Morgunblaðið - 30.07.1985, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1985
Sovésk skip sigldu inn f lögsögu Noregs:
Norömenn mótmæla
Ösló, 29. jálf. Frá Ju Erik Usre, fréiuriur* MorpinblaAsins.
NORSKA utanríkisráðuneytid
íhugar nú að aenda sovéskum
stjórnvöldum formlega mótmsla-
Danir selja
rafmagn til
Noregs
DANIR hafa í vor «g sumar selt
Norðmönnum rafmagn. Er rafmagn-
ið flutt um neðansjávarstreng í
Skagerak, frá Tjele á Jótlandi til
Kristiansand í Noregi. Það eru jósk
og fjónsk orkuver, sem leggja Norð-
mönnunum til rafmagn.
Ástæðan fyrir þessari orkusölu
Dana til Noregs er vorkuldar í
Noregi og lítil úrkoma í vetur.
Snjóþekja á fjöllum var lítil og
mikill munur á daghita og næt-
urhita varð til þess að snjórinn
þjappaðist á fjöllum og lítið rann
úr honum með þeim afleiðingum
að lítið safnaðist í uppistöðulón
orkuvera. Jafnan fyllast lónin í
leysingum á vorin, en í maílok
voru þau ekki nema hálffull. Dan-
ir seldu Norðmönnum milli 15 og
20.000 megavött á viku um neð-
ansjávarkapalinn.
Veður
víða um heim
Lmg»t Hj»st
Akurayri 11 •(•kýjaö
Amstcrdwn 13 20 rtgning
Aþena 23 38 h«tö«kírt
BarcaJona 32 léttskýaö
Bartín 16 25 akýfaó
BrOsaM 7 11 heiöskýrt
Chícago 16 32 •kýj^
Dublin 11 17 rigning
Fonoyiar 30 þokumóöa
Frankturt 16 30 rígning
Ganf 16 29 akýjaó
Holamki 13 17 akýjaó
Hong Kong 26 32 haióakýrt
Jorúsalem 17 32 haróakirt
Kaupmannah. 15 21 akýiað
La« Palmaa 25 léttskýjaó
Liaaabon 16 23 hoióakirt
London 15 19 rigning
Loa Angoloa 19 29 akýjað
Lúxomborg 17 skúrir
Malaga 32 akýiað
Maliorca 34 Mttakýiaó
Mrami 25 30 akýjoó
Montreal 16 26 akýjoð
Moakva 13 23 hoióokýrt
New Vorfc 19 28 hoióokýrt
Oaló 14 22 akýjaó
Paría 15 22 akýjaó
Peking 23 30 akýjaó
Raykiavik 11 •úld
Ríó da Janorro 12 28 hoióakýrt
Rómaborg 20 34 heióakýrt
Stokkhótmur 13 20 hoióakýrt
Sydnoy 14 23 hoióakýrt
Tókýó 25 34 haióakýrt
Vínarborg 18 30 skýjað
hórahðtn 10 skýiaó
orðsendingu vegna þess að sex
herskip Sovétmanna sigldu í leyf-
isleysi inni í Tanafjörð í Finnmörk
síðdegis á fostudag.
Herskipin höfðu tekið þátt í
flotaæfingum Sovétmanna á Atl-
antshafi, og færðu sig sennilega
nær landi vegna mikils sjógangs.
Voru þau sex tíma innan norskr-
ar lögsögu, en sigldu síðan á haf
út.
Sovésk skip hafa áður framið
samskonar lögbrot, og hafa
Norðmenn venjulega átalið sov-
ésk stjórnvöld fyrir þau. í alvar-
legri tilvikum hefur sovéska
sendiherranum í Noregi þó verið
afhentar harðorðar mótmæla-
orðsendingar.
