Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLl 1985 Helga setti sjöunda íslands- met ársins — Yfirburðir Sovétmanna miklir AP/Símamynd • Steve Cram fagnar hinu frébæra heimsmeti sínu í 1500 m hlaupi í Frakklandi í gaarkvöldi. Frábært heimsmet í 1500 m hlaupi í Nizza í gærkvöldi: Steve Cram fyrstur undir 3:30 mínútum „ÉG ÁTTI EKKI von é aö setja met, og því mjög énægð,“ sagði Helga Halldórsdóttir frjálsíþrótta- kona í samtali viö Morgunblaöiö eftir methlaup sitt í Osló í g»r- kvöldí. Helga hljóp 400 metra grindahlaup é 58,44 sekúndum í keppni Norðurlandanna og Sov- étríkjanna. Gamla metið var 58,66 sekundur, sett í Sviss fyrir mán- uöi. Er þetta sjöunda met Helgu í grindahlaupi í sumar, en þaö eitt er glæsilegt afrek útaf fyrir sig. „Það var mjög gott aö hlaupa hér og tæknin gekk vel upp. Ég ákvaö aö hlaupa afslappaö fyrstu 200 metrana og reyna síöan að gefa allt sem ég átti. Leiö mér vel eftir 300 metra og fannst ég sækja á hinar milli 200 og 300 metranna, en gat þó ekki bætt viö mig í lokin. Þaö var gaman aö bæta sig. Ég varö aö hætta viö mót i Svíþjóö í • Helga Halldórsdóttir Wilander vann MATS Wilander sigraöi é Opna bandariska meistaramótinu í tennis sem lauk nú um helgina. Wilander sigraöi jafnaldra sinn frá Argentínu, sem Martin Jatte heitir, en þeir eru aöeins tvítugir. Þrátt fyrir drengilega baráttu tókst Jatte ekki aö sigra Wilander og bikarinn mun því varðveittur i Svíþjóö næsta ériö. síöustu viku vegna lasieika, en jafnaöi mig um helgina og náöi góöum æfingum í Osló fyrir keppn- ina. Mér finnst ég eiga meira inni og þaö er aldrei aö vita nema nýtt met sjái dagsins Ijós í Evrópubik- arkeppninni á Laugardalsvelli 10. og 11. ágúst,“ sagöi Helga. Sænska stúlkan Ann-Louise Skoglund sigraöi í grindahlaupinu á 10. bezta tímanum í heiminum í ár og setti vallarmet, 55,44 sek- úndur. Finnsk stúlka, Tuija Hel- ander, varö þriöja á 56,19 sek. Noröurlandakvenfólkiö stóö betur í sovézku andstæöingunum en karlmennirnir. Eftir fyrsta dag er staöan 59—36 stig í kvenna- keppninni og 74—32 í karlakeppn- inni. Oddur Sigurösson varö þriöji í 400 metrunum eftir mikla keppni viö sovézku keppendurna tvo. Þaö háöi Oddi aö hann hefur kennt slæmsku í fæti um tírna og ekki geta æft sem skyldi. Sigurvegar- inn, Aleksandr Troshilo, hlaut 45,77 sek. en Oddur hljóp á 46,78. í dag keppir Einar Vilhjálmsson í spjótkasti, Helga í 100 metra grindahlaupi, Oddur i 4x400 og Oddný Árnadóttir í 4x400. Góöur árangur náöist í mörgum greinum, en yfirburöir Sovétmanna, sem tefldu fram ungu og reynslulitlu fólki, miklir. Norska stúlkan Trine Solberg setti met í spjótkasti, 69,94 metra. Eitt sovézkt met var sett, Aleksandr Vasilyev hljóp 400 metra grindahlaup á 48,33. Aðrir sigurvegarar: KARLAR: Sleggjukast: Yuri Tamm S 81,14, 1500: Pavel Yakovlev S 3:37,97, 5000: Mats Erixon N 13:41,81, Kúluvarp: Sergei Donskikh S 20,61, 100: Aleksandr Semyonov S 