Morgunblaðið - 10.07.1985, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1985
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1985
25
Pltrgw Útgefandi itMoMfr hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoóarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 30 kr. eintakið.
Mikill fiskur, lágt
verð, lítil laun
að er deginum ljósara, að
íslenskur sjávarútvegur á
við mikinn vanda að etja.
Miklu skiptir að menn samein-
ist um skilgreiningu á orsök
þessa vanda, fyrr verður hann
ekki leystur með skynsamleg-
um hætti. í síðustu viku birti
Morgunblaðið greinargerð
þeirra Einars Odds Kristjáns-
sonar, framkvæmdastjóra á
Flateyri, og Einars K. Guð-
finnssonar, útgerðarstjóra á
Bolungarvík, um stöðu sjávar-
útvegsfyrirtækja. Þar er drep-
ið á brýn úrlausnarefni. Sumt
er í verkahring stjórnvalda að
leysa, öðru verða útgerðar-
menn og fiskverkendur sjálfir
að sinna.
Mikill afli berst nú á land,
til dæmis á Sauðárkróki. Mál-
um er hins vegar þannig hátt-
að þar í bæ, að ekki er til nægi-
legur mannskapur til að sinna
öllum þessum afla svo að vel
sé. Munar 20—30% á útflutn-
ingsverðmæti vegna þess að
ekki er unnt að vinna aflann
með þeim hætti að hann gefi af
sér hæsta verð á markaðinum.
Nú eru þorskveiðar stundað-
ar með þeim hætti, að afli
skipa takmarkast af ákvörðun-
um sem teknar eru um kvóta-
skiptingu. Að sögn Ágústs
Einarssonar hjá Landssam-
bandi íslenskra útvegsmanna
er þó hagkvæmast fyrir út-
gerðarmenn og sjómenn að ná
sem mestum afla á sem
skemmstum tíma „og ekki við
þá að sakast", eins og haft er
eftir Ágústi í Morgunblaðinu í
gær. Taldi hann kvörtunartón
Sauðkræklinga „svolítið hlá-
legan", þar sem útgerð og
vinnsla væri þar undir sömu
stjórn.
Með hliðsjón af því ástandi,
sem ríkir á íslandsmiðum og
nauðsyn þess að fara vel með
fiskinn í sjónum, ekki síður en
eftir að hann er kominn á land,
er meira en lítið að í þeim
rekstri sem þolir ekki að fá
mikið af hráefni. Mikill afli
leiðir af sér lágt verð og þar af
leiðandi lítil laun. Ef menn
ætla að treysta á stjórnvöld til
að leysa úr þessum vandræð-
um er eins víst að þau verða
aldrei leyst. Hér verða útgerð-
armenn og fiskverkendur að
taka höndum saman án íhlut-
unar stjórnvalda.
í greinargerð Vestfirð-
inganna er talað um „víta-
hring" þegar rætt er um störf í
fiskvinnslu á íslandi og honum
lýst á þann veg, að þessi störf
séu „láglaunastörf, sem allir er
geta flýja og fælast". Þetta er
alls ekki staðbundinn vandi á
Vestfjörðum. Á Sauðárkróki
vantar fólk í fiskvinnu, einnig
á Austurlandi og ekki síður á
Suðurnesjum.
Þeir sem huga ekki að þess-
um grundvallarvanda í ís-
lenskum sjávarútvegi og benda
á leiðir honum til lausnar líta
ekki til upphafsins heldur eru
sífellt að takast á við afleið-
ingarnar. „Ef hægt væri að
fjölga starfsfólki við fisk-
vinnsluna strax, mætti bjarga
gríðarlegum verðmætum," seg-
ir í greinargerð Vestfirð-
inganna.
Innan fyrirtækja í sjávar-
útvegi hefur orðið stöðnun.
