Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ1985 Gljúfurá raknar við Gljúfurá í Borgarfirði tók vel við sér fyrir fáum dögum, veiði- menn sem voru við ána 12.—14. júlí fengu 31 lax á 3 stangir á tveimur veiðidögum. Veiði hófst 20. júní og hafði verið dauf veiði fram að því, aðeins um 25 laxar höfðu komið á land. Ós Gljúfurár er erfiður laxin- um þegar áin er jafn vatnslítil og verið hefur það sem af er sumri, en þeir sem lögðu á sig hina löngu gönguleið niður í ósinn til veiða urðu þess áskynja að þar var nokkuð af laxi sem virtist bíða betri gönguskilyrða. Svo virðist sem ganga hafi runn- ið fram ána úr ósnum. Ekki var hér um nýgengna laxa að ræða, en þeir veiddust upp um alla á. Einn og einn í Þrastarlundi Trausti Víglundsson í veit- ingaskálanum í Þrastarlundi sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að 9 laxar væru komnir á land af svæði Ungmennafélags íslands í Soginu, í Þrastarlundi, en veiðin hófst 21. júní. Veitt er á eina stöng og hafa laxarnir all- ir veiðst á Breiðunni fyrir ofan brú og í svokölluðu Kúagili. Stærsti laxinn til þessa vó 15 pund. Þrastarlundarsvæðið nær frá Álftavatni og niður að Sogsbrú. Andspænis er stór hluti af veiðisvæði Alviðru. Enn er hægt að fá keypt veiðileyfi á þessu svæði, þau kosta 1.500 krónur fyrir stöngina til 21. júlí, en hækka eftir það upp í 2.000 krónur. Norðurá: Hollið fékk 113 stykki Síðasti veiðimannahópurinn við Norðurá hélt til síns heima með 113 laxa og þótti það hin ágætasta veiði. Þar með voru komnir 513 laxar á land á aðal- svæði Norðurár, en talið var að eitthvað um 80—90 laxar hefðu veiðst samtals í Stekknum og Munaöarnesi, því eru komnir rétt rúmlega 600 laxar á land og nálgast aflinn nú heildarafla síðasta sumars, en þá var veiðin frámunalega léleg. Nú er hún miklu betri og talsvert líf í ánni. Hallgrímur Dalberg veiddi 18 punda fisk í Norðurbæ fyrir fáum dögum og er það stærsti lax sem veiðst hefur í ánni í sumar. Éil .. I Rennt í Eyrarhvl í Gljúfurá Spár sérfræðings: Islendingum fækkar eftir næstu aldamót ÆTLA MÁ aó íbúar íslands verði u.þ.b. 275.000 talsins árið 2020, en fari eftir það fækkandi. Þetta kemur fram í grein í nýjasta hefti tímaritsins Heilbrigðismál. Þessi spá er byggð á þeim forsendum að fólksflutningar til og frá landinu verði í svipuðu horfi og á árunum 1974—1984 og að dánartíðni haldi áfram að lækka. Ennfremur er við það miöað að fæðingatíðni lækki á næstu árum niður í 1,7 börn á hverja konu, en hún er nú 2,0 böm á hverja konu. Ef fæðingatíðnin lækkar örar nær mannfjöldi á íslandi fyrr hámarki, t.d. árið 2010, ef hún fellur í 1,4. í greininni kemur fram, að í fyrra fæddust hér á landi 4.100 börn en um 1.700 manns létust. íslendingum hefði þvi fjölgað um 2.400 ef jafn margir hefðu flust til landsins og frá því. Fram kemur að þessi fæðingatíðni samsvari þvi að hver kona eignist að meðaltali 2,0 börn á ævinni eins og áður sagði. Árin 1976 til 1980 var þessi tala 2,4 en 4,2 á árunum 1956 til 1960. Talið er að frjósemi þurfi að vera a.m.k. 2,1 börn á hverja konu til að þjóðinni haldi áfram að fjölga ef til lengri tíma er litið. í greininni er haft eftir Hall- grími Snorrasyni hagstofustjóra að enda þótt frjósemin verði óbreytt, muni fæðingum samt sem áður fara fækkandi á næstu árum, sökum þess að færri konur verði þá á frjósamasta aldursskeiði (þrítugsaldri), en nú er. Segir