Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLl 1985 21 Sovézk herbifreið ók á bandaríska Washington, 16. júlí. AP. BANDARÍKJAMENN mótmæltu í dag ákeyrslu sovézkrar herbifreiðar á bandaríska bifreiö á hraðbraut ?ið Satzkorn í Austur-Þýzkalandi um helgina. Einn Bandaríkjamaður slasaðist Bandaríkjamenn segja atvikið hafi átt sér stað fjarri sovézkum bannsvæðum í Austur-Þýzka- landi. Sovézk vörubifreið veitti bandarískum jeppa lengi eftirför og 6k loks á hana. Jeppinn tilheyr- ir bandaríska hermálafulltrúan- um í Potsdam og skrifstofu hans. Roland Lajoie ofursti, yfirmaður skrifstofunnar, kjálkabeinsbrotn- aði í ákeyrslu sovézku herbifreið- arinnar. Atvikið um helgina er þriðja at- vik sinnar tegundar í Austur- Þýzkalandi á tæpum fjórum mán- uðum. Sovézk herbifreið 6k á eina brezka 4. júni sl., en engan sakaði. Hinn 24. marz sl. myrti sovézkur hermaður bandaríska majórinn Arthur D. Nicholson. Bandaríkja- menn mótmæltu því kröftuglega en Rússar hafa enn ekki beðist af- sökunar. Ökumaður bifreiðar Nicholson, Jessie Schatz, ók einnig jeppanum, sem ekið var á um helgina. Hlé gert á Genf- arviðræðunum (íenf, 16. júli. AP. HLÉ var gert í dag á Genfarviðræð- unum milli Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna um takmarkanir á víg- búnaði, sem staðið hafa undanfarna tvo mánuði. Viktor P. Karpov, for- maður sovézku sendinefndarinnar, sagði, að enginn árangur hefði náðst og kenndi Bandaríkjamönnum um. Max M. Kampelman, formaður bandarísku sendinefndarinnar, var varkárari í orðum og kvaðst hafa orðið þess var, að Sovétmenn legðu nú meiri áherzlu á málefna- legri viðræður en áður en minna á orðaskak. „Bandaríska sendi- nefndin hefur gert sér grein fyrir því frá upphafi, að í jafn flóknum samningaviðræðum og þessum er þess ekki að vænta, að samkomu- íag náist fljótt og auðveldlega," sagði Kampelman. Gert er ráð fyrir því, að nú verði um tveggja mánaða hlé á þessum viðræðum. Ekki hefur þó verið til- kynnt opinberlega hvenær þær hefjist á ný, en talið að það verði í september. i.KM'A (iJALDMIDLA Dollari London, 16. júlí. AP. Bandaríkjadollari féll i verði gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum heims í dag nema brezka pundinu. Verð á gulli hækkaði. Skýringin á lækkun dollara er vangaveltur um að vextir í Bandaríkjunum eigi eftir að lækka, minnkandi hagvöxtur og áhyggjur af heilsufari Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta. Dollarinn féll í Tókýó áttunda daginn í röð. Fengust 238,10 jen fyrir dollara í kvöld miðað við lækkar 238,60 í gær. í London var gengi dollarans skráð á 237,45 jen í kvöld. Við lok viðskipta kostaði pundið 1,3860 dollara miðað við 1,3887 í gær. Gagnvart öðrum gjaldmiðlum var gengi dollara á þá leið að hann kostaði 2,8780 vestur-þýzk mörk (2,8825), 2, 3905 svissneska franka (2,4050), 8,7355 franska franka (8,7825), 3,2375 hollenzk gyllini (3,2550), 1.871,50 ítalskar lírur (1.873,00) og 1,3500 kanadíska dollara (1,3510). AP/Símamynd Nýkrýnd Ungfrú alheimur, Deborah Cathy-Deu, brostir hér sínu blíð- asta brosi. Við hlið hennar eru Teresa Sanches frá Spáni (til hægri á myndinni), sem varð í öðru sæti, og Benita Mureka frá Zaire, sem varð í þriðja sæti. Boðskapur Ungfrú alheims: „Vinnið af trúmennsku“ 19 ára stúlka frá Puerto Rico hlutskörpust Maíami 16. júlí. AP. „MIG LANGAR til að segja öllum að þeir ættu að vinna af kappi til að koma sér áfram og fylgja eftir því sem hver og einn hefur áhuga á og sýna trúmennsku í hvívetna," sagði ungfrú Puerto Rico, Deborah Cathy-Deu, nýkrýnd Ungfrú alheimur. Hún