Ekki hefur tekist að laga
rekstur þeirra að breyttum að-
stæðum. Vörn verður ekki snú-
ið í sókn nema af stórhug og
atorku. Líti menn til ríkis-
valdsins í því skyni eru þeir á
rangri braut.
Flokksleg
smámuna-
semi NT
Iforystugrein Morgunblaðs-
ins 2. júlí var meðal annars
komist þannig að orði um störf
Halldórs Ásgrímssonar, sjáv-
arútvegsráðherra, að hann
sýndist „festa sig meira í smá-
atriði við framkvæmd stefnu
en stefnumótun sem skapar
þessari mikilvægu atvinnu-
grein hagkvæm starfsskil-
yrði“. Síðan hefur NT, mál-
gagn framsóknarráðherranna,
krafist þess í tveimur forystu-
greinum, að Morgunblaðið
skýrði þessi orð sín.
Þessar fyrirspurnir eru
glöggur vottur um smámuna-
semi framsóknar. Flokkspóli-
tísk viðhorf ráða afstöðu til
allra hluta. Málefnalegt mat
hverfur fyrir þeim viðhorfum,
hvort heldur er í sjávarút-
vegsmálum eða húsnæðismál-
um, af því að framsóknarmenn
eru ráðherrar þeirra málefna-
sviða. Stjórnarframkvæmd á
þessum sviðum hefur síður en
svo einkennst af stórhug.
Menn þurfa ekki annað en
lesa greinargerð Vestfirð-
inganna sem til var vitnað hér
að ofan til að finna rök fyrir
athugasemd Morgunblaðsins
(enda vildi Halldór Ásgríms-
son gera sem minnst úr grein-
argerðinni). í NT er spurt,
hvort það beri ekki vott um að
sjávarútvegsráðherra hugsi
um annað smáatriði, að fisk-
veiðistefna hafi verið mótuð í
hans ráðherratíð. Var það ekki
Landssamband íslenskra út-
vegsmanna sem mótaði þá
stefnu?
AF INNLENDUM
VETTVANGI
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Landsbyggð — höfuðborgarsvæði:
Byggðaröskun
Flutningur milli sveitarfélaga oq landshluta 1974-1984
12 000---------------------------------------------------
Milli sweitarlélaqa
II000-
10000
7000
74 75 76 7 7 78 79 '80 '81 '82 '83 '84
Milli landshluta
iii
Íbúatala landsins 1984: 240 085 manns
Htimiid: HAGSTOFA ISLANOS
iiiiiiiiiiii
Undanfarið hefur mikið verið
skrafað og skrifað um fólksflótta úr
strjálbýli í þéttbýli og af svokallaðri
landsbyggð til höfuðborgarsvsðis-
ins. Þetta er gömul saga og ný. Um
síðastliðin aldamót bjuggu naerri
þrír af hverjum fjórum landsmönn-
um í sveitum. Nú búa níu af hverjum
tíu í þéttbýli. Aðeins tíundi hver ein-
staklingur í sveit. Hér hefur orðið
„stökkbreyting" í búsetu lands-
manna, sem rætur á í gjörbreyttum
atvinnuháttum og lífsmáta.
Þrjátíu og tvö þúsund
utan — tuttugu og fímm
þúsund heim
íslendingar eru fólk á faralds-
fæti. Það sést ekki einvörðungu af
utanferðum, sem eru eitt helzta
tómstundagaman landans á líð-
andi stund. Hátt í fimm af hundr-
aði þjóðarinnar flytzt milli sveit-
arfélaga á ári hverju. Á tímabil-
inu 1974—1984 fluttu fæst 10.379
og flest 11.744 einstaklingar á ári
úr einu sveitarfélagi í annað. Þar
af fluttu 5.500 til 6.360 á ári milli
landshluta.
