Morgunblaðið - 30.07.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.07.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLt 1985 Hildur Lúthersdóttir meó gullpeninginn um hálsinn og viðurkenningu fyrir fyrsta sætið f sippa-keppninni, eldri flokki. Líf og fjör á Reykjavíkurmóti barnanna 1985 REYKJAVÍKURMÓT barnanna var haldið í Hljómskálagarðinum sl. sunnudag í þurru en sólarlausu veðri. Mótið átti að fara fram helgina áður, en var frestað þá vegna veðurs. Margt var um manninn er blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðsins áttu leið um og voru krakkarnir duglegir við að taka þátt í hinum ýmsu uppákomum og keppnum er fram fóru. Reykjavíkurmót barnanna er orðið árlegur viðburður og er þetta fjórða árið sem Skátafélagið Árbúar úr Árbæ sjá um það. Sjö- tiu starfsmenn úr Skátafélaginu sáu um alla framkvæmd mótsins. Unnið var við undirbúningi móts- ins til klukkan 4 aðfaranótt sunnudagsins. Byrjað var að skrá- setja krakkana i keppnir klukkan 13.30. Mótið var sett klukkan 14.00 og eftir setninguna hófst dagskrá á palli. í tilefni af Alþjóðaári æskunnar fóru fram rokktónleikar þar sem fram komu níu rokkhljómsveitir ásamt Hljómsveit Birgis Gunn- laugssonar og Bergþóru Árnadótt- ur. Hljómsveitirnar sem komu fram gáfu allar vinnu sína, en þær eru: Með Nöktum, Twilight Toys, Sverrir Stormsker, The Voice, F- 929, Aliter Theatrum, Fítus, No Time og Jónas. Ennfremur flutti Stúdentaleikhúsið söngva úr Draumleik og Leikfélag Hafnar- fjarðar flutti söngva úr „Rokk- hjartað slær“. Er við Morg- unblaðsmenn áttum leið um hjá skemmtipallinum, voru þær stöll- ur Bergþóra Árnadóttir og Elsa Guðbjörg Björnsdóttir að flytja lagið „Lífsbókin". Elsa flutti lagið á táknmáli. Því næst kom hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar og tók gamlar lummur eins og Hókí póki, Krossa-klappa-heilsa- snúa í hring, Rúgbrauð með rjóma á og allir tóku hressilega undir og stimi viðeigandi dansa. I keppnisgreinum var keppt í tveimur flokkum og tóku alls 880 krakkar þátt í þeim. Yngri flokkur var 7, 8 og 9 ára börn og eldri flokkur var 10, 11 og 12 ára börn. Keppt var í níu greinum: halda bolta á lofti, sippa, snú-snú, skjóta bolta í mark, körfuhittni, labba á grindverki, 100 metra hlaup, kassabílarallý og skalla bolta í mark. Ungir sem aldnir tóku þátt í fimmtar- og tugþraut og mæltust þær vel fyrir hjá krökkunum jafnt sem öfum, ömmum, pöbbum og mömmum. Keppni þessi fór þann- ig fram að hver og einn leysti ýmsar þrautir sem boðið var upp á og fékk fyrir það stimpil. Þraut- irnar voru m.a. sigling á tjörninni, frisbí, kraftakeppni, fjarstýrðir bátar, vörubíllinn Dúi, júdó, fim- leikar, kajakkeppni, naglhittni, þrautabraut, refaveiðar, veiði- keppni, bíll ársins, brandara- keppni, happdrætti, málað. Úti- grill var einnig til staðar þar sem svangir mótsgestir keyptu sér pylsu á 5 krónur og grilluðu sjálfir yfir opnum útieldi. Þegar fimm þrautir höfðu verið leystar var veitt viðurkenning fyrir fimmtar- þraut og fyrir tugþraut að tíu loknum. Þrjú þúsund viðurkenn- ingarspjöld voru veitt fyrir fimmtarþraut og u.þ.b. 1.800 fyrir tugþraut. Benjamín Axel Árnason var framkvæmdastjóri mótsins. Hann sagði að aðsóknin væri nokkuðgóð miðað við veður, en hún jafnaðist ekkert á við aðsóknina í fyrrasum- ar. „Ég býst við að í dag hafi kom- ið 5-6.000 manns, en í fyrra komu 10-11.000 manns. Veðrið var dá- samlegt í fyrra, glampandi sólskin og hiti og í þannig veðri kemur fólk í Hljómskálagarðinn þó svo að þar sé ekkert um að vera. Það sem við erum að reyna að gera er að vera með samansafn af því sem krakkarnir gera svo til daglega, t.d. sippa, fara í snú-snú, hlaupa, labba á grindverki o.s.frv. Til að tengja þetta svo allt saman þannig að ekki komi dauður tími inn á milli erum við með fimmtar- og tugþrautirnar þar sem fólk á öll- um aldri getur tekið þátt í þeim á hvaða tíma sem er.