Morgunblaðið - 30.07.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.07.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ1985 17 „BUUM A ENDIMÖRKUM HINS VESTRÆNA HEIMS“ Rætt við Rannveigu Níelsdóttur í Kirkjunesi N-Noregi í nyrstu byggðum Nor- egs, í Sör-Varanger, getur kuldinn oröið 45 gráður og í bænum Kirkjunesi mældist frost 38 stig síðastliðinn vetur. Reyndar er veðrið með kaldara móti um þess- ar mundir og voru bændur þar óvissir um að geta sett niður kartöflur vegna klaka í jörð. En þrátt fyrir einangrun og kulda bua rúmlega 10.000 manns í byggðarlaginu og í þéttbýli eru um 6.000 íbúar. Meðal þeirra er ung íslensk kona, Rannveig María Níelsdóttir. Hún hefur búið í Kirkjunesi siðastliðin tvö ár ásamt eiginmanni sínum, Dag Bárnes, og 5 mánaða gömlum snáða, Jóni Albert, og starfað fyrir Hjálpræðisherinn. „Ég er lautinant í hernum og þar sem ísland, Noregur og Fær- eyjar eru undir sömu yfirstjórn getur maður fengið skipun til allra þessara landa. Þegar ég lauk námi við skóla Hjálpræð- ishersins í Osló fékk ég skipun um að fara til Kirkjunes þar sem hef verið síðan og líkað ágæt- lega. Við hjóninerum í safnað- arstarfi, aðallega meðal barna. Við höldum föndurnámskeið, sunnudagaskóla og annað er tengist yngstu þjóðfélagsþegn- unum. Reyndar er ég ekki eini fslendingurinn á þessum slóðum því Árni Björn Haraldsson bóndi taki Finnmörkina þá og þegar. Við höfum engin samskipti við Rússana enda eru sektir við að veifa mönnum sem eru staddir Rússlandsmegin og óleyfilegt að ljósmynda hliðið sem skilur löndin að. í Kirkjunesi erum við sem sagt á endimörkum hins vestræna heims. Lífið í Kirkjunesi er ekki svo ólíkt því að búa í venjulegum smábæ nema hvað hann er norð- arlega á hnettinum og líklega einangraðri en gerist og gengur. f eina átt eru rússnesku landa- mærin og í aðra er Barentshafið. Til að komast til fslands verðum við að ferðast 2.500 kílómetra suður eftir Noregi til Osló og síð- an fljúga heim þaðan, þannig að heimferðin er aldrei skemmri en fjórir dagar.“ Rannveig er förum frá Kirkju- nesi. Hún hefur fengið skipun um að fara til Stord í Vestur- Noregi. „Rússarnir virðast fylgja mér því að í Stord er oft leitað að rússneskum kafbátum, sem sjást þar á sveimi! Ég vona þó að seinna meir fái ég tækifæri til að starfa á fslandi því hér langar mig helst að vera.“ Morgunblaðið/Þorkell Rannveig Marfa Nielsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Dag Bárnes, og Jéni Alberti, syni þeirra. rekur tilraunabúgarð norska ríkisns rett fyrir utan Kirkjun- es.“ Starf norska hjálpræðishers- ins er víðtækara en hér á landi. Þar er hann áberandi í þjóðlíf- inu, rekur heimili fyrir börn, drykkjumenn, eldra fólk, eitur- lyfjaneytendur, útigangsmenn og starfar í þágu þeirra sem hafa orðið undir í þjóðfélaginu. Meginmarkmiðið er að sjálf- sögðu að breiða út fagnaðarer- indið en við vitum líka að það gagnar ekki að prédika yfir manni með tóman maga. Við leggjum áherslu á hlutverk okkar sem kristinna meðbræðra. Hjálpræðisherinn er ekki sértrú- arsöfnuður heldur venjulegt kristið fólk sem hefur valið þessa leið til að verða að liði.“ Kirkjunes er um 10 kílómetra frá Sovésku landamærunum og Rússar frelsuðu íbúa þar undan Þjóðverjum við lok seinni heims- styrjaldarinnar. „Landamærin hafa lítil áhrif á lífið í bænum en maður hefur heyrt því fleygt að nokkrir óttist að Sovétríkin yfir- Sovésku landamærin eru 10 kflómetra frá Kirkjunesi. Guadaloupe: Yfirvöld vilja náða mót- mælasegg Pftrís, AP. RÁÐHERRA á franska þinginu, sem fer með málefni Guadaloupe, nýlendu Frakka í Karabíska haf- inu, segir að hann ætti von á að ekki yrði tekið hart á máli kennara eins sem kom af stað nýrri hrinu mótmælaaðgerða á eyjunni í fyrri viku. Kennarinn, Georges Faisans, er blökkumaður og afplánar nú þriggja ára fangelsisdóm fyrir að slá hvítan kennara á eyjunni sem refsaði svörtum nemanda. Fais- ans hóf hungurverkfall fyrir stuttu og hófust þá mótmælaað- gerðir á eyjunni að nýju. Ráðherrann sagði að leiðtogar allra stjórnmálaflokka á eyjunni, hver svo sem stefna þeirra væri, hefðu óskað eftir því við ríkis- stjórnina að ekki yrði tekið hart á máli Faisans. Jafnframt hefðu yfirvöld á eyjunni og trúarleið- togar borið fram formlega ósk um að hann yrði náðaður. Franska stjórnin hefur sent 260 hermenn og lögreglumenn til eyjarinnar í vikunni og eru nú um 900 franskir löggæslumenn þar, eða um helmingi fleiri en venju- legt er. TJöfóar til X Xfólks í öllum starfsgreinum! JltargpiifiMfifrtfe Habitat er húsgagnaverslun. Aþenu húsgognm eru gott dæmi um Habitathúsgögn. Stílhrein, sterkbyggö og notadrjúg. Hvítu Aþenu skáparnir og kommóöurnar eru ódýrar og rúmgóöar hirslur. WHHMI Viö eigum fataskápa meö góöri innréttingu, kommóöur meö 4 skúffum og lága skápa meö Sömu einingar fást úr furu undir nafnir Andy. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.