Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1985 Einlægur en harðskeyttur þjóðfélags- gagnrýnandi Þýska nóbelsskáldið Heinrich Böll lést í gær VESTUR-ÞÝZKA skáldið Heinrich Böll lézt í gærmorgun 67 ára að aldri. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða um skeið og dvalizt í sjúkrahúsi í Köln, en lézt á heimili sínu í Eifet-fjöllum. Böll hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels 1972. í verkum sínum, sem náðu miklum vinsældum, gagnrýndi Böll óspart vestur-þýzkt samfélag eftirstríðsár- anna, en einnig fortíð þess frá valda- tíma nazista og hernaðarhyggju. Á meðal kunnustu verka skáldsins eru: „Og sagði ekki eitt einasta orð“ (IInd sagte kein einziges Wort), „llópmynd með konu“ (Gruppenbild mit Dame) og margar smásögur. Böll varð strax kunnur í heima- landi sínu á sjötta áratugnum. Áhrif heimsstyrjaldanna tveggja og nazismans á þýzku þjóðina voru honum hugleikin viðfangsefni og þá ekki síður hin hraða endur- uppbygging í Vestur-Þýzkalandi eftir 1945. Böll, sem var fæddur í Köln, var lengi mikill stuðnings- maður jafnaðarmannaflokksins í Vestur-Þýzkalandi. Hann kom þó öllu í uppnám með afstöðu sinni 1983, er hann lýsti yfir stuðningi við umhverfisverndarflokk Græn- ingja. Skáldið hélt því fram, að róttæk og óhefðbundin afstaöa Græningj- anna verðskuldaði það að eignast fulltrúa á Sambandsþinginu og bætti því við, að hann væri orðinn þreyttur á þeim fjandsskap við menntamenn, sem sér fyndist gæta innan stærstu stjórnmála- flokka landsins. Árið 1977 varaði hann við of harðri afstöðu lögreglunnar gagn- vart ofbeldisverkum vinstri sinn- aðra öfgamanna, sem óðu uppi í Vestur-Þýzkalandi. Fékk hann þá mörg hótunarbréf þar sem hann var sakaður um „samúð með hryðjuverkamönnum". Böll, sem var sonur höggmynda- smiös, ætlaði sér upphaflega að læra bókagerð. Heimsstyrjöldin síðari batt þó enda á allt iðnnám hans, því að eftir að hún hófst, var hann hjótlega kallaður í herinn. Árið 1949 gaf Böll út fyrstu smásögu sína, „Lestin kom stund- víslega" (Der Zug war púnktlich) og varð hún upphaf víðkunnra styrjaldarsagna skáldsins. önnur verk vöktu ekki minni athygli eins og „Hin týnda æra Katrínu Blum“ (Die verlorene Ehre der Kathar- ina Blum) — þar sem skáldið gerir harða hríð að miskunnarleysi fjöl- miðla — og „Hópmynd með konu“ (Gruppenbild mit Dame). Kvik- myndir hafa verið gerðar eftir báðum þessum skáldsögum og vakið mikla athygli. Heinrich Böll ásamt eftirlifandi konu sinni, Annemarie Böil. Mynd þessi var tekin af þeim hjónum f Stokkhólmi fyrir nokkrum árum. Böll kom víða við. Hann stofn- aði kvikmyndafélag 1971, hóf út- gáfu á verkum sovézka skáldsins Alexanders Solzhenitsyn 1974 og árið 1976 gerðist hann ásamt þeim Gúnter Grass og Carolu Stern út- gefandi að nýju bókmenntariti, sem bar heitið „L“. Þá var Böll mikilvirkur bókmenntaþýðandi og þýddi m.a. verk skálda eins og George Bernhards Shaw og Brend- ans Behan á þýzku. Hann ferðað- ist víða, ekki sízt í Austur-Evrópu, þar sem mörg verka hans nutu hylli valdhafanna. Þannig ferðað- ist hann þrisvar sinnum til Sov- étríkjanna og einu sinni til Tékkó- slóvakíu. I nýjustu bók sinni, „Bild Bonn Bönisch", beindi Böll spjótum sín- um gegn Peter Bönisch, blaðafull- trúa sambandsstjórnarinnar í Bonn, en hann sagði af sér því embætti fyrir skemmstu vegna ásakana um skattsvik. Þessi bók Bölls hefur ekki hvað sízt vakið athygli sökum þess, að þar gerir hann sér lítið fyrir og endurprent- ar gamlar greinar Bönisch, frá því að hann starfaði fyrir fjöldablaðið „Bild“ í Hamborg. Þar þykir kenna mjög íhaldssamra skoðana hjá Bönisch um málefni eins og kven- réttindi og umhverfisvernd. Bók þessi hefur vakið mikla athygli og var metsölubók í Vestur-Þýzka- landi i fyrra. Heinrich Böll þekkti vel til forn- bókmennta Islendinga. í samtals- grein við Matthías Johannessen ritstjóra 1973, sem birt er í Félagi orð, kemst Böll svo að orði: „Nú hef ég endurnýjað þessi kynni og ann aftur forníslenzkum bók- menntum af heilum hug. Sögurnar íslenzku eru í ætt við smásögur, þær eru raunverulega að stíl og allri gerð eins konar smásögur, knappar í formi, og ég hef alltaf haft sérstakan áhuga á öllu, sem er í ætt við smásögur.” „Og enn er eitt,“ bætti Böll við, „það hafa ekki einungis tekizt aftur ástir með mér og íslenzku fornsögunum, heldur hef ég, þótt undarlegt megi virðast, mjög miklar