Morgunblaðið - 30.07.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.07.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLl 1985 47 Um mannanöfn og erlend orðskrípi Málvcmdarmaður skrifar: Mikið heur verið rætt að undan- förnu um erlend nöfn á ýmsum varningi og fyrirtækjum hér á landi. Hafa málsvarar íslenskrar tungu verið óþreytandi að berjast gegn þessari óværu. Þeir virðast þó ekki hafa haft erindi sem erfiði því aldrei hafa útlend orðskrípi vaðið eins uppi og nú að undan- förnu. Það hafa verið opnaðir alls- kyns skyndibitastaðir, sem eink- um selja grillaða kjúklinga alls- konar, og er þeim flestum sameig- inlegt að skarta enskum nöfnum á borð við Fried Chicken þetta og Fried Chicken hitt. Nú mun það standa í lögum að svona fyrirtæki fáist ekki skráð á firmaskrá nema þau beri íslensk nöfn. Þessi laga- bókstafur virðist hins vegar vera heldur lítils virði eins og fleiri í íslenskum lögum. Fyrirtækin eru að vísu skráð undir einhverju ís- lensku nafni, en það er bara til að fara í kringum þetta ákvæði. ís- lenska nafnið er aldrei notað nema á opinberum skýrslum, en hin erlendu ónefni eru máluð feitu letri á framhliðar húsanna og bás- únuð yfir öllum landslýð í auglýs- ingum í útvarpi, sjónvarpi og blöð- um. Þetta verður að hindra og skikka þá sem svona starfsemi reka til að velja henni íslensk heiti. í þessu sambandi vil ég minnast á það að útlendingum sem hingað flytja og gerast íslenskir ríkis- borgarar er uppálagt að skipta um nafn og varpa nafni sínu sem þeir hafa borið alla ævi fyrir róða. Nafn hvers manns er meðal þess sem honum er kærast að öllum jafnaði og er þetta því mjög erfitt fyrir margt fólk, en þessu er fylgt allfast eftir að því er manni skilst, þó eitthvað hafi verið slakað á hin síðari ár. Þannig munu menn nú fá að halda ættarnafni sínu. Er ekki eitthvað bogið við þetta? hvernig má það vera að á sama tíma og við göngum fram af hörku í því að svipta þá sem gera okkur þann heiður að vilja verða (slendingar nafni sínu, skulum við sjálf klessa erlendum nafnskríp- um á alla hluti eins og ekkert sé? Var einhver að tala um að við værum sjálfum okkur samkvæm hér á (slandi? Burt með bónusinn Doddi skrifar: Ég vil setja nokkrar línur á blað í tilefni af grein sem Ólafur Á. Kristjánsson skrifar í Velvakanda miðvikudaginn 24. júlí sl. Þar er margt skynsamlega mælt. Það er vissulega rétt hjá ólafi að bæta þarf kjör fiskvinnslufólks svo um munar, svo ekki verði auðn í þess- ari stétt sem öðrum fremur heldur uppi lífskjörum á íslandi. En í framhaldi af því sem Ólaf- ur segir, og ég get í sjálfu sér tekið heilshugar undir, vil ég koma á framfæri einu atriði, sem ég hef töluvert hugleitt. Það er blessaður bónusinn, sem á sínum tíma var settur á til að auka tekjur fisk- vinnslufólks. Ég held hinsvegar að hann hafi gengið sér til húðar og beinlínis orðið til að halda kaupi fólksins niðri. Það er nefnilega notað sem afsökun fyrir lágu kaupi að alltaf sé hægt að auka tekjurnar með dugnaði þá fáist svo góður bónus. Væri ekki nær að leggja bónusinn niður og hækka bara kaupið hjá öllum sem