Hallgrímur að ætla megi að eftir fá ár muni innan við 4.000 börn fæðast á ári og árið 1995 verði tala fæðinga komin niður í 3.400 á ári. „Þessir útreikningar á íbúa- fjöldanum geta að sjálfsögðu breyst, t.d. ef dánartíðnin verður önnur og ef fæðingatíðnin hækkar á ný, hugsanlega vegna breyttra lífsviðhorfa eða ráðstafana stjórn- valda í efnahagsmálum (t.d. í skattamálum og tryggingamál- um),“ segir að lokum í greininni í Heilbrigðismálum. NM í skák í Gjörvik í Noregi: Jóhann Hjartarson vann Svfann Wiedenkeller GjðYÍk, 16. júlí. Frá Áskeli Erni Kárnsjni, frétUritara Mbl. ÞEGAR 1. umferð í landsliðsflokki á Skákþingi Norðurlanda hér í Gjövik átti að hefjast í dag kom í Ijós að tvo keppendur vantaði. Þá Helga Ólafsson og Færeyinginn Hansen. Þeir höfðu lent í villu ásamt ofanrituðum í jám- brautarkerflnu norska og voru strandaglópar í smábæ 80 kílómetra frá skákstað. Þegar okkur tókst loks að ná í mótsstjórnina í síma var brugðið skjótt við og við sóttir. Eftir ævintýralega ökuferð komum við til Gjövik hálftíma eftir að aðrir keppendur voru sestir að tafli. Helgi ólafsson tefldi við Svíann um, 10. Harry Schussler, Svíþjóð, Harry Schussler og gerði stutt jafntefli, enda þreyttur eftir langt og strangt ferðalag frá Kaup- mannahöfn. Töfluröðin á Skák- þingi Norðurlanda er eftirfarandi: 1. Máki, Finnlandi, 2. Jóhann Hjartarson, 3. Helgi Ólafsson, 4. Knut Helmers, Noregi. 5. Yrjölá, Finnlandi, 6. Curt Hansen, Dan- mörku, 7. Simen Agdestein, Nor- egi, 8. Öst-Hansen, Danmörku, 9. Jens Christian Hansen, Færeyj- 11. Wiedenkeller, Svíþjóð, 12. Westerinen, Finnlandi. Mótið er í áttunda styrkleika- flokki og þarf 8. vinninga til stór- meistaraárangurs. Þeir Helgi og Simen Agdestein eru stigahæstir keppenda með 2.515 stig. Jóhann Hjartarson er þriðji með 2.505 og Curt Hansen fjórði með 2.500, en hann ver NM-titilinn frá Esbjerg 1983. Almennt er reiknað með að þessir fjórir berjist um titilinn, en „Hefðu getað gert Krohn verr úr garði en með mynd af Jóni“ — Bergens Tidende reynir að komast til botns í myndabrenglsmálinu Eftir að Morgunblaðið vakti athygli á birtingu myndar af Jóni Sigurðssyni for- seta í sagnfræðiritinu Bergens Bys Hist- orie, þar sem sjálfstæðishetja íslendinga er sögð vera norski kaupmaðurinn Hen- rik Krohn, hefur dagblaðið Bergens Tid- ende tekið málið upp. Á bls. 2 í aðalblaði Bergens Tidende frá því á laugardaginn er að finna frétt um málið með fyrirsögninni „Stofn- anda Vestmannalaget ruglað saman við íslending". Ekki hefur blaðinu þó tekist að komast að því hvað olli þessum mis- tökum eða hvaðan myndin af Jóni for- seta er fengin. Henrik Krohn var mikill athafnamaður á sínum tíma, vel þekkt- ur í Noregi, og voru þeir Jón Sigurðsson og hann reyndar vinir og samherjar. í greininni í Bergens Tidende segir m.a.: „Henrik Krohn, kaupmaður í Bergen um miðbik 19. aldar, stofnandi Vestmannalaget, fær lofsverð ummæli í Bergens Bys Historie. Hann er samt gerður úr garði með mynd af íslenska sagnfræðingnum og stjórnmálamann- inum Jóni Sigurðssyni. „Afar leiðinlegt. En þetta hefur gerst og skýringin er sú að við höfum gert þetta í góðri trú. Það er ógerningur fyrir okkur að bera kennsl á allar per- sónur á þeim fjölmörgu ljósmyndum sem fara um hendur okkar," segir myndaritstjórinn Kristofer J. Harris við Bergens Tidende. Myndin af Jóni Sigurðssyni sýnir kröftugt nauðrakað andlit, ljóst