Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1985 atvinnutekjum bótaþega og ekki nema meiru en fullum dagpening- um að viðbættum '/3. Örorkubætur eru greiddar, þótt örorkan sé aðeins 15% og dánar- bætur eru greiddar til 8 ára. Falla ekki niður við hjúskap. Rétt á ellilífeyri eiga allir, sem orðnir eru 67 ára og hafa átt lög- heimili hér á landi, a.m.k. 3 ár á aldrinum 16—67 ára. Er grunnlíf- eyririnn algjörlega óháður eignum og tekjum. Aftur á móti eiga þeir, sem litlar eða engar tekjur hafa, rétt á tekjutryggingu og öðrum tengdum bótum. Þeir, sem verða heilsuveilir fyrir 67 ára aldur og verða að ein- hverju eða öllu leyti óvinnufærir, geta sótt um örorkubætur. Eru þær ákveðnar eftir örorkumati, sem tryggingayfirlæknir annast. Ef örorkan er metin undir 50% er ekki um neinar slíkar bætur að ræða. Sérstök barnaörorka er greidd frá 1 árs aldri til 16 ára aldurs, en frá 16—67 ára aldri greiðast venjulegar örorkubætur. Hér er aðeins stiklað á mjög stóru. Hróplegt ranglæti Þið sjáið á þessu yfirliti hve hróplegu ranglæti er beitt gagn- vart heimavinnandi en einn þáttur er þó eftir, það er að heimavinn- andi fólk á ekki aðgang að lífeyr- issjóði og því mjög takmörkuð líf- eyrisréttindi. Mín skoðun er sú að koma megi á lífeyrissjóði ríkisins með því að sameina alla lífeyrissjóði í land- inu undir lífeyristryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins og að greiðslur úr þeim sjóði komi í stað eillilífeyris Tryggingastofnunar- innar, sem jafn lífeyrir fyrir alla landsmenn. Sennilega er ekki fjarri lagi að lauslega áætlaðar eignir og fjármagn lífeyrissjóð- anna séu um eða yfir 5 milljarða, þar sem talið er að lífeyrissjóður verslunarmanna eigi um 3 millj- arða. Ef þetta yrði lagt til grundvall- ar í reikningsdæminu umfram höfuðstól þá mætti áætla að líf- eyrir yrði fyrir 67 ára og eldri um 15 þúsund kr. pr. mánuð í stað 4.654 kr. Síðan mundi bætast við tekjutrygging sem er nú kr. 6.819 kr. pr. mánuð. Þá ættu húsmæður einnig aðgang að slíkum sjóði. Með þessu væri öldruðum í land- inu gert kleift að lifa nokkurn veg- inn mannsæmandi lífi af þessum lífeyri frekar en nú er. Er nokkur sanngirni í því að einstaka þjóðfélagsþegnar fái að taka lífeyri úr jafnvel 3 sjóðum, eins og t.d. sumir ráðherrar geta. Alþingismenn hafa góðan sjóð, og mér skilst að hæstaréttardómarar geti fengið undanþágu til að taka lífeyri sem samsvarar jafnvel full- um launum þeirra. Tökum dæmi: Maður hefur setið 25 ár á þingi, og verið 8 ár ráð- herra, það mætti vænta þess að eftirlaunatekjur þessa manns næmu a.m.k. um 100 þúsund kr. pr. mánuð. Þetta væri í lagi ef að allir ættu sama kost, en því miður er því ekki svo varið. Er ekki komið að því að þjóðin athugi alla þessa þætti gaumgæfi- lega og bæti það hróplega rang- læti sem nú ríkir í öllum þeim málum sem ég hef fjailað um. Ég veit að á öðrum sviðum ríkir líka óréttlæti, en þá verða aðrir sem telja sig þekkja til þeirra mála að láta heyra í sér, annars verða þau ekki rædd og kannski fæst þá eng- in leiðrétting. Við ykkur verstfirsku konur sem eruð góðir gestgjafar okkar á þessu þingi vil ég segja þetta. 1. Þingmaður ykkar og heil- brigðisráðherra okkar allra hefur gert mjög margt gott í sinni ráð- herratíð til að réttlæta stöðu heimavinnandi í tryggingamálum, þið megið vera stoltar af því. En betur má ef duga skal. Með áfram- haldandi setu hans í heilbrigðis- ráðuneytinu, vænti ég þess að hann og Sjálfstæðisflokkurinn stuðli að endanlegri réttlætingu þessara mála strax, svo að kjörorð flokksins verði ekki bara slagorð. „Heimilið er hornsteinn þjóðfé- lagsins". n Pökkunarstöð Þykkbæinga komin í gagnið: „Seljum hverjum þeim sem við okkur vill skipta“ — segir Páll Guðbrandsson framkvæmdastjóri pökkunarstöðvarinnar. m: ■ +- I I 1tm f >•*< v:- ** " |^V ^ '■ 4 -.Ö.O m .