Morgunblaðið - 30.07.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.07.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLl 1986 25 Ronald Reagan: „Læt ekki krabbameins- hræðslu eitra líf mittu Washington, 28. jnlí. AP. RONALD Rcagan sagði í viðtali, sem birt var á sunnudag, að hann myndi ekki láta hræðslu við krabba- mein hafa áhrif á líf sitt, þrátt fyrir að aexlið, sem fjarlægt var úr ristli forsetans, reyndist illkynjað. Viðtalið, sem birtist í tímaritinu Time, var það fyrsta sem forsetinn hefur gefið síðan hann gekkst undir uppskurð 13. júlí sl. Reagan Garcia tekinn við völdum í Perú Lima, Perú, 29. júlí.AP. MIKLAR öryggisráðstafanir voru gerðar í Lima í Perú í dag, þegar Alan Garcia sór embættiseið sem nýr forseti landsins. Við vígsluathöfnina hét Garcia að reyna viðræður við öfgafulla vinstrisinnaða skæruliða til að binda enda á margra ára ófrið í landinu. Hundruð hermanna, vopnaðir vélbyssum, stóðu vörð í miðborg Lima og búið var að reka fólk af götunum þegar hinn 36 ára gamli forseti fór þar um á leið til vígsluathafnarinnar. Garcia er yngsti maðurinn sem gegnir embætti forseta í sögu Perú. Á þökum húsa allt í kringum Armas-torgið, þar sem stjórnar- ráð Perú er til húsa, mátti sjá skyttur úr hernum og einnig á göt- um niðri. Bílasprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar herfor- ingjaráðsins á laugadag og önnur slík sprakk fyrir utan innanríkis- ráðuneytið á fimmtudag. Skæru- liðar vinstrimanna höfðu hótað að myrða bæði Garcia og erlendar sendinefndir, sem voru viðstaddar athöfnina, þ.á m. forseta sex rikja í Suður-Ameríku og fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, James Bak- Garcia sagði í ræðu sinni að hann hefði í hyggju að setja á fót friðarviðræðunefnd sem myndi leitast við að ná samningum við skæruliðana og einnig ætti nefnd- in að hraða réttarhöldum yfir þeim sem grunaðir eru um hryðju- verk, svo þeir sem saklausir væru, yrðu leystir úr haldi sem fyrst. Ijondon, 211. júlí. AP. var spurður hvort hann myndi láta völdin í hendur George Bush, varaforseta, ef hann þyrfti að gangast undir aðra aðgerð, en Reagan sagði að samkvæmt upp- lýsingum frá læknum sínum, væri önnur slík aðgerð ekki í sjónmáli. Hann sagði einnig að kæmi sú tíð, að hann teldi sig ekki lengur líkamlega hæfan til að gegna emb- ætti forseta, þá yrði hann fyrstur til að segja frá því og víkja frá völdum. Reagan sagði að læknar hans hefðu sagt sér að krabbamein hefði ekki verið greint annars staðar í líkamanum og teldist hann því ekki lengur með krabba- mein eftir að æxlið var fjarlægt. „En,“ sagði forsetinn, „ég er jafn berskjaldaður fyrir því eins og hver annar.“ Forsetinn sagði að lokum að uppskurðurinn hefði breytt for- gangsröð hluta í lífi sínu og m.a. hlakkaði hann mikið til viðræðn- anna við Mikhail Gorbachev, leið- toga Sovétríkjanna í Genf í nóv- ember nk. AP/Símamynd Tilkynnt um veikindi Hudsons Vinkona og talsmaður bandaríska leikarans Rock Hudson, Yanou Coll- art, sést hér tilkynna fréttamönnum að leikarinn hafi fengið ónæmistær- ingu og hafi veriö kunnugt um sjúkleika sinn í rúmt ár. Leikarinn dvelst sem stendur á ameríska sjúkrahúsinu í París, en I athugun er að fiytja hann í hersjúkrahús í eigu Frakka í París. Læknar hans hafa ekkert látið