Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JULI 1985 23 FilippseyjaK Fyrrverandi blaðafulltrúi Marcosar handtekinn Manila, Filippseyjum, 16. Júlfi. AP. FYRRVERANDI blaöafulltrúi Marc- os forseta Filippseyja, Francisco Tatao, var handtekinn í dag og verð- ur ákaerður fyrir spillingu og fjár- drátt að því er segir í fregnum frá Manila. Tatao hefur harðneitað að hafa gerzt sekur um ólöglegt athæfi og sagði að nær væri að ákæra Marc- os og konu hans, Imöldu, og ýmsa samstarfsmenn þeirra hjóna vegna auðgunarbrota og alvarlegs fjárdráttar. „Forsetinn vill svipta mig persónulegu og pólitísku frelsi, þar sem ég hef gagnrýnt hann. Hann vill þagga niður í mér. Þetta er hans aðferð við pólitíska andstæðinga," sagði Tatao. Francisco Tatao var blaðafull- trúi Filippseyjaforseta í tíu ár. Marcos rak hann fyrir fimm árum vegna ágreinings um stjórnmál. Tatao stofnaði þá sinn eigin flokk og hefur einnig skrifað greinar þar sem hann gagnrýnir Marcos mjög afdráttarlaust. Bifreið dönsku ferðalanganna eftir að hún hafði verið reist við á slysstaðnum. t rútunni voru 63 Danir, flestir frá Álaborgarsvæðinu, og níu Norðmenn á leið úr fríi við Gardavatn á Ítalíu V-Þýzkaland: 5 Danir farast í Göttingen, Vestnr-Pýsknlandi, 16. Júlfi. AP. FIMM danskir ferðamann týndu lífi og 48 slösuðust er bifreið þeirra valt á þýsku hraðbrautunum á sunnu- dag. Einn hinna slösuðu er í lífshættu. Bifreiðin, sem var tveggja hæða langferðabif- bílslysi reið, var á leið til Danmerkur með 73 ferðamenn úr sumarleyfi við Gardavatn á Ítalíu. Bifreiðin rakst á brautarkant á hraðbrautinni milli borganna Kassel og Göttingen og valt margar veltur. I hópi hinna slösuðu er bílstjórinn, sem er kona. Herberto Padillæ Ég vil bæta mér upp „þöglu árin“ á Kúbu „Ég eyddi tíu árum í að berjast við það eitt að halda lífi,“ segir kúbanska skáldió Herberto Padilla í viðtali við Time nýlega. Hann fékk leyfi til að flytja til Bandaríkjanna fyrir fjórum árum. Padilla sætti ofsóknum Castro- stjórnarinnar, var varpað í dýflissu og sætti pyndingum. Hann hafði áður verið góðvinur Castros, sem heimstótti hann í fangelsið. „Erlendis er talað gegn byltingunni á Kúbu. Og þú berð ábyrgð á því,“ hrópaði Castro í bræði. Þegar Batista var við völd hafði Padilla farið til Miami. Bjartsýnn og vongóður ákvað hann að halda til Kúbu ef Castro kæmist til valda. Hann baúð fram krafta sína og starfaði sem fréttamaður við Prensa Latina. Smátt og smátt hætti honum að lítast á framvindu byltingarinnar og þóttist sjá hliðstæður við kúg- un Austur-Evrópuríkja. í Ijóðum hans speglast viðhorf hans. í einu þeirra segir eitthvað á þessa leið, lauslega snúið: Kúbönsk skáld dreymir ekki framar (jafnvel ekki um nætur) þau loka að sér til að skrifa í einrúmi. Andstaða Padilla vakti gremju Castros eins og fyrr segir. En eft- ir að hann var settur í fangelsi mótmæltu skáld og listamenn víða um heim og Castro sá sig tilneyddan að láta hann lausan. Næstu tíu árin bjó hann á Kúbu, en lét lftið fara fyrir sér og hafði í sig og á með þýðingum. Edward Kennedy, öldungardeildarþing- maður í Bandaríkjunum, tók mál hans upp við Castro og honum var leyft að flytja til Bandaríkj- anna 