Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985 Bændur fá ekki greitt fyrir hrútspungana — Segir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda „ÞAÐ segir sig sjílft að það er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt að þeir sem skapa verðmætin, í þessu tilviki bændur, fái greitt fyrir þau“, sagði Jóhannes Kristjánsson á Höfða- brekku í Mýrdal, formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda, þegar leitað var álits hans á fréttum um útflutn- ing hrútspunga til Bandaríkjanna fyrir gott verð. Jóhannes sagði að verð hrúts- punganna skilaði sér ekki til bænda. Hér áður fyrr hefðu menn fengið þá með slátrinu, en nú væri búið að taka þá út úr og þeir seldir sérstaklega. Því væri ekki nema eðlilegt að bændur fengju greitt sérstaklega fyrir þá. „Þetta lýsir kannski fyrst og fremst þeim leiðinda ríg sem er á milli einstakra sláturhúsa og fyr- irtækja. Það virðist vera að mönn- um sé sama um þessi verðmæti og vilji frekar henda þeim en selja til að klekkja á öðrum slátur- húsum", sagði Jóhannes þegar bornar voru undir hann upplýsing- ar um að sum sláturhús hentu miklu magni af görnum og fleiru frekar en að selja Sláturfélagi Suðurlands. Hann sagði þetta skjóta skökku við á sama tíma og bændur fengju ekki skráð verð fyrir afurðir sínar. Hann sagði að svo virtist sem mörgu væri ábótavant í slátur- húsunum. Þar væri meira hugsað um magn en gæði, þrátt fyrir að afköstin á hvern starfsmanna væru of lítil. Skelbátar frá Hvammstanga: Mega veida þrjú tonn til áramóta Skipverjar á norska varðskipinu Senjn komu saman í Fossvogs- kirkjugarði, þar sem þeir lögftu blómsveig á leifti norskra hermanna, er féllu í heimstyrjöldinni síftari. Olafur K. Magnús- son, Ijósmyndari Morgunblaftsins tók meftfylgjandi myndir af atburftinum í gær. Rússar stöðva sölu á hráolíu og gasolíu til Evrópu: Búist við óbreyttum olíu- viðskiptum við Rússa hér BÁTAR frá Hvammstanga eiga nú afteins eftir að veifta þrjár lestir af skelfiski til áramóta samkvæmt skiptingu, sem ákveftin var á skel í Húnaflóa í febrúar síðastliftnum, en hefur nýlega verið kynnt aftilum þar. Ráft er gert fyrir að á staðina fjóra, Hvammstanga, Skagaströnd, Blönduós og Hólmavík aft Drangs- nesi meðtöldu komi 450 lestir á hvern. Veruleg óánægja er vegna þessa á Hvammstanga og þar telja menn skiptingu á rækju ennfremur óréttláta. Frá Strandasýslu hafa engar veiðar á hörpudiski verið stundað- ar það, sem af er árinu og Blöndu- ós og Skagaströnd hafa tekið um 350 lestir saman. Hugmyndir eru um það á Hvammstanga að skel- veiðarnar verði gefnar frjálsar til áramóta. í sjávarútvegsráðuneyt- inu er nú unnið að lausn málsins og verða væntanlega einhverjar ákvarðanir þar að lútandi teknar eftir helgina. Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga, sagði í samtali við Morgunblaðið að það yrði verulegt áfall fyrir atvinnulifið hér á næstu mánuðum, ef ekki rættist úr þess- um málum. „Ákvörðunin um skipt- ingu á hörpuskelfiskveiðum hér á Húnaflóa er frá þvi i febrúar síð- astliðinum, en við vissum ekki af henni fyrr en nú í haust, þegar við ætluðum að halda veiðum áfrarn," sagði Þórður. „Þá eigum við, sam- kvæmt henni, aðeins þrjú tonn eftir. Hin sveitarfélögin hafa ekki nýtt sinn hluta, Hólmvíkingar hafa til dæmis ekkert veitt, þannig að mér finnst skynsamlegast að gefa veiðarnar frjálsar til ára- móta. Okkur finnst sjávarútvegsráð- herra hallur undir Vestfirðinga þrátt fyrir skýr reglugerðarákvæði um hverjir eigi veiðirétt í lands- hlutunum, hefur hann hleypt Vest- firðingum inn á Húnaflóa til til- raunaveiða á skelinni. Við höfum sjálfir annazt slíkar rannsóknir án þess að fundið hafi verið að. Þetta byggist kannski á sögulegum stað- reyndum um kjördæmi fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra," sagði Þórður. í FRÉTT danska blaðsins Jyllands- posten nýlega er greint frá því að Sovétríkin hafi meft skeytasending- um sl. mánudag til olíuviftskiptavina sinna í Evrópu tilkynnt að hætt væri vift söhi á megninu af þeirri hráolíu og gasolíu sem búið var aft semja um söhi á, frá olíuútskipunarhöfnum Sovétríkjanna vift Svartahaf og Eystrasalt, eða aft sölu væri frestaft. Aft sögn blaðsins eru engar skýringar gefnar á þessari ákvörðun Sovét- manna. Jafnframt er greint frá því að sovésk yfirvöld hafi látift að því liggja aft útflutningur á olíu frá Sovétríkjunum hefjist ekki á nýjan leik fyrr en með vorinu 1986. Að sögn Jóns ögmunds Þor- móðssonar, deildarstjóra í við- skiptaráðuneytinu, hefur engin tilkynning þessa efnis borist frá sovéskum stjórnvöldum til við- skiptaráðuneytisins. Arni Kr. Þorsteinsson hjá Olíu- félaginu hf. sagði í samtali við Morgunblaðið i gær að engin vís- bending hefði borist frá Rússum, þess efnis að þeir hygðust hætta við eða fresta sölu á olíu hingað til lands. Þvert á móti sagði hann að skeyti hefði borist frá Sovét- mönnum sl. mánudag, þar sem greint væri frá því að sovéskt olíu- skip kæmi í olíuútskipunarhöfn í Svartahafi þann 2. október, til þess að lesta pantaðan olíufarm og flytja til íslands. Hann sagði að þar væri um að ræða 13 þúsund lestir af bifreiðabensíni og 7 þús- und tonn af gasolíu. Hnífsstungumálið á Hverfísgötu: Konan úr- skurðuð í gæslu- varðhald KONAN, sem særði 29 ára mann lífshættulega þegar hún stakk hann í kviðinn snemma aft morgni föstu- dagsins, hefur verift úrskurðuð í gæsluvarðhald til 6. nóvember næst- komandi að kröfu Rannsóknarlög- reglu ríkisins vegna rannsóknar málsins. Konan hefur játað að hafa lagt til mannsins með hnífi, en nánari tildrög liggja ekki ljós fyrir. Mað- urinn liggur á gjörgæsludeild Borgarspítalans og er líðan hans eftir atvikum. Hann mun þó úr bráðri lífshættu. Hann hlaut mikil innvortis meiðsl og gekkst undir umfangsmikla skurðaðgerð. Ók inn í hrossahóp PRJli hross drápust og GMC-sendi- ferftabifreið er talin ónýt eftir aft bifreiðin keyrfti inn í 20-30 hrossa hóp á Sauðárkróksbraut við bæinn Gígjarhól í fyrrakvöld. Bflstjórinn sá hrossahópinn ekki vegna Ijósgeisla bifreiðar sem kom úr gagnstæftri átt. Slys urðu ekki á fólki og er talift að r.rvzrisbeltm hafí bjargað bar miklu. Völdum ekki slíkri yfír- byggingu á þjóðfélaginu — segir Magnús Gunnarsson frkvstj. VSÍ Á ÁRUNUM 1980 til 1983 (jölgaði heilsdagsstörfum á íslandi um 8.920. 