Morgunblaðið - 30.07.1985, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1985
Magnús Emilsson i Laugalandi og Hulda Helgadóttir við uppskerustörf.
Nýtt íslenskt græn-
meti sent á markað
Syðra ljingholti, 25. júlí.
FYRIR nokkru var farið að senda
nýtt graenmeti á Reykjavíkurmark-
að héðan úr Hrunamannahreppn-
um. Mörg garðyrkjubýli eru hér í
sveitinni, flest í nágrenni við Flúð-
ir, enda er þar jarðhiti mikill svo
sem flestum mun kunnugt. Sumir
stunda matjurtarækt í útigörðum
eingöngu, aðrir eru með gróðurhús
og enn aðrir baendur eru með
hvoru tveggja, inni- og útirækt.
Fréttaritari Mbl. brá sér í góð-
viðrinu síðdegi eitt fyrir nokkr-
um dögum til nokkurra garð-
yrkjubænda til að spyrjast fyrir
um uppskeruhorfur.
Sigurður Tómasson á Hvera-
bakka sagði að uppskeruhorfur
væru alveg sæmilegar hjá sér,
þurrkurinn í vor og sumar hefði
að vísu spillt fyrir svo og norð-
anrokið sem nokkrum sinnum
hefði komið. Þá dró kuldinn um
hvítasunnuna verulega úr
sprettunni. Hann væri byrjaður
að senda blómkál og hvítkál á
markaðinn, þessar tegundir
vantaði fremur ennþá, en á
næstu dögum myndu garðyrkju-
bændur geta annað eftirspurn-
inni.
Þorleifur Jóhannesson á Lax-
árbakka tók i sama streng og
Sigurður, nokkrar sendingar
væru farnar frá sér, en hann er
með fjölbreytta grænmetis-
framleiðslu, uppskeruhorfur
væru bærilegar.
Guðjón Birgisson á Melum er
með fjölbreytta garðyrkjufram-
leiðslu úti og inni eins og Þor-
leifur. Hann sagðist vera að fá
sína bestu uppskeru sem hann
hefði fengið á þeim fjórum árum
síðan hann hóf búskap. Vökvun-
arkerfi væri í hans görðum sem
munaði miklu í svona þurrkatíð
og einnig væru hans garðar í
skjóli fyrir norðanáttinni, sem
stundum hefur orðið ansi hvöss
og köld í sumar. Þá hefði kál-
maðkur ekki sést í hans görðum.
Þá var litið til Magnúsar Em-
ilssonar á Laugalandi, sem var
að skera kál ásamt Eydísi
Helgadóttur og senda á markað
eins og svo margir garðyrkju-
bændur á þessum slóðum. Hann
sagði að miklu munaði að rækta
undir plastdúk eins og sumir
notuðu, einkum munaði miklu
þegar svona kuldaköst gengju
yfir eins og t.d. hvítasunnuhretið
í vor. Á Laugalandi liti ágætlega
út með uppskeru á grænmetinu
og búið væri að fara með nokk-
urt magn á markað til Reykja-
víkur.
Að lokum leit fréttaritari inn í
húsin hjá einum garðyrkjubónda
sem eingöngu er með gróður-
húsarækt, Birgi Thorsteinssyni
á Brún. Sagði hann að uppskera
í gróðurhúsunum hefði yfirleitt
verið jöfn og góð í sumar. Þegar
bjart væri yfir yrði uppskeran
jafnari og tómatar næðu góðum
þroska.
Islenskt grænmeti er sem sagt
komið á markaðinn á þessu
sumri og mun vera farið að selja
í fjölmörgum verslunum. Verð-
lagningin er frjáls, þ.e. háð
framboði og eftirspurn. Mörgum
þykir verðið á grænmetinu nokk-
uð hátt en ef að líkum lætur og
svo sem jafnan hefur verið mun
verðið síga niður á við fljótlega.
Fréttaritari
Þorleifur Jóhannesson á Laxirbakka með fulla kerru af hvítkáli.
Ljósmynd/Sig. Sigm.
Lilja Ölversdóttir á Grafarbakka með fallegan stafla af gulrófum.
Flugbrautir á Keflavíkurflugvelli
endurbyggðar í fyrsta skipti
Vogum, 26. júlí.
Á Keflavíkurflugvelli standa yfir
umfangsmiklar framkvæmdir á
flugbrautum. Að sögn Andrésar
Andréssonar yflrverkfræðings hjá
J* íslenskum aðalverktökum er verið
að vinna áfram við verkefni sem
byrjað var á á síðastliðnu ári, en þá
var lokið viðgerðum á norður-suður-
flugbrautinni og nú er unnið við
austur-vestur-flugbrautina.
„Þetta er í fyrsta skipti sem
flugbrautirnar eru endurbyggðar
að hluta frá stríðsárunum en nýj-
asti hlutinn var tekinn í notkun
árið 1973 og var hann best farinn,“
sagði Andrés í samtali við frétta-
ritara Morgunblaðsins. „Viðgerð-
irnar miðast aðallega við að rétta
brautirnar af til að fá réttan
vatnshalla; auk þess sem malbikið
var víða sprungið."
Við framkvæmdir þessar er
gamalt malbik fræst upp úr braut-
unum og þær malbikaðar. Á milli
gamla malbiksins sem eftir er og
þess nýja er settur plastdúkur í
tilraunskini í fyrsta sinn hérlend-
is, en hefur verið notaður víða er-
lendis með góðum árangri. Mikil
þensla er í malbikinu t.d. á vetrum
þegar efni eru sett á malbikið
vegna afísunar og af þeim sökum
vill malbikið springa. Tilraunin
með dúkinn miðast við að
sprungumyndunin minnki.
Stefnt er að því að framkvæmd-
um ljúki um miðjan ágúst.
E.G.
Stærsta malbikunarvél á landinu
sera er í eigu íslenskra aðalverktaka
er notuð við niðurlögn malbiksins.
Um 45—50 þúsund tonn af malbiki
fara á báðar brautirnar.
Ljósmynd Mbl. te.G.