Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. jULl 1985 Lögmaður sakfellda lögregluþjónsins: Hæstiréttur taki Skaftamálið upp JÓN Oddsson, hrl., lögmaður lögregluþjónsins, sem sakfelldur var í Hæsta- rétti fyrir aö hafa veitt Skafta Jónssyni, blaöamanni, áverka af gáleysi og hann dæmdur til greiöslu skaöabóta, hefur farið þess á leit viö Magnús Þ. Torfason, forseta Hæstaréttar, aö Skaftamáliö svonefnda verði tekið upp aö nýju fyrir Hæstarétti. Samkvæmt lögum um Hæsta- rétt íslands nr. 75/1973 er endur- upptaka mála heimil, en takmörk- unum háð. f 59. grein laganna seg- ir: „Rétt er Hæstarétti að leyfa samkvæmt umsókn aðila, að mál, sem dæmt hefur verið í Hæsta- rétti, sé tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju, þá er sterk- ar líkur eru að því leiddar, að at- Bónussamningarnir: Hækkun bónus- grunns ekki ófrá- víkjan- leg krafa KRÖFUR Verkamannasam- bands íslands í komandi viö- ræöum viö Vinnuveitendasam- band íslands um nýjan lands- samning um bónus, munu bein- ast að því aö hlutfall fastra launa af heildarlaunum hækki f samanburöi við hlutfall bón- usins. Hækkun bónusgrunns er ekki ófrávíkjanlegt skilyrði, sagöi Bolli Bollason Thorodd- sen, sem er fyrir samninga- nefnd VMSÍ. Hann sagði að kröfugerðin væri í mótun og fátt um hana að segja á þessu stigi máls- ins, en bjóst við að hún myndi liggja fyrir í endan- legu formi í dag. Þá er gert ráð fyrir að tuttugu manna samninganefnd VMSÍ hittist, en hún er skipuð fulltrúum allra landshluta. Tuttugu manna nefndin hittist á mánudaginn var og lagði heildarlínurnar hvað varðar kröfugerðina, en í gær vann undirnefnd að nánari út- færslu hennar. vik málsins hafi eigi verið rétti- lega í ljós leidd í Hæstarétti er málið var þar til meðferðar hið fyrra skipti, án þess að aðila sé um að kenna, og að hin nýju gögn muni leiða til breyttrar niður- stöðu í mikilvægum atriðum og svo að öll atvik annars liggi til þess, að slíkt leyfi sé veitt, þ.á m. að stórfelldir hagsmunir aðila séu í húfi. Áður en leyfi samkvæmt 1. mgr. er veitt, skal veita gagnaðila færi á að láta uppi álit sitt." Jón Oddsson, hrl., fer þess á leit að dómur yfir skjólstæðingi hans verði ekki látinn fram ganga með- an málið verði til meðferðar. Lög- maðurinn hefur í hyggju að leita umsagnar læknaráðs. Þá fer hann þess á leit, að ef málið fáist endur- upptekið, þá verði það dæmt af sjö dómendum. Góðar sölur SINDRI VE seldi 136'/* tonn af þorski og ýsu í Grimsby í gær fyrir rúmar 6 milljónir króna. Meöalverö var 44,48 krónur kílóiö. Ögri seldi í Bremenhaven 236 tonn, af karfa og blálöngu, fyrir tæpar 5,9 milljónir króna, meöalverö var 24,97 krónur kílóið. Fiskur úr 13 gámum, einkum þorskur og ýsa, var seldur í Grimsby í gær, rétt tæp 120 tonn. Fyrir fiskinn fengust 5,7 milljónir. Meðalverð var 47,95. Koli var í einum gáminum og var verð fyrir hann mun lægra, eða rúmar 26 krónur. Morgunblaðiö/Árni Sæberg Hjónin Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sigfús Ö. Erlingsson meö þríburana, sem fæddust í fyrrakvöld. Tilviljun að þrennir þríbur- ar fæðast um svipað ieyti — segir Þórunn Fischer læknir „MIÐAÐ VIÐ eðlilega tíðni þríburafæðinga þá má segja að þríburafæð- ingarnar undanfarna mánuði séu óvenjulegar,“ sagöi Þóra Fischer læknir á Fæöingardeild Landspítalans, en hún tók á móti þriöju og jafnframt síöustu þríburunum sem væntanlegir voru á þessu ári. „Það er ekkert sérstakt sem veldur þessu, heldur einungis tilviljun aö þrennir þríburar fæöast um svipað leytl og sennilega verður lengra aö bíöa næstu þrí- bura.