Morgunblaðið - 30.07.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.07.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 30. JÚLÍ 1985 31 Margir voru svangir og nóg var til af pylsunum. Verkamannasambandið skorar á VSÍ og SÍS að semja um bætt kjör fiskvinnslufólks: Óskiljanleg hagfræði í fiskvinnslunni hér 1>AÐ ER óskiljanleg hagfræði, að fiskur skuli unninn í ódýrar umbúðir vegna manneklu þegar Ijóst má vera, að hægt er að fá fjölda af þjálfuöu fiskverkunarfólki til starfa ef launakjör væru bætt. Hagnaður fiskvinnslunnar yrði mikill, því verðmismunur á erlendum mörkuðum milli dýrra og ódýrra pakkninga er oft á tíöum meiri en allt kaup verkafólks, segir m.a. í áskorun frá framkvæmda- stjorn Verkamannasambands ins og sjávarafurðadeildar SÍS. Framkvæmdastjórn VMSÍ segir að í ár hafi jafnt og þétt hætt störfum í fiskvinnslu þrautþjálfað fólk vegna lélegra launakjara og réttindaleysis. Fjölmörg frystihús starfi ekki nema með hálfum af- köstum og afleiðingar þessa séu geigvænlegar fyrir þjóðarbúið í heild — hundruð milljóna í er- lendum gjaldeyri hafi tapast því ekki sé hægt að vinna fisk í dýrari pakkningar vegna manneklu. ids til Vinnuveitendasambands- I áskorun framkvæmdastjórnar VMSÍ segir: „Þrátt fyrir þetta neyðarástand neita VSÍ og sjávar- afurðadeild SÍS að semja um bætt kjör fiskvinnslufólks, þó það væri beinn hagur frystihúsanna og þjóðarinnar í heild. Þess í stað er haldið áfram að setja úrvals fisk í ódýrar pakkningar er gefa aðeins hluta af þeim gjaldeyri sem ann- ars væri hægt að fá, því markaðir eru nægir. Einu viðbrögð þessara aðila eru að fá erlent vinnuafl, sem er mun dýrara. Þetta erlenda fólk fær fríar ferðir til landsins og frá og frítt fæði og húsnæði en hefur yfirleitt enga starfsþjálfun í „ fiskvinnslu. Til eru dæmi um byggðarlög, þar sem starfar fólk við fiskvinnslu frá 10—15 þjóð- löndum." VMSÍ skorar á Vinnuveitenda- sambandið og SÍS að ganga nú þegar til samninga við Verka- mannasambandið um bætt kjör fiskvinnslufólks „til að firra þjóð- félagið því milljónatjóni, sem hlýst daglega af núverandi ástandi," eins og segir í áskorun framkvæmdastjórnar Verka- mannasambands íslands. Margir vildu spreyta sig á þrautabrautinni. Upprennandi listamenn og nútímaverk þeirra. Jafnvægið hjá þessura unga manni var í fínu lagi. 3. Kristín Þórarinsdóttir og Sigrún Logadóttir Skalla bolta á milli, yngri: 1. Eggert Gíslason og Olafur T. Brynjólfsson 2. ólafur Helgi Ingason og Guðlaugur Guðlaugsson 3. Daníel Scheving og Reynir Scheving Skalla bolta á milli, eldri: 1. óskar Þorvaldsson og Gústaf Teitsson 2. Rúnar Gíslason og Hallmundur Albertsson 2. Þorsteinn Gíslason og Geir S. Jónsson 3. Óskar M. Alfreðsson og Gill Gómez Halda bolta á lofti, yngri: 1. Ólafur Helgi Ingason 2. Ólafur Tryggvi Brynjólfsson 2. Guðmundur Garðar 2. Guðlaugur Guðlaugsson 3. Hjalti Þór Halda bolta á lofti, eldri: 1. Sigurður Valgeir Guðjónsson 2. Kristinn Hafliðason 3. Ásbjörn Jónsson Sippa, yngri: 1. Sara Guðmundsdóttir 2. Sigríður Ólafsdóttir 3. Gyða Hrund Jóhannesdóttir Sippa, eldri: 1. Hildur Lúthersdóttir 2. Díana Júlíusdóttir 3. Elín Gunnarsdóttir Hitta bolta í mark, yngri 1. Ólafur Brynjólfsson 2. Grímur Axelsson 3. Þór Arnarsson Hitta bolta í mark, eldri: 1. Einar Birgisson 2. Davíð Stefánsson 3. Halldór Jónsson 100 metra hlaup, yngri: 1. Arnar Le Macks 2. Kristinn Eysteinsson 3. Höskuldur Hreinsson 100 metra hlaup, eldri: 1. Daði Sigmarsson 2. Ingibjörg Sigfúsdóttir 3. Kjartan Gísli Björnsson Skagafjörður: Heyskaparhorfur glæðast Bæ, Höróaströnd, 29. júlí. GLÆÐSTT hafa vonir Skagfirðinga um heyskap þar sem raikið náðist inn síðustu tvo daga. Skúrir komu þó sums staðar sem töfðu fyrir, en mjög er þetta misjafnt. í Fljótum, þar sem kal í túnum er allverulegt hefur heyskapur sums staðar gengið erfiðlega og jafnvel á sumum bæjum rétt byrjaður heyskapur. Það eru ekki veruleg hlýindi ennþá þótt ekki sé eins mikil nepja og um langan tíma var áður. Kartöfluspretta mun líta sæmi- lega út og veit ég til að nýjar séu borðaðar. Silungsveiði í sjó og vötnum hefur yfirleitt verið lítil, en áta í sjó á Skagafirði er sýni- lega mikil. Togarar afla vel, þó ekki sé gert eins mikið úr því og í eyfirskri útgerð. Hjá smábátum er frekar tregt fiskirí. Mikil umferð er á vegum enda eru skagfirskir vegir taldir góðir og vel við haldið. Erum við Austur-Skagfirðingar þó farnir að líta vonaraugum til malbiks. Björn í Bæ Metsölublað á hverjum degi! CITROÉN^ Notadur Citroen næst besti kosturinn Höffum til sölu nokkra notaöa bíla Citroén BX 19 TRD (diesel) 1984, verd 550 þús. Citroen BX 16 TRS 1984, verö 520 þús. Citroen BX 16 TRS 1983, verö 450 þús. Citroen GSAP Pallas 1982, verö 280 þús. Af öörum tegundum Volvo 245 GL sjálfsk. Vökvastýri. Subaru 1600 1979, 4ra dyra. Samkomulag meö greiöslur. Höfum alltaf til sýnis í Lágmúlanum nýja bíla. Citroén Axel og Citroén BX. Komiö, skoöiö og reynsluakiö. t Opið á laugardögum kl. 14.00—17.00. Síminn er 82739 og 81555. Globus," lAl.Mlltl i SIMlllfi'j'j /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.