Morgunblaðið - 10.07.1985, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1985
„Tónlist liðinna alda
hljómar nú aftur á þessu
fornhelga menningarsetri
u
Laugardaginn 6. júlí hófust tíundu
sumartónleikar í Skálholtskirkju.
Dr. Jakob Benediktsson flutti rædu
við setningu hátíðarinnar sem Morg-
unblaðið hefur fengið góðfúslegt
leyfi höfundar til birtingar. Sumar-
tónleikar í Skálholtskirkju verða um
hverja helgi fram í ágústmánuð.
Vel fer á því að sú minningarhá-
tið sem hér er að hefjast skuli
haldin í Skálholti, elsta menning-
arsetri íslendinga. Hér var um
aldir haldið uppi skipulegum söng
guði til dýrðar, hér var án efa
frumflutt merkasta tónverk okkar
frá miðöldum, Þorlákstíðir, mik-
ilvægasta heimild okkar um tón-
listarflutning fyrri alda.
En tónlistarsaga okkar er æði
brotakennd og þar kemur glöggt í
ljós eins og víðar að sigurverk sög-
unnar hefur gengið hægar og
skrykkjóttar en í nágrannalönd-
um okkar; öldum saman þokaðist
ekkert áleiðis, við fórum á mis við
þá þróun sem gerðist annarstaðar.
Um þetta getum við séð lítið
dæmi með því að hverfa aftur til
ársins 1685, þessa árs sem afmæl-
ishátíð okkar er við miðuð. Þá sat
á biskupsstóli hér í Skálholti
Þórður Þorláksson, fjölmenntað-
asti íslendingur sinnar samtíðar.
Hann hafði stundað nám ekki að-
eins í Kaupmannahöfn, heldur
víða um lönd, hafði dvalist árum
saman við ýmsa háskóla í Þýska-
landi og þar að auki í París um
skeið. Hann var áhugamaður um
tónlist langt umfram það sem
gerðist með íslendingum. Þess er
getið í annálum að hann hafði
heim með sér frá Kaupmannahöfn
erlend hljóðfæri, regal og symfón,
og lék á þau í brúðkaupi bróður
síns, Gísla biskups á Hólum. Og
tónlistaráhuganum gleymdi hann
ekki eftir að hann varð biskup.
Árið 1685 útskrifaðist úr Skál-
holtsskóla ungur maður, Hjalti
Þorsteinsson. Hann var síðan um
skeið í þjónustu biskups áður en
hann fór til náms í Kaupmanna-
höfn. Hann hefur síðar sagt um
Þórð biskup að hann „var mjög
gefinn fyrir musicam instrument-
alem, hafði og til þess clavichordi-
um, symfón og regal". Hjalti seg-
ist sjálfur hafa haft „stóra lyst til
musicam", og það hefur greinilega
ekki farið fram hjá Þórði biskupi,
því að síðasta árið sem Hjalti var
í Kaupmannahöfn lagði biskup
fyrir hann að hann skyldi læra
nokkuð í tónlist, en það varð til
þess að Hjalti sótti kennslu hjá
organistanum við Þrenningar-
kirkju í Kaupmannahöfn. Þegar
Hjalti kom heim árið 1690 var
hann enn um skeið í þjónustu
Þórðar biskups og biskup fól hon-
um að stemma og gera við hljóð-
færi sin, „því hann vildi sitt regal
hljóma láta í Skálholtskirkju á
næstu jólahátíð", eins og Hjalti
segir. Úr þessu varð þó ekki, því að
á þessu sama ári andaðist dóm-
kirkjupresturinn og Hjalti var
vígður í hans stað, en þá hefur
ekki þótt hlýða að hann gegndi
lenskan lærdómsmann, Pál Vída-
lín Bjarnason, sem kom til Leipzig
árið áður en Bach dó og andaðist
Íar fáum árum síðar. Hann er eini
slendingurinn svo vitað sé sem
hefði hugsanlega átt þess kost að
heyra Bach sjálfan leika á orgelið
í Tómasarkirkju. En enginn veit
hvort hann kom þar inn fyrir dyr.