mætur á nor- rænni goðafræði, eins og hún er varðveitt í Eddunum." Sprengt í veitinga- húsum í Cannes ( '•nnen, 16. júlí. AP. MIKIÐ tjón varö á mannvirkjum, en menn sakaói ekki, er sprengjur sprungu í tveimur vinsælum veitinga- húsum í frönsku borgunum Cannes og Napoule í morgun. Sprengjurnar sprungu í dögun, áð- ur en veitingahúsin Ragtime í Cann- es og og Oasis í Napoule opnuðu. Bæði veitingahúsin þykja í hópi fínni matsölustaða. Sprenging varð í Ragtime um klukkan 4:30 að staðar- tíma í morgun. Tjón varð ekki telj- andi mikið. Hafði sprengju verið komið fyrir við inngang veitinga- hússins, sem stendur andspænis há- tiðarhöllinni í Cannes. örstuttu seinna varð sprenging í Oasis og varð tjón þar gífurlegt. Kínverskur ráöherra úr Rússlandsför Moskvu, 16. júlí. AP. YAO Yiling, aðstoðarforsætisráðherra Kína, lauk í dag heimsókn sinni til Sovétríkjanna, og hélt heimleiðis. 1 heimsókninni til Sovétríkjanna undirritaði Yiling nýjan viðskipta- samning Kínverja og Sovétmanna. Hann átti viðræður við Nikolai Tikhonov forsætisráðherra og emb- ættismenn. Hins vegar hitti hann ekki Mikhail Gorbachev flokksleið- toga. TASS-fréttastofan hafði eftir Yil- ing að hann hefði mjög rætt við ráðamenn um samband ríkjanna tveggja og leiðir til að koma á eðli- legum samskiptum. Eftir viðræðurn- ar hefðu menn ríkari skilning á þessu máli, en leysa þyrfti ýmis ágreiningsmál. Batt hann vonir við að sambúð ríkjanna færi batnandi. MtTSUBtSHt GALANT framhjóladrifinn kjörgripur Það eru einmitt bílarnir frá MITSUBISHI sem nióta mestra vinsælda hérlendis. 50 ARA REYNSLA í BÍLAINNFLUTNINt 0.0 ÞIÓNUSTtf MITSUBISHI MOTORS Forystugrein New York Times: Ófremdarástand í bandarískum kaupsiglingum New York, 16. júlí. Frá fvari Cuðmundssyni, frðtUriUra Mormmblaðsins. NEW YORK Times ræðir ástandið { siglingamálum Bandaríkjanna í rit- stjórnargrein í dag. Greinin sýnir ófremdarástandið sem ríkir í þeim mál- um að dómi blaðsins. Astandið hefur sem kunnugt er valdið okkur íslend- ingum vandræðum og jafnvel tjóni eins og sést af þeim deilum sem orðið hafa vegna flutninga fyrir varnarliðið í forystugrein New York Tim- es segir m.a.: Siglingamálum Bandaríkj- anna er stjórnað í skjóli ríkisins og þar eru flækjur fríðinda og skyldna. Það er nú farið að greiðast úr þessari flækju ekki hvað síst sökum þrýstings gegn ríkisstyrkjum. Allt er það á betri veg. Flestar siglingareglur þjóna sérstökum einkahagsmunahóp- um á kostnað skattgreiðenda, neytenda og framleiðenda. En þótt það virðist mótsagnakennt þá leiðir réttlætið stundum til þess að ójafnaður annars staðar kemur fram. Taka má til dæmis mál Sea-Land fyrirtækisins, sem á stærsta og afkastamesta skipaflota Bandaríkjanna. New York Times bendir á að skip undir bandarísku flaggi verða að hafa bandaríska áhöfn, og það sé óheyrilega dýrt. Æðri yfirmenn fá hundrað og fimmtíu þúsund dollara í laun fyrir 6 mánaða starf (rúmlega 6 millj- ónir króna), þriðju stýrimenn fá níutíu þúsund dollara (3,7 millj- ónir króna). Til viðbótar er áhöfn á bandarískum skipum þrefalt mannfleiri en nauðsyn- legt er vegna öryggis og starfs- hæfni. Bandaríkjaþing bætir svo skipaeigendum úr vasa skatt- greiðenda með því að krefjast á Keflavíkurflugvelli. þess, að eingöngu bandarísk skip undir bandarísku flaggi megi flytja ríkisflutninga, hvort held- ur eru skriðdrekar til NATO eða matvæli til Egyptalands. Og skipafélög sem láta smíða rán- dýr skip í bandarískum skipa- smíðastöðvum með olíufrekum bandarískum vélum er sigla svo á skipaleiðum, sem ekki gefa mikið af sér, en taldar eru Bandaríkjamönnum „nauðsyn- legar“, geta krafist enn meiri ríkisstyrkja og beinna rekstrar- uppbóta. Siglingaráðuneytið hef- ur leyft einu skipafélagi, sem nýtur ríkisstyrks, að kaupa skip, sem smíðuð eru erlendis, og nú er talað um að endurskoða regl- urnar um „nauðsynlegar" skipa- leiðir. Niðurlag ritstjórnargreinar- innar er á þessa leið: Það er ekk- ert vit í að halda í óarðbærar gamlar reglur í þeim eina til- gangi að bæta fyrir óeðlilega háa styrki áður fyrr. Það er hugsanlegt að einn góð- an veðurdag verði markaðnum leyft að ákveða verð skipa, hvað farmenn eigi að fá í laun og hvað farmeigendur greiða fyrir þjón- ustu. Þangað til verður orustan um frelsi markaðsins háð í skotgröfum reglugerða, eitt leið- indamál í senn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.