10,42, Hástökk: Igor Paklin S og Sergei Malchenko S 2,31, Þrí- stökk: Vladimir Plekhanov S 17,21, 4x100: Sovétríkin 39, 29. KONUR: Kringlukast: Galina Sa- vinkova S 71,00, 100: Antonina Nastoburko S 11,31, Langstökk: Irina Valyukevich S 6,91 (meöv.), 3.000: Olga Bondarenko S 8:58,49, 400: Olga Vladykina S 50,32, 1500: Raviya Aglitdinova S 4:02,44, 4x100: Sovétríkin 43,31. BREZKI hlaupagarpurinn Steve Cram setti í gærkvöldi glæsilegt heimsmet í 1.500 metra hlaupi é Grand Prix-frjélsíþróttamóti í borginni Nizza í Frakklandi. Cram hljóp é 3:29,67 mínútum og er því fyrstur manna til aö hlaupa vega- lengdina é innan viö 3'A mínútu. Sló hann heimsmet landa síns, Steve Ovett, sem var 3:30,77 mín- útur, sett í Rieti é Ítalíu 4. sept- ember 1983. Hlaupiö í Nizza var stórkostlegt, hraöi mikill frá byrjun, og árangur fyrstu fjögurra glæsilegur. Keppni fyrstu manna var mikil, en Cram reyndist sterkastur i lokin. j ööru sæti varö Marokkómaöurinn Said Aouita á 3:29,71, en hann varö ólympíumeistari í 5.000 metrum i fyrra. Reyndi hann ákaft aö kom- ast fram úr Cram í lokin. Þriöji varö Spánverjinn Jose-Luis Gonz- ales á 3:30,92 og fjóröi Banda- ríkjamaöurinn Steve Scott á 3:31,76 mín. Aouita, Gonzales og Scott settu allir landsmet, og Aou- ita er undir heimsmeti Ovetts. i fimmta sæti varö Frakkinn Pascal Thiebault á 3:35,50 og landi hans Dominique Bouchard sjötti á 3:36,88 mín. Steve Cram hefur náö einhverj- um stórkostlegasta árangri, sem hlaupari getur náö. Áriö 1982 varö hann bæði Evrópumeistari og Samveldismeistari í 1.500 metra hlaupi. Áriö 1983 varö hann heims- meistari í 1.500 metra hlaupi og í fyrra hlaut hann silfurverölaun í þeirri grein á ólympíuleikunum i Los Angeles. Á Moskvuleikunum 1980 komst hann í úrslit i 1.500 metrunum, en þá háöi honum reynsluleysi og hann varö áttundi. Þrátt fyrir þennan frábæra ár- angur hefur Cram lengi staöiö í skugganum af tveimur frábærustu hlaupurum síöustu ára, Bretunum Sebastian Coe og Steve Ovett. Coe og Ovett skiptust á sínum tíma á aö setja heimsmet í mílu- Jafntefli meistaranna FRANSKA 1. deildarkeppnin i knattspyrnu hófst í gærkvöldi. Nantes, mótherjar Vals í Evrópu- keppninni, geröi markalaust jafn- tefli á útivelli gegn Toulon. Meist- arar Bordeaux unnu nauman sigur heima gegn Nice, nýliöunum í 1. deild, 1:0. Úrslit uröu annars þessi: Bordeaux — Nice 1:0 Toulon — Nantes 0:0 Monaco — Sochaux 1:1 Laval — Auxerre 0:0 Metz — Lens 2:3 Lille — Brest 3:1 Toulouse — Nancy 4:1 Bastia — Paris SG 4:2 Strasbourg — Rennes 1:1 Le Havre — Marseilles 1:0 Árangurinn í Frakklandi MJÖG góöur árangur nóöist í stangarstökki í Grand-Prix- mótinu í Frakklandi í gær- kvöldi. Sergei Bubka fré Sovétríkjunum, sem setti heimsmet um síöustu helgi, varö þé fyrstur manna til að stökkva yfir sex metra, stökk hærra en gamla heimsmetiö var, í Nizza í gærkvöldi. Stökk 5,96, en gamla metiö var 5,94. Frakkinn Pierre Quinon