Átjánda öldin var mesti þreng-
ingatími islenskrar sögu. En allt
um það gildir samt gamalt orð að
lék þar m.a. tokkötu og fúgu í d-
moll í fyrsta sinn á íslandi og hóf
með því þá kynningu á orgelverk-
um Bachs sem hann hélt ótrauð-
um áfram lengi síðan. Halldór
Laxness minntist þessa atburðar í
afmælisgrein um Pál Isólfsson
fimmtugan og bætti við þessari
athugasemd: „Menntuðum íslend-
ingi í dag finnst einkennilegt að
hugsa til þess að við skulum hafa
lifað án þess að þekkja Bach —
fram til 5. mars 1916“.
Já, víst er það einkennileg til-
hugsun. En hún bregður ljósi yfir
einangrun okkar Islendinga á
sviði tónlistar, þá einangrun sem
fyrst fór að rofna þegar ungir ís-
lendingar hófu tónlistarnám er-
lendis og sneru heim fullir áhuga
á því að kynna verk meistaranna
og koma fótum undir íslenskt tón-
listarlíf. Sigurverk sögunnar fór
aftur að snúast. Á fáum áratugum
varð hér bylting í tónlistarlifi sem
MorgunblaftiÖ/Þorkell Helgason
Greinarhöfundur ásamt Jóni Ásgeirssyni tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins í Skálholti um síðustu helgi.
TVÖFALT SEM
EINANGRAR
BETUREN
ÞREEAIT_
JSgs—-
SlMl
66 6160
starfi hljóðfæraleikara. Tveimur
árum síðar varð hann prestur í
Vatnsfirði, og síðan fara engar
sögur af hljóðfæraleik í Skálholts-
kirkju, enda var Þórður biskup
heilsulítill það sem hann átti ólif-
að.
En einmitt þetta sama ár var
Þórður biskup að undirbúa nýja
útgáfu af grallaranum, sem kom
út vorið 1691. Aftan við hann lét
hann prenta stutt ágrip af söng-
fræði sem hann hafði sjálfur sam-
ið, en það er fyrsta ritsmíð af því
tagi sem prentuð var á íslensku.
Þetta er ekki löng ritgerð, aðeins
sjö blaðsíður, en hún sýnir áhuga
biskups á því að stuðla að þekk-
ingu landsmanna undirstöðuatrið-
um tónmenntar.
Á þessum tilraunum Þórðar
biskups varð hinsvegar ekkert
framhald. Ekkert hljóðfæri virðist
hafa hljómað i islenskri kirkju
fyrr en 150 árum síðar, þegar Pét-
ur Guðjohnsen lék fyrst á hið nýja
orgel Reykjavíkurdómkirkju.
Sigurverk tónlistarsögunnar
stöðvaðist á íslandi. Það stórkost-
lega tónlistarskeið sem hófst með
afmælisbörnum þessarar hátíðar
fór fram hjá íslendingum. Vita-
skuld héldu þeir áfram að syngja,
eins og þeir hafa vafalitið gert frá
upphafi, en harla lítið ber þar á
erlendum áhrifum. Menn sungu
áfram á sálmabók og grallara og
sína gömlu veraldlegu söngva ut-
an kirkju. Innlend hljóðfæri, svo
sem fiðla og langspil, voru frum-
stæð og virðast ekki hafa verið al-
menn, og um innflutt hljóðfæri
var naumast að ræða fyrr en undir
lok 18. aldar. Skilyrði til tónlistar-
iðkunar voru þvi harla bágborin
og þekkingin að sama skapi.