Talið er að um 14.000 manns
hafi flutzt burt af iandinu árin
1870 til 1910, mest á árunum 1880
til 1890, þegar íslenzkt landnám í
Ameríku var í hámarki. En við
þurfum ekki að fara yfir bæjar-
lækinn til að sækja vatn. Við þurf-
um ekki að líta um öxl til horfinn-
ar aldar til að sjá á bak fólki til
búsetu handan íslandsála. Á 20
ára tímabili, 1961—1982, fluttu
32.706 einstaklingar úr landi (þar
af 23.541 íslendingur og 9.165 er-
lendir ríkisborgarar) og 25.352
heim (þar af 15.614 íslendingar og
9.738 erlendir ríkisborgarar).
Burtfluttir umfram aðflutta vóru
rúmlega 7.350 talsins, 3.263 karlar
og 4.091 kona. I þessum tölum
hafa konur vinninginn sem bendir
til þess að fleiri konur en karlar
giftist út fyrir landsteina.
Þessar háu tölur burt- og að-
fluttra 1961—1982 sýna m.a. að
mikil hreyfing hefur verið á ís-
lendingum til tímabundinnar
dvalar erlendis, bæði í tengslum
við nám og atvinnu.
Fólk á faraldsfæti
Hér að framan er fjallað um Is-
lendinga sem fólk á faraldsfæti.
32 ÞUSUND FLUTTU
ÚR LANDI 1961—1982,
25 ÞÚSUND HEIM.
Það væru að vísu ofsagt að kalla
þá sígauna norðursins. En þeir
hafa síður en svo haldið sig innan
túngirðingar frá þeim tíma að
Ingólfur Arnarson sté fyrst fæti á
reykvískan fjörusand, eða fylgd-
arlið Eiríks rauða sigldi úfinn sjó
til eystri og vestri byggðar í
Grænlandi, eða Leifur heppni
uppgötvaði að „Guð lét fögur vfn-
ber vaxa“ í Vesturheimi.
Á sama tímabili (1961—1982) og
7.350 manns fluttu frá íslandi,
umfram aðflutta, sogaði Reykja-
vík og Reykjanes til sín fólk frá
landsbyggðinni. Aðfluttir af
landsbyggðinni til Reykjavíkur á
þessum tíma, umfram burtflutta,
vóru 5.052, og aðfluttir til Reykja-
ness, umfram burtflutta, 5.398. Öll
hin kjördæmin hafa tapað fólki í
búferlaflutningum innanlands,
sem þessum tveimur tölum nemur.
Raunar gott betur því ótalinn er
flutningur 1983-19985.
Áraskipti eru í þessum flutning-
um. Um nokkurt skeið hélt lands-
byggðin í við höfuðborgarsvæðið.
Aftur hefur sigið á hina verri hlið.
Það er hvorki höfuðborgarsvæð-
inu né landsbyggðinni í hag að
efna til óeðlilegrar byggðaröskun-
ar í landinu.
Norðurland vestra
Stöldrum við í dæmigerðu
strjálbýliskjördæmi, Norðurlandi
vestra. Fá kjördæmi byggja at-
vinnu og afkomu í jafnríkum mæli
á frumframleiðslu, landbúnaði
(21%) og sjáyarútvegi (17%).
Þessar atvinnugreinar hafa átt við
ýmis vandamál að stríða, m.a.
vegna aflatakmarkana á helztu
nytjafiskum og framleiðslutak-
markana í búvöru. Fá kjördæmi
hafa jafn litla breidd í störfum
(möguleikum fólks til starfsvals)
eða jafn lágar meðaltekjur á ein-
stakling (meðaltekjur á ársverk
vóru 10% undir landsmeðaltali
1983).
Fyrir 65 árum, árið 1920, taldi
tíundi hver íslendingur heimili
sitt á Norðurlandi vestra. íbúa-
hlutfall þessa landsvæðis, sem var
10,3% 1920, var komið niður í
4,6% 1982. Svipaða sögu geta flest
strjálbýliskjördæmi rakið. En
„þróunin" hefur verið öllu nei-
kvæðari hér en víðast annars stað-
ar. Frá 1971 hefur íbúatala kjör-
dæmisins aukizt um 8,6% á sama
tíma og fjölgun á landsbyggðinni
sem heild er 12,6% og í landinu
öilu 15,9%.
