Morgunblaðið - 10.07.1985, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1985
Ný og fullkomin kjötyinnslustöð Hafnar hf. á Selfossi:
Framleiðir gæðavörur
eftir þýskum uppskriftum
SelfoMj, 1. júlí. w X. JL
ÚRVINNSLA landbúnaðarafurða
austan Hellisheiðar er umræðuefni
sem ávallt er ofarlega á baugi á
Suðurlandi og sérstaklega á Sel-
fossi. Höfn hf. á Seifossi hefur tek-
ið forystu í þessum efnum með
nýrri og fullkominni kjötvinnslu
sem einstæð er í sinni röð. Kol-
beinn I. Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Hafnar hf., og Björn
lngi Björnsson, framleiðslustjóri,
kynntu starfsemi stöðvarinnar
fyrir skömmu.
Höfn hf. á 60 ára starfsafmæli
á þessu ári og hefur um árabil
rekið sláturhús, kjötvinnslu og
verslun á Selfossi. Höfuðstöðvar
Hafnar hf. eru gegnt ölfusárbrú,
við Tryggvatorg.
Kjötvinnslan var opnuð 22.
sept. 1984 eftir eins árs undir-
búning. Stöðin hefur nú verið
starfrækt í 9 mánuði og af full-
um krafti sl. 6 mánuði. Kjöt-
vinnslan stendur við Gagnheiði
en sláturhús og verslun eru í
höfuðstöðvunum við Tryggva-
torg.
Kjötvinnslustöð Hafnar getur
afkastað um 1 tonni af unnum
kjötvörum á dag. Stöðin er hönn-
uð í Þýskalandi af fyrirtækinu
C.E. Reich í Stuttgart sem lét
Höfn hf. í té allan vélabúnað og
með í kaupunum fylgdu upp-
skriftir og sérþekking á fram-
leiðslu.
Stöðin er búin öllum nýtísku-
legustu og bestu tækjum sem fá-
anleg eru. Þar eru t.d. sérhann-
aðir reykofnar fyrir hangikjöt
sem eru þeir einir sinnar teg-
undar á landinu. Vinnslulínan
sem hráefnið fer eftir þar til úr
verður fullunnin vara er mjög
góð og hin fullkomnu tæki gera
það að verkum að vinnslutími
hinna ýmsu vörutegunda styttist
til muna, um 2—3 daga í sumum
tilfellum
Kjötvinnslustöð Hafnar er
sérstök varðandi hönnun einkum
vegna þess að hún er hönnuð af
sérfræðingi og fagmanni í kjöt-
vinnslu. Innréttingar hússins,
tæki og fyrirkomulag vinnslu-
línu eru hönnuð af sama manni,
sem er matvælaverkfræðingur.
Auk þessa sá hann um þjálfun
starfsmanna stöðvarinnar.
Fullyrða má að með byggingu
og starfrækslu kjötvinnslunnar
hefur Höfn hf. flutt inn í landið
dýrmæta þekkingu sem stuðlar
að verðmætaaukningu landbún-
aðarvara.
Með í kaupum stöðvarinnar
fylgdu uppskriftir af matar- og
áleggspylsum og skinku. Þessar
nýju uppskriftir gera að verkum
að vörur sem unnar eru eftir
þeim eru ekki í boði frá öðrum
vinnslustöðvum. Höfn hf. hefur
t.d. einkarétt á flestum þeim
kryddtegundum sem notaðar eru
í framleiðslunni.
Höfn hf. er með stærri fyrir-
tækjum á Suðurlandi. Heildar-
velta fyrirtækisins var tæpar
130 milljónir á sl. ári. Starfs-
menn eru 52, þar af vinna 12
manns að jafnaði í Kjötvinnslu-
stöðinni. Sig. Jóns.
Kolbeinn Kristinsson framkvæmdastjóri:
„Stöðin er byggð til
að styrkja úrvinnslu
landbúnaðarafurða“
Selfossi l.júlí.
HÖFN hf. hefur farið víða um
land til að kynna framleiðslu
fyrirtækisins og tók m.a. þátt í
íslenskri vörukynningu Hag-
kaups. Sölustjóri kjötvinnslunn-
ar hefur aðsetur í stöðinni og
sölukerfið er unnið í tölvu.
„Þessi kjötvinnslustöð okkar
er byggð til þess að styrkja úr-
vinnslu landbúnaðarafurða á
Suðurlandi. Hjá okkur var fyrir
hendi sláturhús og vinnsla á
hefðbundnum vörum. En þessi
vinnsla skapar aukin verðmæti
afurðanna og eykur atvinnu á
svæðinu," sagði Kolbeinn I.