5.164 þessara starfa eru þjónustustörf, annað hvort opinber stjórnsýsla, opinber þjónusta efta önnur þjónusta. Á sama tímabili fjölgafti heils- dagsstörfum í Reykjavík um 5.162, og þar af eru 3.519 störf þjónustu- störf. Á sama tíma fjölgaði þeim sem starfa vift framleiðshigreinarnar og fiskveiftar um 1.001 á öllu landinu. í Reykjavík fækkaði þeim sem starfa við fiskveiðar um 95 á tímabilinu og þeim sem vinna við iftnað, þ.e. sjávarvöruiftnað og annan iðnaftþ um 238. Þetta kemur fram í úttekt Vinnuveitendasambands íslands, þar sem skipting mannafla eftir atvinnu vegum og kaupstöðum er könnuð, allt frá árínu 1969 til ársins 1983, en nýrri tölulegar upplýsingar liggja ekki fyrir bjá Hagstofu íslands. Sé litið á þróunina í bankakerf- árinu 1969 til 1983. Árið 1969 inu frá árinu 1969 til ársins 1983 kemur í ljós að 1969 voru 1.093 heilsdagsstörf innan bankakerf- isins, en árið 1983 voru þau 3.331. Árið 1960 voru aðalbankarnir 4 talsins, en í dag eru þeir 7. Árið 1960 voru afgreiðslustaðir banka og sparisjóða 85 en eru í dag 170 talsins. Mannafli við landbúnaðarstörf á öllu landinu hefur dregist veru- voru 12.857 við landbúnaðarstörf en 1983 9.079. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi lítillega við Magnús Gunn- arsson, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambands ís- lands, um þær töflur sem VSÍ hefur látið gera og sýna ofan- greindar upplýsingar, og hvaða ályktanir hann dragi af þeim: „Þessi úttekt okkar er í beinu lega saman, eða um 29,38% frá framhald; af því ssm vift vorum að gera fyrr á þessu ári, þegar við byrjuðum að skoða þróunina í mannaflaskiptingu hér á landi síðustu árin. Tilefni þessa er það að við vildum skilgreina betur hvernig þetta hefði gerst og sjá hvernig þróunin hefði orðið á síðustu árum. Þetta sýnir náttúr- lega fyrst og fremst að stór hluti af þeirri aukningu sem skapast á vinnumarkaðnum fer í opin- bera þjónustu, opinbera stjórn- sýslu eða bankana. Ef litið er til lengri tíma undirstrikar þetta jafnframt hversu vel atvinnulífð hefur þó aðlagað sig breyttum aðstæðum, og hvað atvinnulífið hefur getað viðhaldið mikilli verðmætasköpun fyrir þjóðfélag- ið, þó að ekki hafi fjölgað þeim sem starfa í framleiðslugreinun- um. Hlutfallið er svipað 1969 og 1983, en verðmætasköpunin er mörgum sinnum meiri í dag.“ Magnús sagðist vilja undir- strika það, að hann teldi síður en svo að opinber þjónusta væri ónauðsynleg, hún ætti auðvitað fullan rétt á sér, en meginatriðið væri það að menn gerðu sér grein fyrir því að framleiðslugreinarn- ar sköpuðu þau verðmæti sem lífskjör þjóðarinnar byggðu á. „Það sem er að gerast hægt og sígandi," sagði Magnús, „er að við erum að koma upp slíkri yfirbyggingu á þjóðfélaginu, að við völdum því ekki í efnahags- legu samhengi. Við viljum því vekja athygli á því, að þarna er hlutur sem við þurfum að endur- meta, og stöðva þessa þróun. Við þyrftum ekki að skera niður þjónustuna svo mikið, heldur er ég trúaður á að með aukinni tækni, tölvuvæðingu, bættum samgöngum og öðru ættum við að geta skorið niður stjórnkerfi ríkisins á þann hátt að við gætum fækkað þeim fjölda verulega, sem er í opinberri þjónustu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.