Ibúatala hefur vaxið afgerandi
mest í þremur þéttbýliskjörnum á
Noðurlandi vestra á þessu árabili:
1) Hvammstangi 77%, Blönduós
53% og Sauðárkrókur 42,8%.
Skagaströnd, sem þekkt er af vel
rekinni útgerð og fiskvinnslu, hef-
ur aukið íbúatölu sína um 19% á
þessu árabili. Sveitir kjördæmis-
ins bera þyngsta byrði byggða-
röskunar. Þar varð íbúafækkun
1971—1984 10,3%. Svipaða sögu er
segja um síldarbæinn Siglufjörð.
Þar varð fækkunin 8,4%. Flestir
vóru heimabúandi Siglfirðingar
um 3.100. Nú teljast þeir rúmlega
1.900.
Gullkista og
náttúruhamfarir
Siglufjörður óx úr litlu þorpi í
fjölmenna byggð á fyrri hluta ald-
arinnar. Vöxtur staðarins, atvinna
og afkoma bæjarbúa hvíldi í einu
og öllu á silfurfiskinum, sem um
áratugaskeið var gildur hlekkur í
þjóðartekjum og lífskjarasókn Is-
lendinga. Fáar verstöðvar, ef
nokkur, malaði jafn mikið gull í
þjóðarbúið á fyrri hluta þessarar
aldar, þegar velmegun hér óx hvað
mest.
Hrun síldarstofnsins, sem skók
þjóðarbúskapinn á sinni tíð,
mölbraut undirstöður atvinnu og
afkomu Siglufjarðar. Atvinnulífið
var síðan smám saman laðað að
breyttum aðstæðum, m.a. veiðum
og vinnslu loðnu. En sagan endur-
tók sig. Loðnustofninn hrundi.
Ekkert annað sveitarfélag hefur í
tvígang gengið í gegn um viðlíka
erfiðleika, sem líkja má við nátt-
úruhamfarir, og lifað af.
Verður sú saga ekki frekar rak-
in að sinni.
GÓÐUR TUGUR ÞÚS-
UNDA FLYTUR MILLI
SVEITARFÉLAGA Á
HVERJU ÁRI.
Áttatíu ný störf á ári
Áætlanadeild Framkvæmda-
stofnunar telur að vinnuframboð í
Norðurlandskjördæmi vestra
þurfi að aukast um 1,5%, þ.e. um
a.m.k. 80 ný störf að meðaltali á
ári, næstu fimm til tíu árin, ef
vinnumarkaðurinn á að vaxa í
samræmi við líklegan mannfjölda
og hamla raunhæft gegn „fólks-
flótta" af svæðinu.
Aðstæður í landshlutanum eru
um margt hagstæðar til atvinnu-
uppbyggingar:
• I fyrsta lagi er gott vegasam-
band bæði norður og suður, sem
styrkir vöxt byggða- og þjónustu-
kjarna, auk þess sem góðir flug-
vellir eru á Blönduósi og Sauðár-
króki, hvar senn verður varavöllur
fyrir millilandaflug.
• I annan stað mun Blönduvirkj-
un bæta orkubúskap svæðisins og
opna möguleika fyrir orkufrekan
iðnað. Nærtækara er að breyta
vatnsföllum í störf og útflutnings-
verðmæti hér en í Eyjafirði, þar
sem andstaða við atvinnustarf-
semi af þessu tagi er allnokkur.
• I þriðja lagi eru sveitarstjórnir
„opnar“ fyrir nýrri atvinnustarf-
semi og reiðubúnar, innan eðli-
legra marka, til að greiða götu og
staðsetningu nýrra fyrirtækja.
