Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 7
heimskautsbaugur Reykjavík Prttiiiiinv ATLANTSHAF “• Rotterdam Antwerpen ile IxU-swtd Lavtis End, Halifax 1000 sjómílur ^6<T „ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985 kP d^y New York Portsmoiiih Norfolk Frystigimarnir hífðir í land í Portsmouth. málið gufi upp, eins og öllum stjórnmálamönnum er gjarnt. Þrýsti fslendingar á um lausn og komi sú staöa upp, að málið bein- línis geti haft áhrif á samskipti ríkjanna, þá munu þeir takast á við lausn — fyrr ekki,“ sagði Behr- ents. „Rainbow Navigation fitnar með hverri ferð til fslands. Flutn- ingarnir eru mjög ábatasamir. Forráðamenn Rainbow eru kaup- sýslumenn — þeir hugsa fyrst og fremst um hagnað, vitandi að þeir geta skaðað hagsmuni Banda- ríkjanna. En ég held að Rainbow sé í flutningum til fslands aðeins til að ná fljótteknum gróða og muni síðan snúa sér að öðru,“ sagði Behrents. Að margra áliti á fslandi mun lausn felast í því að stjórnvöld í Washington kaupi Rainbow frá flutningunum. Telur þú að slíkt muni gerast? „Nei, það held ég ekki. Einfaldlega vegna þess að einhverjir aðrir komi í staðinn og krefjast flutninganna. Lögin frá 1904 um að bandarísk skip skuli annast flutninga til bandarískra herstöðva eru vandamálið og framhjá þeim verður ekki gengið nema breyta þeim og það er ekkert einfalt mál. „Staðreyndin er sú að flutningarnir fyrir varnarliðið hafa gert islenzkum skipafélögum kleift að halda uppi samkeppni á þessari leið og þá á ég fyrst og fremst við samkeppni milli Eim- skips og Hafskips," sagði Richard Behrents. í New York Undir kvöld færðum við skipið yfir í Norfolk. Fimmtudagur rann upp og við lestuðum korn 1 Nor- folk. Að því loknu héldum við áleiðis til New York, eða öllu held- ur Port Elizabeth, sem er skammt frá •Newark-flugvelli. Við vorum við bryggju klukkan átta. Eftir hádegi fór ég ásamt Þórhalli skip- stjóra og Atla vélstjóra upp á Manhattan. Þeir voru með börn sín í ferðinni og vildu sýna þeim heimsborgina en ég ætlaði að ræða stuttlega við Pétur Másson, sem vinnur hjá Burbank og er eini íslenzki starfsmaðurinn þar. Við ræddum um þá kosti sem Eimskip I stendur frammi fyrir. Það er möguleikana á að hasla sér völl á alþjóðlegum markaði. „Sterk staða Bandaríkjadollars hefur gert það að verkum að mikill halli er á utanríkisviðskiptum landsins; með öðrum orðum að innflutning- ur er gífurlegur en útflutningur i lágmarki," sagði Pétur. „Því hefur það ekki verið erfiðleikum háð að ná í flutninga frá Evrópu og vest- ur yfir haf, en gífurleg samkeppni er um flutninga til Evrópu. Flutn- ingar frá Bandaríkjunum til ís- lands eru í lágmarki og missir varnarliðsflutninganna gerir mál- ið miklu erfiðara. 900 tonn af Smirnoff til Svíþjóöar Möguleikar Eimskips felast að mínu mati í sérhæfðum flutning- um og þá fyrst og fremst til Norð- urlanda. Okkur hefur til að mynda tekizt að komast yfir alla fíutn- inga á Smirnoff-vodka til Svíþjóð- ar. Og á síðastliðnum þremur mánuðum höfum við flutt um 900 tonn af Smirnoff til Svíþjóðar," sagði Pétur Másson. Hafnarkarlarnir á kádiljákum Hafnarkarlarnir í New York voru mættir á kaja fyrir sjö að morgni laugardags til þess að leysa landfestar. Komu tveir á glæsikerrum sínum; nýjum kád- iljákum. Mér varð starsýnt á drossíurnar — ekki einu sinni ráð- herrar heima eiga svona lúxus- kerrur. Þeir eru vel launaðir karl- arnir á kajanum í New York. Hafa vel á aðra milljón