd- böndin: 1. Madonna (Madonna) 2. Private Dancer (Tina Turner) 3. All Night Long (Lionel Richie) 4. Whaml The Video (Whaml) 5. Dance on Fire (The Doors) 6. Sing Blue Silver (Duran Duran) 7. Dancing on the Valentine (Duran Duran) 8. U2 Live at Red Rocks (U2) 9. Animalize Live Uncensored (Kiss) 10. Tears for Fears (Tears for Fears). Bandið hans Lionels Richie er langsöluhæst meö yfir 40 þús. ein- tök seld, næst koma nr. 3, 4, 6 og 7 meö meira en 20 þús. eintaka sölu. 20 söluhæstu myndböndin: 1. Star Trek III. The Search For Spock 2. Jane Fonda’s Workout 3. Gone with the Wind 4. Prime Time 5. Purple Rain 6. The Terminator 7. Líonel Richíe's All Night Long 8. Raquel, Total Beauty and Fitness 9. The Jane Fonda's Workout Challenge 10. Tina Turner’s Private Dancer 11. Raiders of the Lost Ark 12. Whaml The Video 13. Do It Debbie’s Way 14. The Cotton Club 15. Star Trek II — The Wrath of Khan 16. Duran Duran — Dancing on the Valentine 17. The Doors Dance on Fire 18. The Empire Strikes Back 19. Star Trek — The Motion Picture 20. Give My Regards to Broad Street. 20 leiguhæstu myndböndin: 1. The Terminator 2. The Cotton Club 3. Revenge of the Nerds 4. Body Double 5. Bachelor Party 6. Country 7. The Pope of Greenwich Village 8. Police Academy 9. Supergirl 10. Thief of Hearts 11. Star Trefc III — The Search For Spock 12. Red Dawn 13. Oh Godl You Devil 14. All of me 15. Irreconcilable Differences 16. The Woman in Red 17. Gone with the Wind 18. The Littie Drummer Girl 19. Once Upon a Time in America 20. Teachers. NÝ MYND FRÁ Stjörnugjöfin STJÖRNUBÍÓ: Runaway ☆☆ Saga hermanns -trtrtt LAUGARÁSBÍÓ: The Trouble With Harry -trtrtr Undarleg paradís trtrtr HÁSKÓLABÍÓ: Tortímandinn trtr AUSTURBÆJARBÍÓ: Lögregluskólinn trtr Á bláþræöi ☆☆ Hrafninn flýgur -trtrtr'A NÝJA BÍÓ: Ævintýrasteinninn -trtrtr BÍÓHÖLLIN: Gulag tr'A Hefnd busanna ☆☆ Dásamlegir kroppar tr'A Næturklúbburinn ☆☆☆ REGNBOGINN: Löggan í Beverly Hills ☆☆☆Vi Starfsbræöur ☆☆ Vígvellir ☆☆☆ NICHOLAS ROEG Nicholas Roeg er enn viö sama heygarðshorniö. Harm geröi hina sérstæöu mynd „Maðurinn sem féil til jaröar" fyrir tíu árum, en síö- an hefur lífiö veriö ein þrautaganga fyrir þennan merka leikstjóra. Hann gerir myndir sem falla ekki hinum almenna bíógesti í geö og því líta stóru dreifingarfyrirtækin hann hornauga. Síöustu myndir hans þrjár, Tímaskekkja, Eureka (meö Gene Hackman) og sú nýj- asta, Insignificance, hafa svo aö segja horfiö sporlaust. Leikkonan Theresa Russell hefur leikiö í þeim öllum, og á meöfylgjandi mynd sést hún í allþekktri Monroe-stell- ingu úr nýjustu myndinni. Aörir sem leika í myndinni eru Tony Curtis, Gary Busey og Michael Em- il. Myndin fjallar um fjórar persón- ur, leikkonu, þingmann, íþrótta- mann og prófessor, sem öll eiga eitthvaö sameiginlegt. HJÓ Theresa Russell í allþekktrí Monroe-stellmgu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.