Veiku hlekkirnir eru erfið staða
undirstöðugreina, landbúnaðar og
sjávarútvegs, sem vega þyngra í
þessu kjördæmi en flestum öðrum.
Framleiðniaukning í landbúnaði
virðist ekki líkleg að óbreyttum
aðstæðum. Það er því óhjákvæmi-
legt aö leggja áherzlu á aðra at-
vinnuuppbyggingu, til hliðar við
þessar undirstöðugreinar, þó þær
gegni áfram meginhlutverkum.
Sveitarfélög á Norðurlandi
vestra ættu að sameinast um út-
tekt á atvinnulffi i landshlutanum
og möguleikum til að fjölhæfa það
í næstu framtíð; styrkja þær stoð-
ir sem fyrir eru og byggja nýjar.
Sama máli gegnir um önnur
strjálbýliskjördæmi, sem standa
höllum fæti á líðandi stund.
Fjölbreytt atvinnulíf og batn-
andi kjör, hvers konar, eru for-
senda þess að halda í við aðra
landshluta um byggðaþróun fram-
tíðarinnar, þó blómlegt mannlff
hvíli vissulega á fleiri stoðum en
efnahagslegum.
Ef nýta á hyggilega gögn þau og
gæði, sem forsjónin hefur lagt
okkur upp í hendur til framfærzlu,
þurfum við að byggja landiö allt.
Fiskimiðin Iiggja umhverfis land-
ið allt. Þau eru hið „ytra“ lífbelti
þjóðarinnar. Sama gildir um gróð-
urlendið umhverfis hálendið. Það
er hið „innra“ lífbelti okkar.
Þriðja auðlindin er orkan í fall-
vötnum okkar, sem breyta má í
störf og útflutningsverðmæti.
Meginauðlindin er enn ótalin:
menntun, þekking og framtak
fólksins sjálfs.
Allt er breytingum háð, einnig
byggð í landinu, eins og dæmin
sanna. En byggðaröskun, sem
stefnir blómlegum héruðum f
hættu, er vandamál, sem þjóðin öll
þarf að standa gegn.
Islendingar verða hinsvegar
áfram á faraldsfæti. En höfuð-
ánægja hverrar ferðar á að vera
heimkoman.
Hitaveita Suðurnesja:
Tekur að sér
rekstur rafveitna
Vojrum, 8. jílí,
UNDIRRITAÐUR hefur verið samn-
ingur á milli stjórnar Hitaveitu Suó-
urnesja og fulltrúa sveitarfélaga á
Suðurnesjum um að Hitaveitan taki
að sér allan rekstur 6 rafveitna sveit-
arfélaganna.
Samninginn undirrituðu fyrir
hönd hitaveitu Suðurnesja Stein-
þór Júlíusson stjórnarformaður,
Albert' K. Sanders, Finnbogi
Björnsson og Jóhann Einvarðsson.
Fyrir hönd sveitarfélaganna und-
irrituðu samninginn Tómas Tóm-
asson forseti bæjarstjórnar Kefla-
víkur, Áki Gránz forseti bæjar-
stjórnar Njarðvík, Jón Gunnar
Stefánsson bæjarstjóri Grindavík,
Jón K. Ólafsson sveitarstjóri Mið-
neshreppi, Sigurður Ingvarsson
hreppsnefndarmaður Gerða-
hreppi, Leifur A. Isaksson sveitar-
stjóri Vatnsleysustrandarhreppi
og Þórarinn Sigurðsson sveitar-
stjóri Hafnahreppi.
