Morgunblaðið - 10.07.1985, Page 23

Morgunblaðið - 10.07.1985, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLl 1985 23 Flak víkingaskipsins Norska víkingaskipið Haforninn var í sinni fyrstu sjóferð, er skipið fórst við Færeyjar fyrir nokkrum dögum. Níu manns, sem með skipinu voru, komust allir lífs af. Tekizt hefur að bjarga flaki skipsins, sem var dregið til Þórshafnar. Þessi mynd er af flakinu, þar sem það marar í hálfu kafi við bryggju í Þórshöfn. „Við knékrjúpum ekki fyrir Scargill“ Námamenn í Nott- inghamshire segja sig úr NUM Mansfield, 9. julí AP. SAMBAND kolanámamanna í Nottinghamshire hefur sagt sig úr landssamtökum námamanna í Bretlandi (NUM) í mótmælaskyni við skipulagsbreytingar innan stjórnar NUM, sem leitt gætu til þess, að Arthur Scargill yrði forseti samtakanna til æviloka. Er talið, að þetta kunni að leiða til upp- lausnar NUM, en samtökin hafa verið við lýði í 143 ár. „Menn okkar vilja ekki kné- Arthur Scargill, námumanna. leiðtogi breskra krjúpa fyrir Arthur Scargill," var haft eftir David Prender- gast, einum af forystumönnum námamanna í Nottinghamshire. Þar eru námamenn um 28.000 og er það annað mesta kolahérað Bretlands. Samþykkti stjórn námamanna þar með 228 at- kvæðum gegn 20 að segja sig úr NUM. Scargill hefur lýst þessari ákvörðun sem „furðulegri" og að hún feli í sér brot á reglum sam- takanna. Heldur hann því fram, að samband námamanna í Nott- inghamshire eigi eftir að ein- angrast frá öðrum samtökum námamanna. Harmleikurinn í Briissel: Ráðherra neitar að segja af sér embætti Britasel, 9. júlí. AP. Innanríkisráðherra Belgíu, Charles-Ferdinand Nothomb, kveðst ekki hafa í hyggju að segja af sér áður en belgíska þingið tekur til um- fjöllunar efni skýrslu um öryggis- gæslu á Hazel-leikvangingum, þar sem 38 knattspyrnuáhorfendur létu lífíð í óeirðum 29. maí sl. í skýrslunni, sem gerð var á vegum þingmannanefndar og opinberuð í gær, kemur fram, að öryggisgæslu á leikvanginum hafi verið ábótavant. Þingið mun sennilega ræða efni skýrslunnar seinna í vikunni. Nothomb, sem er yfirmaður lögreglunnar, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir slæleg vinnu- brögð í þessu máli, og hefur þess verið krafist að hann segi af sér ráðherraembættinu. Innanríkisráðherrann, sem fram að þessu hefur haldið því fram að nægar öryggisráðstafanir hafi verið gerðar fyrir úrslitaleik Liverpool og Juventus í Evrópu- keppni meistaraliða, sagðist ekki hafa skipt um skoðun á málinu þrátt fyrir skýrsluna. Skýrt var frá því í dag að fyrstudeildarkeppnin í knatt- spyrnu hefjist ekki í Belgíu fyrr en sérstök nefnd hafi athugað örygg- isbúnað á knattspyrnuvöllum þar. San Sebastian: Tveir þjóðvarðliðar drepnir San Sebnatian, 9. júlí. AP. TVEIR þjóðvarðliöar voru skotnir til bana í San Sebastian í morgunsárið og eru skæruliðar ETA, frelsishreyf- ingar Baska, grunaðir um verknað- inn. Mennirnir tveir voru í kyrrstæð- um bíl í miðborg San Sebastian þeg- ar tveir menn hlupu að bflnum og hófu skothríð á varðliðana. Menn- irnir tveir flúðu af svæðinu í bfl og er þeirra nú ákaft leitað. Það sem af er þessu ári hafa þa 23 lögreglumenn eða þjóðvarðliðar verið drepnir á Spáni. Uffe Ellemann-Jensen utantíkisréðherra og Poul SchHiter, forsætisráðherra. að gera Danmörku að lögreglu- ríki. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér í Kaup- mannahöfn í gær hefur þetta mál einnig vakið umræður utan fjölmiðla „Stóri-bróðir er ekki langt undan“ er haft eftir einum Dana sem kvaðst þó vera stuðn- ingsmaður Schluters, „Fáum dettur i hug að Olesen hgfi farið til Moskvu með einhverja mold- vörpustarfsemi í huga ... Rétt- ast væri að Schluter viðurkenndi að mistök hefðu orðið og héti breytingu á þeim reglum, sem nú virðast gilda um ferðalagaskrán- ingar“ ... Þetta leiðir til einnar allsherjarvitleysu og taugaveikl- unar ef Schlúter tekur ekki í taumana hið fyrsta." Að sögn hfeimildarmanna Morgunblaðs- ins voru viðbrögð á þessa lund algeng meðal borgara. Gistíng og fæði á fyrsta ftokks hóteli fyrir aðeins 990,00 kr. pr. mann, gildir frá mánudegi tú töstudags. Hótel Valhöll er vinalegur veitinga- og gististaðnr á vettvangi stóratburða íslandssögunnar. Par getur þú varið sumarleyúnu á óvenjulegan og skemmtilegan hátt Vertu velkominn í Valhöll. innavMJ ttu Pingvöllum, sími 99-4080. SUMARPRI A SÖGUSLODUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.