á húð og hár, eins ólíkt andliti norska sjó- eJpiannnlagets sújter forbvttet med islending ■ Simamynd/Bergem Tidende Fréttin á bls. 2 í Bergens Tidende sl. laugardag með myndum af þeim Jóni Sigurðssyni og Henrik Krohn. mannsins og hugsast getur, enda er hann dökkur yfirlitum og svartskeggj- aður. — En myndina á bls. 295 í Bergens Bys Historie, III bindi, er heldur ekki að finna í myndaskrá verksins? „Ég held, án þess að vera viss, að myndin sé sótt í bók og þess vegna sé hennar ekki getið í myndaskrá. En hvernig sem því er varið þá hlýtur myndin af hafa borist okkur úr einka- eigu,“ segir Harris. En hann er á leið í sumarfrí og mun ekki geta komist til botns í þesssu leyndarmáli næstu vik- urnar. „Ég ber hins vegar fulla ábyrgð á þessum mistökum,“ segir myndarit- stjórinn. En Jón Sigurðsson er líka vel þekkt- ur í Vestmannafélaginu. „Háskólaforlagið hefði getað gert Krohn úr garði með verri mynd en af Jóni Sigurðssyni,“ segir Ludwig Jerdal í Vestmannafélaginu og lætur þess get- ið að Krohn og Jón Sigurðsson hafi ver- ið nánir vinir. „Þeir unnu saman á ýmsum sviðum og áttu m.a. frumkvæð- ið að stofnun Islensk/norska verslun- arsambandsins, sem var sett á laggirn- ar á öldinni sem leið,“ uppfræðir Jerdal Bergens Tidende." Síðan er í fréttinni gerð stuttleg grein fyrir helstu málum sem þeir vin- irnir Krohn og Jón Sigurðsson beittu sér fyrir hver í sínu landi og í samein- ingu. En spurningunni um það hvernig stendur á því að þeim er ruglað saman í vönduðu sagnfræðiriti er enn ósvarað. auðvitað er ekki óhugsandi að fleiri geti blandað sér í baráttuna. Raunar má segja að komið sé að íslendingi að hreppa NM-titilinn. Nú eru 14 ár síðan íslendingur varð Norðurlandameistari en það var þegar Friðrik Ólafsson vann NM í Reykjavík 1971. Jóhann Hjartarson var óþreytt- ur í 1. umferðinni í dag og tefldi sannfærandi gegn Wiedenkeller og sigraði örugglega. Önnur úrslit urðu að Knut Helmers vann Jens Chr. Hansen, Yrjola vann Öster- Hansen og Curt Hansen vann Simen Agdestein í æsispennandi skák. Skák Mákis var frestað. Jóhann og Helgi komu til Nor- egs af alþjóðlegu skákmóti í Esbj- erg í Danmörku. Þeir höfnuðu þar í 5.-6. sæti með 6Vfc vinning. Ungverski stórmeistarinn Adorj- an bar sigur úr býtum, hlaut 8 vinninga. f 2.-3. sæti urðu landar hans, Csom og Farago með 7V4 vinning. Daninn Curt Hansen hafnaði í fjórða sæti með 7 vinn- inga. Jóhann var lengst af í bar- áttu um efstu sæti, en varð að lúta í lægra haldi fyrir Curt Hansen í næst síðustu umferð mótsins þeg- ar hann lagði allt undir. í síðustu umferð gerði hann jafntefli við Csom. Dagvistun barna: Erfitt að fá fólk til starfa „ÞAÐ HAFA oft verið miklar mannabreytingar, fólk sagt upp og nýir komið í staðinn um það leyti sem sumarleyfln hefjast,“ sagði Þór- unn Einarsdóttir umsjónarfóstra hjá llagvistun barna í Reykjavík, en um helgina var auglýst eftir forstöðu- mönnum, fóstrura og ófaglærðu starfsfólki til starfa á dagvistarstofn- unum með haustinu. Að sögn Þórunnar hefur verið óvenjulega erfitt að fá starfsfólk í vetur. Á dagvistarstofnunum hafa verið tíðar mannabreytingar og þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar hafa aldrei borist jafn fáar um- sóknir. Meginástæðuna taldi hún vera að launin væru lág og að fólk, jafnvel ófaglært, fengi hærri laun annars staðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.