Frá undirskríft samningsins » Morgunblaðið/EG
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
EgyDtaland:
Umdeild lög um hjónabönd af-
numin og egypskar kvenrétt-
indakonur mótmæla ótæpilega
UNDANFARNA mánuði hafa
sgypskar kvenréttindakonur lát-
ið að sér kveða í heimalandi sínu
vegna umdeildra laga sem
hæstiréttur landsins hefur num-
ið úr gildi. Talsmaður helztu
kvenréttindasamtakanna Nawal
El-Saadawi segir að margt bendi
til að egypskar konur séu nú að
vakna til vitundar um réttinda-
mál sín, en umræður, að ekki sé
nú talað um baráttu egypskra
kvenna, hafa verið í öldudal síð-
asta áratug. Nawal segir að með
því að nema lögin úr gildi hafi
verið stigið skref aftur á bak og
það hefði aldrei gerzt nema
vegna þess að egypskar konur
hafi ekki sýnt samtakamátt og
baráttuhug sem fyrrum.
Það var Anwar Sadat, þáver-
andi forseti Egyptalands, sem
setti lögin fyrir sex árum, en án
þess að leita eftir staðfestingu
þingsins. Lögin voru manna á
milli kölluð „Jihan-lögin“ eftir
konu Sadats, sem barðist af ák-
efð fyrir að þau gengju í gildi.
Samkvæmt lögunum var kveðið
á um rétt eiginkonu til að skilja
við mann sinn, ef hann tæki sér
aðra konu og halda húsnæði
hjónanna ef börn væru í hjóna-
bandinu. Strangtrúaðir
múhameðstrúarmenn staðhæfðu
að gengið væri þarna í berhögg
við kennisetningar Islam.
Fyrir tveimur mánuðum var
svo nefndur úrskurður kveðinn
upp. Forsendur voru að Sadat -
forseti hefði með setningu þeirra
farið út fyrir verksvið sitt. Dóm-
aramir tóku á hinn bóginn fram
að einungis lagalegar forsendur
væru fyrir þessari niðurstöðu og
engin afstaða væri tekin um efni
laganna sjálfra.
Undanfarið hefur svo næsta
keimlíkt frumvarp verið í
egypska þinginu og er búizt við
að það verði að lögum, þrátt
fyrir andstöðu margra hópa, ein-
kum strangtrúarmanna.
Þó svo að frumvarpið verði að
lögum og staðan breytist því
varla hafa kvennasamtök tendr-
ast upp og látið hressilega í sér
heyra. Þær hafa vitnað til laga
um hjónabönd frá árinu 1929 og
notað tækifærið til að rifja upp
skelegga kvennabaráttu i
Egyptalandi um áratugi. Ekki er
vafi á því að samkvæmt lögum
hafa konur í Egyptalandi langt-
um meiri rétt en í öðrum Araba-
löndum og þær áttu áður og
fyrrum mjög skeleggar baráttu-
konur.
Brautryðjendur voru Hoda
Shariwi og Ceza Nabarawi. Þær
hófu áróður fyrir að konur
fengju kosningarétt um það bil
að fyrri heimsstyrjöldinni var að
Ijúka. Málflutningur þeirra fékk
góðan hljómgrunn og Egyptar
sendu fyrstu kvennasendinefnd
á alþjóðlega ráðstefnu um
kvenréttindi í Rómaborg 1923.
Fulltrúarnir voru þær tvær kon-
ur sem áður voru nefndar og sú
þriöja hét Nabawia Moussa.
Sendinefndinni var tekið á Italiu
af forvitni og áhuga og heima
fyrir var fylgst fjálglega með
störfum ráðstefnunnar. Ceza
Nabarawi hafði lengi litið svo á
að blæja egypskra kvenna væri
eitt kúgunartáknið og eftir að
þær stöllur lögðu af stað heim-
leiðis frá Rómaborg ákváðu þær
að hætta að fela andlit sitt. Þeg-
ar þær stigu úr járnbrautarlest-
inni í Kairó voru þær blæjulaus-
ar. Frásagnir þessa tíma bera
með sér að þetta hefur verið
róttæk aðgerð þá og borið vott
um mikla dirfsku. Þúsundum
saman fóru egypskar konur nú
að dæmi þeirra, sviptu brott
blæjunni og tóku þátt í fundum
og mótmælagöngum um Egypta-
Frumkvöólar kvennabaríttu í
Egyptalandi, Ceza Nabarwi og
Hoda Shariwi. Myndin er tekin
skömmu eftir að þær komu fri
Rómar-ráðstefnunni.