V
»■
AP/Símamynd
Um 300 útlagar frá Eystrasaltsrfkjum fóru I mótmælagöngu gegn Sovétríkjunum í Helsinki á sunnudag. Hér sjást
lögreglumenn fjarlægja mótmælendur fyrir framan sovéska sendiráðið. Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælaað-
gerðunum var sovéski andófsmaðurinn Vladimir Bukovsky.
RáÓherrafundurinn hefst f Helsinki í dag:
Óvenjuleg mótmæli
gegn Sovétríkjunum
Hetekiaki, 29. júlí. Frá Birni Bjarnasyni.
ÓVENJULEGA sjón gat að líta á götum Helsinki í gær, sunnudag, þegar
landflótta fólk frá Eystrasaltsríkjunum fór þar í mótmælagöngu gegn Sovét-
ríkjunum. Slíkt hefur ekki gerst í höfuðborg Finnlands síðan innrásin var
gerð í Tékkóslóvakíu 1968. Tilefnið nú var að tíu ár eru liðin frá undirritun
Helsinki-samþykktarinnar, en um helgina og í dag komu hingað utanríkis-
ráðherrar hinna 33 Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Kanada, sem undirrituðu
samþykktina.
Gífurlegar öryggisráðstafanir
eru vegna fundarins og er allri
umferð lokað á leiðinni milli
flugvallarins og innborgar Hels-
inki þegar ráðherrarnir fara þar
um. Aðeins tveir utanríkisráð-
herranna sem eru hér nú voru í
hópi þeirra, sem undirrituðu sam-
þykktina á sínum tíma, þeir Geir
Hallgrímsson og Leo Tindemans
frá Belgíu. í tilefni þess var óskað
eftir því Geir Hallgrimsson efndi
til fundar með blaðamönnum við
komuna til Helsinki-flugvallar.
Utanríkisráðherra sagði að
menn hefðu vissulega vænst þess
að Helskinki-samþykktin bæri
meiri árangur en raun hefði orðið
í tiu ár. Á hitt bæri að líta að
samþykktin væri enn í gildi og
ríkin ættu að virða þau markmið
sem þar eru sett svo sem að því er
varðar mannréttindi. Geir Hall-
grímsson lét í ljós þá skoðun að
aðild íslands að Atlantshafs-
bandalaginu væri ekki aðeins
nauðsynleg fyrir varnir og sjálf-
stæði íslands heldur stuðlaði einn-
ig að öryggi allra Norðurland-
anna.
Meðal ræðumanna á mótmæla-
fundinum hér í gær voru tveir sem
eru íslendingum kunnir, þeir Vla-
dimir Bukovsky, sovéski útlaginn,
Soyétmönnum boðið að vera
viðstaddir kjarnorkutilraun
Wukin^lon/Moflkvt, 29. júlí. AP.
Bandaríkjastjórn hafnaði í dag til-
lögum Sovétstjórnar um bann við
kjarnorkuvopnatilraunum, en bauð
Sovétmönnum að vera viðstaddir
eina tilraun á kjarnorkuvopnum í
Nevada.
Larry Speakes, blaðafulltrúi
Hvíta hússins, sagði að boðið væri
engum skilyrðum háð og væri til
þess ætlað að sýna í verki vilja
Bandarikjamanna til að leggja sitt
af mörkum til þess að ná fram
árangri í afvopnunarviðræðunum
í Genf, en þær liggja niðri um
þessar mundir.
Gorbachev, aðalleiðtogi sovéska
kommúnistaflokksins, lýsti því yf-
ir í dag að Sovétríkin muni láta af
kjarnorkuvopnatilraunum frá og
með 6. ágúst, 40 árum eftir að
kjarnorkusprengjunni var varpað
á Hiroshima, til 1. janúar og leng-
ur ef Bandaríkjamenn sýndu sam-
starfsvilja.
Yfirlýsing Gorbachevs var gefin
út skömmu eftir að Bandaríkja-
stjórn bauð stjórn Sovétríkjanna
að senda nefnd til þess að fylgjast
með kjarnorkutilraun í Nevada-
eyðimörkinni.