“ Foreldrarnir, þau Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sigfús Ö. Erl- ingsson trésmiður, fengu stað- fest á þriðja mánuði meðgöngu að þríburar væru í vændum. Þau hjónin áttu tvær dætur fyrir, þriggja og sex ára, auk þess sem Guðbjörg á einn son, sautján ára og fæddust þríburarnir, allt stúlkur, á afmælisdegi hans. „Ég lagðist inn á fæðingar- deildina á laugardaginn og ætl- aði að hvíla mig þessar fimm vikur, sem ég átti eftir af með- göngunni, en þá ákváðu þær allt í einu að koma og voru teknar með keisaraskurði í snarhasti," sagði Guðbjörg. „Þetta gekk allt saman vel og þær eru mjög fína, þær opnuðu strax augun og létu heyra í sér. Þær verða samt að vera einhverja daga í hitakassa. Tvær eru átta merkur og ein sjö merkur og eru þær mjög líkar hvor annarri. Enda er verið að rannsaka hvort þær séu eineggja og fæst úr því skorið á næstu dögum. Maður verður alltaf svo feginn þegar allt er yfirstaðið og öllum líður vel.“ Guðbjörg sagði að fjölbura- fæðingar væru hvorki algengar í hennar fjölskyldu né fjölskyldu Sigfúsar. Að vísu hefði lang- amma hennar verið tvíburi og afi Sigfúsar hefði einnig verið tvíburi en að hún ætti eftir að eignast þríbura hefði aldrei hvarflað að henni. Forseti Islands á Héraði: „Sjaldan hef ég hitt fólk sem er eins leikið í að gróðursetja“ FniluotóAnm IC nilí l'rá Öufl GnAmi.ndmnini hálianlnM Mn.m.nkl.Aoinc - ” KgiLsstööum, 16. júlí. Frá ÓlaH Guómundssyni. fréttaritara MorgunblaAsin.s. FORSETI íslands, frú Vigdís Finn- arfiröi eystra til Hjaltalundar, fé- bogadóttir, kom í morgun frá Borg- lagsheimilis Úthéraðsmanna, þar Ársfundur alþjóðahvalveiðiráðsins í Boumemouth: Áætlun um hvalveiðar í vísindaskyni rædd í dag Bournrmouth, 16. júli. Fri Ómari V.ldim.rnnyni, blaAamanni Morgunbiateina. GERT ER ráö fyrir að áætlun íslendinga um aö veiöa 200 hvali árlega næstu fjögur ár, samfara umfangsmiklum rannsóknum á að minnsta kosti fjórum hvalategundum, verði rædd hér á morgun, miövikudag. íslenska sendinefnd- in óskaöi í gær eftir fundi meö formönnum sendinefnda hinna ríkjanna þrjátíu og níu sem eiga fulltrúa á 37. ársfundi alþjóöahvalveiöiráösins, til að ræöa hvernig og hvenær rannsóknaráætlun íslenskra stjórnvalda veröur rædd. Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra, formaöur fimm manna sendinefndar íslendinga á fundinum, færðist í dag undan aö ræöa í smáat- riðum hverjar óskir sendinefndin heföi fram aö færa í þessu sambandi. Formlega þarf ekki samþykki ráðsins til að stunda hvalveiöar. „Hér getur allt gerzt," sagði Halldór. „Við höfum reynslu af því gegnum árin. Ég vil því engu spá um hverjar viðtökur rannsóknar- áætlun okkar fær. Hún er samin af fremstu vísindamönnum okkar á sviði hafrannsókna, sett fram sem slík, og auðvitað viljum við gjarnan fá um hana málefnalegar umræður." Mesti þrýstingurinn á fundinum hefur nú beinst að Norðmönnum, sem einir þjóða í alþjóðahvalveiði- ráðinu hafa ekki sett tímatak- mörk á sínar hvalveiðar. Á fundi tækninefndar ráðsins í dag kom fram tillaga frá Indverjum um að hrefnustofninn við Noreg, sem tal- inn er í hættu, verði friðaður. Finnar studdu tillöguna þegar í stað og fleiri ríki einnig, enda er yfirgnæfandi meirihluti