Morgunblaðið - 10.07.1985, Side 20

Morgunblaðið - 10.07.1985, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1985 Mexíkó: Stjórnarflokkur- inn lýsir yfir sigri AP/Slmamynd Shianouk fursti, einn af leiðtogum andspyrnunnar gegn Víetnömum í Kamb- ódíu, sagði í dag að hann hefði sætt sig við ósigur í baráttunni við víetnamska innrásarherinn. Shianouk, sem nú er í Kína til að freista þess að fá hernað- arstuðning við skæruliðasamtök sín, kvaðst þó ekki ætla að hætta baráttunni við Víetnama. Kambódía: Shianouk sér fram á Peking, 9. júli. AP. SIHANOUK fursti, einn leiðtoga andspyrnunnar gegn Víetnömum í Kambódíu, sagðist í dag sætta sig við ósigur í baráttuni við víet- namska innrásarherinn. Kom þetta fram á frétta- mannafundi sem hann hélt í dag í Kína. Þar sækist hann eftir hernaðaraðstoð stjórnvalda við skæruliðasamtök sín og leitar sér lækninga. Hann bætti því þó við að hann mundi halda áfram baráttu sinni í þeirri von að Vietnamar, ósigur sem studdir eru af Sovét- mönnum, og Kínverjar komist að málamiðlun um að binda enda á stríðið í Kambódíu. Shianouk sagðist ekki vilja starfa með kommúnistasamtök- um Pols Pot, Rauðu khmerun- um, sem berjast einnig gegn Víetnömum, en ætti ekki ann- arra kosta völ. Ástæðan væri sú að Kínverjar hefðu hótað að hætta stuðningi við samtök sín ef hann hætti samstarfinu við Pol Pot. Meiíkóborg, 9. júlí. AP. Stjórnarflokkurinn í Mexíkó, PRI, hcfur lýst yfir sigri í þingkosn- ingum í landinu, en þær fóru fram í landinu um helgina. Hins vegar staðhæfðu talsmenn stjórnarand- stöðuflokkanna að umfangsmikið kosningasvindl hefði verið haft í frammi. Kosningarnar eru hinar fyrstu síðan Miguel de la Madrid Forsíða kynningarbæklings um mót- ið í Strasbourg. var kjörinn forseti 1982. Enda þótt endanleg úrslit kosn- inganna muni ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku, þá sögðu formælendur stjórnarflokksins, sem verið hefur við í völd frá stofnun hans 1929, að PRI hefði unnið stórsigur í öllum kjördæm- um landsins. Talsmaður helsta stjórnarand- stöðuflokksins, PAN , sagði aftur á móti að hér hafi verið um stór- fellt kosningasvindl að ræða: „Það fóru í raun engar kosningar fram í landinu." Kosið var um fylkisstjóra í sjö fylkjum og 400 sæti á sambands- þinginu. Europa Cantat: Alþjódlegt kóra- mót í Strasbourg EVRÓPUSAMBAND kóra, sem skipaðir eru ungu fólki, efnir til 9. alþjóða- móts síns I Strasbourg í Frakklandi dagana 17. til 28. júlí næstkomandi. 4000 manns taka þátt í mótinu. í fréttatilkynningu frá þeim er skipuleggja það, segir, að þetta mót, sem efnt er til á þriggja ára fresti, sé eitt hið mikilvæg- asta í veröldinni. Kórar hvaðanæva úr Evrópu hittast á mótinu sem að þessu sinni verður sérstaklega helgað tónlistarári Evrópu. Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, og Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, verða viðstaddir þeg- ar mótið hefst. I fréttatilkynningunni kemur fram, að þátttakendur eru frá yfir 30 löndum. í þeim hópi verður Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Auk kóra frá Evrópu verður söngfólk frá Venezúela, Japan og Bandaríkjun- um í Strasbourg. Verða yfir 100 tónleikar dagana sem mótið stendur. Nýtt — Nýtt — Nýtt — Nýtt — Nýtt Litli risinn Einnig fáanieg fleiri þráðlaus verkfæri frá BOSCH Nýi höggborinn frá BOSCH gengur fyrir rafhlöðu og borar í gegnum stein og stál með ótrúlegum krafti. Seigur sá stutti. Að sjálfsögðu fylgir hleðslutæki litla risanum og allt kemur þetta í hentugri járntösku. Engar snúrur, ekkert vesen. Þú getur notað BOSCH hvar sem er. Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 Sími 9135200 BOSH —- BOSH - JOSF^ BOSH Agca og Celebi samprófaðir Róm, 9. júlf. AP. MEHMET Ali Agca og tyrkneskur maður, Musa Serdar Celebi, voru í dag samprófaðir fyrir rétti vegna mis- ræmis í framburði þeirra, en sá síðar- nefndi er ákærður fyrir að hafa að- stoðað Agca í morðtilraun hans við páfann og fyrir að hafa þegið hluta af því fé, 1,2 milljónum dollara, sem greiddir voru fyrir tilræðið. Celebi viðurkenndi að hafa hitt Agca að máli í Mílanó í desember 1980, en það hefði verið af tilviljun. Hann hefði komið til borgarinnar í þeim tilgangi að hitta annan mann, Sozen Skin Vedat að nafni, sem hann hefði áður haft samskipti við. Saksóknarinn lagði þá fram eið- Lítið réttar- öryggi í Osló Lögreglan er í sumarfríi Osló, 9. júlf. Frá frelUriUra Morgunblaó«iiu i. E. Laure. OSLÓ verður ótryggur staður í sumar. Þar verður aðeins lágmarksfjöldi lög- reglumanna við störf og bfla- og inn- brotsþjófar geta reiknað með því að komast hjá refsingu og rannsókn og það jafnvel þó að lögreglan þekki nöfn þeirra. Sjálf hefur lögreglan orðið fyrst til að kvarta yfir þessu ástandi. Venjulega eru yfir 100 lögreglu- mannsefni kölluð til i Osló á meðan fastráðnir lögreglumenn þar eru i sumarleyfi. í ár verða hins vegar að- eins 15 verðandi lögregluþjónar fengnir til starfa í þessu skyni. Það verður því lítið um eftirlits- ferðir akandi eða gangandi lögreglu- manna um miðborg Oslóar. Þar að auki mun lögreglan ekki hafa tíma til þess að rannsaka „smábrot" eins og bílþjófnaði og innbrot. „Ef ástandið verður jafn slæmt og lög- reglan sjálf spáir, verðum við að taka það til athugunar, hvort ekki þurfi að kalla til aukafóík til þess að halda uppi lögum og reglu,“ segir i tilkynningu, sem norska dómsmála- ráðuneytiö hefur látið fara frá sér. festa yfirlýsingu frá Vedat þess efnis, að hann hefði aldrei hitt Cel- ebi að máli í desember þetta ár heldur hefði það gerzt sumarið á eftir. Heilahimnu- bólga í Thule Nuuk, 9. júlí. Frá frétUriUra MorgunbUteins, N. J. Bniun. HEILAHIMNUBÓLGA er komin upp í Thule, nyrzt á Vestur-Grænlandi. Kom hún upp á meðal grænlenzkra veiðimanna, en hennar hefur ekki orð- ið vart hjá starfsmönnum bandarísku herstöðvarinnar, sem þarna er. Nfu manns hafa tekið veikina og eru þeir allir þungt haldnir. Enginn hefur þó dáið úr veikinni. Óskað hefur verið eftir því, að tveir dansk- ir sérfræðingar komi til Thule, en þeir voru enn ókomnir í dag, þriðju- dag. Heilbrigðisyfirvöld í Thule hafa bannað íbúunum að fara þaðan og jafnframt hefur utanaðkomandi fólki verið bannað að fara þangað að svo komnu. í Thule eru aðeins 8 sjúkrarúm á sjúkrahúsinu og er nú ráðgert að gera heimavistarskólann þar að við- lagasjúkrahúsi. Lúxemborg: Carlotta stórhertoga- ynja látin Lúxemborg, 9. júlfi. AP. KARLOTTA stórhertogaynja af Lúxemborg lézt í dag 89 ára að aldri. Hún var þjóðhöfðingi lands síns i 45 ár frá 1919 til 1964 og var móðir Jeans, núverandi stórhertoga af Lúxemborg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.