Telja má nokkurn veginn víst að
enginn samtimamaður á íslandi
hefur heyrt minnst á nokkurn
þeirra meistara tónlistarinnar
sem þessi hátíð er helguð, ef und-
an eru skildir einstaka menn sem
kynnu að hafa heyrt þeirra getið
erlendis. Við vitum t.d. um ís-
dimmast er áður en dagar. Sú
endurreisn islenskrar menningar
sem varð á 19. öldinni setti smám
saman mark sitt á tónlistarlíf og
tónmenntir, enda þótt ekki kæm-
ist á það fullur skriður fyrr en á
þessari öld. Afmælisbörnin okkar
áttu sín lengi að bíða áður en
meiri háttar verk þeirra næðu
hlustum íslendinga. Svo vill til að
hgægt er að dagsetja þann viðburð
þegar fslendingum gafst kostur á
að heyra nokkur kunnustu orgel-
verk Bachs, flutt af listamanni,
lærðum í skóla Bachs, að kalla má.
Þetta var 5. mars 1916, þegar Páll
ísólfsson hélt fyrstu tónleika sína
í Dómkirkjunni í Reykjavík. Hann
allir þekkja. Við skulum minnast
þess að ekki Jeið nema aldarfjórð-
ungur frá þessum tónleikum Páls
ísólfssonar þangð til Messías
Hándels var fluttur hér í fyrsta
sinn árið 1940 og Jóhannesarpass-
ía Bachs níu árum síðar. Upp frá
því hafa afrek þessara meistara
orðið íslenskum hljómleikagestum
sífellt kunnari og kærari.
Hverfum aftur að hinni ein-
kennilegu tilhugsun Halldórs Lax-
ness. Sé litið á sögu íslendinga á
18. og 19. öld er raunar ekkert ein-
kennilegt viö það að við skyldum
fara á mis við þá þróun sem varð í
tónlistarlífi Evrópu á þessum
tíma. Hér skorti öll skilyrði til
tónlistariðkunar sem væru sam-
bærileg við það sem gerðist í ná-
grannalöndunum. Reykjavík var
smáþorp, um borgarmenningu var
naumast hægt að tala fyrr en á
þessari öld, en hana og ákveðinn
fólksfjölda þarf til þess að standa
undir fjölbreyttu tónlistarlífi.
Sem betur fer kom í ljós að áhug-
inn var nógur þegar ytri aðstæður
færðust í það horf að tiltök voru
að koma á skipulegri tónlistar-
fræðslu og tónleikahaldi. Meistar-
ar liðinna alda eru okkur ekki
lengur nöfnin tóm, verk þeirra
ekki lokuð bók. Hér er vaxin upp
ný kynslóð sem er handgengin
verkum gömlu meistaranna ekki
síður en hinna nýrri, kynslóð tón-
skálda og flytjenda sem þola sam-
anburð við jafnaldra sína víða um
lönd.
Svo geta menn vitaskuld spurt:
Er þetta til nokkurs gagns? Hvað
höfum við haft upp úr þessu? Ég
veit að ykkur finnst þvílíkar
spurningar fáránlegar. En því
miður er sá hugsunarháttur allt of
almennur að meta allt til fjár,
þekkja engin verðmæti nema þau
sem talin verða í krónum og aur-
um, viðurkenna því aðeins list-
sköpun að hægt sé að gera hana að
verslunarvöru. Þeir sem svo hugsa
munu telja þessar spurningar eðli-
legar. í stað þess að reyna að
svara þeim beint vildi ég mega til-
færa þessi orð Halldórs Laxness:
„Ég veit þeir menn eru til sem for-
telja okkur að það sé ódýrast og
hagkvæmast að lifa eins og skyn-
laus skepna og hafa aungva tónlist
og aungva leiklist, þeir telja að sá
einn Ijóður sé á ráði mannkynsins
að það kunni ekki að bíta gras.
