Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐLÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986 Yfir Atlantsála allt upp í viku, en í gámaflutning- um nútímans er aðeins stoppað dagspart í höfn. Þetta þýðir auð- vitað aukið álag á menn. Konni bátsmaður og Haraldur háseti þekkja þetta vel. „Við kynntumst stórborgum heimsins vel hér á árum áður. Viðbrigðin eru gífurleg — nú er aðeins stoppað part úr degi í höfn- um og allt gengur svo ótrúlega hratt fyrir sig. Sjarmi siglinga er rokinn út í veður og vind,“ sagði Haraldur, en hann hefur verið til sjós í 37 ár. Var í siglingum til Evrópu, en fyrir tæpum 20 árum fór hann á Selfoss, sem var í sigl- ingum vestur um haf. „Ég hef val- ið mér starf með kostum þess og göllum. Svo ég líti á jákvæðu hlið- arnar, þá tekur maður sér frí þeg- ar þarf — reyni að sigla ekki meir en átta mánuði á ári. En að vissu leyti sakna ég gömlu góðu dag- anna,“ sagði Haraldur. Eins og gefur að skilja, ér mikið álag á vél og mannskap í vél í sjö þúsund sjómílna ferð. Atli Ág- ústsson er fyrsti vélstjóri. Það hljóta að vera reiðinnar ósköp sem vélin eyðir í sjö þúsund mílna ferð. „Já, við eyðum um 300 tonnum af svartolíu og um 50 tonnum af gas- olíu í þessari ferð. Tökum ekki olíu heima heldur í Rotterdam eða Ameríku þar sem hún er ódýrari og reynum að keyra vélina eins hagkvæmt og kostur er. Fylgzt er með vélinni eftir sérstöku kerfi og er vinna í vél fólgin í venjubundnu viðhaldi. Við höfum ekki lent í al- varlegri vélarbilun á Bakkafossi, en lent í því að stoppa í nokkrar klukkustundir þegar þurft hefur að skipta um hluti, til að mynda dælur," sagði Atli Agústsson. Kæfandi hiti og ærandi hávaði glymur í eyrum þegar niður í vél er komið. Þar þurfa mennirnir að vinna við mikinn hita og hávaða — hitastigið er mismunandi i vélarrúminu, frá 37 gráðum allt í höfninni í Halifax á Nova Scotia. í eldhúsinu, Bjarni Bjarnason, bryti, og Theodór Jónsson. Konráð hefur verið á kaupskip- um allar götur síðan 1943, þar af hjá Eimskip síðan 1948. „Breyt- ingarnar eru gífurlegar, ekki síst fækkun manna á skipum. Á Sel- fossi í Ameríkusiglingum var 30 manna áhöfn. Þá voru hásetar níu og dagmenn í vél fjórir. Auðvitað þýðir fækkun manna lakara við- hald skipa. Áður var meira unnið, skipin máluð holt og bolt en nú látið nægja að bletta," sagði Kon- ráð. Bjarni Bjarnason, bryti, hefur einnig upplifað hinar miklu breyt- ingar í farmennsku á undanföm- um árum. „Skipin hafa stækkað, en fólki um borð fækkað,“ sagði Bjarni. „Ég hafði kokk, sem aftur hafði aðstoðarmann og þernur voru þrjár. Þessu fólki réð ég sem bryti. Nú er ég einn ásamt Theo- dóri messagutta og er yfir pottun- um frá sjö á morgnana til átta á kvöldin. Það er aldrei slegið slöku við. Svona yfir höfuð finnst mér farmennskan hafa farið heldur niður á við — álag á mannskap er meira en í gamla daga, en ég er alls ekki óánægður með minn hlut. Það er í sjálfu sér gott að hafa í nógu að snúast,“ sagði Bjarni. upp í 50 gráður og loftið slæmt eftir því. „Dagur í vél hefst á því, að vélstjórar yfirfara mæla og tanka og síðan er unnið að við- haldi eftir sérstöku kerfi. Við bíð- um ekki eftir að hlutirnir gangi úr sér og bili, heldur er stöðugt unnið að viðhaldi. í dag til að mynda skiptum við um eldsneytisloka í ljósavél og sveifarhús var skoðað. Það tekur þrjá tíma að skipta um lokana. Þriðji vélstjóri og dag- maður unnu við að hreinsa loft- ventla. Starf vélstjóra er erfitt og þreytandi. Vélstjórar sinna iðu- lega útkalli á nóttu. Menn eru kannski rétt búnir að festa svefn, þegar þeir þurfa hlaupa niður í vél. Vegna hins mikla álags siglir vélstjóri nú tvær ferðir, á eina frí, siglir síðan eina og á frí eina. Þannig að vélstjóri siglir sjö mán- uði á ári, en vinnur áttunda mán- uð í landi í viðhaldi. Þetta hefur reynzt vel,“ sagði Atli Ágústsson. í óveðrum Atlantshafsins Ferðin yfir Atlantshafið til ís- lands sóttist