Morgunblaðið - 30.07.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.07.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLl 1985 Unglingar vinna að hreinsun og snyrtingu. Dalvlk: Vaxandi áhugi á garðrækt Dalvfk, 24. júlí. MIKILL áhugi er á Dalvík fyrir hvers konar garðrækt og hefur það vakið athygli ferðamanna hversu víða eru fallegir og vel hirtir garð- ar við íbúðarhús í bænum. Þrátt fyrir þráláta kuldatíð í sumar er gróður gróskumikill og býr að góðu sumri ’84 og hagstæðum vetri. Bæjaryfirvöld hafa reynt að fylgja eftir þessum áhuga íbúa á umhverfismálum með því að laga til og snyrta opin svæði í eigu bæjarins. Hafa unglingar á Dalvík unnið mikið starf í sumar við að fegra og snyrta. Hafa þau tekið að sér að slá og klippa lóðir þeirra sem þess óska og hafa einkum rosknir ibúar notfært sér þá þjónustu. Auk þessa hafa þau unnið að merkingum og hreinsun gatna o.m.fl. Miklar framkvæmdir hafa verið hjá hita- og vatnsveitu í sumar við lagfæringu og endur- nýjun lagna. Vegna þessara framkvæmda hafa komið sár í malbik og gangstéttir en fram- kvæmdatími til þessara hluta er oft stuttur hér Norðanlands og verður því að nýta sumarið til þess. Konur úr deild Garðyrkjufé- lags fslands á Dalvík lögðu hönd á plóginn til snyrtingar á bæj- arlandinu kvöld eitt í síðustu viku. Tóku þær sig til og skáru upp njólastöngla sem gert höfðu sig heimakomna á ýmsum opnum svæðum í bæjarlandinu og komu konurnar þannig í veg fyrir að njólinn sáði fræjum sín- um víðar. Nokkuð hefur borið á lúsafar- aldri í trjám og hefur verið beðið eftir manni til að úða tré með skordýraeitri, en Garðyrkjufé- lagsdeildin á tæki til þeirra hluta. Á Dalvík er enginn sem má fara með þessi tæki og hefur þurft að fá garðyrkjumann frá Akureyri en sérstakt leyfi þarf til að mega fara með eiturefnin. Fréttaritarar Konur úr Garðyrkjufélagsdeildinni á Dalvfk hreinsa njóla úr bæjarlandinu. Það fá Selfossi, 24. júlí. ÞEGAR allt er á fullu við af- greiðslu á mat í Aratungu starfa þar 12 konur við matseld og bera fram matinn til gestanna. „Við erum allar hér úr sveit- inni og það fá færri konur vinnu en vilja, þó það sé nú ekki vegna þess að við hérna í sveitinni höf- um ekki nóg við að vera heima," sögðu þær Auður Kristjánsdótt- ir frá Felli og Kristín Sigurðar- dóttir frá Haukadal sem starfa við matseldina og að bera fram til gestanna. „Við erum ánægðar með vinnuna og gerum þetta mikið vegna tilbreytingarinnar." — Soðin lúða á matseðlinum í Aratungu Á matseðlinum var soðin lúða með súpu á undan og kaffi og íslensku konfekti á eftir. „Fólkinu líkar maturinn af- skaplega vel og það er mjög gaman að þjóna því,“ sögðu þær Auður og Kristín, „en auðvitað vildum við nú kannski koma út lambakjötinu okkar en þetta fólk fær víst nóg af góðu kjöti í sínu heimalandi en síður góðan fisk.“ Dagurinn í dag var ósköp rólegur að sögn þeirra Auðar og Kristínar enda einsetið, en sal- urinn í Aratungu tekur 280 manns í sæti. Helmingur át- anna, en svo kalla þær matar- pantanir á einum degi, er tvö- faldur, þ.e. fullur saíur með klukkutíma millibili og þá er eins og gefur að skilja líf í tusk- unum við að vaska upp og leggja aftur á borðin. Sig. Jóns. færri konur vinnu en vilja Starfsstúlkurnar í Aratungu sem ekki láU sig muna um að afgreiða 500 manns í hádegismat á einum degi. Kristín Sigurðardóttir og Auður Kristjánsdóttir fyrir uUn Aratungu þess albúnar að Uka á móti 280 manns í mat.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.