Morgunblaðið - 30.07.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.07.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJXJDAGUR 30. JÚLÍ1985 9 ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 sími 38640 þTþorgrímsson & co í sumarbústaðinn Vorum aö taka upp glæsilegt úr- val af borölömpum, vegglömpum og hengilömpum bæöi fyrir olíu og rafmagn. GEísiP H „Vantrú og skömm á stjórnmála- flokkum“ Innsýn ÞjóAviljans um holgina ber öll hefðbundin einkenni þeirrar innan- meinsemdar, sem hrjáð hefur Alþýðubandalajpð síðast liðin nokkur ár. Höf- undur hennar, Oskar Guð- mundsson, ritstjórnarfull- trúi, kemst að þeirri karl- mannlegu niðurstöðu að „vilji stjórnmálaflokkur vinna sig út úr kreppu, þá neyðist hann til þess að viðurkenna að hann eigi i kreppu". Hinsvetfar hefur hann hálmstrá til að hanga í. Það orðar hann svo: „Raunar mætti segja að allir íslenzku stjórnmála- flokkarnir eigi í kreppu, — þó ekki væri vegna annars en þess að fjöldi fólks hef- ur vantrú og skömm á stjórnmálaflokkum. I>ess utan eiga þeir einnig í innri kreppum, tihistarkreppu og ágreiningi." FuHyrðing Oskars um ak menna vantrú og skömm á íslenzkum stjórnmála- flokkum (Alþýðubandalag- ið sízt undanskilið) styðst við sitt hvað, þó ekki verði frekar rakið hér. Hann nýt- ir þessa fullyrðingu að vísu, að minnsta kosti að hluta til, til að bera blak af Al- þýðubandalaginu; það sitji fleiri í súpunni en það, ef grannt er gáð. Kngu að síð- ur er þessi fullyrðing hans um almennan trúnaðar- brest milli fólks og flokka ahrarlegt íhugunarefni fyrir íslenzka stjórnmálamenn, sem þeir ættu að gefa gaum að meðan enn er tími til. Bandalög á hægri og vinstri væng Oskar Guðmundsson rekur í Innsýn sinni meint innanmein hjá Bandalagi jafnaðarmanna. Kvenna- lista, Kramsóknarflokki o-s.frv. llm Sjálfstæðis- flokkinn segir hann orð- rétt „Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt við öll áðurnefnd Að neyöast til að viöurkenna! „Vilji stjórnmálaflokkur vinna sig út úr kreppu, þá neyöist hann til þess aö viður- kenna aö hann eigi í kreppu." Þetta vóru upphafsorö — og raunar öxull — „lnnsýnar“ Þjóðviljans um helg- ina. Höfundur er Óskar Guðmundsson, ritstjórnarfulltrúi. Hann nálgast viöfangs- efni sín af meiri hreinskilni en skriffinnum Þjóðviljans er tamt. Staksteinar staldra viö naflaskoöun ritstjórnarfulltrúans í dag. einkenni að etja en þau hrína ekki verulega á hon- um. Þvert á móti virkar td. ágreiningurínn innan flokksins stundum þannig, að hann bætir við sig fylgi og umdeildir (svo ekki sé meira sagt) stjórnmála- menn koma hvað bezt út úr skoðanakönnunum. Máske er það vegna þess að Sjálfstæðisflokkur- inn er meira BANDALAG ýmissa hópa, heldur en að- rír stjórnmálaflokkar.