Haft er eftir háttsettum emb-
ættismanni Reagan-stjórnarinnar
að kjamorkutilraunastarfsemi
Sovétmanna hafi færst í aukana
síðasta mánuð og sagði hann
greinilegt að þeir hafi verið að
undirbúa sig undir tilraunahléð.
Líbýa:
Viðurkennir Ugandastjórn
Tripólí, 28. jálí. AP.
RÍKISÍ?rjÖRN Líbýu viðurkenndi
hina nýju stjórn Uganda á sunnudag,
að sögn opinberu fréttastofunnar í
Líbýu.
Stjórn Miltons Obote var steypt
af stóli á laugardag eftir valdarán
nokkurra yfirmanna hersins undir
stjórn Brasilios Olaras Okello, liðs-
foringja.
og Andres Kung, en bók um ætt-
land hans, Eistland, hefur komið
út á íslensku i þýðingu Davíðs
Oddssonar.
Lögreglan tók þrjá mótmælend-
ur fasta. Engir kunnir finnskir
stjórnmálamenn lögðu mótmæl-
unum stuðning, en í Helskinki-
blaðinu Hufvudstatsbladet segir í
dag að Pinnar hafi greinilega vax-
ið í áliti hjá mörgum á Vestur-
löndum með því að leyfa mótmæl-
in gegn Sovétríkjunum í Helsinki.
Á það er bent í blaðinu að hefðu
finnsk stjórnvöld lagt bann við því
að stuðningsmenn frjálsra
Eystrasaltslanda fengju að láta til
sín heyra á götum Helsinki hefði
verið litið á það af ýmsum sem
skýrt dæmi um „Finnlandíser-
íngu“. Sovésk stjórnvöld hafa
harðlega ráðist á ríkisstjórnir
Danmerkur og Svíþjóðar fyrir að
leyfa þessum mótmælendum að fá
aðstöðu í löndum sínum, meðal
annars fyrir skipið sem þeir hafa
ferðast á um Eystrasaltið. Á hinn
bóginn vekur það athygli að Sov-
étmenn hafa ekki gagnrýnt
finnsku ríkisstjórnina í þessu
samhengi. Skip mótmælendanna,
Eystrasaltsstjarnan, hélt frá
Helsinki í gærkvöldi.
Fundur utanrikisráðherranna
hefst í fyrramálið, þriðjudag, en
Mauno Koivisto forseti Finnlands
setur hann. Síðan flytja ráðherrar
einstakra landa 35 ræður þangað
til á fimmtudag. Sá tími verður
einnig notaður til þess að ráðherr-
arnir geti átt einkaviðræður. Með-
al annars munu þeir George
Shultz, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, og Eduard Shevardna-
dze, utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna, hittast í fyrsta sinn á mið-
vikudaginn.
Vestur-Þýskaland:
Fjórir Líbýumenn
reknir úr landi
HamborK, 29. júlí. AP.
VESTUR-ÞÝSK stjórnvöld hafa rekið
fjóra líbýska stjórnarerindreka úr
landi að sögn vestur-þýsks vikurits.
Eru þeir sakaðir um að hafa haft í
undirbúningi glæpaverk gegn líbýsk-
um útlögum, sem berjast gegn stjórn
Mohammers Khadafy.
Kemur þetta fram í nýjasta tölu-
blaði tímaritsins Der Spiegel. Þar
segir ennfremur að starfsmenn
vestur-þýska utanríkisráðuneytis-
ins hafi farið leynt með málið af
ótta við að Líbýustjórn mundi grípa
til hefndaraðgerða gegn vestur-
þýskum sendiráðsmönnum í Trip-
ólí.
Talsmaður vestur-þýska utanrík-
isráðuneytisins neitaði að segja
hvort frétt Der Spiegel væri á rök-
um reist, þar sem það bryti f bága
við starfsreglur að tjá sig um mál
af þessu tagi.