Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNt 1985
B 15
Eggaldin
EggaldiniÖ er af kartöfluætt svo sem t.d. tómatar og paprika. Aldinið er
mismunandi að stærð, lögun og lit, en þau afbrigði sem hérlendis eru ræktuð
heita Dobrix og Berinda. Eru þau bæði fjólublá og ílöng. Um 1970 var farið
að rækta eggaldin í tilraunaskyni hér á landi í Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði,
en núna þegar ákveðinn markaður hefur myndast, er farið að rækta eggaldin í 200
m2 gróðurhúsi í Garðyrkjuskólanum. Sáð er til þess í desember eða janúar og notuð
gervilýsing og plöntunum plantað út síðar. Uppskera hefst síðan á svipuðum tíma og
uppskera tómata og gúrka. Hér á landi er vaxandi áhugi á eggaldini, en þó hefi ég
orðið þess var að neytendur og jafnvel kaupmenn, sem selja þetta grænmeti, vita
ekki, hvernig það er notað. Eggaldin er notað í hinn heimsfræga gríska rétt „mouss-
aka“, og í þessum þætti kem ég með uppskrift af þeim
rétti. Mér datt svona 1 hug að gamni mínu að athuga,
hvort ekki mætti búa til einhvers konar íslenskt
moussaka með fiski og þá vinsælasta fiskinum, ýsu-
flökum, og fannst mér sú tilraun takast vel, og birti
ég hér uppskrift af þeirri tilraun.
Uppruni eggaldins er óljós. Sagt er að það hafi
komið frá hitabeltissvæðum Indlands. Á sanskrít,
hindustani og bengölsku eru nöfn yfir þetta græn-
meti, sem sanna að það hefur verið þekkt þar lengi.
Annað svolítið frábrugðið afbrigði var ræktað í Kína
á 5. öld, en þar eins og á Indlandi er eggaldin vinsælt
grænmeti. I löndum araba var þetta grænmeti mjög
vinsælt á 9. og 10. öld. Arabar fluttu það til Spánar.
ítalir ræktuðu snemma eggaldin, af ýmsum litum og
lögun og þeir ásamt Spánverjum fluttu það norður um
Evrópu, en þó er hvergi minnst á eggaldin á Englandi
fyrr en seint á 18. öld. Spánverjar fluttu eggaldin til
Nýja heimsins, einkum Brasilíu, en í Bandaríkjunum
voru eggaldin aðallega ræktuð sem skrautplanta.
Þegar þið kaupið eggaldin, er best að þau séu ekki
stór. Húðin er aðeins borðuð af litlum aldinum. Aldin-
in eiga ekki að vera mjúk viðkomu, heldur stinn,
þegar þrýst er á þau. Eggaldin eru viðkvæm og geym-
ast ekki lengi. Þau verða fljótt lin og skorpin og
jafnvel með brúnum flekkum. Eggaldin eru ekki talin
mjög næringarrík, en þau gera skemmtilega tilbreyt-
ingu í matargerðina og þegar við fáum þau fersk á
vorin, eru kartöflurnar okkar orðnar frekar ólystugar
og tilvalið að nota eggaldin í staðin.
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Eggaldin með hökkuðu
kjöti og osti (moussaka)
Handa 4
1 eggaldin, u.þ.b. 500 g
2 msk. matarolía til að steikja
eggaldinið í
500 g lambahakk
1 meðalstór laukur
1 hvítlauksgeiri
1 msk. matarolía á laukinn
1 'k tsk. salt
'A tsk. pipar
'h tsk. oregano
1 dl mysa
3 meðalstórir tómatar
2 msk. smjör eða smjörlíki
2 msk. hveiti
2'k dl mjólk
200 g rifinn maríbóostur eða
annar feitur ostur
Va tsk. rifin múskathneta eða til-
búið duft
2 msk. rasp
1 msk. parmesanostur
1. Afhýðið eggaldinið og skerið
í 1 sm þykkar sneiðar.
2. Hitið matarolíuna og steikið
sneiðarnar í henni í 4 mínút-
ur á hvorri hlið. Raðið í eld-
fast fat.
3. Saxið laukinn og hvítlauk-
inn. Hitið matarolíu og sjóð-
ið þetta í 4—5 mínútur. Tak-
ið af pönnunni og setjið á
disk.
4. Hitið pönnuna betur og
steikið kjötið þar til það fer
að þorna og brúnast.
5. Setjið salt, pipar og oregano
út í kjötið.
6. Saxið tómatana og setjið út í
kjötið ásamt mysu. Sjóðið í
15 mínútur.
7. Hitið smjörið, hrærið út í
það hveitið, þynnið með
mjólkinni og búið til uppbak-
aðan jafning. Setjið múskat
út í. Rífið ostinn og setjið
saman við.