hafa eftir sér um veikindi Hudsons, annað en að starfsemi lifrarinnar er með óeðlilegum hætti. Forsetinn sagði að hann væri tilbúinn til að íhuga sakaruppgjöf fyrir vinstrisinnaða skæruliða, en sagði einnig að hann myndi beita þyngstu refsingum við þá sem sek- ir gerast um hryðjuverk. Rúmlega 5.000 manns hafa látið lífið í óeirðum í Perú undanfarin ár og einnig hafa 2.000 manns horfið sporlaust, en samkvæmt skýrslum alþjóðlegra mannréttindahreyf- inga, eiga öryggissveitir hersins sök á hvarfi þeirra. Aprista, flokkur Garcia, hefur átt í útistöðum við herinn siðan flokkurinn var stofnaður árið 1924, og sagði Garcia að hann myndi ekki líða öryggissveitunum að beita pyntingum og ólögmæt- um aftökum í viðureign sinni við skæruliða. Fyrirrennari Garcia, Fernando Belaunde Terry, hefur staðhæft að ekki hafi nein brot á mannréttind- um verið framin þau fimm ár sem hann gegndi embætti forseta. Boy George og hljóm- sveit grýttir á sviði BOY GEORGE, breski söngvarinn, sem þekktur er fyrir áberandi klæða- burð, farða og framkomu, fékk óvenjulegar viðtökur á hljómleikum, sem hann og hljómsveit hans héldu í Aþenu í síðustu viku. Hópur manna gerði aðsúg að hljómsveitinni og grýtti hana „Þeir hafa enga kímnigáfu," sagði Boy George við komuna frá Grikklandi, en hann sagðist ekki mundu láta atburðinn hindra sig f að leika aftur i Grikklandi. „Þetta voru bara stjórnleysingj- ar og kynþáttahatarar. Þeir höt- uðu alla; blökkumenn, gyðinga og hverja sem er,“ sagði hann. Rúm- lega 35.000 manns voru saman komin til að hlýða á tónlist Cult- ure Club, hljómsveitar Boy George, í Aþenu, þegar 500 manns tóku sig saman og grýttu hljóm- sveitarmeðlimina með flöskum, grjóti og múrsteinum. Tólf manns særðust í átökum við lögreglu. „Það þarf meira en flöskur og múrsteina til að stoppa mig,“ sagði Boy George. „Ég hefði farið aftur á sviðið hefði ég fundið hlífðarhjálm." Hópurinn hrópaði ókvæðisorð að bassaleikaranum Mickey Craig þegar hann kom á sviðið, en hann er svartur. „Það voru ekki Grikk- irnir sem þoldu mig ekki, heldur bara þessi hópur vandræðageml- sviðinu. Boy George inga. Ég er ákveðinn í að fara þangað aftur,“ sagði söngvarinn að lokum. MAZDA T 3500 er ný gerð af sterkbyggðum vörubíl, sem ber 3.6 tonn á grind. Vélin er 3500 cc, 86 DIN hö og gírar eru 5 ásamt niðurfærslu- gír. Húsið er stórt og bjart (veltihús), bægHeg sæti eru fyrir 2 farþega auk ökumanns og fjöðr- unin er mýkri og þýðari en gerist í bílum af þess- ari gerð. Ríkulegur búnaður fylgir MAZDA T 3500, svo sem: Vökvastýri • Veltistýri • Mótorbremsa • Aflúr- tak frá vél (PTO) • Vfirstærð af dekkjum (700 x 16) • Yfirstærð af rafgeymi • Bakkflauta • Úti- speglar beggja vegna • Luxusinnrétting •Tau- áklæði á sætum • Þaklúgur • Hnakkapúðar • - Litað gler í rúðum • Halogen aðalljós • Aflmikil miðstöð • Viðvörunartölva og margt fleira. Við framleiðum sérlega vandaða vörukassa úr áli á þessa bíla. Kassarnir eru með stórum hleðslu- dyrum á hlið og gafli og eru þeir fáanlegir á ýms- um byggingarstigum. Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita fúslega allar nánari upplýsingar. Opið laugardag frá kl.10-4 Sýningarbíll á staðnum STERKARI EN GERIST OG GENGUR BÍLABORG HF Smiðshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.