Morgunblaðið - 23.06.1985, Side 17

Morgunblaðið - 23.06.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985 B 17 Þeasi veggur, baksviós við Ránargötuna, flokkast víst ekki til forn- minja, þó að einhver kynni að vera í vafa, veri hann sunnar í álfunni. „Ég er óskaplega fljótur að mála, en það þýðir samt ekkert annað en að vinna verkið forsvaranlega,“ sagði Stefán frá Möðrudal, sem rétt gaf sér tíma til að tylla sér á tunnulok fyrir myndatöku þar sem hann var að koma myndunum sínum fyrir I porti við Laugaveginn til þerris og sýningar. Stefáni þótti það létt verk að fylla eitt port af myndum, sagðist geta þakið Öskjuhlíðina með mál- verkunum sínum ef því veri að skipta. vegna tónlistariðkana þeirra sem enn hafa ekki slegið í gegn á alþjóðlegum markaði og sanna að tími bílskúrs- og bakgarðs- hljómsveita er ekki liðinn. Tveir strákar stigu villtan skrykkdans í porti við Tryggva- götu, sem þeir höfðu líka myndskreytt af talsverðu hug- viti ásamt jafnöldrum sínum. Svo var Stefán frá Möðrudal með heila myndlistarsýningu í húsagarði við Laugaveginn, enda maðurinn með afbrigðum fljótur að mála og dugir ekkert minna undir sýningar núorðið. „Ég á svo mikið af myndum að ég gæti þakið alla Öskjuhlíðina," sagði Stefán og minnti okkur á það, svona í leiðinni, að menn sem hefðu lært hjá Ásgrími væru aðalsmenn. Einn var sá staður, sem hvað oftast var tilnefndur „ljótasta portið í bænum“ af áhuga- mönnum um skúmaskot, en það var bakgarður Myndlistar- og handíðaskólans og fleiri fyrir- mynd meistara Hitchcocks „Rear Window", eða Bakglugg- inn, sem gerist öll í einum húsa- garði og er þó afar langt frá því að vera hversdagsleg skemmtan. Hvað varðar útlit og ástand reykvískra húsagarða, er best að láta myndirnar tala sínu máli. Ekki verður þó betur séð en að af nægum verkefnum sé að taka fyrir áhugamenn um vistfræði og borgaryfirvöld, að ógleymd- um íbúunum sjálfum, þar sem eru bakgarðar borgarinnar. Enda voru ábendingarnar um „ljótasta portið í bænum“ ófáar, en færri gátu bent á staði, sem flokkuðust undir andstæðuna. Því fer þó fjarri að portin í Reykjavík hafi reynst lífvana með öllu. Sums staðar teygja gamlar furur og aðskiljanleg- ustu jurtir sig upp úr malbiki eða mold og að sjálfsögðu njóta skúmaskot bæjarins góðs af nafnlausri skreytilist götunnar. önnur port leika á reiðiskjálfi, Ljós á leiðarenda vestast í Vesturbænum. tækja í Skipholtinu. Eflaust finnast mun ferlegri port en þar, þó ekki sé það neitt augnayndi og mætti ef til vill verða mynd- listarnemum hvatning til þess að líta sér nær og fá útrás fyrir eitthvað af sköpunargleðinni á grárri bakhlið skólans. En kannski er bannað að gera svo- leiðis í Reykjavík. Hér vaxa trén upp úr steypunni eða því sem næst „Þetta port var eitt moldarflag áður en það var steypt upp fyrir nokkrum árum,“ sagði kona, sem býr í einu húsanna við þennan bakgarð milli Ránar- og Vesturgötu. Hún bætti við að þarna skini lítil sól, „bara smáræma á sumrin“. En samt er hér ágætis dæmi um að bakgarðar þurfa ekki að vera moldarflag og fullir af drasli. Myndlistarneminn Magnús B Þór Jónsson, öðru nafni Megas, ■ K JÍ var þó á annarri skoðun. „Það er ^ mp mm ® fínt að hafa þetta svona, ákveð- IIliM' * Æ inn sjarmi,“ sagði Magnús þar '|:ííT ilfl sem hann hallaði sér út um ’ | glugga á téðri bakhlið til þess að Jf eiga við okkur orðastað. 9 En ef skipta á bakgörðum I - bæjarins i „góð“ port og „vond“, ^ er einfaldasta mælistikan senni- ' lega sú, hvort ibúar húsanna sem mynda viðkomandi port, 'II»» hafa af því gagn nokkurt og PHB |lj| ánægju eður ei. , m Varðandi þann úrskurð er víst » '. HHH s-pl Wt4 best að hver líti í eigin barm — P*H| M eða bakgarð. aK Texti: Hildur Helga Myndir. Kriðþjófur „Ljótasta portið i bænum?“ Varla, en bakhlið Myndlista- og handíða- skólans í Skipholti fær tæpast nein fegurðarverðlaun i bráð. „Þetta er fínt, á að vera svona, ákveðinn sjarmi,“ kallaði myndlistarneminn Megas út um gluggann á „Hand og mynd“, þegar blaðamenn gerðu sig líklega til að setja út á portið hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.