Morgunblaðið - 10.07.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 10.07.1985, Síða 1
48 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 153. tbl. 72. árg.___________________________________MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1985_______________________________Prentemiðja Morgunblaðsins Persaflói: Olíuskip að sökkva eftir árás íraka Símamynd/AP Lík fjögurra svertingja, sem létu lífíð í átökum við lögreglu hvítra manna í Suður-Afríku um helgina, flutt inn i íþróttaleikvanginn Kwa-Thema skammt frá Jóhannesarborg í gsr. Þar var haldin minningarathöfn um mennina áður en útfor þeirra fór fram. Blóðugustu átök lögreglu og syertingja í tíu mánuði Jóhannesarborg, 9. júlí. AP. HVÍTIR lögreglumenn skutu a.rn.k. sjö svertingja til bana í borginni Kwa-Thema í Suður-Afríku í dag. Þetta gerðist aðeins nokkrum klukkutímum áður en um tíu þúsund svartir menn komu saman á íþróttaleikvangi í borginni til að fylgja fjórum kynbræðrum sínum til grafar. Mennirnir létu lífíð í átökum við lögreglu um helgina. Manima, Bahrain, 9. júlí. AP. SEINT í kvöld loguðu eldar enn um borð í tyrkneska risaolíuskipinu, sem í morgun varð fyrir eldflauga- árás íraskra herþota í Persaflóa. Öll- um í áhöfninni hefur verið bjargað heilum á húfí, en mikil olía lekur úr skipinu og óttast er að það kunni að springa í loft upp eða sökkva. David Stockman Stockman segir af sér embætti Washington, 9. júlí. AP. DAVID Stockman, einn helsti fjár- málaráðgjafí Reagans Bandaríkja- forseta, hefur sagt af sér embætti forstöðumanns fjárlaga- og hag- sýslustofnunar ríkisins. Talsmaður stofn'unarinnar sagði í dag, að Stockman myndi láta af embætti. 1. ágúst nk. Ekki hefur verið greint frá því hverjar ástæður afsagnar hans eru. Stockman, sem er 38 ára að aldri, hefur verið forstöðumaður fjárlagastofnunarinnar frá því Reagan tók við embætti í janúar 1981. Áður var hann þingmaður repúblikana í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings. Olíuskip þetta er rúmlega 392 þúsund tonn að stærð og hið stærsta sem orðið hefur fyrir árás í Persaflóa, frá því stríð írana og Íraka hófst fyrir fimm árum. Það sigldi undir tyrkneskum fána, en stjórnvöld í íran höfðu það á leigu. Skipið, sem heitir M. Vatan, var að flytja 380 þúsund tonn af hrá- olíu frá Kharg-eyju, aðalolíuhöfn írana, til Sirri-eyjar, sem er í um 560 km fjarlægð, en þar var ætl- unin að skipa farminum um borð í önnur oiíuskip. írakar hafa oftsinnis gert árásir á olíuskip á leið frá Kharg-eyju og þvi hefur erlendum kaupendum þótt trygg- ara að sækja olíu á annan stað. Yfirvöld í Jóhannesarborg segja, að sjömenningarnir hafi látið lífið þegar lögreglan skaut á hóp fólks, sem réðst á heimili svartra lögreglumanna. Vestrænir fréttamenn hafa eft- ir öðrum heimildum, að lögreglan hafi varpað táragassprengjum inn i kvikmyndahús í Kwa- Thema þar sem fólk hafði safnast saman til að syrgja fjórmenn- ingana. Hafi lögreglan skotið sex menn, sem reyndu að komast undan og sært einn alvarlega. Þá er sagt, að lögreglan hafi skotið tvo aðra svertingja til bana í átökum fyrir utan íþróttaleik- vanginn í borginni. Fréttamaður, sem fór inn í kvikmyndahúsið síðdegis, sagði að þar hefðu verið blóðslettur út um allt og greinileg ummerki um skothríð. Átökin í Suður-Afríku í dag eru einhver hin blóðugustu, sem þar hafa orðið á síðustu tíu mán- uðum, sem einkennst hafa af óeirðum vegna aðskilnaðarstefnu Zimbabwe: