Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNt 1985 B 11 Drengurinn hjarnaöi við eftir þrettán bóiusetningar og Pasteur varö hetja í augum manna um vföa veröíd SJÁ: Brautryðjendur Þegar lyfin ógna lífi og heilsu þess óborna | Evrópu og víðar eru brögð að því að vanfærum konum sé gefið mikið af lyfjum. Það veldur síðan ótta þeirra við að fóstrið geti orðið fyrir tjóni af lyfjatökunni og oft sjá þær þá ekki aðra lausn betri en að gangast undir fóstureyðingu. Ymsir vísindamenn í læknis- fræðum komu nýlega saman í Schlangenbad í Vestur-Þýzka- landi. Fundur þeirra var haldinn að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna og þar kom m.a. fram sú skoðun að læknar séu of fúsir til að skrifa upp á lyf fyrir vanfærar konur án þess að nægileg vitneskja sé fyrir hendi um áhrif þessara lyfja á börn í móðurkviði. Fyrir aldarfjórðungi kom í ljós að lyfið thalidomide hafði valdið því að fjöldi barna fæddist van- skapaður. í skýrslu Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar segir, að „allt síðan hafi fóstur skaðast af völdum lyfja, sem sé í algerri mótsögn við tilgang þeirra". í skýrslunni eru birtar niðurstöður lyfjafræðinga, kvenlækna, fæðing- arlækna og annarra sem láta sig varða lyfjameðferð vanfærra kvenna. Meginniðurstaðan er sú að brýn þörf sé á aukinni aðgát í þessum efnum. 1 skýrslunni segir og að með ár- unum hafi almenningur orðið stöðugt betur að sér og hafi síður þörf fyrir þá föðurlegu forsjá sem læknar sýndu sjúklingum sínum á árum áður. Þess í stað vilja sjúkl- ingar eiga samstarf við lækna um eigin heilsugæslu. „Ef læknar leiða konur í ailan sannleikann um lyf og áhrif þeirra taka þær uggiaust þann kostinn að halda sig frá lyfjum nema brýn nauðsyn krefji," eins og segir orðrétt í skýrslunni. Eitt af því sem bar á góma hjá BRAUTRYÐJENDUR Fyrir einni öld lá níu ára gam- all drengur og beið dauða síns í sjúkrahúsi í París. óður hundur hafði bitið hann 14 sinn- um. Læknirinn, sem annaðist hann, var að vinna að lækningu eða lyfi við hundaæðinu en það var enn á tilraunastigi auk þess sem meginhugsunin á bak við það braut algerlega í bága við hug- myndir manna á þessum tíma. Klukkan átta um kvöldið 6. júlí árið 1885 tók dr. Louis Pasteur loksins af skarið og sprautaði skólastrák- inn Joseph Meister með blóðvatni, sem hann hafði tekið úr kanínu með hundaæði og hann hafði þangað til aðeins notað á hunda. í fyrsta sinn í sögunni var reynt að lækna sjúkdóm í manni með því að sprauta hann með meiru af þessum sama sjúkdómi. Bólusetn- ingin hafði litið dags- ins ljós. Drengurinn hjarnaði við eftir 13 bólusetningar og Pasteur varð hetja í augum manna um víða veröld. Nú þegar Frakkar minnast þess, að hundrað ár eru liðin mmmmm frá því, að Pasteur gerði þessa merku uppgötvun, vill svo til, að hundaæðið herjar enn einu sinni í frönsku sveitunum og hefur orðið vart allt umhverfis París. Geisar sýkin i 30 héruðum Austur-Frakklands en vegna þeirra endurbóta, sem gerðar hafa jverið á lyfinu, hefur sem betur fer enginn látist úr henni þótt hún hafi fyrst stungið sér niður árið