Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JtJNf 1985
B 21
í Borgarfirói eysrtri — Svartfell.
og var nokkuð farin á fyrri öldum
fyrir einokunartíma meðan Hér-
aðsmenn versluðu í Gautavík við
Berufjörð eða þá út á Djúpavogi
og Fýluvogi. Til er verslunarnóta
til handa bóndanum á Einarsstöð-
um í Vallahreppi fyrir úttekt hans
í Djúpavogsverslun um 1740.
Hjálpleysa er mjög djúpur og
þröngur fjalladalur, sem sker
fjöllin frá Héraði beint niður í
Botn Reyðarfjarðar. Þessa leið
ætti ekki að fara fyrr en í júlí og
fram til september. Þarna er mjög
snjóflóðahætt og líka er hætta á
steinkasti á vorin og er aðeins
fært gangandi mönnum. En
Hjálpleysa er kjörland náttúru-
skoðara einkum Héraðsmegin.
Kistufell, 1239 m, er inn af botni
Reyðarfjarðar og er hæsta fjall í
Austfjarðafjallgarði norðan
Þrándarjökuls. Það liggur norðan
að Hjálpleysu og þar í hiíðinni er
hrikalegt gosmyndanasvæði, sem
minnir á Rauðhellana fyrir innan
Bæjarstaðaskóg í Öræfum. Varpið
er í um 700 m hæð.
Svínadalur liggur úr Eyvindar-
árdal beint í stefnu á þorpið á
Búðareyri í Reyðarfirði. Sjaldfar-
in leið en mun allvel fær gangandi
mönnum.
Fagridalur mun hafa verið
sjaldfarinn á fyrri öldum. Þetta er
mjög góð gönguieið frá náttúrunn-
ar hendi en þar liggur nú bílvegur,
aðalsamgönguleiðin milli Héraðs
og fjarða, og verður ekki meira um
hann rætt að sinni.
Mjóafjarðarheiði liggur úr Ey-
vindarárdal til Mjóafjarðar. Bíl-
vegur er þar nú en einnig er þar
skemmtileg göngu- og hestaleið.
Nokkuð er bratt Mjóafjarðarmeg-
in en þegar komið i dalbótina fyrir
neðan Klifbrekku, birtist einstætt
gróðurríki i Hólabotni. Sjálfsagt
er að fara alla leið út á Dalatanga.
Leiðina hef ég farið tvisvar á rútu
með drifi á öllum hjólum. Leiðin
var fjölfarin frá 1901 til 1914
vegna hvalveiðistöðvanna í Mjóa-
firði.
Fleiri og enn sjaldfarnari leiðir
má til tína sem tengjast dalakerf-
inu milli Reyðarfjarðar og Héraðs
en það verður ekki gert að sinni.
Víkjum nú að öðrum leiðum milli
fjarða og Héraðs.
Vestdalsheiði frá Gilsárteigi í
Eiðaþinghá til Seyðisfjarðar. Góð
gönguleið og mjög fjölfarin á
seinnihluta 19. aldar og fram á 20.
öld meðan Úthéraðsmenn versl-
uðu á Seyðisfirði.
Fjarðarheiði frá Miðhúsum i Eg-
ilsstaðahreppi til Seyðisfjarðar.
Þetta er greiðfær leið en allbrött í
Stöfunum i botni Seyðisfjarðar.
Var mikið farin á sama tima og
Vestdalsheiði af Héraðsmönnum.
Þarna liggur nú góður og fjölfar-
inn bílvegur. Verður hennar ekki
nánar getið að sinni. En af Fjarð-
arheiði liggur þó Gagnheiðarvegur
yfir á Mjóafjarðarheiði og síðan er
hægt að halda áfram yfir Fönn til
Norðfjarðar. Einnig má fara af
Mjóafjarðarheiði niður Slenjudal í
Eyvindarárdal og svo til Eski-
fjarðar eða Reyðafjarðar eins og
áður er lýst.
Leið um Tó niður í Bárðarstaða-
dal í Loðmundarfirði. Leggja má
t.d. upp frá Gilsárteigi. Bratt er í
Klifinu innst í Bárðarstaðadal.
Leið um Hraundal og komið
niður í Hraundal í Loðmundar-
firði. Lagt var upp frá Hrjót eða
Ánastöðum i Hjaltastaðaþinghá
og i Loðmundarfirði er farið yfir
hið mikla Stakkahlíðarhraun
(Loðmundarskriðu) og er sjónin
allri sögu ríkari. Hraundalsvarp
er í um 600 m hæð.
12. Leið um Sandaskörð t.d. frá
Hrjót til Borgarfjarðar eystri.
(600 m hæð)
Leið um Eiríksdal frá Þórsnesi
eða Hrafnabjörgum í Hjaltastaða-
þinghá. Sameinast Sandskarðaleið
nokkru fyrir innan Hólaland í
Borgarfirði. Þetta er greiðfær leið
og er hæst í um 500 m hæð.