8. Setjið laukinn út í kjötið.
9. Hellið kjötinu yfir eggald-
insneiðarnar. Setjið síðan
jafninginn yfir kjötið.
10. Setjið parmesanostinn út í
raspið og stráið yfir.
11. Hitið bakaraofn í 180 °C og
bakið þetta í 30 mínútur.
Meðlæti: Hrátt kínakál, jökla-
salat eða blaðsalat.
Eggaldin með ýsu,
tómötum og osti
Handa 4
2 eggaldin, u.þ.b. 800 g
500 g ýsuflök
2 meðalstórir tómatar
1 tsk. salt
'k tsk. pipar
2 egg
nokkur strá graslaukur
2 msk. smjör eða smjörlíki
2 msk. hveiti
2Vi dl mjólk
200 g maríbóostur eða annar
feitur ostur
1. Skerið eggaldinin langsum í
tvennt. Skerið niður með
húðinni, síðan skorur í aldin-
ið. Gætið þess að húðin fari
ekki í sundur. Hitið bakara-
ofn í 180°C, setjið eggaldinin
i ofninn þannig að skurðflöt-
urinn snúi upp. Bakið i 10
mínútur. Takið úr ofninum,
kælið örlítið og skafið úr
húðinni. Setjið í hrærivél-
arskál.
2. Skerið fiskinn úr flakinu,
hreinsið úr öll bein, skerið
síðan í litla bita og setjið
með eggaldininu í hrærivél-
arskálina. Hrærið í sundur,
setjið salt, pipar, niður-
klipptan graslauk og eitt egg
út í.
3. Afhýðið tómatana með því
að setja þá smástund í sjóð-
andi vatn. Setjið síðan tóm-
atana út í hræruna og hrær-
ið í sundur.
4. Smyrjið eldfasta skál. Setjið
himnuna af eggaldinunum
inn i skálina. Hellið fisk/-
eggaldinhrærunni yfir.
5. Hitið smjörið í potti, hrærið
hveiti út í, þynnið með
mjólkinni. Hrærið hitt eggið
út í. Rífið ostinn og setjið út
í. Hellið þessu yfir það sem
er í skálinni.
6. Setjið í heitan bakaraofn,
190°C, og bakið í 30 mínútur.
7. Hvolfið réttinum á fat og
berið fram.
Meðlæti: Ristað brauð eða
snittubrauð.
Eggaldin með osti
og salthnetum
Handa 4
2 eggaldin, u.þ.b. 1 kg
Vz dl matarolía
3 msk. smjör eða smjörlíki
3 msk. hveiti
1 bolli mjólk
2 egg
200 g maríbóostur eða annar
feitur ostur
væn grein fersk steinselja eða 1
msk. þurrkuð
Vz dl salthnetur (peanuts)
1. Skerið eggaldinin langsum í
1 sm þykkar sneiðar. Smyrj-
ið eldfast fat og raðið sneið-
unum á fatið. Smyrjið sneið-
arnar með matarolíunni.
2. Hitið bakaraofn í 190 °C og
.... li ="
bakið sneiðarnar fyrst í 5
mínútur, snúið við, smyrjið
með olíu og bakið aftur í 5
mínútur.
3. Bræðið smjörið, hrærið
hveiti út í, þynnið með
mjólkinni og búið til uppbak-
aðan jafning.
4. Rífið ostinn og setjið út í
jafninginn, klippið steinselj-
una og setjið út í. Takið af
hitanum og hrærið eggin út
í.
5. Setjið jafninginn jafnt á
sneiðarnar á fatinu. Saxið
hneturnar og stráið yfir.
Setjið aftur í bakaraofninn
og bakið í 15—20 mínútur.
Meðlæti: Niðurklippt kínakál,
jöklasalat eða rifið blaðsalat.
Leiðrétting:
í síöasta þætti, 16. júní, kom dá-
lítil skemmtileg villa. Hún
minnti mig á vísuna úr Kardim-
ommubænum. Þar stóð í upp-
skriftinni „Fíflablöð með beik-
oni“.
5 hnefar fíflablöð, u.þ.b.
150—200 g nýmalaður pipar.
150—200 grömmin áttu við fífla-
blöðin, en nýmalaði piparinn átti
að vera í næstu línu fyrir neðan,
og breytir það ansi miklu.
íbúð óskast til leigu
í Garðabæ
2ja—3ja herb. íbúö óskast til leigu frá ca. 1. sept.
Uppl. í síma 43715.
Höfóar til
. fólks í öllum
starfsgreinum!
Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu
mig á sjötugsafmæli mínu, þann 16. júní sl.,
meÖ heimsóknum, gjöfum og skeytum.
GuÖ blessi ykkur öll.
Guðrún Ragnheiður Rögnvaldsdóttir,
Rauðarárstíg 1.