vel. Við sigldum með Mennirnir I brúnni — Þórhallur Dan, skipstjóri, Ríkharður Sverrisson, 2. stýrimaður, og Guðmundur Haraldsson, 1. stýrimaður. vélinni, fri vinstri Atli Ágústsson, 1. véistjóri, Sveinn Rúnarsson, 2. vél- stjóri, Baldur Harðarson, 3. vélstjóri, og Einar Sighvatsson, dagmaður. um 15 mílna meðalhraða. Veður var ákjósanlegt. Bakkafoss sigldi lygnan sjó, en svo er ekki alltaf í Ámeríkusiglingum — fjarri því. Guðmundur Haraldsson, eins og aðrir skipverjar á Bakkafossi, þekkir það vel. Á vaktinni sagði hann mér frá ferð í janúar á síð- astliðnu ári. Bakkafoss fékk á sig brotsjó um 400 mílur suðvestur af íslandi. Veðurhamurinn var ótrú- legur, vindhraði 70—75 hnútar — skall á að morgni og skipið keyrt upp í ölduna allan daginn. Undir kvöld lægði. Þó voru enn 12 vindstig. Myrkrið grúfði sig yfir skipið, skyggni ekkert — Atlants- hafið er fjandsamlegt í slíkum ham. Skyndilega sá Guðmundur hvítan öldufald rísa upp — öldu- hæð hlýtur að hafa verið um 25 metrar, brotnaði og kom á stjórn- SKALHOLTSSKOLI Umsóknir sendist til: Skálholtsskóla 801 Selfoss. Upplýsingar: Sr. Gylfi Jónsson rektor sími 99-6872 — 91-17189 ISLENSKUR LYÐHASKOLI ALMENNT KJARNANÁM MYNDLISTARNÁM LEIÐTOGANAM borðshorn skipsins að framan. ósjálfrátt beygði Guðmundur sig niður, eins og til að verjast högg- inu, sem var rosalegt — brotið ruddi skipinu á undan sér, tveir gámar fóru fyrir borð og stjórn- borðskinnungur og lunning dæld- uðust. Ríkharður stýrimaður var í koju þegar brotið gekk yfir. Hann vissi ekki fyrr en hann tókst á loft og skall á hurð káetunnar, en slas- aðist sem betur fer ekki. Grípur ótti um sig? „Það er sjálfsagt einstaklingsbundið,“ sagði Guðmundur, „en í miklum veðrum hugsa ég heim. Hvernig veðrið sé heima og fólki mínu líði. Það er óþægilegt að vita af konu og börnum heima í vondum veðr- um — þegar þau þarfnast manns mest. Veður á hafinu milli íslands og Ameríku geta orðið anzi vond á veturna — í þjóðbraut lægðanna þar sem þær verða dýpstar," sagði Guðmundur. Þegar Snæfuglinn fór niður Þórhallur var í fríi þegar Bakkafoss fékk brotið á sig, en hefur lent í honum kröppum eins og svo margir íslenzkir sjómenn. Á loðnunni fyrir austan sökk skip hans, Snæfuglinn. Veður var slæmt, haugasjór. Þórhallur vakn- aði upp við það að káetan fylltist af sjó — Snæfuglinn hafði farið á hliðina, menn höfðu ekki sést fyrir í kappinu við að fylla bátinn. Hann flýtti sér í dauðans ofboði upp, gekk erfiðlega að finna leið- ina, komst þó upp á dekk. Þeir voru ellefu um borð — reyndu að komast í lífbátinn, en hann brotn- aði í spón. Höfðu tvo gúmmíbáta, sem þá voru tiltölulega nýkomnir um borð í íslenzk skip. En aðstæð- ur voru erfiðar, stormur og hauga- sjór og þeir misstu annan út í sortann. Komu hinum út háifupp- blásnum. Ellefu stukku þeir fyrir borð. Sumir komust um borð í björgunarbátinn — aðrir ekki, en náðu að hanga utan á bátnum, sem lét illa utan í sokkvandi skip- inu. Um tíma óttuðust þeir að lenda í skrúfunni og þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, en einhver æðri máttur hélt yfir þeim verndarhendi. Snæfuglinn hvarf sjónum þeirra, en skömmu síðar var þeim bjargað um borð í síldarbát. ótrúlega vel hafði tekizt til um björgun, en svo litlu mátti muna að mannskaði yrði. „Ég fór í land og varð fráhverfur sjó- mennsku um tíma. En sjórinn lað- aði — hefur alltaf gert. Sjó- mennskan er í blóðinu," sagði Þórhallur Dan. Heim Ferðin yfir hafið gekk vel. Niður vélanna lét stöðugt í eyrum, Bakkafoss öslaði ölduna. Við kom- um á ytri höfnina skömmu eftir miðnætti á laugardegi. Sjö þúsund sjómílna ferð var að baki — fjöl- skyldur biðu á hafnarbakkanum. Stoppið í Reykjavík var stutt — að kvöldi mánudags lagði Bakkafoss upp i aðra för yfir hafið til Evrópu og síðan til Ámeríku. Það gafst ekki langur tími til hvíldar — starf farmannsins er erfitt og strangt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.