Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLADIÐ, MIÐyiKUDAGUR 17, JÚLl 1985 Y firlýsing frá Júlíusi K. Valdimarssyni vegna fréttatilkynningar frá stjórn Vinnumálasambands samvinnufélaganna Stjórn Vinnumálasambands samvinnufélaganna hefur sent frá sér yfirlýsingu í sambandi við ákvörðun hennar um að segja mér upp störfum sem framkvæmda- stjóri þess eftir 20 ára starf í Sam- vinnuhreyfingunni. f yfirlýsingu stjórnarinnar við- urkennir stjórnin ekki hina póli- tísku ástæðu uppsagnarinnar heldur lýsir vantrausti á mig af ástæðum sem hún tilgreinir ekki. Yfirlýsing stjórnarinnar er mjög loðin og lágkúrulegt yfirklór þar sem stjórnin hefur ekki manndóm í sér til þess að viður- kenna raunverulega ástæðu upp- sagnar mínnar sem er að þeir töldu pólitiska starfsemi mína í Flokki mannsins ekki samrýmast stöðu minni, sem framkvæmda- stjóri VMS. Þetta var niðurstaða stjórnarfundar VMS sem haldinn var að Bifröst í Borgarfirði í tengslum við aðalfund SIS dagana 13. og 14. júní. Einn stjórnarmanna Vinnu- málasambandsins sem var stadd- ur á þessum stjórnarfundi stað- festi þetta við mig í persónulegu samtali. Þetta tel ég nauðsynlegt að komi fram nú þegar stjórnin gripur til svo óvandaðra vinnu- bragða sem raun ber vitni. Ég nafngreini þennan stjórnarmann ekki svo hann verði ekki fyrir póli- tískum ofsóknum eða öðrum óþægindum fyrir bragðið. Það vantraust sem stjórnin lýs- ir í fréttatilkynningu sinni getur varla varðað störf mín, að minnsta kosti kom engin slík at- hugasemd frá stjórninni meðan ég var í starfi en slík ákvörðun er lágmarksréttur hvers starfs- manns þannig að honum gefist kostur á því að bæta sig. Eina aðvörunin sem ég fékk var fyrir síðustu samningsgerð en þá skýrði nýkjörinn stjórnarformað- ur mér frá því að ég yrði settur út úr samningaráði Vinnumálasam- bandsins, þvi það samrýmdist ekki þátttöku minni i Flokki mannsins, þ.e. hrein pólitísk ástæða. Varla þarf að eyða orðum á ósmekklega aðdróttun stjórnar- innar varðandi tæki þau sem ég hafði að láni hjá Vinnumálasam- bandinu enda aukaatriði sem kemur uppsögninni ekki -við. Það er tími til kominn að þau andlýðræðislegu einokunaröfl sem tekið hafa sér bólfestu í æðstu stjórn Samvinnuhreyfingarinnar fari að haga sér eftir leikreglum lýðræðisins. Ef segja á upp störfum einum stjórnanda í Samvinnuhreyfing- unni vegna pólitískrar þátttöku hans, þá ætti einnig að segja upp öðrum stjórnendum Samvinnu- hreyfingarinnar fyrir pólitíska þátttöku þeirra. En að sjálfsögðu er út í hött að nokkrum sé sagt upp starfi vegna stjórnmálaskoðana. Slíkt er mannréttindabrot af versta tagi og ef það er liðið getur enginn ver- ið óhultur með að setja skoðanir sínar fram hvort sem er á sviði stjórnmála, verkalýðsmála, trú- mála eða annarrar mannlegrar starfsemi. Ég heiti á alla manngildissinn- aða samvinnumenn að beita sér gegn þessari þróun því með henni er skammt í hæl einræðisins. Reykjavík, 15. júlí 1985. Júlíus K. Valdimarsson. Bíll stórskemmd- Skellinöðru stolið frá Frakkastíg AATaranótt þriðjudagsins 9. júlí var svartri skellinöóru af MT 50-yróuÉul ió frá Frakkastíf! 24. Skráninganámer er R-1115 . Hún er með srartii MB-kúpu og MB-stýri. Sætið er svart og rautt og framdemparar eru gylltir. Ef vera ky..ni að einhver hefði séð hjólið eða veit hvar það er niður- komiö er hann beðinn um að láta lögregluna vita. Fiskeldisstödvar: Heimilt að taka erlend lán fyrir 67 % af kostnaði RÍKISSTJÚRNIN samþykkti á faadi súmni á footudaginn að heimila U- eldtsHtoðvum erlenda lántöku fyrir allt að 67% af kostnaði við stofnun fyrir- lak)«nn» Er hér um að raeða — Mutfall og gildir um tækjakaup til tmk- Erlend lántaka af þessu tagi er háð samþykki viðskiptaráðherra og sagði Matthías Á. Mathiesen i sam- tali við Morgunblaðið að þessi sam- þykkt ríkisstjórnarinnar byggðist á sömu forsendum og erlendar lántök- ur til annarra útflutningsfyrirtækja. Áður hafði fiskeldisstöðvum verið heimilt að taka erlend lán fyrir allt að 50% af kostnaði. Cterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! ur við Ránargötu DÖKKBLÁR fólkshíll af gerðinni Fiat Uno var stórskemmdur fyrir utan hús númer la við Ránargötu síðastliöinn laugardag. Að sögn eiganda bílsins virtist helst sem ei'tthvert stórvirkt tæki hefði nuddast utan í bílinn en þó taldi hann ekki útilokað að þarna hefði annar fólksbíll verið á ferð- inni. Líklegast er að atvik þetta hafi gerst milli klukkan 8 og 11 um morguninn. Sami maður varð fyrir því að- faranótt Hvítasunnudags að bíla- síma í dökkbláum kassa var stolið úr téðri bifreið sem þá stóð einnig við Ránargötu fyrir utan hús númer 4. Þeir sem kynnu að hafa orðið varir við annaðhvort, bílasímann eða þegar billinn var skemmdur, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við lögregluna á varð- stöðinni við Hlemm. Askriftcirsíminn er 83033 Vanirmenn Thermopane menn hafa staðíð. lengst allra í sölu einangrunarglers á íslandi. Og hín frábæra reynsla af glerinu er orðin meira en 30 ára löng. Suða og líming sitt er hvað Frá upphafi hefuriáð dæmigerða Thermopane gler^eríð soðið á millilistann, en ekki límt. Á því byggjast w hin sérstæðu gæði framleiðslu okkar. „ Og fitki þarftu \ <i aðþrefalda Thermoplus Comfort er tvöfalt einangrunargler sem eínangrar betur en venjulegt þrefalt gler. The/imofi Glerverksmiðjan Esja hf., Völuteigi 3 270 Mosfellssveit, Sími 666160.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.