nemur því sem dugleg manneskja fær í bónus. Þetta mundi án efa bæta vinnuanda og þá um leið vinnu- brögð fólksins til muna, auk þess sem streita myndi minnka og fólk síður slíta sér út fyrir aldur fram. Auk þess myndi sparast allur sá kostnaður og fyrirhöfn sem nú fer í að vera alltaf að vigta sömu bakkana hvað eftir annað og reikna út og mæla og skrá til að finna út bónusinn. Hvernig væri að athuga þetta nú í fullri alvöru? Næla tapaðist Sigríður Karvelsdóttir hringdi: Þegar ég las í Velvakanda bréf frá konu sem var að þakka fyrir skilvísi datt mér í hug að siðastlið- ið haust tapaði ég nælu en aug- lýsti aldrei eftir henni. Nú þegar ég las þetta fór ég að sjá eftir því og von vaknaði hjá mér um að ég gæti ef til vill fengið hana aftnr. Þetta var næla, eða klemma, til að klemma saman perlufesti, úr hvítagulli með bláleitum steini i miðjunni og auk þess með þremur litlum steinum, einum rauðum og tveimur safírum. Nælan týndist annað hvort í Neskirkju eða veit- ingastaðnum „f Kvosinni" eða á leiðinni þar á milli. Ef einhver skilvís hefur fundiö næluna getur hann haft samband við mig í síma 34809. Sýnið „Miss World“ Stcinunn skrifar: Ég vil styðja beiðnina um að fá Miss World-keppnina sýnda í sjónvarpinu. Um leið vil ég skamma stelpuna sem skrifaði í blaðið þann 23. júli sl. fyrir að segja að Simon Le Bon hafi verið falskur. Að vísu er það satt að hann hafði vissar ástæður, meðal annars þá að piltarnir fimm höfðu ekkert spilað saman svo vikum skipti og gátu ekkert æft fyrir tónleikana. Ég þakka sjónvarpinu kærlega fyrir Live Aid-tónleikana og Dur- an Duran-þáttinn, en þó vil ég biðja sjónvarpið að sýna afgang- inn af tónleikunum. Það var líka alger óþarfi að stytta Duran Duran-þáttinn um þriðjung eða meira. Én maður má víst ekki vera vanþakklátur. Vísa vikunnar 'Enn aflast vel á Vestfjarðamiðuni: Stanslaust mok sfðan í maf — segir Ásgeir aOakóngur á GuAbjörgu ÍS Hafnar-Dóra eymdin öll er í blóra rangan. Drafnar óra víðan völl veður stóra gangan. Hákur Útsala — Útsala Mikil verölækkun. Glugginn, Laugavegi 40, (Kúnst-húsinu), sími 12854. Á timabilinu 1. mai til 30. september: A timabilinu I5.júni til 31 agust: MANUDAGA ÞRIÐJUDAGA Fra Stykkishólmi kl 9 00 ardegis Fra Brjánslæk Kl 14 00 siðd Til Stykkishólms kl 18 00 (ruta til Reykjav ) Fra Stykkisholmi kl 14 00 (eftir komu rutu) Fra Brjanslæk kl. 18 00 Til Stykkisholms um kl 21 30 FIMMTUDAGA MIÐVIKUDAGA Sama timatafla og manudaga FÖSTUDAGA Sama timatafla og manudaga LAUGAROAGA Fra Stykkishólmi kl 14 00 (eftir komu rutu) FraBrjánslæk kl 18 00 Viðkoma i mneyjum Til Stykkisholms kl 23 00 Frá Stykkishólmi kl 9 00 ardegis Siglmg um suöureyjar Fra Brjánslæk kl 15.00 siödegis Til Stykkishólms kl 19 00 BILAFLUTNINGA ER NAUOSYNLEGT AÐ PANTA MEÐ FYRIRVARA FRA STYKKISHÖLMI: Hja afgreiðtlu Baldurs. Stykkishólmi, simi: 93-8120 FRA BRJANSLÆK: HjS Ragnari Guðmundssyni, BrjAnslæk, simi: 94-2020. TUDOR RAFGEYMAR Isetning innanhúss umboösmenn um land allt TUDOR umboóió Laugaveg 180 - simi 84160 .. Já —þessir meb 9 lif!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.