Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1985 Úr tónlistar- heiminum Hljómsveit Gunnars Þórð- arsonar er í sumarfríi um þessar mundir, en hún tekur aftur til starfa á Broadway í nóvember. Af Gunnari sjálfum er það að frétta að hann er vel á veg kominn með að semja lög við texta Ólafs Hauks Símon- arsonar og verður það efni gefið út á plötu með haustinu. Ný plata kemur út frá hljóm- sveitinni Mannakorn í júlí, ef ekkert óvænt kemur upp á og heitir hún „í ljúfum leik“. Efni þessarar skífu verður öðruvísi en á þeirra fyrri plötum. Þeir félagar munu spila eitthvað opinberlega í sumar. Magnús Þór Sigmundsson vinnur hörðum höndum þessa dagana að gerð nýrrar sólóplötu sem mun einkennast af hröðu rokki og enskum textum. Þessi plata Magnúsar verður síðan hljóðblönduð í Digital í Topp Studio í London og verður síðan skorin á DMM í Hollandi. Björk Guðmundsdóttir ein af meðlimum hljómsveitarinnar Kukl sagði í viðtali, að Kuklið væri að undirbúa tónleikaferð til Evrópu með endurnýjað efni og ný plata væri væntanleg frá þeim innan skamms. Björgvin Halldórsson hefur varla mátt vera að því að líta til sólar undanfarið vegna anna. Hefur hann verið að klára al- hliða störf í sambandi við „Inn- rás sjöunda áratugarins" og nýjustu plötu Ladda. Ný plata er væntanleg frá Björgvin fyrir jól og sennilegt þykir að hún muni verðará tveiraur tungu- málum. . Afabarn Mussolinis kvikmyndaleikkona Björgvin Halldórsson söngvari. SIGURJÓN HELGASON BAKARI Sá eini í Hveragerði sem fjölda- framleiðir og selur hverabrauð Eg er sá eini hérna í Hvera- gerði sem fjöldaframleiði og sel brauð sem bökuð eru í hvera- gufu," sagði Sigurjón Helgason er blm. bar að garði. „Það eru sex ár síðan ég flutti hingað frá Húsavík og keypti hérna af Georg Michaelsen, sem var búinn að baka þessi brauð í yfir 30 ár. Þetta hefur þekkst hérlendis í óratíma, því húsmæð- ur hafa gert þetta frá ómunatíð." — Er mikil kúnst að baka hverabrauð? „Nei, það er afskaplega einfalt. Þegar búið er að útbúa til bökunar venjulegt rúgbrauð, þá er þetta ákveðin aðferð sem notuð er. Eini ókosturinn við hverabrauðsbakst- urinn er að það krefst mikillar útivinnu, sem getur orðið þreyt- andi í leiðinlegu veðri á veturna. En ég set hverabrauðið í ákveðið mót, því sýrur í gufunni tæta flest í sundur og ég baka brauðið í 24 klukkustundir." — Hvernig er með næringar- innihald? „Það voru einhverjar dylgjur á lofti að það væri oðið algjörlega næringaefnalaust eftir baksturinn svo ég sendi prufur til Danmerkur og útkoman var ótrúlega jákvæð. í ljós kom að brauðin eru mjög próteinrík og fitusnauð. Við höf- um smám saman verið að fikra okkur áfram og nú framleiðum við tvær tegundir hverabrauða, heil- hveitihverabrauð sem við bökum í 10 tíma og hefur verið á markaðn- um í 1 '/z ár og svo þetta sígilda rúgbrauð. Það virðist þó vera ger- legt að baka fleiri tegundir úr grófu mjöli og kannski kynnum við einhverjar nýjungar í þessu þegar fer að hægjast um hjá okkur." LÚXUSKVÖLD í BROADWAY Kjólarnir kostuðu hálfa milljón sumir hverjir Margir virtust hafa áhuga á að berja augum hátískufatnaðinn frá Léon- ard í París er tímaritið Luxus, Broadway og Björn Jóhannsson um- boðsmaður Léonard efndu til tískusýningar og hátíðar í Broadway sl. fimmtudagskvöld. Stóð til í upphafi að Léonard sjálfur kæmi til landsins til að kynna fatnaðinn, en sökum veikinda sendi hann fulltrúa sinn, Francois GhambreÞ ent Það var ýmislegt sem gestum Lúxuskvöldsins var boðið uppá, Jóhann Helgason söng nokkur lög, hárgreiðslusýning var á vegum Papillu, Ástrós Gunnarsdóttir og Ingólfur Stefánsson dönsuðu dans sem nefndur er Jóns- messudraumur og að lokinni tískusýningu söng Edda Þórarinsdóttir nokkur lög úr Edith Piaf. Rúsínan í pylsuendanum var þó er Heiðar Jónsson kynnti tískufatnaðinn sem Módel 79 sýndu. Kjólarnir sem voru yfirleitt mjög skærir og skrautlegir kostuðu á bilinu frá eitt hundruð þúsund og upp f fimm hundruð þúsund. Flestir voru þeir úr silkijersey-efnum og munstrin unnin á sérstakan hátt er Léonard hefur einkarétt á. Höfuðskraut, og aðrir skartgripir sem stúlkurnar báru við kjólana voru sérhannaðir fyrir hvern kjól og það sama gildir um aðra fylgihluti, hanska, töskur og fleira. Þessi er gulur að framan en bleikurað aftan. fclk í fréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.