* \ • Kartöflupökkunarvélin í notkun. Páll Guðbrandsson framkvæmdastjóri (Lv.) og Ágúst Karl Sigmundsson stjórnarformaður Kartöfhipökkunarstöðvar Þykkvabsjar hf. „ÉG Á VON á að við björgum okkur þrátt fyrir sölubannið. Eins og staðan er í dag stlum við að selja hverjum þeim sem við okkur vill skipta, til dsmis beint til verslana hér austan fjalls,“ sagði Páll Guðbrandsson í Hávarðarkoti í Þykkvabs, framkvsmdastjóri Pökkunarstöðvar Þykkva- bsjar hf. Pökkunarstöðin selur kartöflur í gegn um dreifingarfyrirtskið Þykkvabsjarkartöflur hf. í Garðabs og setti Grsnmetisversíun landbún- aðarins Þykkbsinga í sölubann þegar þeir byrjuðu að selja án milligöngu hennar. Að pökkunarstöðinni standa um 50 kartöflubændur í Þykkva- bænum, þ.e. allir bændur þar utan tveggja. Upphaflega var fyrirhugað að Grænmetisversl- unin ætti meirihluta í pökkun- arstöðinni en fundur kartöflu- bænda hafnaði aðild hennar. „Það varð ofan á að menn vildu leggja það á sig að byggja þetta upp sjálfir, frekar en að vera háðir einum dreifingaraðila. Var aðild Grænmetisins hafnað að þessu leyti, en engu að síður stóð til að Grænmetisverslunin seldi kartöflurnar frá okkur," sagði Páll í Hávarðarkoti. Síðan keyptu þeir pökkunarvél og settu hana upp og fyrir skömmu hófst pökkun. Fyrstu kartöflurnar frá stöðinni komu á markaðinn á mánudaginn, fyrir rúmri viku. „Komnar í verslanir að morgni þriðja dags“ Kartöflurnar eru stærðar- flokkaðar eftir matsreglugerð og sagði Páll að ætlunin væri að hafa á boðstólum allar stærðir kartaflna, eftir því sem hægt væri að selja. Enn sem komið er koma kartöflurnar flokkaðar og þvegnar frá bændunum, en fyrirhugað er að kaupa síðar þvottavél í pökkunarstöðina. í pökkunarstöðinni eru þær þurrkaðar í þurrkara og látnar jafna sig yfir nótt, pakkað á öðr- um degi og fluttar til Reykjavík- ur og eru komnar í verslanir í Reykjavík að morgni þriðja dags frá því þær eru teknar úr geymslum bændanna. Kartöfl- urnar eru allar seldar þvegnar og er þeim pakkað í eins, tveggja og þriggja kílóa plastpoka, en það hefur Grænmetisverslunin ekki gert hingað til. Kartöflurnar eru seldar í gegn um dreifingarfyrirtækið Þykkvabæjarkartöflur hf. í Garðabæ, en það fyrirtæki hefur dreift framleiðslu kartöfluverk- ópakkaðar kartöflur af kartöflu- bændum í Þykkvabænum, en þar er ræktaður meira en helmingur allra kartaflna í landinu. Sagði Páll að Grænmetið vildi selja allt fyrir þá en ekkert ella. „Sættum okkur ekki við sölubann“ — Munið þið sætta ykkur við það? „Nei, ekki undir nokkrum kringumstæðum. Landssamband kartöflubænda hefur beint þeirri áskorun til kartöfluumboðanna, að taka ekki kartöflur frá þeim sem selja beint til þess að réyna að hafa söluna sem jafnasta á milli svæða og manna. Græn- metið heldur í þetta ennþá þrátt fyrir að nánast allir aðrir hafi brotið þessa reglu og nægir að nefna Kaupfélag A-Skaftfellinga og Kaupfélag Svalbarðseyrar. Við verðum að haga okkur í sam- r'æmi við það og selja hverjum þeim, sem af okkur vill kaupa." Sagði Páll að ekkert væri farið að taka á þessum málum ennþá og biðu Þykkbæingar með frek- ari aðgerðir þar til eftir stjórn- arfund hjá Grænmetisverslun- inni. Sagði hann að sæmilega hefði gengið að selja í gegn um nýja dreifingaraðilann. „Þetta eru aðilar, sem eru að selja ferskar kartöflur í fyrsta skipti, en það gengur þó framar vonum. Við erum bjartsýnir á að þetta gangi vel, því þeir eru harðdug- legir og ötulir sölumenn, dreng- irnir í Garðabænum," sagði Páll. - HBj. smiðjunnar í Þykkvabæ síðan i janúar. Er kartöflunum pakkað í sérstakar umbúðir fyrir dreif- inguna í Reykjavík, en einnig í pakkningar fyrir dreifingu beint frá stöðinni. I upphafi fóru reynslusendingar til Grænmetis- ins og Þykkvabæjarkartaflna hf., en Grænmetisverslunin óskaði ekki eftir meiru að sögn Páls og hættu jafnframt að taka Tíndar út gallaðar kartöflur Starfsfólk við merkingu umbúða t S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.