Leið um Gönguskarð til Njarð-
víkur og áfram um hinar alþekktu
Njarðvíkurskriður til Borgar-
fíarðar eystri. Lagt er upp frá
Oshöfn og er sjálfsagt að líta í
Stapavík áður en lagt er á fjall-
veginn.
Borgarfjarðarvegur um Vatns-
skarð. Þar liggur nú bílvegurinn
til Borgarfjarðar. Af skarðinu er
góð gönguleið í Stórurð vestan við
Dyrfjöll, eitt sérkennilegasta
náttúrufyrirbrigði landsins.
Hér skal minnt á Breiðdalsheið-
ina, þar sem hringvegurinn er nú.
Lagt er upp úr Víðigróf skammt
innan við Skriðuvatn og er
skammt yfir heiðina, þangað til
snarhallar niður í Breiðdalinn,
sem er mjög myndrík og fögur
sveit, krýnd ákaflega fjölbreyttu
tindamynstri.
Leið úr Fljótsdal til Viðidals í
Lónsöræfum. Verður ekki rædd
hér nánar.
Að lokum skal minnt á leið
Fljótsdælinga til verslunarstaðar
á fyrri öldum. Leiðin lá úr Suður-
dal í Fljótsdal suðaustur i
Hornbrynjuslakka, þaðan i sömu
stefnu að Líkárvötnum, þaðan út í
Fossárdal í Berufirði og áfram til
Djúpavogs. Leiðin mun siðast hafa
verið farin skömmu fyrir síðustu
aldamót.
Fleiri möguleika má tilgreina
en hér verður þó látið staðar num-
ið. En hið stórkostlega dalakerfi
milli Reyðarfjarðar og Héraðs
býður upp á góða möguleika til
gönguferða en þeir hafa ekki verið
nýttir sem skyldi. Og möguleik-
arnir til að bregða sér á fjöllin eru
ennþá fleiri til að njóta útsýnis
eða kynnast safaríkri grænku
snjódældanna. Þar mætti gera gif-
urlega upptalningu leiða en það
yrði að vera annar og lengri kapít-
uli. í mannfæðinni á þessum slóð-
um býr þó enn kennd hins ónumda
og svo mun að líkindum enn um
sinn. Og þó — hver veit?
Ef einhverjum, sem les þessar
línur, skyldi detta i huga að kanna
háfjöll Austfjarða, skyldi hann
gæta sin á þokunni. Hún er ætið
til staðar í austan, norðaustan og
suðaustan áttum. En þegar vestan
eða suðvestan átt stendur yfir
landið, þá ljómar sól á Norðaust-
ur- og Austurlandi, þótt útsynn-
ingurinn hellist yfir höfuðborg-
arsvæðið. Þá verður mörgum að
hugsa likt og austfirski hagyrð-
ingurinn, sem orti:
.Mig fýsir að kanna þá fágætu rún
og fegurð sem hátindar skrifa.
Eggjar til dáða hver einasta brún
alla sem kunna að lifa.“
(H.G.)
Ferðafélag íslands fer á þessar
slóðir fyrri hluta júlí í sumar.
Góðar stundir.
Höfundur er kennari og hefur ver-
ið fararstjóri hjá Ferðaféiaginu.
Prúðuleikararn-
ir í Stjörnubíói
STJ<)RNiiBÍO heur hafið sýningar á
kvikmyndinni „Prúðuleikararnir slá
í gegn“ (The Muppets take Man-
hattan).
Með aðalhlutverk fara auk
sjálfra prúðuleikaranna þau Art
Carney, James Coco, Dabney Cole-
man, Gregory Hines, Linda Lavin,
Liza Minnelli, Joan Rivers, Brooke
Shields og Elliot Gould. Leikstjóri
er Frank Oz, sem jafnframt samdi
handrit myndarinnar ásamt þeim
Tom Patchett og Jay Tarses.
í fréttatilkynningu frá kvik-
myndahúsinu segir að myndin
fjalli um tilraunir hópsins til að
„slá í gegn“ á Broadway.
MetsöhiHad á hverjum degi!
Nýtt fiskiskip
Þetta glæsilega 130 tonna fiskiskip er til sölu.
Upplýsingar í símum 92-1335 og 92-2278 á kvöldin.
R ARMULA 33 SÍIVII 33500
Bændur athugið
Vegna endurnýjunar á eigendaskrá yfir FORD traktora biðjum við eigendur
þeirra að hafa samband við sölumenn okkar sem fyrst.
FORD býöur nú stórkostlega 50 ha traktora meö
öllum þeim besta búnaöi, sem hægt er aö láta sig
dreyma um:
• Alsamhæfðir gírkassar með
H-skiptingu
• Nýtt FORD öryggishús
(ekkert til sparað)
• Óháð aflúrtak — engin
óþarfa kúppling
• öflugri vökvadæla, diska-
hemlar í olfubaði og margt
margt fleira
Kynntu þér nánar kosti nýju FORD traktoranna
— þeir valda þér ekki vonbrigöum. Komdu og
reynsluaktu, eða hringdu og aflaöu nánari upp-
lýsinga. Við bjóðum góða greiðsluskilmála.