Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985 58 Eins og kasUlaborg í ævintýri... Aðtýnast umstund ídáinní borg — og fara í fótspor drottningarinnar af Saba ‘jr ‘JPT1K . en hruninn rústabcr þegar inn var komid. texti og myndir: Jóhanna Kristjónsdóttir Og allir meA Kalyshnikov-riffla. Úr fjarlægð blasti Mareb við eins og kastali í ævintýri. Þegar nær dregur breytist sýnin; þau hús sem enn standa hljóta að hrynja á hverri stundu. Fáeinar geitur eru að narta í tómar bjórdósir í ruslinu og steinhrúgun- um. Út af fyrir sig er það rannsóknarefni, af hverju khér sjást bjórdósir. í þessu vín- og bjórlausa landi. Eg hafði séö þrjú lítil börn á hlaupum innan um rúst- irnar. Auk þess áðurnefndar geitur. En öllu fleiri eru hér varla. Eg reyndi að finna mér skugga frá brennandi eyði- merkursólinni, settist niður og hlustaði á þögnina. Einu sinni höfðu búið hér manneskjur, lifað og starfað — endur fyrir löngu hafði Mareb verið nafli þessa svæðis. Nú er hér ekkert nema auðnin og rústir og þessi þögn, sem mér hefur ekki tekizt að skilja. Nema mér fannst þetta vond þögn. Ég paufaðist áfram yfir hrúg- urnar og horfði á þessi sprungnu hús með iðrin úti og brostna - ‘'klugga. Jos félagi minn var farinn niður í skúrinn að fá sér Seven up. Og ég uppgötva að ég finn ekki stíginn, sem liggur út úr rústaborginni. Það er skrítin tilfinning, sem grípur mann, þegar maður heldur, að maður sé tvndur lengst inni í dáinni borg. Attaskynið er farið veg allrar veraidar. Það er sama hvert ég sný mér, ég finn enga leið út úr þessum kastala. Sólin er í hádegisstað. Hiti í forsælu yfir 40 stig. Líklega er ég í þann veginn að fá sólsting. Þótt mín væri leitað fyndist ég senni- lega ekki, því að eitthvað af þess- um hálfu húsum er í þann veginn að hrynja yfir mig. Mareb á ekki að reisa úr rústum framar, þangað kemur enginn lengur, nema rétt til að horfa á staðinn úr fjarlægð. Hvaða vit er í að vera að feta stíginn inn í borg •ífcsem einu sinni var? Fólk tyllir niður tá við hlíðarræturnar áður en það Ieggur út á sandinn til að skoða minjar um bústað drottning- arinnar af Saba. En upp í þennan hrunda kastala fer varla nokkur með viti. Sú Mareb sem gestur heimsækir nú — og eru að verða síðustu for- vöð, — má muna fífil sinn fegri. Siðmenning Jemena á sér djúpar rætur á þessum stað, svæði sem markast af fjallsrótunum niður af sléttunni og að eyðimörkinni Mafaza Saihad, sem rennur svo saman við landsvæði sem kallað er Landið tóma. Mareb var höfuð- borg konungdæmisins sem löngum hefur verið kennt við Bilquis, drottninguna af Saba. Saba var elzt fornra konungdæma þessa lands og hið langtum frægasta. Saga Jemens tengist öllu því sem er hér kannski grafið marga metra í sandinn en fundist hafa þó hér í grennd við Mareb elztu forn- minjar Jemens og áveitan við Mareb, sem að vísu eyðilagðist fyrir öldum, þykir fádæma merki- legt mannvirki. I höllu drottningar var ekki Við höll drottningarinnar af Saba. mikið að sjá. Eftir að við höfðum klöngrast á Landrovernum yfir sandöldur, gert stans vegna þess að sandbylur skall á, komum við loks að staðnum. Fimm súlur hér og fjórar og hálf annars staðar. Bílstjórinn okkar sagði að súlurn- ar fimm væru hluti hallarinnar, hitt væri úr bænahúsinu. Við flett- um þessu upp um kvöldið og það reyndist líklega rétt. En merkilegt má það kallast að Jemenar skuli ekki hafa gert neitt til að rannsaka þennan stað, þar sem fornar sagnir hafa fyrir satt að í sandinum séu fólgin hin ýmsu auðæfi frá tímum Sabakonungdæmisins. Við Jos tókum mynd hvort af öðru við súlurnar, svo að það væri sem sagt skjalfest að við hefðum komið að höllinni. Ef hitinn hefði ekki verið um fimmtíu stig, hefði verið gaman að setjast niður — sérstaklega ef sandurinn hefði ekki verið svo brennandi heitur og reynt að sjá fyrir sér það sem einu sinni var mikil dýrð og segir svo myndrænt frá í síðari krónikubók er Bilquis fór til Jerúsalem: „Þá er drottningin af Saba spurði orðstír Salómons, kom hún til Jerúsalem með miklu föruneyti og með úlfalda, klyfjaða krydd- jurtum og afar miklu gulli og gimsteinum til þess að reyna Salómon með gátum. Og er hún kom til Salómons bar hún upp fyrir hann allt, sem henni bjó í brjósti. En Salómon svaraði öllum spurningum hennar. Var enginn hlutur hulinn Salómon, er hann gæti eigi leyst úr fyrir hana. Og er drottningin af Saba sá speki Salómons og húsið sem hann hafði reisa látið, matinn á borði hans, bústaði þjóna hans og stöðu skutilsveina hans og klæði þeirra og brennifórn hans, þá er hann fram bar í húsi drottins, þá varð hún frá sér numin og sagði við konung: „Satt var það er ég heyrði í landi mínu um þig og speki þína. En ég trúði ekki orðum þeirra fyrr en ég kom og sá það með eigin augum. Og þó hafði ég ekki frétt helminginn um gnótt speki þinnar. Þú ert meiri orðróm þeim er ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.