sagð- ist vera ákaflega glöð yfir sigrinum: „Eg er eiginlega einhvers staðar uppi í skýjunum," bætti hún við. Ungfrúin er háskólastúdent á fyrsta ári en hefur áhuga á að verða leikkona. Hún er nítján ára gömul frá San Juan. Yvonne Ryding frá Svíþjóð, sem vann titilinn í fyrra, krýndi Deborah við mikinn fögnuð. í öðru sæti varð Teresa Sanch- es frá Spáni, Benita Mureka frá Zaire varð þriðja, Silvia Martin- ez frá Venezuela fjórða og And- rea Lopez frá Uruguy fimmta. Nokkru áður hafði verið tilkynnt hvaða tíu stúlkur af keppendun- um 79 hefðu komist í undanúr- slit. Auk þeirra fimm sem hér hafa verið nefndar voru það Ungfrú Brasilía, Ungfrú Kana- da, Ungfrú Chile, Ungfrú frland og Ungfrú Bandaríkin. Ungfrú alheimur fékk í sigur- laun um 120 þús. dollara (jafn- virði um 5 millj. ísl. kr.), minka- kápu, Mazda-bifreið, íbúð í New York í ár, reynslumyndatöku í Hollywood og snyrtivörur fær hún ókeypis næstu fimm árin. Sérfræðingar um fegurðar- samkeppni vekja athygli á hversu langt stúlkur frá róm- önsku Ameríku komust í keppn- inni nú. íslenski þátttakandinn í keppninni, Halla Bryndís Jóns- dóttir, komst ekki í undanúrslit. Pólitísk deilumál skyggi ekki á aðalefni fundarins — sagði Maureen Reagan, formaður bandarísku sendinefndarinnar Kvennaráðstefna SÞ f Kenýa: KVENNARÁÐSTEFNU Sameinuðu þjóðanna var haldið áfram í Nairobi, höfuðborg Kenýa, I gær og meðal þeirra sem fluttu erindi var Sigríður Snævarr, sendiráðunautur, formaður íslensku sendi- nefndarinnar. Erindi hennar hlaut mjög góðar undirtektir og var m.a. viðtal við hana í sjónvarpinu í Kenýa. Sigríður Snævarr rakti þróun jafnréttismála á íslandi á kvenna- áratugnum. Hún gat þess að kon- ur eru nú 46% þeirra sem útskrif- ast frá Háskóla íslands, en voru 20% í upphafi áratugarins. Þá benti hún á, að hlutfallsleg at- vinnuþátttaka íslenskra kvenna væri ein hin hæsta í heiminum, en á þessu ári hafa um 80% giftra og ógiftra kvenna launatekjur. Hún sagði, að stjórnmálaþátttaka ís- lenskra kvenna hefði aukist og konum meðal alþingismanna fjölgað, en á hinn bóginn væru ís- lenskar konur í áhrifastöðum mun færri en konur í þeim löndum, sem yfirleitt eru notuð til samanburð- ar. Guðríður Þorsteinsdóttir, for- maður Jafnréttisráðs, sem situr ráðstefnuna, sagði að ræða Maur- een Reagan, dóttur Bandaríkja- forseta og formanns bandarísku sendinefndarinnar, hefði vakið mesta athygli af þeim erindum, sem flutt voru í dag. „Hún lagði mesta áherslu á vandamál flótta- kvenna, konur i þróunarlöndum, baráttu gegn ólæsi og gegn ofbeldi í fjölskyldunni," sagði Guðríður. „Maureen Reagan tók fram að hún hefði ekki á móti umræðu um póli- tísk efni eins og kynþáttaaðskiln- að og stöðu kvenna í Palestínu, en taldi að þau mál væru ekki aðal- efni ráðstefnunnar og kvaðst óttast að þau mundu skyggja á önnur mikilvægari. Hún lagði síð- an áherslu á að hún vonaði að ráð- stefnan mundi einkennast af málamiðlunum og samstöðu." önnur ræða, sem einnig vakti mikla athygli, var ræða eiginkonu Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, en hún er formaður grísku sendinefndarinnar.