stökk 5,90 m og varö annar. Besti árangurinn á mótinu náöist aö sjálfsögöu i 1.500 metra hlaupinu, eins og nánar er greint frá hér til hliðar. Tvö met voru sett í 3.000 metra hlaupi kvenna, sigurveg- arinn Cornelia Burki frá Sviss setti svissneskt met, hljóp á 8:40,10 og franska stúlkan Annetta Sergent setti franskt met, hljóp á 8:50,57. Hún varö sjötta. Jose Luis Barbosa, Brasilíu, sigraöi í 1.000 m hlaupi á 2:17,36. Luis Mariano Delis frá Kúbu sigraöi í kringlukasti karla, kastaöi 67,90 m, Luoise Riter, Bandaríkjur jm stökk hæst í hástökki kvenna, 1,98 m. Judi Brown-King, Bandaríkj- unum, sigraöi í 400 m grinda- hlaupi kvenna á 55,30 m, Calv- in Smith, Bandaríkjunum, sigr- aöi í 200 m hlaupi á 20,45 sek. og Pólverjinn Jacek Wszola sigraöi i hástökki karla. Stökk 2,32 m. hlaupi og 1.500 metrum og eru enn i fullu fjöri, þannig aö spurning er hvort met Cram eigi eftir aö veröa langlíft. Steve Cram er á 25. aldursári, fæddur 14. október 1960 í borg- inni Gateshead á Englandi. Staöan STAÐAN hjé okkur í 3. deild- inni skolaöist eitthvaö til í gær og birtum viö því stööuna aft- ur núna í béöum riölunum og é hún aö vera rétt: A-riMII: Selfoss 9 6 3 0 20. 8 21 Grindavík 9 5 2 2 20: 9 17 Stjarnan 9 4 3 2 10:12 15 Reynir 9 4 2 3 18:11 14 Ármann 8 3 1 4 10:12 10 ÍK 9 1 6 2 11:12 9 HV 8 12 2 5 8:15 5 Víkingur Ó. B-ri6ill: 9 1 1 7 8:26 4 Tindastóll 9 6 3 0 14: 4 21 Einherji 9 5 2 2 17:10 17 Magni 9 5 2 2 14: 8 17 Leiknir 9 5 1 3 12:11 16 Austri 9 3 5 1 17: 9 14 Þróttur 9 3 2 4 15:11 11 Huginn 9 1 2 6 7:19 5 Valur 9 1 2 6 7:20 5 HSÞ 8 1 1 6 8:19 4 Akraborg á leikinn AKRABORGIN veröur í feröum milli Reykjavíkur og Akraness í sambandi viö leik Skagamanna og Fram í kvöld. Skipið fer fré Reykjavík kl. 16 og fré Akranesi aftur eftir leik, kl. 20.45. Sérstakir miöar gilda fyrir þé sem taka Akraborgina og fara jafnframt é leíkinn og kostar þaö 450 krónur fyrir fullorðna en 150 fyrir börn. Morgunblaðs- mótið í tennis • Öll fjölskyldan getur mætt og tekið þéttl MORGUNBLAÐSMÓTIÐ í tennis verður haldið um næstu helgi, eins og viö greindum fré í gær. Keppni hefst á föstudag og lýk- ur á sunnudag. Keppt veröur í þremur flokkum: karla- og kvennaflokki og svo tvíliöaleik. Þátttaka í Morgunblaösmótinu er öllum heimil — og þaö er til dæmis tilvaliö fyrir fjölskyldur aö mæta saman á mótiö og taka þátt í því! Þaö skal sérstaklega tekiö fram aö þeir sem tapa fyrsta leik keppa í sérmóti sam- hliða aöalmótinu. Tennisvörur veróa í verölaun, spaðar og fleira af Pro Kennex- gerö. Þá fá allir þátttakendur sérstaka gjöf frá Morgunblaöinu sem viöurkenningu fyrir aö hafa veriö meö. Tilkynna þarf þátttöku til Vikt- ors Urbancic i síma 18215 fyrir kl. 17 á fimmtudag — á morgun. Þátttökugjald er kr. 500 í einliöa- leik og 300 krónur í tviliöaleik. Mótiö fer fram á völlum ÍK í Vallargeröi í vesturbæ Kópa- vogs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.