íslenzkar krón- ur í árslaun. Veðurguðirnir brostu við okkur þegar við sigldum niður Hudsoná. Sigldum fram á Queen Elizabeth, tignarlegri og glæsilegri og í fjarska mátti sjá Concorde-þotu hefja sig til flugs frá Kennedy- flugvelli á Long Island. Stefnan var sett austur á bóginn. Þokan, þessi fylginautur sjó- manna á þessum slóðum, grúfði sig yfir skipið þegar ég mætti á vaktina klukkan átta um kvöldið. Sigldum framhjá Nantucket og Þorskhöfða og vorum undan Maine-flóa á sunnudegi í besta veðri. Á mánudagsmorgni lögð- umst við á ytri höfnina í Halifax á Nova Scotia. Urðum að bíða fram á hádegi með að leggja að bryggju vegna öryggisreglna, því við vor- um með sprengiefni um borð. Veð- ur var hið besta, 26 stiga hiti og hálfskýjað. Upp Belle Isle Við gerðum stuttan stans í Hali- fax, lögðum frá bryggju klukkan fimm. Framundan var fimm og hálfs dags sigling til íslands. Við sigldum ekki suður fyrir Ný- fundnaland. heldur upp Belle Isle, sundið milli meginlands Kanada og Nýfundnalands. Veður var ákaflega fallegt, hitinn um 25 stig. Við gengum til verka okkar — hver stund var notuð til þess að rústberja og mála. Skipið gekk vel vegna hagstæðra strauma, um 16 mílur og allt upp í 17% mílu. Á hádegi á miðvikudegi sigldum við út á Atlantshafið. Það voru mikil viðbrigði — á skömmum tíma féll hitastig úr 20 gráðum í sex gráður. Labradorstraumurinn, sem fellur með austurströnd Kanada er or- sök þess. Veður varð svalt, fyrstu borgarísjakarnir blöstu við — gíf- urleg ísfjöll, sem grandað hafa stærstu skipum svo sem sagan kann frá að greina. Mávarnir léku sér í kjölfari skipsins og í fjarska mátti sjá stróka frá hvölum. Síðdegis kom þokan. „Þú verður að fylgjast rosalega vel með,“ sagði Guðmundur stýrimaður með áherzlu þegar ég kom á vaktina um kvöldið. í radarnum mátti greina ísjaka en ísröndin var norðar — við sigldum í gegn um þokuna og Þórhallur Dan og Guð- mundur fylgdust gaumgæfilega með ratsjánni. Ég rýndi stöðugt út í þokuna. En allt gekk vel fyrir sig — enda úrvalsmenn á Bakkafossi. Urvalsmenn á Bakkafossi Það var fimmtudagur. Ég var í klefa skipstjóra og spjallaði við Þórhall Dan um ferðina. „Þessi ferð hefur gengið vel fyrir sig, enda úrvalsmenn í áhöfn Bakka- foss. Það er mikilsvert að hafa góðan mannskap,“ sagði Þórhall- ur. Fór fjórtán ára gamall til sjós á fiskibátum austur á Reyðarfirði. „Ég var á sjó á sumrin og skóla á veturna. Hugðist vera á fiskeríi en til þess að fá réttindi úr Stýri- mannaskólanum fór ég í far- mannadeild og um tíma á kaup- skip. Það var 1963 — ég festist í netinu og hef verið hjá Eimskip nær óslitið síðan," sagði Þórhall- ur. „Þessar löngu ferðir til Evrópu yfir hafið til Ameríku og svo til íslands eru krefjandi fyrir mannskap og skip. En Bakkafoss er gott skip og áhöfnin góð. Eim- skip fór út í þessar siglingar eftir að Rainbow Navigation tók yfir flutninga fyrir varnarliðið. Lang- dvalir að heiman skapa erfiðleika fyrir menn og fjölskyldur þeirra, eins og gefur að skilja. Þetta er hluti af starfinu og þetta starf hef ég valið mér og kann því vel. Ég reyni að sigla ekki meira en 8 mánuði á ári og taka fjölskylduna með mér á sumrin. Nú eru tvær dætur mínar með í förinni," sagði Þórhallur. „Sjarmi siglinga rokinn út í vedur og vind“ Siglingar á kaupskipum hafa breyst mikið á tiltölulega skömm- um tíma. Áður var algengt að skip lægju 3—4 daga í höfn erlendís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.