„Hún lagði áherslu á, að kvennabarátta væri í eðli sínu pólitísk og það þyrfti að taka öll pólitísk mál til umræðu og umfjöllunar," sagði Guðríður. Samhliða Kvennaráðstefnu SÞ er haldin ráðstefnan Forum ’85. Að sögn Guðríðar voru friðarmál- efni einkum til umræðu þar í dag, en einnig var rætt um aðskilnað- arstefnu stjórnvalda í Suður- Afríku og efnið „konur og heil- brjgði". I frétt frá AP segir, að nokkur hópur kvenna á ráðstefnu SÞ hafi mótmælt því, að stjórnvöld i Kenýa hafi látið fjarlægja margs konar utangarðsfólk af strætum Nairobi áður en kvennaráðstefn- urnar þar hófust. Þar á meðal eru vændiskonur og betlarar. Segir fréttastofan, að fyrir mistök hafi lögreglan í borginni einnig hand- tekið og flutt á brott nokkrar unglingsstúlkur á leið heim frá skóla, sem hún hafi álitið að væru vændiskonur. Hafi foreldrar stúlknanna mótmælt þessu harð- lega. Eftir Selmu James, sem situr Kvennaráðstefnu SÞ, er haft að henni þyki það hryggilegt ef ráð- stefnan hafi leitt til þess, að fólk hafi verið svipt lifibrauði og orðið tilefni ofsókna. Guðríður Þor- steinsdóttir sagðist hafa heyrt orðróm um þessar hreinsanir er hún kom til Nariobi, en kvaðst ekki vita hvað hæft væri í þessu. I stuttu máli Kosiö í íran 16. ágúst Nikósiu, 16. júlf. AP. ÍRANIR ganga að kjörborðinu 16. ág- úst næstkomandi og kjósa þá forseta, að sögn Irna, hinnar opinbeni frétta- stofu íran. Framboðsfrestur er til næsta þriðjudags, en þá verða 35 dagar til kosninga. Forsetakosningar eru í íran fjórða hvert ár. Með öllu er óvitað hvort Ali Khamenei hyggst reyna að ná endur- kjöri. Systir hans flýði til Irak í maí sl. og gaf þá skýringu að hún flýði land vegna gerræðislegrar aftöku á þúsund- um manna í heimalandinu í nafni Is- lams. Verkfalli afstýrt í ísrael Tvl Aviv, 16. júlí. AP. ísraelska stjórnin, samtök vinnuveit- enda og launþegasamtökin náðu sam- komulagi árla í morgun og var allsherj- arverkfalli því afstýrt á síðustu stundu. Að sögn Haim Haberfeld, leiðtoga launþega, féllst ríkisstjórnin á að falla frá neyðarlögum sínum og hætta við launalækkun og uppsögn 10.000 rfkis- starfsmanna. Samkomulag varð um að að ráða fram úr örðugleikum með sam- ráði allra hagsmunaaðila. Meira finnst af eitruöu víni Bern, 16. júlí. AP. EITRAÐ austurrískt vín hefur fundist í áfengisverzlunum víða í Sviss og er frekari athugun haldið áfram. Á aðra milljón lítra af austurrískum vínum hefur verið fjarlægt úr vínbúðum í Vestur-Þýzkalandi frá því út spurðist að eitrað vín hefði fundizt þar í landi. Efnið sem fundizt hefur í austurrísku vínunum er notað í frostlög fyrir mót- orhjól. Austurrískir vínbændur viður- kenna notkun efnisins til að bragð- bæta ódýr vín. Geimflug reynt 29. júlí Kanavrralhörða, 16. júlf. AP. ÁKVEÐIÐ hefur verið að geimferjunni ('hallenger verði skotið á loft 29. júlí næstkomandi, en hætta varð við geim- skot sl. fostudag á síðustu stundu vegna bilunar. Hinn 23. júlí verður metið hvort geimskoti verði hugsan- lega flýtt til 27. júlí eða frestað enn um tvo daga, til 31. júlí. Veður víða um heim LflBgst Havst Afcureyri 10 altkýjaó Amaterdam 12 19 skýjaó Apena 22 31 haiðakirt Berlin 13 22 skýjaé BrUssel 13 21 skýjaó Chicago 20 27 skýjaó Dublin 7 16 tkýjað Feneyjar þokumóóa Frankturt 12 27 skýjaó Faereyjar 12 léttskýjaó Genl 20 28 akýjað Helsinki 17 21 akýjaó Hong Kong 28 31 heióskírt Jerúsalem 16 27 hsióskirt Jóhannesarb. 4 17 heióskírt Kaupmannah. 17 18 heiðskírt Lissabon 18 25 heióskirt London 13 21 heióskirt Los Angeles 21 31 skýjaó Madríd 20 34 heióskírt Malaga 27 hóiðskfrt Mallorca 34 heióskírt Miami 26 30 skýjaó Moskva 12 24 heiðskirt Nesr York 24 29 heióskirt Nýja Dethi 24 32 heiðskirt OsM 11 19 skýjaó Paris 14 25 •kýjaó Peking 22 31 hsióskirt Perth 9 16 skýjsó Reykjavik 12 skýjaó Rómaborg 18 34 heiðakfrt San Francisco 12 22 akýjaó Stokkhólmur 18 24 •kýjaó Sydney 12 15 heióakírt Tókýó 22 30 akýjað Vancouver 13 22 ekýjað Varsjá 15 30 haióakírt Vinarborg 18 30 haiöskirt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.