Morgunblaðið - 30.07.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.07.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDÁGUR 30. JÚLf 1985 3. ffclk í fréttum Yul Brynner á dóttur, Vikctoríu, sem er orðin þekkt fyrirsæta. Abby Dalton er stolt af dóttur sinni, Kathleen Kinnmont Smith, sem er þegar oröið nokkuð þekkt þar vestra. Sachito Parker vill ekki notfæra sér ættarnafn sitt, MacLaine eftir móð- urinni Shirley, því hún vill komast áfram af eigin rammleik og er þegar farin að fá hlutverk. Shari Belafonte syngur eins og pabb- inn, Harry, en kýs þó frekar að vera í kvikmyndunum. Klúbbur hinna teþyrstu dreka ó íbúar Stöðvarfjaröar séu ekki ýkja fjöl- mennir er ýmislegt þar um aö vera. Ung- mennafélagiö Súlan er taliö meö þvi öflugra á Austurlandi og listalíf er meö blóma. Einn klúbbur þeirra á Stöövarfiröi kallar sig Klúbb hinna teþyrstu dreka. í honum eru sjö ungir herramenn sem fannst samkvæmislífi þeirra Stöðvarfiröinga ábótavant og ákváðu aö breyta um betur. Piltarnir hittast einu sinni í viku og sötra te í makindum úr sérstökum bollum sem skreyttir eru með dreka. Þaöan er heiti félagsins komiö. „Við ræöum þjóöþrifamál og hlustum á tónlist striösár- anna, aöallega Glen Miller,“ sagöi Páll Stein- grímsson, einn af félögunum. Félaqarnir eru vandlátir á gesti fundanna og enginn fær tesopa nema hann sé meö hálsbindi, helst sem breiöast og skræpóttast. „Þegar vió fréttum aö Vigdís Finnbogadóttir forseti kæmi til Stöðvarfjaröar í heimsókn sinni um Austurland skrifuðum viö henni bréf og buöum henni aö fá sér tebolla okkur til samlætis. Hún heföi orðið fyrsta konan sem nyti þess heiöurs, en í svarbréfi sem hún sendi okkur þótti henni leitt aö þurfa aö afþakka boöiö vegna þröngrar tímasetningar á dagskránni." Klúbbur hinna teþyrstu dreka hefur veriö viö lýöi frá því snemma í vor og sögöu félagarnir aö líklega yröi hlé á fundahöldum næsta vetur þar sem hver færi í sina átt. Tveir þeirra eru náms- menn í Reykjavík, sumir stunda sjómennsku og aörir eru í skólum um landiö. Ljésmynd/Þorkell Fjórir af sjö félögum kfúbbs hinna teþyrstu dreka. Talið frá vinstri: Albert Jensson, Páll Steingrímsson, Emii Skúlason og Sólmundur Friðriksson. A myndina vantar Björgúlf og Svavar Hávarðssyni og Jón Sólmundsson. Þeir voru úti á sjó í þessu samsæti. PABBI OG/EÐA MAMMA Nú megið þið fara að passa ykkur! Hvort það er staöreyndin að fegurð og hæfíleikar gangi í erfðir vitum við ekki, en hitt er víst að foreldrar þessara ungu „stjarna" mega fara að gæta sín. Börn ýmissa Hollywood stórstirna eru farin að feta í fótspor foreldranna og þessi kynslóð virðist vera alveg eins framagjörn og hafa sama dug og þor og uppalendurnir hafa haft til að bera. Jamie Lee Curtis er á leiðinni upp á toppinn og komin langt f það að vera stærra nafn en móðir hennar, Janet Leith, hefur nokkru sinni verið. Tahnee Welch er komin í kvikmyndaiðnaðinn. COSPER COSfER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.