Harmre, 9. júlf. AP. MÚG/EÐI hefur runnið á marga stuðningsmenn Roberts Mugabe, forsætisráðherra Zimbawe, eftir hinn mikla sigur hans í þingkosning- unum í fyrri viku og þá yfírlýsingu hans á sunnudag, að hann hygðist stofna sósíalískt eins flokks ríki í landinu. Stuðningsmenn Mugabe, eink- um ungir menn og konur, hafa frá því á sunnudag farið um götur höfuðborgarinnar, Harare, og út- hverfa hennar, og ráðist á and- stæðinga ráðherrans og heimili þeirra. Fjöldi manna hefur slasast og orðið fyrir eignatjóni. Einn lét lífið í átökunum í gær. Fréttamenn, sem í gær voru á ferð í Mufakose, einu úthverfa Harare, höfðu eftir ungum óeirða- seggi úr flokki Mugabe, sem skip- aði þeim að verða á brott: „Þetta fólk getur ekki búið hér lengur. Við höfum barið flokkana þeirra niður og það ekkert pláss fyrir það í eins flokks ríki.“ Ráðherrar í ríkisstjórn Mugabe hafa hvatt fólk til að hætta ofsóknunum, en á þá hefur ekki verið hlustað. Lögreglan í Harare þykir sýna óeirðaseggjunum mikla linkind. í kosningunum hlaut flokkur Mugabe 63 þingsæti af 79, en flokkur helsta andstæðings hans í Íminnihlutastjórnar hvítra manna. 400 manns hafa fallið á þessum tíma, flestir í Jóhannes- arborg og nágrenni. stjórnmálum, Joshua Nkomo, fékk 15 þingmenn kjörna. Það er gegn Nkomo og stuðningsmönnum hans, sem árásirnar hafa einkum beinst. TASS sakar Reagan um sefasýkistal MoNkvu, 9. júli. AP. TASS, hin opinbera fréttastofa Sovét- ríkjanna, veittist i dag harðlega að Ronald Reagan Bandaríkjaforseta vegna ummæla hans í gær um „sam- bandsríki hryðjuverkamanna". Sagði fréttastofan, að forsetinn væri með sefasýkistal í því skyni að auðvelda ríkisstjórn sinni að framfylgja eigin hryðjuverkastefnu. Fréttastofan sagði, að tilraunir Bandaríkjamanna til að loka Beir- út-flugvelli og gagnrýni þeirra á ör- yggisgæslu á Aþenu-flugvelli væri hvort tveggja dæmi um hryðju- verkastefnu. Hótun Reagans um að endurgjalda árásir hermdarverka- manna kvað fréttastofan til marks um að Bandaríkjamenn vildu fá að fara sínu fram um heim allan og ráðast á lönd og þjóðir í nafni bar- áttu gegn hryðjuverkum. Dagblaðið New York Times: Sovétmenn tilbúnir að samþykkja geim- varnarannsóknir New York, 9. júlí. AP. DAGBLAÐIÐ New York Times segir í dag, að fulltrúar Sovétríkj- anna í afvopnunarviðræðunum f Genf hafí gefíð í skyn fyrir hálfum mánuði að þeir væru rciðubúnir til að gera samning er heimili rann- sóknir á varnarbúnaði í geimnum. Fram að þessu hafa viðræður stórveldanna í Genf strandað á andstöðu Sovétmanna við geim- varnarannsóknir Bandaríkja- manna. Haft er eftir ónafngreindum bandarískum embættismönnum að fyrir tveimur vikum hafi samningamenn Sovétríkjanna gert fulltrúum Bandaríkjanna óformlega grein fyrir því, að þeir myndu ekki krefjast þess að all- ar rannsóknir á geimvörnum yrðu bannaðar. Embættismenn- irnir sögðu, að Sovétmenn vildu gera greinarmun á geimvarnar- rannsóknum annars vegar og þróun geimvarnarbúnaðar og til- raunum með geimvopn hins veg- ar, en hinu síðarnefnda væru þeir andvígir. Embættismennirnir sögðu, að ef Sovétmenn fylgdu orðum sín- um eftir með formlegri tillögu, eins og þeir hafa vanalega gert í dæmum af þessu tagi, mundi það verða til þess að Reagan Banda- ríkjaforseti yrði að slaka á stefnu sinni, sem aftur mundi hafa það í för með sér að viðræð- urnar í Genf kæmust á skrið. Andstæðingar Mugabe ofsóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.