Öðrum sýnist að ekki geti dýrari
skemtun en þá að lifa án menning-
ar og fara allra góðra hluta á
mis.“
Svo sagði nóbelsskáldið. Mætti
ég bæta því við að sterkasta vopn-
ið gegn forheimskun peninga-
matsins er listin sjálf, iðkun henn-
ar og kynning á henni meðal al-
mennings, aukin þekking á verk-
um meistaranna, gamalla og
nýrra. Með því einu skapast sú
viðmiðun sem nauðsynleg er til að
greina hismið frá kjarnanum.
Ég hef þá trú að íslenskt tónlist-
arlíf hafi öðlast þann þroska að
það megi standa af sér þann
margvíslega háska sem mamm-
onstrú nútímaþjóðfélags felur í
sér. Þessi hátíð sem hefst hér í
dag er mér ein af mörgum sönnun-
um þess að svo megi verða. Tón-
leikar með verkum gamalla meist-
ara eru nú haldnir hér tíunda
sumarið í röð. Tónlist liðinna alda
hljómar nú aftur á þessu forn-
helga menningarsetri. Sá þráður
sem slitnaði á dögum Þórðar bisk-
ups Þorlákssonar hefur verið tek-
inn upp að nýju.
Gleðilega hátíð.
Höfundurínn er fyrrverandi rít-
stjórí Orðabókar Háskóla íslands.
Haukur Gunnarsson
leikstýrir í Osló
Haukur Gunnarsson, 35 ára gamall íslendingur, starfar um þessar
mundir sem leikstjóri í Osló. Fæst hann nú við uppsetningu verksins
„Jean de France" eftir Holberg, sem norska ríkisleikhúsið hyggst taka til
sýningar innan skamms í hinum forna garði leikhússins í Osló.
Frá Islandi hélt Haukur til
Japans til að nema leikhúsfræði
— og starfaði meðal annars á
Englandi áður en hann lagði leið
sína til Noregs.
„Ástæðan fyrir því að ég hafn-
aði hér í Noregi er sú, að árið
1978 setti ég upp sýningu hjá
leikhúsi í Þrándheimi. Kom það
til í framhaldi af menningarlegu
samstarfi Islendinga og Norð-
manna, þar sem þeir m.a. skipt-
ust á leikverkum. Upp frá því
hef ég unnið bæði í Þrándheimi
svo og í Osló. Ég er staðráðinn I
að starfa áfram i Noregi og því
er Osló mjög heppilegur staður
fyrir mig,“ sagði Haukur Gunn-
arsson i viðtali við dagblaðið
Verdens gang.
Áhugi Hauks fyrir japanskri
leikhúshefð kviknaði er hann,
aðeins fimm ára að aldri, sá sí-
gildan japanskan dans heima á
Islandi. „Eftir það dreymdi mig
um að komast til Japans og læra
meira um þeirra heillandi leik-
húsmenningu. Um leið og ég
lauk skólagöngu hélt ég utan.
Fyrsta árið fór að mestu í
tungumálanám, en síðar lagði ég
stund á leikhúsfræði, þar á með-
al hina afar sérstæðu Kabuki-
hefð,“ sagði Haukur.
Það var fyrir réttu ári síðan
sem Haukur sviðsetti í Noregi
leikrit í þessum forna japanska
stíl. Nú er viðfangsefnið hins
vegar verk Holbergs. Það leik-
ritaskáld sem Haukur hefur
hvað mest dálæti á er Tennessee
Williams. „í verkum hans eru
andstæðurnar allsráðandi," seg-
ir Haukur, „fáguðum tilfinning-
um og óhefluðum ruddaskap
blandar hann saman. Það er
þessi margfaldleiki hinnar ljóð-
rænu raunsæisstefnu sem hrífur
mig svo. Aldrei verður hægt að
komast alveg til botns í tilfinn-
ingalífi þeirra manna og kvenna,
sem Williams lýsir svo snilldar-
lega í verkum sínum,“ sagði
Haukur Gunnarsson leikstjóri
að lokum.