Kristinsson framkvæmdastjóri
Hafnar hf. um það framtak
fyrirtækisins að byggja full-
komna kjötvinnslustöð.
„Auk þess eykur þetta mennt-
un starfsfólksins og skapar fag-
mennsku sem ekki var til áður
við vinnslu á gæðavörum.
Það liggur mikil vinna að baki
þessarar stöðvar en stofnanir og
allir aðilar sýndu málinu áhuga
og vil ég í því sambandi sérstak-
lega nefna Þorstein Pálsson al-
þingismann og heildverslun
Valdimars Gíslasonar sem kom
okkur í samband við Reich-fyr-
irtækið í Þýskalandi," sagði
Kolbeinn.
Hann sagði og að mikil
áhersla hefði verið lögð á það að
þekking væri til staðar þegar
starfsemi hófst. Það varð svo til
þess að sendur var þrautreyndur
maður í nám og starfar hann nú
sem framleiðslustjóri við stöð-
ina. Síðan er alltaf opinn sá
möguleiki að senda menn út til
Þýskalands í nám eða að fá
mann hingað upp til að starfs-
menn geti fylgst með nýjungum
í framleiðslunni.
Kolbeinn lagði áherslu á að
þessi tilhögun legði grunn að
vörugæðum og fjölbreytni í
framleiðslu.
Sig. Jóns
Kolbeinn I. Kristinsson framkvæmdastjóri Hafnar ásamt Hólmfríði
Kjartansdóttur sölustjóra.
Björn framleiðslustjóri og nemarnir með gómsætar vörur. F.v. Helgi G. Helgason, Birgir Haraldsson, Björn I.
Björnsson og Gnðrún Haraldsdóttir.
Þýsku uppskriftirn-
ar nýjung hér á landi
SelfoHMÍ. I. júlí.
MEÐ starfrækslu fullkominnar
kjötvinnslu hefur Höfn hf. riðið á
vaðið með nýjungar í framleiðslu.
Það er Björn Ingi Björnsson sem
stjórnar framleiðslunni og hefur
nú þegar tekið til sín þrjá lærlinga,
en áhersla er lögð á að fagfólk
vinni við framieiðsluna.
„Vinnslulínan hérna er mjög
góð,“ sagði Björn, „kjötið kemur
inn í stöðina í öðrum enda stöðv-
arinnar og fer út fullunnið í hin-
um endanum.
Björn rak áður kjötbúð Suður-
vers í Reykjavík. Hann fór til
Þýskalands í nám hjá Þjóðverj-
unum og kynntist starfsemi og
skipulagi þar. En nokkuð
óvenjulegt er að Þjóðverjar
hleypi öðrum inn á gafl hjá sér
hvað þá að þeir láti í té leynd-
ardóma uppskriftanna. Hann
kvað þessa þekkingu koma sér
vel því margt mætti læra af
Þjóðverjum.
í kjötvinnslustöðinni eru
framleiddir 7 flokkar af áleggs-
pylsum eftir þýskum uppskrift-
um ásamt 6 mismunandi mat-
arpylsum og 3 tegundum af
skinku. Vörur þessar kitla
bragðlaukana til muna og skink-
an hefur t.d. slegið í gegn og
stendur ekki við í kælum stöðv-
arinnar. Auk þess að framleiða
eftir þýsku uppskriftunum er
önnur hefðbundin kjötfram-
leiðsla í stöðinni.
Björn lagði á það áherslu að
við framleiðsluna í stöðinni væri
eingöngu notað ekta hráefni,
kjöt, vatn og krydd, nokkuð sem
Þjóðverjar hefðu í hávegum.
Þýsku uppskriftirnar sagði hann
nýjung hér á landi og eingöngu
framleitt eftir þeim í Höfn og
þeir hefðu einkarétt á þeim
kryddtegundum sem notaðar
væru.
Björn sagði það mikið atriði
að geta gengið að framleiðslunni
eftir ákveðinni forskrift en
þurfa ekki að þreifa sig áfram.
Slíkt kæmi neytendum mjög vel
og skapaði öryggi í framleiðsl-
unni.
f stöðinni eru nú þrír lær-
Iingar í námi og víst er að í full-
kominni vinnslustöð fá þeir mun
betri menntun en ella. Unnið er
eftir fyrirmynd frá Þýskalandi
og er vinnutíminn frá kl. 7 að
morgni til 16, með fríu fæði sem
framreitt er á staðnum. Þá er öll
aðstaða starfsfólks í stöðinni til
fyrirmyndar. Sig. Jóns.