“ Hinsvegar bregst Óskari „bandalagskenningin" (hvers vegna vandamálin hríni eltki á Sjálfstæðis- flokknum) þegar kemur að Alþýðubandalaginu. Hann fer ekki ólíkum orðum um Alþýðubandalagið og Sjálfstæðisflokkinn. Orð- rétt segir hann: „Alþýðubandalagið er „bandalag" ýmissa hópa eins og nafnið ætti að gefa til kynna. Frá upphafi hef- ur verið blæbrigðamunur milli hópa og manna um markmið og leiðir ...“ Þrátt fyrir það hrína vandamálin heldur betur á því. Knginn íslenzkur stjórnmálaflokkur hefur ráðizt í jafn áhrifaríkan pólitískan megrunarkúr og Alþýðubandalagið, ef marka má skoðanakann- anir næstliðin misseri. Það virðist skipta máli hvort „bandalagið" er á hægri eða vinstri væng íslenzkra stjórnmála. „70%heyra til miöstétt“ Óskar Guðmundsson leitar skýringa á hrörnun Alþýðubandalagsins. Og hann staldrar fyrst og fremst við tvennU það sem hann kallar „miðstétt" — og „nýja kjósendur". Hann segin • 1) „Það er athyglisvert að í Reykjavík og á Reykjanesi telja yflr 70% sig heyra til „miðstétf í skoðanakönnunum sem Hclgarpósturinn birti. Hvernig höfða stjórnmála- flokkar til þessarar mið- stéttar?...“ • 2) „Og fyrst farið er út í að velta upp spurningum um markhópa meðal kjós- enda er rétt að benda á að ef kosið yrði á næsta ári myndu um 25 þúsund nýir kjósendur bætast við á kjörskrá. Hvernig höfða ís- lenzku stjórnmálaflokk- arnir til þessa hóps?" Hér er ritstjórnarfulltrú- inn „heitur", eins og ung- viðið orðar það þegar ein- hver nálgast falinn hlut f leik. Hann á hinsvegar við ramman reip að draga þar sem eru hinir marxísku kreddukarlar, sem ráða ferð í Alþýðubandalaginu. Ef veruleikinn passar ekki •nn í forneskju kenninga- kerflsins er honum einfald- lega ýtt til hliðar. Pólitísk nátttröll er að visu víðar að flnna en í Al- þýðubandalaginu. En þar er þeim hinsvegar raðað á stall valda og virðingar. EINANGRUNAR GLER^- Esja hr'o v«agk. --------- SÍMI 66 6160 73íltamatka2utLnn ,i'"' tettiffötu 12-18 Vegna mikillar sölu vantar '82—’85 árgeröir af bílum i staöinn. Lanser GLS 1985 Rauösans, ekinn 4 þús., sjálfsk. Útvarp. Verð 425 þús. BMW 316 1985 Blár. Ekinn 4 þús. km, útvarp, segulb. Verö 625 þús. Fiat Uno 45 1984 Blár, ekinn 19 þús. Verö 250 þús. Subaru Station 1600 1984 Ekinn 22 þús. Verö 430 þús. Níssan Praire 1984 Ekinn 17 þús. Verö 580 þús. Volkswagen Golf cl 1982 Ekinn 44 þús. Verð 285 þus. Subaru station 1800 1983 Ekinn 23 þús. Verð 435 þús. Volvo 245 DL 1978 Vökvast., sjálfskiptur. Verö 270 þús. Mitsubishi Colt 1980 Ekinn 81 þús. Verð 180 þús. Chevrolet Caprice Classic 1979 Ekinn 72 þús. Glæsivagn, verð 420 þús. Chrysler Le Baron 1981 Ekinn 8 þús., 8 cyl sjálfsk., vökvastyri, út- varp, segulband, snjódekk, sumardekk, rafmagnsrúöur, skráöur 1984. Toyota Corolla DX 1981 Rauður, ekinn 78 þús. 4ra dyra. Verö 240 þús. Nissan Sunny 1983 Silfurgrár. Ekinn 35 þús. 4ra dyra. 1500 vél. 5 gtra, útvarp o.fl, Verö 310 þús. Nissan Praire 1984 Blásans, tvílitur. Ekinn 17 þús. km. Vökva- stýri, framdrif, 5 gíra, toppgrind, sóllúga m/rafm Krómteinafelgur o.fl. Serlega rúm- góöur fjöiskyldubíll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.