Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 28
28 B
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNl 1985
— /-----------------
„Er þfrb Hróa.-Hattccr Pízra
ást er ...
... aö hjálpa henni við
helgarinnkaupin
TM Rea. U.S. Pat. Off.—all rights reserved
® 1985 Los Angeles Times Syndicate
Spurð’ ’ann pabba þinn
ráða, því val hans á
maka var miklu betra en
mitt!
HÖGNI HREKKVÍSI
„ KyMNTU ýéd EFNl pESSAgfig 0ÓKAZ, HÖ6NI."
Fegurðin skaðar ekki
Hólmfríður Maríusdóttir, Tómas-
arhaga 9, skrifar:
Ég þarf endilega að tjá mig um
fegurð, vegna umræðunnar sem
orðin hefur í þjóðfélaginu um feg-
urðarsamkeppnir og þá gagnrýni
sem upp gýs alltaf eftir hverja
keppni.
Það kemur ekki til mála að feg-
urð geti haft vond áhrif á mann-
eskjur, hvorki unglinga né full-
orðna. Sérstaklega vil ég taka upp
það sem María Jóhanna Lárus-
dóttir sagði í umræðuþætti í sjón-
varpi 11. júní sl., en hún lét í það
skína að fegurð hefði vond áhrif á
unglinga. Hún talar einnig um
vanmáttarkend hjá unglingum í
sambandi við fegurð, og minntist
á að stúlkur sem drægu sig út úr
skólahóp væru kallaðar kvenrétt-
indabrussur og þannig hundsaðar
af félögum sínum. Mér finnst ekk-
ert athugavert við það þó einhver
dragi sig út úr hóp. En, ef það
getur gert unglingum vont að vera
bent á fegurð, þá veit ég alls ekki
hvað getur gert þeim gott.
María vildi koma því á borgar-
stjórann okkar að hann sé frekar
minniháttar maður vegna þess að
hann hafi verið þarna á fegurðar-
samkeppninni sjálfur, en hún
gleymir að koma þvi fram að á
sama tíma er þessi sami borgar-
stjóri út um víðan völl að tína rusl
og ég veit að hann hefur ekki átt
neitt af því rusli sem hann var að
hreinsa. (Ég er ekki sjálfstæðis-
kona.)
Þessar fáu konur, sem þarna
fjölmenntu á borgarstjórnarfund-
inn, draga einungis konur frekar
en hitt en ég vil benda þeim á að
konur þurfa engan málsvara. Þær
hafa hingað til staðið upp úr. All-
ar alvörukonur hafa staðið upp úr
og ljótleiki er ekki til i fólki,
hvorki konum né körlum, nema
þeirra innri hugsun. Ef ekki er
vakin athygli á fegurð hjá fólki, þá
hlýtur það að verða ljótt, hvernig
sem það er úr garði gert.
í flestöllum tilfellum hafa ís-
lenskar stúlkur sómað sér vel í
hlutverki fegurðardrottninga. Þær
hafa alls ekki orðið einhverjir rón-
ar í Ameríku eða þess háttar. Ég
er ekki að segja að ég sé meðmælt
fegurðarsamkeppnum sem slíkum,
en ef við eigum að keppa í ein-
hverju, þá finnst mér það eiga að
vera i fegurð. Það hlýtur að vera
til margt sem skaðar fólk en ekki
fegurðin.
Grósku-
leikur
Gunnar Sverrisson, Þórsgötu 27,
Revkjavík skrifar:
Eg samdi eftirfarandi ljóð i til-
efni af sumrinu og blíðunni og vil
ég kalla það Gróskuleikur.
Um bláa þöll,
í þallamergð,
i grænum skóg,
um morgunstund,
er lífið svalt,
og leikur sér,
i sumartið, •
i helgri ró,
um bláa þöll,
í þallamergð,
sér leikur líf,
um græna tó,
hún vex og grær,
i dular beð,
svo stefja klið,
i laut og mó,
sér haslar völl,
um landið allt,
svo rauða vor,
í bláum beð,
sín opnar sumars
Ijúfa sal,
og gæti skeð,
öll drótt með.
Hættið
Simon og John, Árbæ, skrifa:
Athyglisverði Velvakandi.
Við erum með sniðugar tillögur
til þeirra sem kvarta og kveina út
af öllu í sambandi við Duran Dur-
an.
Hættið að kvarta og verið
ánægð með það sem þið fáið. Það
er t.d. margbúið að láta ykkur vita
að Duran Duran kemur ekki
hingað á Listahátíð þó að við vild-
um að svo væri. Og ekki vera
svona hissa þó að „Save a Prayer"
lækki á listanum. Það er búið að
gera það gott og svo i lokin smá
orðsending til þungarokksaðdá-
enda: Kaupið ykkur bara þunga-
rokksplötur ef þið þurfið að hlusta
á þetta.
að kvarta og kveina
é