Í1968. í fyrra voru 8000 manns bólu- settir við hundaæði í Frakklandi eftir að hafa verið bitnir af dýri, sem ýmist var örugglega með hundaæði eða talið vera sýkt. Hundaæðisfaraldurinn, sem aðal- lega berst með refum, hefur smám saman verið að breiðast vestur á bóginn frá Mið-Evrópu allt frá því á dögum síðari heimsstyrjaldar en margt bendir þó til, að nú hafi tekist að stöðva útbreiðsluna. t faraldrinum að þessu sinni hafa PASTEUR: vændur um svik. Með illu skal illt út reka húsdýr ekki orðið svo mjög fyrir barðinu á sjúkdómnum en mönnum stafar ávallt mest hætta af sýktum húsdýrum. Það er ekki einu sinni víst að börnin láti af því vita þótt hundurinn þeirra glefsi í þau eða bíti. Þegar Pasteur hafði læknað tvo hundaæðissjúklinga flykktist til hans fólk, sem hafði verið bitið af sýktu dýri, en stundum var sjúk- dómurinn kominn of langt til að nokkuð væri hægt að gera. Þrátt fyrir það náði Pasteur undraverðum árangri og má sem dæmi nefna, að af 726 manns, sem voru bólu- settir á einu ári, létust aðeins fjórir. Þrátt fyrir þetta voru ekki allir jafn hrifnir af Pasteur og fámennur en harð- snúinn hópur manna, sem sætti sig alls ekki við meginreglur bólu- setningarinnar, sakaði hann um að falsa skýrslur um árangur- inn og jafnvel um að fela lík dauðra sjúkl- inga inni í skáp! Enginn efast samt lengur um uppgötvun Pasteurs og þess vegna verður aldarafmæli ■■■■■■■ hans minnst með há- tíðlegum hætti nú í júlímánuði. Við það tækifæri verður það einnig brýnt fyrir for- eldrum og börnum þeirra að gera sér ekki of dælt við litlu, loðnu dýrin, sem þau kunna að rekast á í skógunum í sumar. - ROBIN SMYTH sérfræðingunum var sú staðreynd að niðurstöður tilrauna með lyf á dýrum sé ekki alltaf unnt að heim- færa upp á menn. Samkvæmt því er ekki óyggjandi að lyf sem konu er gefið á meðgöngutíma hafi ekki skaðvænleg áhrif á fóstur þótt það hafi reynzt skaðlaust afkvæmum tilraunadýra. Vísindamennirnir urðu ásáttir um að nauðsynlegt væri að varðveita læknaskýrslur í að minnsta kosti 30 ár í þágu ein- staklinga og samfélags, því að of lítið væri ennþá vitað um lang- tímaáhrif lyfja. Á fundinum voru gerðar tvær mikilvægar samþykktir. í fyrsta lagi að í öllum lyfjabúðum sem og á læknastofum lægju frammi skrifleg tilmæli til kvenna um að skýra frá því hvort þær væru barnshafandi eða hefðu í hyggju að verða það, ef þær væru á lyfja- gjöf. ____ , Kornabörn: Margs er að gæta þegar lyfin eru annars vcgar. Hin samþykktin lýtur að rann- sóknum á áhrifum lyfja á börn í móðurkviði. Þar segir að skortur á upplýsingum um skaðvænleg áhrif torveldi þessar rannsóknir. Hvatt er til þess að þjóðir sem hafa ekki ennþá hafið sérstaka skrásetningu á vansköpuðum börnum bæti úr því nú þegar. Þá er lagt til að Al- þjóða heilbrigðismálastofnunin reki alþjóðlega upplýsingamiðstöð sem safni gögnum um þá þætti, er valdið gætu vansköpun ófæddra barna. — THOMAS LAND svissl Það er Svisslendingum vaxandi áhyggjuefni hversu illa skógar þeirra hafa orðið úti af völdum mengunar að undanförnu. Reyna þeir nú með ýmsu móti að spyrna við fótum og nú hafa