Jihan Sadat og Ceza Nabarawi
land þvert og endilangt. Þessi
barátta mæltist misjafnlega
fyrir hjá körlum, en margir
reyndu eftir föngum að laga sig
að „breyttum viðhorfum" eins og
Hoda Shariwi komst að orði síð-
ar. Þær hófu svo útgáfu fyrsta
kvennréttindaritsins, L’Egypti-
enne, og kom það út í 15 ár.
I ritinu birtust greinar um
pólitík, menningarmál, félagsleg
efni og almenn réttindamál. Út-
gáfan varð kvennahreyfingunni
til mikils framdráttar og mikið
líf var í starfseminni. Á undan-
förnum áratug eða svo hefur
smátt og smátt verið að draga
mátt úr kvennasamtökunum og
Nawal el-Saadawi segir að staða
kvenna hafi versnað og þátttaka
þeirra í atvinnulífi og stjórnmál-
um sé ekki í samræmi við fjölda
þeirra. Þrátt fyrir að konur leggi
stund á háskólanám í æ ríkari
mæli eru tiltölulega fáar sem
færa sér síðan menntun sína í
nyt. „Þær hverfa inn á heimilin
og láta koma fram við sig eins og
ambáttir" eins og Nawal orðar
það. Hún bendir á að ein kona
sitji í 32ja manna ríkisstjórn og
af 458 fulltrúum á þinginu eru
aðeins þrjátíu konur. I þjónustu
hins opinbera eru tiltölulega fá-
ar konur í æðstu stöðum. Eg-
ypsku kvenréttindasamtökin
benda þó á þann fjölda kvenna
sem leggur stund á háskólanám.
Fyrir um þrjátíu árum voru í há-
skólanámi örfá prósent, en er nú
liðlega helmingur.
Augljóst er að áhrif
strangtrúarmanna hafa eflst í
landinu frá láti Sadats. En Naw-
ali rekur upphaf hnignunar sam-
takanna til Yom Kippur-stríð-
sins árið 1973. Það hafi síöan allt
færzt í aukana eftir breytinguna
í íran og nú er það algeng sjón
að sjá konur í Egyptalandi hylja
hár sitt og klæöast búningi sem
að mati strangtrúarmanna er
nær hefðinni en galgopalegur
búnaður sem flestar egypskar
konur nota þó enn.
Nabal el Saadawi hefur setið í
fangelsi vegna róttækra skoð-
ana, ekki sízt í trúmálum. Hún
segir að eftir alvarlegt hnignun-
arskeið séu egypskar konur að
rumska aftur og þrátt fyrir allt
hafi starf brautryðjendanna
ekki verið unnið til einskis. Hún
segir að það hafi að vísu töluverð
áhrif hvernig kona þjóðhöfð-
ingja er hverju sinni. Kona
Nassers, Thiya, sást sjaldan á al-
mannafæri. Jihan Sadat var
mjög afdráttarlaus baráttukona
fyrir auknum rétti kvenna og tók
virkan þátt í stjórnmálum og
hvers konar félagsmálum. Vegna
þess var hún dáð á Vesturlönd-
um, umdeild meðal epypskra
kvenna og litin hornauga af eg-
ypskum karlmönnum. Suzanne
Mubarak, núverandi forsetafrú,
hefur verið virk í félagsmálum
en lætur lítið fara fyrir sér á
opinberum vettvangi. Sumir
orða það svo að hún vilji forðast
að gera ámóta skyssur og Jihan
Sadat vegna þess að hún vilji
forðast gagnrýni sem kynni þá
einnig að beinast að Mubarak og
staða hans er veik fyrir.
(Heimild AP, Woman in Ibe Arab
Republic og Kpypl ofl.)