1981. Padilla segir að hann sé nú að bæta sér upp þöglu árin og vinnur af kappi. Honum hefur ekki farið eins og ýmsum öðrum útlögum, og nefnir Solzhenitsyn sem dæmi, að velta vöngum sýknt og heilagt yfir liðinni tíð og líta með trega til föðurlands síns. „Ég get ekki hrifist af þeim sem hafa þjáningu að atvinnu. Ég vil verða nýr mað- ur. Ég vil lifa og það er skylda mín að skrifa," segir hann. Hann fæst við ljóðagerð nú og skrifar auk þess nokkrar greinar á viku fyrir ýms spænsk blöð á Flórída. Bók sem hann skrifaði á þöglu árunum, „Hetjur eru á beit í garðinum mínum“, var gefin út á ensku í fyrra. Padilla er þeirrar skoðunar, að kommúnismi hafi ekki náð tökum á Kúbumönnum og að eyjar- skeggjar muni varpa hugmynda- Herberto Padilla fræði kommúnismans fyrir róða, þegar Castro fellur frá. Hann álítur að þá muni þúsundir útlaga fara heim, án þess þó að snúa baki við Bandaríkjunum, þá muni menn ferðast milli Bandaríkj- anna og Kúbu með jafn léttum leik og milli New York og Wash- ington nú. Niðurstaða Padilla er að Castro hafi að vísu reynt að losa Kúbu við öll bandarísk áhrif, en honum hafi aðeins tekizt það á ytra borðinu. Union Carbide-slysið: 36 fóstur- eyðingar Nýju Delhí, 16. júlí. AP. Ríkisstjórnin í Madhya Pradesh- fylki á Indlandi skýrði frá því á mánudag, að 36 konur hefðu orðið að gangast undir fóstureyðingu og sex börn hefðu fæðst vansköpuð í kjölfar eiturefnaslyssins í Bhopal í fyrra. Eiturefnið lak frá verksmiðju Union Carbide í borginni og leiddi það til dauða um 2.000 manna. Tugir þúsunda slösuðust. Ymis samtök á Indlandi hafa haldið því fram, að hundruð kvenna hafi orðið að láta eyða fóstri, fætt andvana börn eða van- sköpuð vegna áhrifa eiturefnisins. Það var indverska læknaráðið, sem annaðist rannsókn á afleið- ingum Bhopal-slyssins. PIA flýg- ur á ný til Moskvu IsUtnabad, PakisUn, 16. jálf. AP. PAKISTANSKA flugfélagið PIA hefur byrjað á ný flug til Moskvu, eftir fjórtán ára hlé. Verður flogið einu sinni sinni í viku frá Islam- abad. Sovézka flugfélagið Aereflot mun fljúga einu sinni í viku til Kar- achi. Tveir vegfarendur slösuðust á mánudag er sprengja sprakk fyrir utan skrifstofu bandaríska flugfé- lagsins í Karachi. Að sögn lög- reglu mun ungur maður á mótor- hjóli hafa kastað sprengjunni að skrifstofunni. Miklar skemmdir urðu á húsnæðinu og bílum sem hafði verið lagt við skrifstofuna. Burma og Kýpur taka upp stjórn- málasamband Ruxoon, Burma, 16. júlf. AP. KUNNGERT var í Rangoon, höfuð- borg Burma, í morgun, að Burmabú- ar og Kýpurbúar myndu taka upp stjórnmálasamband. Ekki var tekið fram hvenær geng- ið yrði frá því formlega. Burma hef- ur stjórnmálasamband við færri ríki en flest önnur Asíulönd og hefur fram til þessa ekki lagt sig eftir um- talsverðum alþjóðlegum samskipt- um. Góður matur á gaffíi »» yið et^' & vTSXÓ'- opKJriíTí „Leikábót fyrir kvöldverðargesti“ : »— 'Jv Hádegisverður frá kl.'l 1 - 14. Kaffi og kökur frá kl. 14-17. Kvöldmatui frá kl. 18. Gaukur.á'Stöng veitingahtis, Tryggvagötu 22, sími 11556 mán., þri., miö. 8.-24. júlí kl. 19.00. Miöar á staönum eöa pantanir í síma 11556.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.