menn bund- izt samtökum um að berjast fyrir því að fólk noti ekki bifreiðar sin- ar á sunnudögum. Þessi samtök kalla sig Hópinn frá Burgdorf. Þau hafa farið þá leið að safna undirskriftum, en slíkt er mjög algengt í Sviss ef fólk vill koma baráttumálum sín- um í höfn. { textanum segir, að þess verði farið á leit við bifreiða- eigendur að þeir fallist á að nota ekki bifreiðar sínar á sunnudögum næstu árin en að öðrum kosti verði þeir skikkaðir til þess. Ef samtökunum tekst að safna nægi- lega mörgum undirskriftum undir þessa áskorun, verður málinu skotið undir þjóðaratkvæða- greiðslu. Slík þjóðaratkvæða- greiðsla var haldin árið 1978, en þá var málinu visað á bug með miklum meirihluta atkvæða. Samtökin láta samt ekki þau úr- slit draga úr sér kjarkinn. Tals- menn þeirra segja að nú sé allt öðruvísi ástatt í Sviss en árið 1978. Þá hafi hugtakið „súrt regn“ verið nær óþekkt fyrirbæri þar í landi sem annars staðar, og þar af leið- andi hafi fáa rennt grun í hvílíkur skaðvaldur það var skógum um heim allan. En á undanförnum árum hefur athyglin beinzt sífellt meira að þessu vandamáli. Sambands- stjórnin í Bern greip til þeirra úr- ræða fyrir skömmu að draga úr hámarkshraða bifreiða. Ennfrem- ur hefur hún leitað annarra leiða og íhugar meðal annars að fyrir- Helgarbann á bílstjóra? skipa árlega skoðun á útblásturs- kerfi bifreiða. Þessi barátta er vissulega orðin tímabær því að nýjustu rannsókn- ir gefa til kynna að skógarnir í Sviss, sem þekja um það bil fjórð- ung landsins, hafi þegar orðið fyrir óbætanlegu tjóni. Þetta er ógnun við vistfræðilegt jafnvægi og getur að auki stórskaðað ferða- þjónustu landsins, sem yrði vart svipur hjá sjón ef skóganna nyti ekki lengur við. Niðurstöður rannsókna um ástand skóga á þessum slóðum eru uggvekjandi. Eitt tré af hverjum 25 er svo illa á sig komið að óger- legt er að bjarga því, auk þess sem sjöunda hvert tré hefur orðið fyrir einhvers konar tjóni. Vitað er að eiturefni koma frá útblæstri bifreiða og valda súru regni. Hins vegar greinir menn á um hvort þetta sé helzti orsaka- valdurinn fyrir eyðingu skóga. Margir skella skuldinni á mengun frá raforkuverum og stórum iðju- verum. Þar að auki telja ýmsir sérfræðingar að eyðing skóga stafi af efnahvörfum í jarðvegi eða af útrýmingu á skordýrum nema hvort tveggja sé. Eigi að síður hafa risið upp stórir hópar manna í Sviss sem og annars staðar sem telja fullvíst að vaxandi fjöldi vélknúinna öku- tækja á vegum og aukin notkun þeirra sé ógnun við umhverfið og því nauðsynlegt og réttlætanlegt að opinberir aðilar taki í taumana. Það er þó vafasamt að meiri- hluti kjósenda í Sviss sé fús til að færa þær fórnir sem þarna er far- ið fram á. Yfirvöld í kantónunum Bern og Zurich hafa þegar vísað á bug tillögum í þá veru sem hér hefur verið lýst. En hugmyndin er ekki eins fjarstæðukennd og fyrir sjö árum í ljósi þeirrar staðreynd- ar, að skógar um gervallt landið eru að eyðast. Og víst er um það að geti nokkur þjóð lagt sjálfviljug á sig þær hömlur að útiloka alla bílaumferð á sunnudögum, eru það Svisslendingar. Þeir hafa