Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1985 47 Höröur Jóhannesson skorar hér eitt af þremur mörkum sínum í bikar- leiknum gegn KR í síöustu umferö. Hann veröur í eldlínunni í kvöld. Góður liðsstyrkur FH fyrir bikarslaginn: Janus leikur með gegn Þór í kvöld í GCR barst Knattspyrnusam- bandi íslands skeytl frá þýska knattspyrnusambandinu þar sem sagöi að Janus Guölaugs- son væri laus allra mála hjá For- tuna Köln og getur Janus því leikið meö FH í kvöld gegn Þór á Akureyri. Þetta er fyrsti leikur Janusar meö FH á þessu keppnistímabili og er ekki aö efa aö hann mun styrkja liöiö mikiö. Janus hefur undanfarin ár leikiö meö Fortuna Köln en hefur nú snúiö heim aftur og leikur sinn fyrsta leik meö FH í kvöld. Janus varð löglegur meö FH hér heima þann 14. júlí en skeyt- iö frá Þýskalandi barst ekki fyrr en í gær og því er ekkert sem stendur í veginum fyrir aö hann geti leikiö með FH-ingum. Hann lék hér á árum áöur meö FH og þjálfaöi þá um tima þannig aö hann þekkir flesta leikmenn liös- ins og ætti því ekki aö vera lengi aö komast inn í hlutina hjá þeim. • Janus Guölaugsson Átta liða úrslit bikarsins halda áfram í kvöld: Stefnir í spennandi leiki í KVÖLO fara fram þrír leikir í átta liöa úrslitum Bikarkeppni KSf, Skagamenn taka á móti Fram, Keftvíkingar fá Valsmenn í heim- sókn og á Akureyri leika Þór og FH. Allir þessir leikir ættu aö geta oröiö spennandi og skemmtilegir en þó veröur leikur ÍA og Fram aó teljast stórleikur dagsins, sér- staklega þegar höfö eru í huga úrslit úr leik liöanna í 9. umferð íslandsmótsins, en þar sigruöu Skagamenn 6:2. Leikur Skagamanna og Fram hefst kl. 18.30, en hinir tveir leik- irnir hefjast kl. 20.00. Leikmenn ÍA sögöu eftir leikinn viö Fram í is- landsmótinu aö bikarleikurinn yröi örugglega mjög erfiöur, sérstak- lega vegna þess aö ÍA vann svo stórt í síöasta leik liöanna. Ekki er ólíklegt aö þetta sé rétt ályktaö hjá Skagamönnum, þeir veröa líklega aö leika jafnvel og gegn Fram á dögunum ef ekki betur ef þeir ætla aö sigra og eiga möguleika á aö halda í bikarinn góöa. Fram lók ekki vel í leiknum á Skaga og ef þeir ætla sér aö sigra í dag veröa þeir aö leika betur en þá. Leikurinn um daginn var slak- Halldór Áskelsson asti leikur Fram í sumar og ólíklegt aö liöiö detti niöur á slíkan leik tvisvar í röö. Vörn liösins var hræðilega slök í leiknum á dögun- um, miöjan var þokkaleg en lítiö reyndiö á sóknarmennina. Friörik í markinu var ekki heldur upp á sitt besta. í Keflavik veröur liklega einnig hörkuleikur. Liöin mættust í 8. um- feröinni og var leikiö aö Hlíöar- enda. Valsmenn sigruöu 1:0 í ágætis leik og er ekki aö efa aö þeir hafa fullan hug á aö endurtaka sigurinn í Keflavik í kvöld. Sigurjón Kristjánsson hefur nú bæst viö í liöi Keflvíkinga og mun þaö styrkja liöiö mikiö. Fróölegt veröur aö sjá hvernig honum tekst upp viö aö „mata" framlínuna meö sínum frábæru sendingum. Á Akureyri leika Þór og FH en þau iéku saman i Hafnarfiröi i 9. umferðinni og sigraöi Þór þar 2:0 og veröur þvi aö teljast sigur- stranglegra í leiknum í kvöld. FH-ingum hefur þó bæst mikill liösstyrkur frá þeim leik þar sem er Janus Guðlaugsson, sem leikur sinn fyrsta leik meö FH á þessu keppnistímabili, en hann hefur nú snúiö heim frá atvinnumennskunni í Þýskalandi. Þórsarar hafa ekki tapaö leik á heimavelli i sumar og eru ákveðnir í aö tryggja sér sæti i fjögurra liöa úrslitum. FH-ingar eru þaö einnig enda hefur gengi liösins ekki veriö sem best í sumar og þeir því ákveönir i aö komast eins langt og þeir framast geta í Bikarkeppninni. TERŒL« Hannekur hvem veg áenda... .ogáfram f þörf krefur Nybýlavegi8 200Kópavogi S 91-44144 essemm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.