“ Benjamín sagði að hugmyndir væru uppi um að tengja næsta Reykjavíkurmót 200 ára afmæli borgarinnar, sem verður 18. ágúst á næsta ári og einnig væri hugs- anlegt að láta mótið standa í tvo daga, t.d. yfir helgi. Þá þyrfti frek- ari aðstoð borgarinnar við upp- setningu. Hildur Lúthersdóttir var sigur- veigari í að sippa, í eldri flokki. Hún sagðist sippa oft heima hiá sér með krökkunum í götunni. „Ég æfi frjálsar íþróttir, aðallega hlaup og langstökk og hef ég nokkrar viðurkenningar heima síðan á leikjanámskeiði í Fossvog- inum.“ Vinirnir Hallur Dan og Jón Már, báðir 5 ára, voru í langri bið- röð þrautabrautarinnar þegar blaðamaður hitti þá. „Við erum búnir að fara í rólurnar og í bát- Texti: Jóhanna Ingvarsdóttir Myndir: Þorkell Þorkelsson Framkvæmdastjóri mótsins, Benj- araín Axel Árnason. ana og fannst okkur það ofsalega skemmtilegt. Pabbi kom með okk- ur hingað i dag. Okkur langar líka til að ganga á jafnvægisslánni," sögðu þeir vinirnir og þar með var röðin komin að þeim að spreyta sig. Sigurður Valgeir Guðjónsson, 12 ára, sigraði í keppninni, hver gæti haldið bolta á lofti lengst án þess að snerta með höndum, í eldri flokki. Hann sagðist vera KR-ing- ur úr Skerjafirðinum og væri fót- boltinn aðaláhugamálið hjá hon- um. „Ég var 7 ára þegar ég byrjaði í fótboltanum og spila nú hægri kant með 5. flokki. Við erum Reykjavíkurmeistarar utan- og innanhúss og einnig erum við efst- ir í íslandsmótinu." í tjaldi á svæðinu var hægt að gera útsölukaup á fatnaði. Þar var Leikfélag Hafnarfjarðar á ferð með alls kyns fatnað og skófatnað og var hver flík seld á 50 krónur. Helga Gestsdóttir, afgreiðslu- dama á flóamarkaðnum, sagði að hægt væri að gera fínustu kaup. „Við erum að fara í leikför til Mónakó í ágúst með „Rokkhjartað slær“ og erum að safna okkur upp í ferðina." Reykjavíkurmei.starar á Reykjavík- urmóti barnanna 1985 Snú-snú, yngri: 1. Sara Guðmundsdóttir 2. Edda María Sigurður Valgeir Guðjónsson er úr KR og varð sigurvegari í að halda bolta á lofti. Hann er 12 ára. Vinirnir Halhir Dan og Jón Már voru búnir að fara í rólurnar og á bátana og voru á leið í þrautabrautina. Bergþóra Árnadóttir og Elsa Guðbjörg Björnsdóttir flytja hér saman lagið „Lífsbókin". Elsa flutti lagið á táknmáli. 3. Kristín Sveinbjörnsdóttir Snú-snú, eldri: 1. Snjólaug Birgisdóttir 2. Hildur Elvarsdóttir 3. Guðbjörg Brjánsdóttir Labba á grindverki, yngri: 1. Rósalind Guðmundsdóttir 2. Gríma Axelsdóttir 3. Hilmar Harðarson Labba á grindverki, eldri: 1. Elín Gunnarsdóttir 2. Sigrún Logadóttir 3. Snjólaug Birgisdóttir Körfuhittni, eldri: 1. Davíð Stefánsson 2. -3. Halldór Jónsson, Einar Páll Kjartansson, Daði Sigurðsson Körfuhittni, yngri: 1. Ólafur Tryggvi Brynjólfsson 2. ólafur Þór Gunnarsson 3. Höskuldur Hlynsson Húlla, yngri: 1. Guðrún ösk Jóhannsdóttir 2. Gyða Hrund Jóhannesdóttir 3. Margrét Harðardóttir llúlla, eldri: 1. Hildur Ruth Harðardóttir 2. íris Valsdóttir 3. Silvía Magnúsdóttir Kassabflarallý yngri: 1. Jóhannes Bjarnason og Steinar Bragi Jósepsson 2. Haukur Gunnlaugsson og Kristján Kristinsson 3. Finnur Ingvason og Kristín Ingvadóttir Kassabflarallý, eldri: 1. Sigurgeir Þórðarson og Rúnar Gíslason 2. Hafsteinn Hansson og Helgi Már Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.