í ráðinu fylgjandi því að öllum hvalveiðum verði hætt. Skömmu eftir að Rússar lýstu því yfir í gærkvöldi, að þeir myndu gera hlé á sínum hvalveið- um frá árinu 1988, lagði sænska sendinefndin fram tillögu um að friða með öllu búrhvalastofninn í Norður-Kyrrahafi, sem Japanir hafa veitt úr og hyggjast halda áfram að veiða úr til 1988, sam- kvæmt sérstöku samkomulagi við Bandaríkjastjórn. Tillagan kom mjög á óvart, en nokkur ríki, þar á meðal Frakkar og Indverjar, lýstu þegar stuðningi við hana. Sænska tillagan hefur sett Jap- ani og Bandaríkjamenn í mjög erfiða aðstöðu, því áður hafði samist um það á milli þjóðanna, að Japanir hættu hvalveiðum í árslok 1977 gegn því að Bandarík- in beittu þá ekki viðskiptaþving- unum. Umhverfisverndarsamtök vestan hafs eiga nú í málaferlum við stjórn sína um lögmæti sam- komulagsins og er niðurstöðu áfrýjunardómstóls I Washington DC beðið með mikilli eftirvænt- ingu, að því er bandaríski fulltrúa- deildarþingmaðurinn Mervin Dymally sagði hér í dag. „Yfirlýsing Rússa dregur úr þrýstingi á þá hér á fundinum," sagði Halldór Ásgrímsson. „Þeir ætla greinilega að verða Japönum samferða, þótt þeir segist aðeins ætla að gera hlé á hvalveiðum sín- um frá og með 1988.“ sem velflestir íbúar Hjaltastaöa- þinghár tóku á móti forsetanum. Krakkar veifuðu íslenska fánanum og konur skörtuöu þjóðbúningi, þótt þriðjudagsmorgunn væri. Ung stúlka, Kristjana Einarsdóttir, færði forsetanum blóm, og oddviti Hjalta- staðaþinghár, Sævar Sigbjarnarson í Kauöholti, ávarpaði forsetann fyrir hönd heimamanna. Síðan var gengið til salar þar sem kaffi og meðlæti var frambor- ið. Undir borðum flutti Hallveig Guðjónsdóttir á Dratthalastöðum forsetanum ljóðabálk sem var í gamansömum tón og fjallaði um opinbera heimsókn forsetans til Danmerkur 1980. Þakkaði forseti ljóðabálkinn og bætti um betur með smellnum sögum úr áður- nefndri för. Eftir að hafa kvatt Úthéraðs- menn hélt forseti ásamt föruneyti í Eiða með stuttum stansi í Kjarv- alslundi þar sem meistari Kjarval dvaldi löngum á sumrum 1948—68 við listsköpun sína. Hús hans standa þar enn, nær eins og meist- arinn skildi við þau á sínum tíma. Á Eiðum heimsótti forsetinn sumarbúðir Prestafélags Austur- lands þar sem séra Einar Þor- steinsson greindi frá sumarbúða- starfinu. Krakkarnir tóku lagið fyrir forsetann og séra Davíð Baldursson færði forsetanum borðfána búðanna að gjöf frá sumarbúðunum. Séra Vigfús Ingv- ar Ingvarsson flutti bæn. Þá gróð- ursetti forsetinn þrjár trjáplöntur í verðandi skóglendi sumarbúð- anna að Eiðum með dyggri aðstoð krakkanna. „Sjaldan hef ég hitt fólk sem er eins leikið í að gróður- setja,“ sagði forsetinn við hina ungu aðstoðarmenn sína. Að því búnu hélt forsetinn til hádegis- verðar á Eiðum ásamt fylgdarliði sinu og oddvita Eiðahrepps, Erni Ragnarssyni. Veður var dágott á Héraði í dag meðan forsetinn fór þar um, en Vigdís hélt til Seyðisfjarðar um miðjan dag. Tillögur um nýja sakadómara Dómsmálaráðherra hefur gert tillögu til forseta íslands um aö Pétur GuÖgeirsson, yfir- lögfræðingur viö embætti ríkis- saksóknara, og Ingibjörg Bene- diktsdóttir, settur sakadómari, verði skipuö sakadómarar í Reykjavík. Níu umsóknir um embætti sakadómara bárust. Um er að ræða ný embætti við Saka- dóm Reykjavíkur vegna gíf- urlegrar fjölgunar mála hjá embættinu undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.