jafnan staðið feti framar en flestir í sjálfsaga. - FRANCO FERRARI ROTTAN Örþrifaráðið gæti orðið gashernaður AJ|ennirnir hafa marga hildi IVIháð við rottuna og hefur gengið á ýmsu í þeirri viðureign. Þannig var t.d. komið strfðinu fyrir nokkrum árum, að venjulegt eitur var orðið að hreinasta lost- æti í munni þessa meindýrs en þá komu fram ný efni og um stund virtist sem mennirnir ætluðu að hrósa lokasigri. Síðan eru hins vegar liðin fimm ár og það er langur tími í rottusögunni. Nú eru komnar fram á sjónarsviðið nýjar rottukynslóðir, sem hafa það bara ágætt þrátt fyrir allt eiturbrasið. Frá árinu 1963, þegar mörg eit- urefni voru bönnuð með lögum, hefur baráttan gegn rottunum að- allega verið háð með efnum, sem valda innvortis blæðingum, en þau eru að mestu hætt að virka. Þann- ig er það t.d. með Warfarin, eitt algengasta efnið, og Peter Batem- an, forstjóri fyrir Rentokil-eitur- efnafyrirtækinu, segir, að rotturn- ar í Test-dal og Hamsphire í Eng- landi séu einnig að verða ónæmar fyrir Difenacoum, sem er eða var mjög öflugt efni. Er hann þeirrar skoðunar, að á næstu fimm eða tíu árum verði að beita rotturnar nýj- um brögðum, nýjum eiturefnum, gildrum eða jafnvel drepa þær á gasi. Hvað sem þessum hernaðar- áætlunum líður er eitt alveg víst og það er, að rotturnar og mýsnar eru ekkert á förum frá okkur. í Englandi eru rotturnar jafn margar og mannfólkið og á Ind- landi, í mannmergðinni þar, eru þær fimm sinnum fleiri. Svarta rottan, sem bar með sér flóna, sem aftur bar með sér svarta dauða til Bretlands fyrir 320 árum, þrífst t.d. enn sums staðar í Birkenhead og London. Á sjö mánuðum árið 1665 létust rúmlega 68.000 manns úr plágunni en síðasta plágan I Englandi, sem nefnst getur því nafni, var árið 1927. Rotturnar, sem löngum hafa komið sjóleiðina til Englands, koma nú einnig flugleiðis þótt ekki sé á fyrsta farrými. í fyrra var svört rotta drepin um borð í Jumbo-þotu á Gatwick-flugvelli en í flugvélinni hafði hún haldið til í farangursrýminu og lifað þar á dags gömlum kjúklingum. Svarti dauði er landlægur í Suðaustur- Asíu og Mið- og Suður-Ameriku og þess vegna hafa menn opin augun á enskum flugvöllum fyrir gestum af þessu sauðahúsi. Algengt er, að svarta rottan dyljist fjendum sínum, mönnun- um, vegna þess, að hún heldur sig gjarna uppi á húsþaki, ólikt því, sem er með brúnu rottuna, sem unir sér best í holræsunum. Brúna rottan er ekki par fínni félags- skapur en svarta rottan. Hún ber t.d. með sér Weils-sýkina, afbrigði af gulu, sem verður átta eða níu mönnum að aldurtila á ári hverju í Englandi. Talið er, að rotturnar éti tvær milljónir tonna af matvælum á ári hverju og þær valda eldsvoðum, flóðum og dauða með því að naga í sundur gas-, vatns- og rafmagns- leiðslur. Ef það er eitthvað, sem rotturnar verða að gera, þá er það að naga og naga til að halda í skefjum nagtönnunum, sem þreyt- ast aldrei á því að vaxa. Ef þær gera það ekki verða þær einfald- lega kjaftlæstar og það er mesta ógæfa, sem ein rotta getur ratað í. - SARAH BOSELEY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.