Morgunblaðið - 23.06.1985, Síða 23

Morgunblaðið - 23.06.1985, Síða 23
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985 B 23 Katrín Óskarsdóttir Brúðarkj ólaleigunni „Vilja hafa kjólana með slóða og öllu tilheyrandiu ÞRÁTT fyrir aö umtalaö væri fyrir fáum árum aö giftingum fækkaði, fólk byggi bara saman, þá er ým- islegt sem bendir til þess aö gömlu góöu giftingarnar meö öllu lilheyr- andi blómstri sem aldrei fyrr. Og býsna margar vilja þær vera i hvítu kjólunum með slóða og slöri eða það sýnist henni Katrínu Óskarsdóttur sem leigir út brúðarkjóla og hefur af þvi nóga atvinnu. „Ég byrjaði fyrir skömmu með leiguna. Eg vann úti allan dag- inn og dæmið gekk einfaldlega ekki upp. Þegar mér datt svo þetta í hug fór ég að fikra mig áfram hvort fótur væri fyrir þessu og sló til. Ég er alveg hissa á því hve viðbrögðin voru fljót að segja til sin og í dag hef ég nóg að gera í þessu og meira en það. Þetta er líka svo skemmtileg og gefandi vinna. Fólkið sem kemur er kannski að upplifa hamingjusamasta tímabil lífs síns eða allavega yndislega stund og tilhlökkunin og ham- ingjan hjá fólki sem fylgir þessu er ólýsanleg." — Sýnist þér einhver tíska vera í brúöarkjólum núna? „Það er þá helst að þær vilji hafa kjólana virkilega fína og vandaða með slóða og öllu til- heyrandi. Það er ekki algild regla að þær vilji hafa slör held- ur einnig fín blóm í hári og því- umlfkt. Svo finnst mér það áberandi að það skiptir litlu máli lengur hvort konan er með barn á brjósti, eigi tvö til þrjú börn eða hafi verið gift áður, flestar vilja þær vera klæddar hvítu. Stund- um koma hjátrú og siðir í ljós og þar get ég nefnt sem dæmi að stúlkur láta piltana iðulega bíða frammi eða úti á meðan þær máta eða skoða þvi þeir mega ekki sjá kjólinn fyrr en á sjálfan brúðkaupsdaginn." — Hefur eitthvað sérstakt kom- ið upp á þegar þú hefur verið að leigja út kjóla? „Það er ýmislegt óvenjulegt sem kemur fyrir. Stundum hringja stúlkur og vilja fá kjól- inn lánaðan aðeins í myndatöku en ekki í sjálfa giftinguna. Þá hringdi t.d. móðir einnar stúlkunnar í fegurðarsamkeppn- inni og spurði um kjól fyrir keppnina um daginn. Það er oft hringt og spurt um skírnarkjóla og samkvæmiskjóla og ég er svona að spá og velta því fyrir mér að færa út kvíarnar og vera með þannig kjóla einnig." Morgunblaöiö/Agnes Valgerður Sverrisdóttir, ásamt Erlendi Einarssyni forstjóra Sambandsins, þegar Ijóst var að hún hafði verið kjörin i stjórn Sambandsins, fyrst kvenna. verði tekið eins og hverj- öðrum stjórnarmanniu TÓNABfÓ Simi 31182 HEILAMAÐURINN Þá er hann aftur á ferðinni gamanleikarinn snjalli Steve Martin. í þessari snargeggjuðu og frábæru gamanmynd leikur hann „heimsfrægan“ tauga- og heilaskurölækni. Spennandi, ný, amerísk grínmynd. Aöalhlutverk: Steve Martin, Kathleen Turner og David Warner. Leikstjóri: Carl Reiner. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. fulltrúa nokkuð til meðvitundar um það hversu lítill hlutur okkar hefur verið. Þá verður það að segj- ast eins og er, að það voru ekki margar konur sem komu til greina til þess að taka sæti í stjórn Sam- bandsins, og ég er það heppin að koma frá þeim landshluta (Norð- urlandi) sem samkvæmt sam- þykktum Sambandsins átti að fá fulltrúa inn í stjórnina I stað Finns Kristjánssonar, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs." — Ertu farin að hugleiða hvaða málum þú munt beita þér fyrir sem stjórnarmaður Sambandsins? „Ég hef nú ekki gert, stórar áætlanir, heldur mun ég taka af- stöðu til mála jafnharðan. Ég vona svo sannarlega að mér verði tekið eins og hverjum öðrum stjórnarmanni, þó að ég geri mér vissulega grein fyrir að athyglin mun beinast talsvert að mér ein- faldlega vegna þess að ég er fyrsta konan í stjórninni." Að lokum, Valgerður: „Ég lít á þetta kjör mitt sem þó nokkurn persónulegan sigur fyrir mig, en jafnframt sigur fyrir kon- una. Auk þess vona ég að þetta sé sigur fyrir samvinnuhreyfinguna, því ég hef mikinn áhuga á sam- vinnumálum." COSPER — Nú ætlar sálfræóingurinn aó segja ykkur frá því, hvernig þió farió aó því aó komast I gott skap. Passamyndir Ljósmyndastofa Reykjavíkur er á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar ÖII almenn Ijósmyndaþjónusta Verið velkomin Hverfisgötu 105, 2. hæð. Sími 621166. JMBtgtmÞIfifetfe « Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.